Vísir - 02.06.1972, Page 4

Vísir - 02.06.1972, Page 4
4 VÍSIR. Föstudagur 2. júni 1972. OPIÐ TIL KL. 10 föstudaga Armu MATVÖRUL 111 HÚSGAGNADEILD 86-112 UTLONDI MORGUN UTLÖND I M I ‘■^ijnJi McGovern nœsti Tékkneska bifreiðaumboðið Auðbrekku 44-46, Forstjóri til bráðabirgöa Else Mia Sigurðsson, bókavörður Norræna hússins, gegnir um þessar mundir forstjórastarfi hússins, þar til nýr forstjóri hefur verið ráðinn, en embættið hefur verið auglýst laust til umsóknar. Er umsóknarfrestur til 12. júni n.k. á öllum Norðurlöndunum. Kópavogi Til sölu: George McGovern. Súm i Kaupmannahöfn Fyrir viku opnuðu Súmmarar sýningu i Den Frie i Kaupmanna- höfn. Fimm félagar, þeir Guð- bergur Bergsson, Jón Gunnar Arnason, Magnús Tómasson, Tryggvi ólafsson og Vilhjálmur Bergsson taka þátt i sýningunni, en að auki einn utanfélagsmaður, Hringur Jóhannesson, listmálari. A sýningunni eru 56 verk, málverk, ljóðmyndir, ljóð- skúlptúr, „environmental” skúlptúr og smáhlutir. Sýningin stendur til 6. júni. Landið bitt. Bækur Þorsteins heitins Jóseps- sonar, blaðamanns og Steindórs Steindórssonar, skólameistara, Landið þitt, hafa vakið margan manninn til umhugsunar um það umhverfi, sem ekið er um á sumardögum. Nú eru bækurnar komnar aftur i sérstaklega með- færilegri ferðaútgáfu, prentaðar :þunnanpappir og i kápu úr plast- efni, sem þolir þá meðferð, sem bækur hljóta gjarnan i bilum. Það er bókaútgáfan örn og örlygur sem gefur bækurnar út. 1710 manns i einu starfs- mannafélagi Liklega er Starfsmannafélag rikisstofnana allra voldugasta félagið i sinum flokki, félagar eru 1710 talsins. A siðasta ári náðist merkur áfangi i baráttu félagsins með tilkomu orlofs og menningarmiðstöðvarinnar i Munaðarnesi. A aðalfundinum nú fyrir nokkru var stjórnin fyrir næsta kjörtímabil endurkjörin: Einar Ólafsson, ATVR, for- maður, Sigurður ó. Helgason, Tollstjóraskr., Guðmundur Sigurþórsson, Innkaupastofnun rikisins, Agúst Guðmundsson, Landmælingum Islands, Helga ívarsdóttir, Landspitalanum, Ólafur Jóhanneson Veðurstofu Is- lands, Einar Stefánsson, Vita- og hafnamálast. Pat Nixon ergileg: Ruddi lögreglumönnum fró Pat Nixon, forsetafrú, gaf i gærdag út yfirlýsingu þar sem hún lýsti reiöi sinni og vonbrigð- um yfir að allt of margir pólskir lögreglumenn og öryggisveröir eltu hana hvert fótmál I Varsjá. Sagðist hún vilja komast leiöar sinnar án þess aö einhver lögga væri alltaf að segja henni hvert hún ætti að fara og hvert hún ætti ekki að fara. — ,,Er ómögulegt aö fara fram á það viö þessa leyni- lögreglu hér að hún haldi sig aöeins frá okkur”, spurði frú Nixon, þegar lögreglumaöur einn, borgaralega klæddur, revndi að halda henni fjarri hóp af mannfjöida, sem gjarnan vildi komast nær frúnni. Kvartar frúin yfir því að hafa ekki á ferðalaginu, hvorki i Sovét- rikjunum né Póllandi haft tæki- færi til að nálgast fólk — öryggis- ráðstafanir hafi verið svo strang- ar að hún hafi engum getað kynnzt, engum getaö heilsað. Sagðist hún hafa haldið aftur af sér i Moskvu, en i gær i Varsjá sprakk blaðran — siðasta dag heimsóknar bandarisku forseta- hjónanna um Austur-Evrópu. Var það i Lazienki-garðinum i Varsjá, þegar lögreglumenn slógu hring um hana þar, þar sem hún var að hlusta á konsert. Fólk, sem beiö hennar i garðinum, sté á fætur og klappaði, þegar frúna bar að, konur veifuðu til hennar, og ein- hverjir karlkyns aðdáendur reyndu að kyssa hana á hendur- nar. Frú Nixon varð hrærð yfir þess- um móttökum, en lögreglan reyndi að mjaka fólkinu burtu. ,,Ég vil fá að heilsa fólki”, sagði þá forsetafrúin, .og tók málið i eigin hendur, er hún ýtti pólsku öryggisvörðunum til hlið- ar, olnbogaði sig gegnum lög- regluhringinn og fór og tók i framréttar hendur fólksins. forseti? — aðrir demókrataþingmenn virðast vonlausir um útnefningu — miklir sigrar McGoverns George McGovern virðist ætla að fara með algeran sigur af hólmi I þeim prófkjörum sem undanfarið hafa staðið I ýmsum fylkjum Bandarfkjanna, vegna forsetakosninganna i haust. Ef McGovern sigrar einnig i prófkjöri 1 Kaliforniu 1 dag, sem raunar allar iikur benda til að hann geri, virðist það öruggt mál að hann verði útnefndur forseta- efni Demókrataflokksins á flokksþinginu, sem haldið verður i Miami 1 júlíbyrjun. Sýnist nú enginn þeirra, sem áður voru taldir liklegir til að fella Nixon i kosningum, hafa aðrar eins sigurlikur og McGovern. Aður var • lengst af talað um Edmund Muskie sem væntanlegan frambjóðanda demókrata, Lindsey borgárstjóra New York eða varaforsetann fyrrverandi, Hubert Humphrey. Enginn þessara manna hefur nú neitt á móti McGovern — og þá heldur ekki utanflokka frambjóð- andinn, George Wallace, rikis- stjóri i Alabama. í prófkjörum Sem kunnugt er, þá er McGovern þekktastur fyrir harða afstöðu gegn Nixon i striðsmál- um. Hann vill skilyrðislausan heimflutning bandariska herliðs- ins frá Vietnam. Kennedy vonlaus I haust er leið, og raunar i vetur lika, var talsvert um það rætt, að yngsti og siðasti Kennedy-bróðir- inn væri hugsanlegur frambjóð- andi demokrata, en hann er nú al- gerlega úr sögunni sem slfkur. Reyndar hefur Kennedy oftar en ekki lýst þvi yfir, að hann hafi aldrei ætlað sér i framboð, en hins vegar á hann marga og áhrifa- mikla vini innan flokks sins, og mjög margir tóku yfirlýsingar hans aldrei alvarlega, vonuðust til að hann gæfi kost á sér á sið- ustu stundu. Ekkert slikt getur gerzt úr þessu, þvi McGovern ætlar að koma út úr profkjörun- um sem einhliða sigurvegari. Velta menn þvi nú fyrir sér, hvort ekki væri rétt af McGovern að tefla Kennedy fram sem vara- forsetaefni sinu. Vísir vísar á viðskiptin Skoda 100 L árg. ’71 Skoda 100 árg. ’70 Skoda 110 L árg. ’70 Skoda 110 L árg. ’70 Skoda 100 S árg. ’70 Skoda 1000 M.B. árg. ’67 Skoda Combi árg. ’69 Skoda 110 Cube árg. ’72 Moskvitch árg. ’68. LISTAHÁTlÐ I REYKJAVÍK Sunnudagur 4. júni Háskólabió Kl. 14.00 Opnun hátiðarinnar. Leikfélag Reykjavikur K^. 18.00 Dóminó eftir Jökul Jakobsson (Forsýning). Þjóðleikhúsið Kl. 20.00 Sjálfstætt fólk. Norræna húsið Kl. 20.20 Liv Strömsted Dommersnes og Liv Glaser: I lyse netter (ljóöa- og tónlistardagskrá). Mánudagur 5. júni Bústaðakirkja Kl. 17.00 Nóaflóðið (frumsýning) barnaópera eftir Benjamin Britten. Þjóðleikhúsið Kl. 20.00 Tvcir einþáttungar eftir Birgi Engiiberts (frum- sýning) Norræna húsið Kl. 20.20 Liv Strömsted Dommersnes: Dagskrá um Björnstjerne Björnson. Þriðjudagur 6. júni Iðnó Kl. 17.00 Dagskrá úr verkum Steins Steinars I umsjá Sveins Einarssonar. Bústaðakirkja Kl. 17.00 Nóaflóðið (önnur sýning) Austurbæjarbió Kl. 17.30 Kammertónleikar I. (Verk eftir Atla Heimi Sveinsson, Anton Webern og Schubert) Norræna húsið Kl. 21.00 Birgit FinnilS: Ljóðasöngur. Laugardalshöll Kl. 21.00 Sveriges Radioorkester. Einleikari á fiölu: Arve Tellefsen. Stjórnandi: Sixten Ehrling. Miðvikudagur 7. júni Bústaðakirkja Kl. 17.00 Nóaflóðið (þriðja sýning) Austurbæjarbió Kl. 17.30 Kammertónleikar II (Verk eftir Schumann, Dvorák, Þorkel Sigurbjörnsson og Stravinsky) Þjóðleikhúsið Kl. 20.00 Lilla Teatcrn i Helsinki: Umhverfis jörðina á 80 dögum (Jules Verne/Bengt Ahlfors). Fyrsta sýning. Laugardalshöll Kl. 21.00 Sveriges Itadioorkester. Einleikari á pianó: John Lill. Stjórnandi: Sixten Ehrling. Myndlistarsýningar opnar meðan á Lista- hátið stendur. Aðgöngumiðasalan er i Hafnarbúðum. Opið kl. 14—19 daglega. Simi 2 67 11. LISTAHÁTÍD í REYKJAVÍK

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.