Vísir - 03.05.1972, Page 9
VÍSIR. Miðvikudagur 3. mai 1972.
9
riNiMi
1 SÍÐAN j
Umsjón: Svanlaug
Baldursdóttir
Konur — annars
flokks ibúar? Rann-
sókn, sem hefur farið
fram innan Efnahags-
bandalagsins, svarar
þessari spurningu ját-
andi, eftir að hafa sýnt
niðurstöðu á könnun á
launamismun karla og
kvenna i sömu atvinnu-
greinum i hinum
ýmsu efnahags
bandalagslöndum.
Þessi niðurstaða
kemur engum á óvart,
sem eitthvað hefur
fylgzt með jafnréttis-
ANNAR FLOKKUR?
málum. Hér á siðunni
höfum við sagt frá
könnun, sem var gerð
á islenzkum aðstæðum
i vetur og var niður-
staðan sú hin sama, að
konur hafa yfirleitt
lægri laun en karlar,
þótt það sé dulið á ýms-
an hátt.
Um könnunina, sem nýlega
var sagt frá i Brdssel, segir
annars, að hún hafi veriö gerö
meöal iönverkakvenna i sex
löndum innan efnahagsbanda-
lagsins. Ennfremur segir:
„Fyrir utan þaö, aö konur hafa
lægri laun, hefur evrópska kon
an einnig minni tækifæri til aö
vinna sig upp i starfi. I sam-
bandi viö þetta er orsökin stund-
um fordómar karlmannsins um
getu konunnar, en aðalástæöuna
fyrir þvi, að kona er ekki eins
velmennt i starfi og karl, er aö
finna á heimilinu, i uppeldis-
stefnumótun, og menntunar-
leiöum.”
í þessari sömu frétt er þess
getiö, að konur, sem starfi við
kennslu, blaöamennsku eöa
innanhússskreytingar séu, að
mestu leyti, álitnir jafningjar
karla hvaö laun og tækifæri
snerti.
Þeir, sem senda fréttina út
um heim, eygja samt einhverja
von til þess að konur veröi
fyrsta flokks þjóöfélagsþegnar,
þar sem fréttin ber yfirskriftina
„konur fá ennþá minni laun en
karlar.”
— SB-
Og enn í lœgri fíokki
,,Konur þola enn
órétt i vinnu” er önnur
keimlik fyrirsögn úr
erlendu ' fréttariti.
Þessi klausa birtist eft-
ir rannsóknir, sem al-
þýðusamband þeirra i
Vestur-Þýzkalandi lét
gera á kjörum vinnandi
kvenna.
1 byrjun klausunnar
segir, að hið háiðn-
vædda atvinnulif
þarfnist vinnuafls
kvenna. Þótt konur séu
nú um það bil 37%
vinnuaflsins eða alls 9,6
milljónir þá séu laun
þeirra samt mun lægri
enkarla. Þetta misrétti
sé næstum hið sama og
áður þrátt fyrir allt tal
og fögur loforð um
jafnrétti.
Það kemur i ljós, að i þeim
störfum, sem verkamenn eru
bezt launaöir, eru fæstar konur,
og konur vinna aö jafnaði verst
launuðu störfin.
Það kemur i ljós, aö verka-
konur eru einkum illa launaðar.
Hlutur skrifstofustúlkna sé hlut-
fallslega tiltölulega skárri.
Mun færri konur eru i þjón-
ustu hins opinbera, þar sem
laun eru jafnari milli kynja.
Það, sem ef til vill varpar
hvað skýrustu ljósi á hlut
kvenna i atvinnulifinu i Vestur-
Þýzkalandi, er sú staðreynd, að
91% þeirra hefur enga frama-
von i starfi.
Meöaltal á vinnulaunum
karla og kvenna á klukkutim-
ann sýndi, aö karlar hafa meira
en 40% hærri timalaun en kon-
ur.
1 fréttinni segir einnig, aö
þegar það sé tekið meö I reikn-
inginn, að mismunurinn á tíma-
kaupi karla og kvenna 1950 hafi
verið innan viö 60% sjáist
greinilega, að útrýming mis-
réttisins hafi aöeins veriö litil á
þeim 20 árum, sem siðan eru
liöin.
Þess vegna sé enn meiri
ástæða fyrir alþýðusambandiö
að útnefna árið 1972 sem „ár
hinnar vinnandi konu” og beina
athygli almennings að misrétt-
inu, sem konur séu beittar i
starfi.
Eitt aðalmarkmiö stéttarfé-
laganna á þessu ári veröi að
skapa þrýsting i þá átt að binda
enda á óréttlætið, sem konur séu
beittar, sem komi "fram I ýms
um myndum m.a. starfsþjálfun
þeirra, hinu litla áliti á getu
konunnar og tækifærunum til
starfsframa, sem þeim sé neit-
að um.
Þessi frétt birtist i blaðinu
Welt der Arbeit.
— SB —
Hvaðsegir
B I B L i A N ?
JESUS
SUPERSTAR
eða
FRELSARI ?
BIBLtAN svarar. Lesið sjálf.
Bókin fæst i bókaverzlunum
og hjá kristilegu félögunum.
HIÐ ÍSL. BIBLÍUFÉLAG
$uó6r<mð*0iofu
BAllOtlKSmiID • KSTXJATfS
VÍSIR
MELAVÖLLUR
I kvöld kl. 20.00 leika
VÍKINGUR — VALUR
Reykjavíkurmótið
Verksmiðjuvinna
Karlmenn óskast til starfa i verksmiðju
okkar.
Pappirsver h/f,
Sími 36945.
Hjólborðar
Til sölu fimm ný biladekk Goodyear,
stærð 5,16x13 með tækifærisverði. Uppl. i
sima 30367.
Frá vöggu til grafar
Fallegar skreytingar
Blómvendir I miklu
úrvali.
Daglega ný blóm
Mikið úrval af
nýjum vörum. —
Gjórið svo vel að llta
inn.
Sendum um allan bæ
eosin
GLÆSIBÆ, simi
23523.__
Starfsmann
vantar strax. Þarf að geta unnið með lyft-
ara og traktor. Vinsamlegast hafið sam-
band við verkstjóra.
Fóðurvörusala SÍS,
simi 26765.