Vísir - 03.05.1972, Page 13

Vísir - 03.05.1972, Page 13
VÍSIR. Miðvikudagur 3. mai 1972. 13 Umsjón: Þórarinn Jón Magnússon íshafsskútan norska, „Furnak”, sem hefur haldið sig I vesturlsnum siðasta áriö, kom færandi hendi heim til Bergen I slðustu viku. A vegi skútunnar hafði orðið nokkur fjöldi sela, (þó ekki sllkur fjöldi sem frá er greint hér á siöunni við hliðina). Þeim um borð I skútunni varð þá hugsað til sædýrasafnsins heima í Bergen, sem ekki hefur verið ríkt af þessum skepnum til þessa. Þvf tóku þeir um borð fimm umkomulausa kópa, sem þegar kunnu vistinni um borð I skútunni hið bezta. Vonandi að þeim lfki jafnvel nýju heimkynnin — sædýrasafniö I Bergen, sem nú hefur veitt félögunum fimm viðtöku..... Malcolm MCDOWELL sem sást hér á dögunum i „Brákaða reyrnum” er upp- rennandi leikari. Nýjasta hlut- verk hans er i myndinni „A Clockwork Orange” sem Banda rikjamaðurinn Stanley Kubrick gerði. McDowell sem er 29 ára er nú kallaður „Hinn brezki Brando”. Pia Degermark sænska leikkonan sem við sáum i „Elvira Madigan” hérna um árið eignaðist nýlega son upp á 4 kg. Faðirinn er Itali og heitir Pier Caminecci. Henry Fonda stendur á sama um það orð sem fer af fjölskyldu hans. Ýmsir fjölmiðlar haf ofsótt börnin hans fyrir pólitiskar skoðanir og ýmislegt annað, en Fonda er sjálfur hinn stoltasti yfir Jane og Pétri, sem standa sig reglu- lega vel. Jane Fonda fékk eins og kunnugt er Óskarinn fyrir leik sinn í „Klute*nýverið. Peter, Henry og Jane Fonda á tali við blaðamenn Times. Fundum þeirra þriggja ber annars afar sjaldan saman sökum anna þeirra hvers um sig. Kolavél Óska eftir litilli kolavél. Simi 30367. Ásatrúarmenn hinir nýju leita viðurkenningar Asatrúarmenn hins nýja tima, sem við sögðum frá í fréttum fyrir nokkrum dögum, hafa hafið starfsemi sina af fullum krafti og hyggjast standa vörð um hags- muni þeirra, sem trúa vilja á heiðin goð. Félagið mun afla sér lagalegrar viðurkenningar á næstunni, segir i fréttatilkynn- ingu frá samtökum þessum. 100 þús. til holdsveikra Holdsveikir i heiminum eru taldir vera um 20 milljónir. Hjálpar- stofnun islenzku þjóðkirkjunnar vakti sérstaka athygli á hörm- ungum þessa fólks á fórnarvik- unni i marz. Er veikin mjög erfið viðfangs eins og kunnugt er, en með visindalegu starfi hefur tek- izt að koma i veg fyrir útbreiðslu hennar, en á þessu sviði þarf mikla vinnu og fjárútlát til. Hjálparstofnunin sendi á dögun- um 100 þús. krónur til hjálpar holdsveikum i heiminum og mun i framtiöinni halda áfram stuðn- ingi við útrýmingu veikinnar. SAM tekur við stjórn Rithöfundasambandsins Að afloknum aðalfundum i Rithöfundafélagi fslands og Fé- lagi isl. rithöfunda urðu stjórnar- skipti i Rithöfundasambandi Is- lands. Formaður nýju stjórnar- innar er Sigurður A. Magnússon, og er hann kjörinn til tveggja ára. Aðrir i stjórn eru þeir Ási i Bæ, ritari, Thor Vilhjálmsson, gjald- keri, Armann Kr. Einarsson, varaformaður og Greta Sigfús- dóttir, meðstjórnandi. Varamenn eru þeir Elias Mar og Jón Björns- son. Fyrsta verkefni nýja for- mannsins er að sitja vorfund sænska rithöfundasambandsins 5. mai i Stokkhólmi, sækja ársþing Norræna rithöfundaráðsins i Helsinki lO^ll.mai og verða gest- ur finnska rithöfundasambands- ins á 75 ára afmælishátið þess 12,- 14. mai. ð AUGl/flég Airili * " með gleraugumfm lylr Austurstræti 20. Sími 14456 Rösk stúlka óskast á aldrinum 20—35 ára við afgreiðslu annan hvorn dag frá kl. 9 til 6 á pylsubar. Upp- lýsingar á staðnum, Laugavegi 86, milli 4 og 6 (ekki svarað i sima). ♦ StBS Endurnýjun DREGIÐ VERÐUR FÖSTUDAGINN 5. MAÍ Hefjið Ungt fólk og fólk á öllum aldri: LÍKAMSRÆKT eða trimmæfingar. Það er alveg sama, hvort þú ert feitur eða magur, gamall eða ungur, karl eða kona. Lyftingaæfingar eru beztu æfingamar, sem þekkjast i dag, og þær gefa skjótastan og beztan árangur. Við höfum engar hópæfingar, hver ein- stakur fær eigin æfingatöflu og kemur, þegar honum hentar. Við bjóðum lika þrekæfingar, sem eru undirstaða alls kyns iþrótta. Opið fyrir konur: Mánud., miövikud. og föstud. kl. 10.30 — 20.30. Opiö fyrir karlmenn: Þriðjud. og fimmtud. kl. 12 —14 og 17 — 20.30. og laugard. kl. 10—15.30. Simi 14535. TRIMMÆFINGAR MEGRUN VÖÐVAÆFINGAR STYRKTARÆFINGAR SAUNABAÐ Komið I reynslutima yður að kostnaðarlausu. HEILSURÆKTARSTOFA EDDU Skipholti 21 við Nóatún.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.