Vísir - 02.06.1972, Side 6
6
VÍSIR. Föstudagur 2. júni 1972.
VÍSIR
Otgefandi: Reykjaprent hf. \
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson /
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson \
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson (
^.itstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson \
' Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson (
Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611 \
Afgreiösla: Hverfisgötu 32. Simi 86611 (/
Ritstjórn: Sföumúla 14. Simi 86611 (5 linur) \
Askriftargjald kr. 225 á mánuöi innanlands
i lausasölu kr. 15.00 eintakiö.
Blaöaprent hf.
• • / l
Oryggismál Islanas
Á siðasta Alþingi fluttu nokkrir þingmanna Sjálf //
stæðisflokksins tillögu til þingsályktunar um fyrir- /
komulag viðræðna um öryggismál íslands. Fjallaði )
hún um það, að Alþingi fæli hverjum þeirra þing- (
flokka, sem styðja aðild íslands að Atlantshafs- /
bandalaginu að tilnefna einn fulltrúa, sem starfi)
með utanrikisráðherra i viðræðum við Bandarikin )
og aðrar þjóðir bandalagsins um endurskoðun á (
varnarsamningi íslands og Bandarikjanna, á (
grundvelli Norður-Atlantshafsbandalagsins, þátt-)
töku íslands i störfum bandalagsins og skipan (
öryggismála landsins. Flutningsmenn og allir aðrir ít
þingmenn Sjálfstæðisflokksins telja eðlilegt og /
sjálfsagt, að þeir þingflokkar, sem styðja aðild )
íslands að bandalaginu, fái aðstöðu til að fylgjast (
með og hafa áhrif á viðræður við Bandarikjamenn (
og Atlantshafsbandalagið um endurskoðun varnar-)
samningsins. Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti )
stjórnmálaflokkur landsins. Þvi væri óeðlilegt og i
ósæmilegt, þótt flokkurinn sé nú i stjórnarandstöðu, /
að útiloka allan þann hluta þjóðarinnar, sem fylgir )
flokknum að málum, frá áhrifum og þátttöku i þess- (
um mikilvægu viðræðum. Sama máli gegnir vita- (
skuld um Alþýðuflokkinn, þótt hann sé minni. Það (
fólk á lika sinn rétt á þvi að fá að fylgjast með þess- )
um málum og koma skoðunum sinum á framfæri. \
Annað væri andstætt lýðræðishugsjóninni. /
Eins og alþjóð er kunnugt, neyddu kommúnistar )
Framsóknarflokkinn til að samþykkja, að settir (
væru við hlið utanrikisráðherra, til að fjalla um (
endurskoðun varnarsamningsins, tveir ráðherrar, )
sem vitað er að hafa verið andvigir aðild íslands að )
Atlantshafsbandalaginu og viljað reka varnarliðið (
úr landi. Óliklegt er að annar þeirra a.m.k. hafi /
skipt um skoðun, enda mun þessi krafa um að fá að )
hafa eftirlit með utanrikisráðherra vera frá þeim \
kommúnistaráðherra komin. Slikt eftirlit og innrás (
á verksvið annars ráðherra er áður óþekkt i /
islenzkri stjórnarsögu. Það veitti þvi sannarlega )
ekki af, að lýðræðisflokkarnir sem eru utan rikis- y
stjórnarinnar, fengju að koma utanrikisráðherra til /
aðstoðar i þessari herkvi, enda ber að lita á )
þingsályktunartillöguna sem tilboð Sjálfstæðis- (
flokksins um að stuðla að heilbrigðum og þjóðholl- /
um vinnubrögðum við endurskoðun varnarsamn- )
ingsins. )
Tvennt er jafnvist: Að stór meirihluti Islendinga (
vill hafa varnarliðið hér áfram, og hitt, að for- /
sprakkar kommúnista vilja láta það fa»ra og hafa )
landið varnarlaust. Engum sem þekkir fyrirætlanir )
kommúnista mun blandast hugur um, hvað liggur (
að baki þessari afstöðu þeirra. Hins vegar hefur /
þeim tekizt að fá til liðs við sig nokkra nytsama sak- )l
leysingja, þar á meðal óþroskað æskufólk, sem þeir \\
etja á foraðið til vansæmandi verka eins og /í
hneykslisins, sem þeir fengu það til að fremja, ))
þegar utanrikisráðherra Bandarikjanna kom )i
hingað i vor. Undanlátssemi Framsóknar við ((
kommúnista i stjórnarsamstarfinu á svo mörgum /l
iviðum er lika glögg sönnun þess, að hætta getur /)
verið á ferðum, ef lýðræðisflokkarnir i stjórnarand- )i
stöðunni fá hvergi nærri þessu mikilvæga máli að ((
koma. //
TIZKUTILDUR
Menn segja nú, að nýtt tizku-
tildur sé að hefjast upp i heimin-
um. Það er hin svokailaða Jesú-
bylting. Hún hefur að visu staðið i
nokkur ár erlendis, upphófst eins
og mörg bólan i Ameriku, en er nú
loksins eins og hver önnur sælöð-
ursbólan með Golfstraumnum að
bera upp að tslandsströnd. Svona
koma þær þessar tizkubylgjur
hver á fætur annarri og verða æ
æðisgengnari upp á siðkastið.
Auðvitað hafa þær alltaf verið til,
að minnsta kosti á öllu þvi sem
lýtur að yfirborðinu. Við getum
t.d. nefnt, þegar italska skótizkan
barst hingað i „fornöld” fyrir svo
sem 20 árum með örmjóan stál-
gadd fyrir hæl, sem spændi upp
gangstéttir, svo gatnamálastjóri
fékk grá hár og parkett og dúkar i
stofum urðu ónýt á nokkrum
mánuðum, að maður nú ekki tali
um gúmmidúk i stigagöngum.
Var það þá reiknað út að þrýst-
ingurinn á þessum örmjóa bletti
myndi samsvara þrýstingi frá 30
tonna trukki. Svona fyrirbrigð-
um, eins og mjóum hælum, fylgdu
þau sálrænu áhrif, að konu var
bókstaflega ómögulegt að sýna
sig á breiðum hælum. Slikt kost-
aði þær hreinustu vitiskvalir, þær
urðu að gjalti og sama gildir að
visu ýmis önnur fatafyrirbrigði,
eins og breiðu hælana nú, að kon-
um væri nú lifsins ómögulegt aö
sýna sig á mjóum hælum. Fyrr
vildu þær hverfa i gröfina. En i
heild er varla hægt að flokka nýj-
ungar i fatatizku undir andlega
strauma. Beinagrindin Twiggy
verður varla talin menningarviti,
þó upphá væri, Carnaby-stræti
verður tæpast stillt upp við hliö-
ina á British Museum.
En þó er eins og róttækustu
breytingunum i ytra útliti á sið-
ustu og verstu timum sé farin að
fylgja viss andlegleiki og andakt.
Þetta gildir fyrst og fremst hár-
gróður og skeggvöxt karlmanna.
Auðvitað er það i eöli sinu ekki
annað en tizkutildur hvernig karl-
menn láta sér vaxa skegg hverju
sinni og um 50 mismunandi
skegggerðir heita sínum vissu al-
þjóölegu heitum i tizkuheiminum,
eins og Van Dyck og Karl 2. eða
Kristján 4. En samt er enginn vafi
á þvi, að sá skeggfaraldur sem nú
gengur yfir ristir talsvert dýpra.
Nú eru það ekki augun, heldur
skeggið, sem á að vera spegill
sálarinnar. Eins og allt tizkutild-
ur hófst þetta fyrr i öðrum lönd-
um. Fyrir svo sem 5 árum var
þaö þegar orðið útbreitt á Norð-
urlöndum meðal menntamanna
og háskólamanna, en nú er það
rétt búið að nema hér land, og
nokkuð sömu reglur, sem fylgja
þvi, að skeggið er orðið einskonar
ytra hefðartákn menntamanna.
Meðan allur almenningur heldur
áfram að raka sig með
tekkmatikk —einvigis-rakvél-
um, ris hópur menntamanna upp
fyrir þennan almúga og vill sýna
svo ekki veröi um villzt með
skeggvextinum, að hér sé kominn
intelligensinn. Þessvegna birtist
okkur nú á sjónvarpsskerminum
hver stjarnan á fætur annarri
eins og Ólafur Jónsson, Sverrir
Hólmarsson, Njörður Njarðvik,
Sveinn Skorri og SAM með gljá-
fögur og karlmannleg skegg, sem
áður voru kannski kennd við
Napóleon 3, Bismark eða Franz
Jósef. Þetta er vissulega
skemmtilegt tizkutildur, sem gef-
um mönnum sterkan og karl-
mannlegan svip, en fyrir svo sem
15—20 árum hefðu menn ekki þor-
að aö sýna sig þannig, þar sem
það væri bara sérvizkulegt.
Hár og skeggvöxtur hafa enn
meiri þýðingu i nútimanum. Þau
fléttast saman við bitlahreyfing-
una voldugu. Þó hárvöxturinn sé
auövitað greinilegt ytra borð,
liggja undir niðri róttækar breyt-
ingará lifsviðhorfum, sem leiddu
óneitanlega til þess, sem kallað
hefur veriö kynslóðabilið. Bitla-
æðinu fylgdi fyrst og fremst og
sem frægast er, gerbreytt viðhorf
til dægurlagasöngs og siðan til
annarrar tónlistar og út frá þvi
sýndist losna um bönd á öllum
sviðum lista. Sumir kölluðu það
stjórnleysi eða anarkisma, aðrir
liktu þvi við það, þegar klaka-
hjúpurinn brestur að vorinu.
Samfara þvi brustu og fram hinir
svokölluðu þjóðlagasöngvar meö
Bob Dylan i broddi fylkingar með
Woodstock og Saltvik. Allt hefur
verið á iði, og mjög oft er það eins
og nýja tónlistin marki hina nýju
braut. Ný dægurlagatónlist er t.d.
talin hafa haft mjög mikil áhrif i
réttindahreyfingu svertingja i
Bandarikjunum. Alveg nýir tónar
hafa verið slegnir, og allt er á iði i
nýjum og nýjum tizkustefnum.
menn taka að trúa á alveg ný
samfélagsform og leysa upp i
einu vetfangi gömul siðgæðis*
höft, sem ekki éru talin hafa
neina þýðingu lengur. Við getum
talið upp ótal tizkustefnur, hipp-
ana, Frið á jörðu, LSD-æðiö,
hassið, kommúnurnar, stúdenta-
óeirðir i öllum löndum,
Kristjaniu-fólkið i Höfn, mótmæl
in gegn Viet-nam styrjöldinni,
nýjar róttækar samfélagshreyf-
ingar Marcuses sem hljóta
hljómgrunn og ótal margt fleira,
oft er öllu hrært saman, svo sem i
hinum kristilega kommúnisma
Garaudys. Allt þetta og ótal
margt fleira hefur flætt yfir
heiminn eins og flóðbylgjur.
Margt af þessu hefur átt uppruna
sinn i Bandarikjunum, sumt af
þvi æðir sinn veg aöeins i nokkur
ár, þar til bylgjan hjaðnar. Það er
enginn vandi að tala fyrirlitlega
um það allt sem ómerkilegt tizku-
tildur, sem það er á yfirborðinu,
en þó er þessu flestu sameigin-
legt, að þaö ristir Iika dýpra og
hefur viötækar verkanir um allt
lif og framtiö milljóna manna. Og
að þvi verður lika aö gæta aö
þessir samofnu þættir eiga sér
rök i vanrækslu og vonsvikum
liöins tima.
Ein af þessum tizkubylgjum,
sem kannski átti einna helzt upp-
tök sin i Hollandi, var rauðsokka
hreyfingin. Sjálfsagt gengur hún
yfir á nokkrum árum, og hún
breytir þvi kannski ekki, að vél-
ritunarstúlkurnar veröa áfram
lakast launaðar, en þrátt fyrir
þaö er litill vafi á þvi, að hreyf-
ingin hefur þegar haft og kemur
til með að hafa miki.l og heilla-
vænleg áhrif.
önnur tizkubylgja fyrir nokkr-
um árum var allt rótið og bylt-
ingarhugurinn meðal unga fólks-
ins, að sumu leyti samtengt
hinni brjálæðislegu menningar-
byltingu i Kina. Þessi alda gekk
yfir allan hinn menntaða heim og
krafturinn var svo mikill, að það
var eins og ekkert fengi við stað-
izt. Byltingar brutust út á
stúdentagörðum, opinberar skrif-
stofur voru teknar herskildi, hinn
virðulegi gamli háskóli við
Frúartorg i Kaupmannahöfn var
tekinn með skipulögðu áhlaupi.
Kampusa-uppreisnir breiddust út
um gervöll Bandarikin og bóttu
fin. Þetta verkaði meira að segja
á þjóðlega bændur norður i Mý-
vatni, sem risu snjallir upp i sam-
félagslegri byltingu gegn emb-
ættisvaldinu. Hreyfing þessi
barst jafnvel austur i
Tékkóslóvakiu. Kveikjan að at-
burðunum þar hið mikla örlaga-
sumar, var einmitt svolitil
stúdentabylting, kertagangan
fræga, og bylgjan gerði meira,
það má segja að hún hafi sópað
burt og velt úr sessi tveimur stór-
jötnum heimsins, de Gaulle hin-
um franska og Johnson Banda-
rikjaforseta.
Þessi alþjóðlega stúdentabylt-
ing hefur þannig velt heilu veggj-
unum og gerbreytt á margan hátt
lifsviðhorfum og heiminum eins
og hann er I dag. Hún risti þvi
miklu dýpra en venjulegt tizku-
tildur. Undirrót hennar voru
samfélagsleg vandamál, sem
höfðu hrannazt upp af áratuga af-
skiptaleysi almennings gagnvart
stjórnarháttum, svo embættis-
vald og skriffinnska óð uppi
margefld af ómannleika IBM
tölvukerfi. Það var uppreisn gegn
hinum leyndu valdhöfum þjóðfé-
lagsins, sem fengið hafa öll völd i
sinar hendur utan við allar lýö-
ræðislegar kosningar, uppreisn
gegn stórauðmagni og kærulausu
og ómannúölegu rikisbákni, þar
sem allt var saurgaö i spillingu.
Þetta var kölluð marxistisk bylt-
ing, þar sem menn tóku aö nýju
upp gömlu og gleymdu réttlætis-
og hugsjónabaráttuna og trúöu
þvi eins og i gamla daga, að hægt
væri aö skapa fyrirmyndarsam-
félag sósialismans i jafnræði og