Vísir - 27.05.1972, Síða 9

Vísir - 27.05.1972, Síða 9
Fórframúr okkar björtustu vonum — Velheppnað fimleikanómskeið r Fimleikasambands Islands —Aðsókn hcfur verið svo mikil að námskeiðinu, að færri hafa komizt að en hafa viljað, sagði Ásgeir Guðmundsson, formaður Fimleikasambands tslands, þegar við litum inn i iþróttahúsið á Seltjarnarnesi i gær, en þar hef- ur að undanförnu staðið yfir fim- leikanámskeið, sem Norð- maðurinn Tore Johansson hefur stjórnað fyrir Ft og hann hefur haft sér til aðstoðar unga, norska landsliðskonu, Liv Gullbrandsen, eina efnilegustu fimleikakonu Noregs, og hefur hún jafnframt sýnt á námskeiðinu. Þessu námskeiði lýkur með fimleikasýningu kl. þrjú i dag i iþróttahúsinu og meðal annars sýnir Liv þar listir sinar, sem eru þess virði að skreppa vestur á Nes. Þetta námskeið hefur verið þri- þætt, sagði Asgeir ennfremur. í fyrsta lagi fyrir kennara og þjálfara. 1 öðru lagi fyrir ung- linga og i þriðja lagi fyrir fim- leikafólk. Kennararnir og þjálfarar hafa verið með ungl- ingunum frá kl. 4-6 og hafa þá jafnframt fengið verklega kennslu, en fimleikafólkið hefur mætt á kvöldin. Námskeiðið hófst fyrra laugar- dag, 20. mai, og ég tel að árangur hafi fariðfram úr okkar björtustu vonum, bæði hvað aðsókn og kennslu viðkemur. Við munum svo i framhaldi af þvi efna til námskeiðs fyrir unglinga i byrjun júni og vonumst einnig eftir góð- um árangri af þvi, sagði Ásgeir að lokum. Bjarnleifur tók myndirnar hér á siðunni á námskeiðinu A þeirri efri eru ýmsir þátttakendur með kennara sinum, en hér til hliðar er Liv Gullbrandsen i erfiðri æfingu, sem hún leysir mjög auð- veldlega. Fyrsta sundmót sumarsins Fyrsta sundmót sumarsins — sundmót KR — fer fram i I.augardalslauginni á sunnudag og verður allt bezta sundfólk landsins meðal keppenda. Auk þess sem margir kepp- enda eins og Guðjón Guðmunds- son, Guðmundur Gislason, Finn- ur Garðarsson og fieiri munu keppa að lágmarksafrekum is- lenzku ðlympiunefndarinnar, verður einnig keppt um fagra gripi eins og Flugfreyjubikarinn i 100 m skriðsundi kvenna, og af- reksbikar SSl fyrir bezta afrek mótsins samkvæmt finnsku stiga- töflunni. Sundfólk okkar er i mjög góðri æfingu og verður gaman að sjá hvernig þvi tekst upp á fyrsta sundmótinu i útisundlaug (50 metra) á keppnistimabilinu. Einnig verða unglingasundin at- hyglisverð, þar sem unglingarnir keppa að lágmarksafrekum fyrir Norðurlandameistaramótið, sem verður i Danmörku um miðjan júli. Þátttaka i mótinu er mikil eins og sést af þvi, að alls veröa 137 viðbrögð á mótinu.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.