Vísir


Vísir - 27.05.1972, Qupperneq 7

Vísir - 27.05.1972, Qupperneq 7
Laugardagur 27. mai 1972. 7 cTVIenningarmál Strompleikur á Nesinu Á mörkum hins levfilega Siðustu tónleikar S1 á þessu starfsári voru haldnir s.l. fimmtudag. Stjórnandi var Bohdan Wodiczko, og stýrði hann fjölbreyttri efnis- skrá. Fyrst var fluttur forleikur að gamanó- peru eftir Viktor Urbancic. Þetta er létt og fjörugt verk, samið i anda Vinar og mótað ei- litið af Richard Strauss og jafnvel Mahler á stqku stað. Viktor Urbancic vann mikið starf i þágu islenzks tón- listarlifs, og var þessi flutningur skemmtileg endurminning braut- ry ð jendatimanna. Shura Cherkassky lék einleik i pianókonsert nr. 1 eftir Tsjaikov- ský, en hann lék sama verk hér fyrir 18 árum. Það er næstum ómögulegt að setja þennan pianó- leikara i einhvern þann flokk, sem heitir lyriskur, dramatiskur o.s.frv. Hann er alveg einn á báti, nánast sérvitringur, sem kemur manni algerlega að óvörum. Sumir mundu halda þvi fram. að túlkun hans á Tsjaikovský sé á mörkum þess að geta talizt „leyfileg”. Honum viröist ekkert ómögulegt, hvorki tæknilega né múslkalskt. Hann leikur nær óheyrilega veikt i þessu verki þar sem aörir leika sterkt, og öfugt. Hraðabreytingar eru örar og skyndilegar. Stjórnandinn á skiliö að fá aðlögunarorðuna fyrir að fylgjast með pianóleikaranum. Min skoðun er sú, að það sé skemmti- leg og kærkomin tilbreyting að heyra konsertinn fluttan á þennan hátt — alveg i andstöðu við þann sótthreinsaða og staðlaða máta, sem maður heyrir hann annars leikinn af öllum þorra pianó- leikara. Eftir hlé voru fiutt tvö skemmtileg, sjaldheyrð (hér á landi) og kröfuhörð verk: hljóm- sveitarsvitan Ibéria eftir Debussy og Hary Janos svitan eftir Kodály. Það var sérstaklega ánægjulegt að þessi verk skyldu flutt, þvi að þau eru litrik og til- breytingarrik, bæði sniðin fyrir þá möguleika sem nútima hljóm- sveit hefur hvað fjölbreytni snertir. Að visu var hér ekki um fullkominn flutning að ræða, en mest er um vert, að S1 brjótist úr vitahring „staðlaðra” tónverka og kynni það sem áður hefur ekki eða sjaldan heyrzt. Það hefur verið einn af meginkostum Boh- dan Wodiczkos, að hann hefur lagt áherzlu á þessa stefnu i tón- verkaflutningi. Hinu reglulega starfsári er lok- ið hjá Sí , en ekki samt starfinu, þvi hún á eftir að leggja mikið á sig i sambandi við væntanlega listahátið, sem hefst innan skamms. Megi hún vaxa og dafna við þau átök. „Mín upphefð kemur að utan..” Kúnstner Hansen: Júllus Oddsson I sýningu Leikfélags Akureyrar. HJARPMlANÍ Hvítlökkuð stálrúm K Á ibúða sýningu framkvæmdanefndar byggingará- ætlunar i Unufelli 23, sýnum við meðal annars: Hjónarúm, rúmfatnað, stálrúm, snyrtikommóður, A skápa, svefnbekki, raðsett, sófasett, borðstofusett, Electrolux ryksugur, Electrolux kæliskápa og margt fleira. Æ Okkur er sönn ánægja að óska þeim tæplega tvö hundruð VÁ fjölskyldum, sem fá þessar glæsilegum ibúðir til Æ hamingju |JW Sýningin opin 2-10 laugardag og sunnudag dfl í Vörumarkaðnrinn hf. Ármúla 1 a — simi 86-112 Stefán Edelstein skrifar um tónlist: Sjógörlin þrjú I Stromplciknum fara öll I senn með hlutverk ólu vinnu- konu I sýningu Leikfélags Akureyrar: Helga Thorberg, Helga Sigurðardóttir og Steinunn Sigurðardóttir. Ásamt þeim frú Ólfer: Kristjana Jónsdóttir. Leiklistar- miðstöð fyrir norðurland Eins og kunnugt er hefur all- mikil gróska verið i starfsemi Leikfélags Akureyrar undanfarin ár. Leikárin 1969-70 og 70-71 voru verkefni félagsins 5 og 6 hvort árið, en þessi ár starfaði visir að i vetur hafa gestaleikir utan af iandi verið alltíðir í hinu nýja félagsheimili á Selt jarnarnesi. Nú um helgina kemur eitt helzta leikfélag utan Reykja- vikur, Leikfélag Akur- eyrar, i heimsókn og leikur Strompleikinn eftir Halldor Laxness á Nesinu. Sýningar verða tvær- i dag klukkan 4 og klukkan 8 annað kvöld. Strompleikurinn var frum- sýndur á Akureyri 13da mai s.l. heim við hugmyndir Halldórs Laxness um „sjálfan sjónleikinn” i leikverkum sinum og þá áherzlu sem hann legði á skemmtigildi leiksýninga: „Svo mikið er vist að ekki þarf á neinum lógaritmareikningi að halda til að ráöa i merkingu leiks- ins. Hún er einvörðungu fólgin i þeirri skemmtun, hugljómun sem af leiknum stafar jafnharðan sem hann ber fyrir á fjölunum, stil- færður allt að hreinum og beinum farsa i likingu við leiki Dario Fo... Það varðar mestu um sýningu Leikfélags Akureyrar að furðu gaman var að horfa á hana, hún er föst i sniðum, mótuð af einfald- leik og kátinu og sýnilega unnin með smekkvisi og fyrirhyggju. Ekkert virðist þvi til fyrirstöðu að með leiknari, mikilhæfari áhöfn en hér var til að dreifa mætti gera enn meira úr leiknum eftir sama hætti og hafður var á þessari sýningu. Og maður hlýtur að spyrja hvort efnismeira og fjölskrúðugra leikverk, eins og Prjónastofan Sólin, gæti ekki einnig notið góðs af viðlika aðferð að efninu....” fastráðnum leikhóp á vegum félagsins. Þetta var djarft fyrir- tæki á ekki stærra markaðssvæði en Akureyri, og hefur félagið i vetur neyðzt til að draga seglin saman. En Strompleikurinn er fjórða verkefni félagsins þetta leikár. Fyrir sýningar i vetur voru Það er kominn gestur eftir István Orkeny, sakamálaleikritið Músagildran eftir Agöthu Christie og barnaleikritiö Dýrin i Hálsaskógi eftirTorbjörn Egner - en það mun hafa hlotið bezta að- sókn af sýningum félagsins i vet- ur. Baráttumál Leikfélags Akur- eyrar um þessar mundir er hug- mynd þess um leiklistarmiðstöð fyrir allt noröurland á Akureyri. Þar fengi hópur leikara fasta starfsaðstöðu og héldi uppi leik- ferðum viðs vegar um lands- fjórðunginn auk reglulegra leik- sýninga á Akureyri. Slikar mið- stöðvar gætu stórbætt aðstöðu áhugamanna um leiklist úti um land og komið á nokkru jafnvægi við þau forréttindi sem atvinnu- leikhús og leikhúsgestir höfuð- borgarinnar njóta nú i leiklistar- málum. Leikstjóri er Maria Kristjáns- dóttir, leikmynd gerði Ivan Török, en leikendur eru 18 alls. Með helztu hlutverkin fara Guð- laug Hermannsdóttir, Aðalsteinn Bergdal, Kristjana Jónsdóttir, Jóhann Ogmundsson, Gestur Einar Jónsson, Július Oddsson, Saga Jón$dóttir, Sigurveig Jóns- dóttir og Þráinn Karlsson. Enga lógaritma i leikhúsið! 1 umsögn um frumsýningu Strompleiksins á Akureyri hér i blaðinu (16/5) sagði Ólafur Jóns- son m.a. að sviðsetning Mariu Kristjánsdóttur kæmi mætavel

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.