Vísir - 02.06.1972, Page 7

Vísir - 02.06.1972, Page 7
VÍSIR. Föstudagur 2. júni 1972. 7 cJyMenningarmál SAGA OG ÞJOÐFRÆÐI réttlæti, og saman viö var kannski blandað hinu og þessu úr kærleiksboðskap kristninnar. En nú hafa ár liðið og þess sjást þeg- ar ýms merki, að bólan sé farin að hjaðna. Hreyfingunni er að visu haldið áfram, en i öllum há- skólum heims verður nú vart sömu sögunnar, að eftir stendur litill minnihlutahópur, sem nennir að halda baráttunni áfram meira og minna i bland við metnaðargirnd og valdastreitu. Þessir minnihlutahópar róttækra manna vilja nú regera yfir öllu og ýta öðrum frá i óumburðarlyndi og mannfyrirlitningu. Smám saman eru þeir að hætta að túlka annað en eigin valdafikn, og eftir nokkur ár verða þessir fyrir- ferðarmiklu foringjar allir komn- ir upp i hálaunuð embætti og nefndir. Með nokkrum rétti má þannig stimpla þessa hreyfingu sem tizkubólu, en það breytir ekki hinu, að hún hefur haft geysilega viðtæk áhrif og með breyttum lifsviðhorfum ætti það að stuðla áfram að þvi að almenningur verði ekki jafn afskiptalaus og áður um sin samfélagsmál og vaxandi gagnrýni sé haldið uppi á framkomu valdhafanna i þjóðfé- laginu. Og svo er það siðasta bólan, þessi furðulega Jesú-hreyfing, sem nú bólgnar út. Slikt og þvilikt hélt maður ekki, að maður ætti eftir að upplifa. Að visu hafa alls- kyns trúargrillu-menn og sér- trúarflokkar alltaf starfað undir niðri, en almennt hefur verið hlegið að tiltektum þess fólks. Það hefur t.d. laglega verið gert grin að lúðrablæstri og herskipu- lagi hjálpræðishersins. Fyndnar paródiur hafa verið skrifaðar um allsnakinn engladans eða kadett- inn Kristófer. Með aukinni menntun og menningu var eins og þjóðirnar væru að vaxa upp úr þessari fornaldar hérvillu, svona dellu eins og þvi að einhver guð væri til. öllu sliku drasli átti að sópa burt. Hinn róttæki og frjáls- lyndi Þorsteinn Erlingsson hreinsaði loftið i yfirdrepsskap kristninnar, en samt er það undarlegt a_ð sumir halda þvi fram, að hann hafi einmitt verið sterk trúaður maður, ja furðulegt er það. Nei, við vorum vaxnir upp úr slikri vitleysu. Fólkið var orðið svo menntað, menn horfðu svo raunsæjum augum á allt, visindin voru svo frábær og sönnuðu að öll Biblian væri eitt bull. Hugsa sér þvilika vitleysu að jörðin væri ekki nema nokkurra þúsunda ára gömul, eða ruglið um þennan Jesú, sem ýmist var rómverskt hernámsbarn, eða hafði aldrei verið til. Það var hlægilegt af nokkrum ungum manni að virðurkenna að hann væri krist- inn, hvað þá að hann væri káffúemmarri, það var nú há- mark vitleysunnar og skemmti- legt að skella nokkrum háðsglós- um á slika furðufugla. Og raunvisindin unnu sigra, það vantaði ekki. Allsstaðar þótti okkur birtast nýr og glæsilegur héimur raunvisinda og kaldrar rökhyggju i pólitik. Það þurfti nú ekki mikið á þessum kynlega kristi að halda til að byggja upp fullkominn heim. En hvar stöndum við svo eftir allt saman i hinum viðbjóðslega mengunarpotti, þar sem haldið er áfram að berjast um bita upp- hefðar og valda, þar sem kúgun og djöfulgangur i hverri mynd rikir undir ægiveldi atómsprengj- unnar. Kannski hefur heimurinn aldrei verið verri en i dag. Og allt i einu gerist það, að ungt fólk ris upp i hrönnum og þorir að kannast við, að það sé kristið. Þetta er alveg furðulegt og óskilj- anlegt, og þýðir ekkert að hlæja að þvi. Þetta hélt ég að aldrei ætti þó eftir að gerast, og sjálfsagt risa einhverjir upp úr gröf sinni og snúa sér við, og einhverjir fara að lesa skemmtilega gamla bók- menntakafla um kom kom kom i hænsnaherinn, en það hrin ekki á. Og auðvitað enn eitt tizkutildrið og gróðabrallið á bak við, það verða seldar skyrtur ,,Jesús er minn herra” og plötusalar græða. En á bak við ristir þetta dýpra og það kemur til með að hafa viss áhrif. Af einhverjum undarlegum orsökum hefur heimur kaldrar raunhyggju, valdagræðgi, blóðs- úthellinga eftir vonsvik hinna mannlegu stefnuhreyfinga, enn þörf fyrir þennan furðulega Jesú, sem kannski var aldrei til. Þorsteinn Thorarensen. Eins og auðvitað er koma út margskonar timarit um fagleg og fræðileg efni, gefin út af stéttarfélögum og stofn- unum i viðkomandi fræðigreinum. Þetta eru timarit lækna, lögfræð- inga, verkfræðinga, svo eitthvað sé nefnt, eða rit eins og Fjármálatiðindi, sem Seðlabanki íslands gefur út, Hagtiðindi sem Hagstofan gefur út eða Veðráttan, rit Veður- stofu íslands. En einnig kemur sitthvað út af timaritum um fræðileg efni, ætluð almennum lesendum. Alþýðleg- ast og útbreiddast slikra tima rita má vera að Arbók Ferða- félags tslandssé: alþýðleg og að- gengileg leiða- og landlýsing iþætt fróðleik um jaröfræði og sögu meðal annars. Vel má vera að óeðlilegt sé að kalla rit af þessu tagi timarit. En algengt er að timarit um alþýðleg fræði, sögu og bókmenntir styðjist við félagsskap áhugamanna um efn- ið. Slik rit eru samt ekki alténd ýkja alþýðleg að efni eða fram- setningu. Þannig er t.d. helzta rit um náttúrufræði á islenzku, Náttúrufræðingurinn (4), gefið út af Hinu islenzka náttúrufræði- félagi og nefnist raunar að undir- heiti „alþýðlegt fræðsiurit um náttúrufræði.” Og félag islenzkra veðurfræðinga gefur út Veðriö, (2), timarit handa alþýðu um veðurfræði. Merki íslands Þrjú helztu timarit um söguleg og menningarsöguleg efni á is lenzku eru öll ársrit, gefin út af og handa félagsskap áhugamanna um viðkomandi fræðigreinar. Þau eru Árbók Hins fslenzka fornleifafélags, „fræðilegt rit um menningarsöguleg efni, einkum fornleifafræði, listsögu, listiðnað- arsögu, þjóðháttafræði og fleira,” Saga, timarit Sögufélags, og Skirnir, timarit Hins islenzka bókmenntafélags. Af þessum ritum held ég að Ar- bók Fornleifafélagsins hafi verið eindregnast fræðilegt timarit um sina daga. En jafnan birtast þar fjarska læsilegar, fróðlegar rit- gerðir sem ætla má að allir les- endur láti sig skipta sem á annað borð hafa áhuga a sögu og þjóð- fræðum Or nýútkominni Arbók 1971 nefni ég bara grein eftir Kristján Eldjárn, ritstjóra henn- ar, um vopnafund norður i Húsa- víkurfjöllum haustið 1965, Þrir atgeirar nefnist hún, og stutta grein eftir Þór Magnússon þjóð- minjavörð um staursetningu — sem reynist hafa tiðkast allt fram á þessa öld. En aðal-ritgerð Arbókar að þessu sinni er um skjaldarmerki Islands eftir Paul Warming, danskan fræðimann i skjaldar- merkjafræði, sem vera mun held- ur sjaldgæf fræðigrein hérlendis, birt á dönsku i ritinu en stuttur efnis-útdráttur fylgir á íslenzku. En það er i stytztu máli efni greinarinnar að höfundur telur sig hafa fundið i franskri skjaldarmerkjabók frá 13. öld merki það sem Hákon konungur gamli fékk Gissuri jarli árið 1258 eins og kunnugt er af sögum. En auk þess gerir hann sér ákveðnar hugmyndir um annað fornt merki eða islenzka „þjóðliti” frá þjóð veldisöld. íslenzk fræði og al- mennir lesendur Eins og að sinu leyti Árbók Fornleifafélagsins virðast Saga og Skirnir sjálfkjörinn vettvang ur fræðimanna, hvert á sinu sviði islenzkra fræða — en á hinn bóginn vantar tilfinnanlega við- lika rit t.a.m. um islenzka tungu og málfræði. Það er vandi þess- ara timarita að þau þurfa i senn að vera vönduð fræðileg timarit og fjalla svo um efni sin að höfði til fleiri en fræðimanna, við hæfi almennra lesenda og allra áhuga- manna um sögu, þjóðfræði og bókmenntir. Útgefendur gætu að sönnu gert upp hug sinn um að gera þau að einhliða „visindaleg- um” timaritum, en það hygg ég samt að væri til litillar þurftar fræðunum, fræðimönnum, eða al- mennum lesendum við okkar að- stæður. Það er bæði verðugt og meira en nóg verkefni handa þessum ritum að viðhalda sam- bandi almennra lesenda i landinu við það sem fram fer i fræðunum á hverjum tima. En það er lika mála sannast að þótt vel takist til verða þessi eða önnur þvilik timarit aldrei „betri” rit en fræð- in leyfa sjálf á hverjum tima. Þessi rit sem nú voru nefnd, Náttúrufræðingurinn, Arbók Fornleifaíélagsins, Saga, Skirnir standa flest á gömlum merg öll géfin út af félögum sem i önd- verðu starfa i bóklitlu landi, á fjárvana markaði, og er ætlað að ná til alls almennings i landinu. Þáttur i þvi starfi hefur verið út- gáfa ódýrra alþýðlegra fræðirita — og Hið islenzka bókmennta- félag var sem kunnugt er i upp- hafi sinu „alþýölegt bókmennta- félag” og eitt helzta „forlag” á landinu á öldinni sem leið eins og Mál og menning og Almenna bókafélagið eru nú. En er ekki þetta hlutverk félaganna, þetta útgáfu-form löngu úrelt7 Þótt svo megi virðast ræðst samt útgáfustarf Bókmennta- félagsins, Fornleifafélagsins o.s.frv. enn i dag af upphaflegu skipulagi þeirra. Félagsmenn fá ársrit þeirra gegn árgjaldi sinu, sem sett eru eins lágt og kostur er þótt þau eigi lika að leggja félög- unum fé til annarrar starfsemi sinnar. Er þaö ekki augljós fá- sinna að selja mynriarlega bók eins og Arbók Fornleifafélagsins á einar 350 kr. Náttúrufræðinginn á 250? Samt munu öll þessi félög vera tiltölulega fámenn svo að þegar þess vegna fara rit þeirra engan veginn eins viða og efni og ástæður standa, eða ættu að standa til. Þetta er alveg öfugt við hin félagsbundnu timarit sem áð- ur hefur verið vikið að i þessum þáttum (12/5) sem félags-áskrift- in tryggir viðtæka útbreiðslu og óhultan fjárhagsgrundvöll — fyr- ir utan aðgang að arðvænlegum auglýsingamarkaði sé eftir þvi leitað. Litil hætta mun vera á þvi að þessi timarit liöi undir lok en hitt kann að þykja nauðsyn að efla og bæta hag þeirra frá þvi sem nú er. Hvernig sem þvi verður að öðru leyti hagað virðist litil ástæða til að verðleggja þau lægra en við- lika vandaðar bækur á almennum markaði. Þvert á móti mætti i trausti á áhuga félagsmanna selja þau hærra verði til eflingar útgáfustarfinu. Og það virðist augljóst mál að þessi félög og timarit, og ef til vill önnur þeim lik, ættu margt að vinna með samstarfi sin i milli eða við þriðja aðila um hina tæknilegu hlið út- gáfustarfsins, prentun, dreifingu og útbreiðslu. Blessuð sértu sveitin min En margt fleira kemur út af timaritum um sögu og þjóðfræði en nú hefur verið nefnt, einkum rit sem einu nafni mætti nefna átthagarit og einkum fjalla um söguleg efni og þjóðlegan fróð- leik hvert í sínu héraði. Þessi rit töldust 8 árið 1969, og er þá Tima- rit þjóðræknisfélags íslendinga i Vesturheimi meðtalið. Af þessu tagi ert.a.m. Goðasteinn,timarit um menningarmál, gefið út á Skógum undir Eyjafjöllum (2h. 180 bls.), en flest eru ársrit og ein- att myndarlegar bækur: Arbók Þingeyinga (222 bls.), Blik.ársrit Vestmannaeyja (408 bls.), Skag- firðingabók (203 bls.). En nýtt rit af þessu tagi er t.a.m. siilur, norðlenzkt timarit, gefið út á Ak- ureyri, sem kom út I 2 heftum i fyrra, 212 bls. að stærð og birtir margs konar sögulegar frásagnir og þjóðlegan fróðleik. Rit eins og þessi eiga augljós- lega allt komið undir áhuga heimamanna og ættrækinna les- enda út i frá, og þau njóta sjálf- sagt héraðsbundinna, jafnvel að einhverju leyti félagsbundinna áskrifta. En ekkert er þvi til fyr- irstöðu að þau verði, þar sem vel er á haldið, bæði læsileg og nyt- xxxxxxxxxmxxxmxxx K V X X x Um blöð og tímarit x x X | eftir Ólaf Jónsson x x x xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx samleg timarit, hvert i sinni sveit og fyrir áhugamenn út i frá um fræði þeirra. Dánartal öfugt við viðgang átthagarit- anna hefur á undanförnum árum sifelldlega verið að draga af þeim timaritum sem fjalla „um bók- menntir og menningarmál” fyrir almennan markað. Tala slikra rita sem hafizt hafa, dafnað betur eða verr um nokkurra ára skeið, en liðið siðan undir lok, væri ugg- laust furðu há ef allt væri talið saman: Helgafell, Llf og list, Birtingureru liklega þau timarit af þessu tagi sem mest hefur kveðið að undanfarna áratugi. A seinni árum virðist enn örð- ugra en áður að koma á fót nýj- um timaritum um bókmenntir og listir, en þær tilraunir sem þó eru gerðar (Leikhúsmál, Leikritið) fara jafnharðan út um þúfur. Og jafnframt þrengist sifellt hagur hinna eldri timarita um menning armál sem a.m.k. sum hver virð- ast hreint ekki vita hvort þau eiga að reyna að lifa lengur eða leggjast fyrir og deyja. Eimreiðin hefur lengi verið að veslast upp og er það hörmungasaga. Hún kom úti fyrra, litill árgangur (2h, 131 bls.) en hefur ekki komið i ár, og mun allt i óvissu um framtið hennar. Siðan Birtingur lagðist niður er ekkert timarit lengur til sem talizt getur vettvangur ungra rithöfunda og listamanna sér i lagi — en frá þvi fyrir strið hafa slik tímarit oftast verið uppi. Arið 1971 var 77. árgangur Eim- reiöarinnar. Afmælisári hennar fylgdi efnisskrá ritsins 1945-69, eftir Stefaniu Eiriksdóttur, myndarlegt rit, til viðbótar efnis- skrá 1895-1945 eftir Stefán Einars- son, sem tekin var saman þegar Eimreiðin varð fimmtug. Slikar efnisskrár eru þarfaþing, svo sem lykill aö timaritum sem lengi hafa komið út. Af efnisskrám Eimreiðarinnar má glögglega sjá hve mikilsvert rit hún var framan af — og hvernig af henni hefur dregið hægt og hægt á umliðnum áratugum. En slik dæmi eru fleiri, hvað sem tekur við hlut- verki hinna gömlu timarita, — ef nokkuð. önnur rit geta ekki dáið þótt þau eigi sjáanlega ekki neitt til að lifa fyrir lengur: Andvari.sem nú er „timarit Bókaútgáfu Menning- arsjóðs og Þjóðvinafélagsins” og nýtur félagsáskrifta fastra kaup- enda forlagsins. Bókafélög eru vinsælt og rótgróið útgáfuform hér á landi, en ekki einu sinni bókafélögin virðast lengur megna að tryggja viðgang tima- rita sinna. Almenna bókafélagiö er löngu hætt að gefa út Félags- bréfsitt. Timarit Máls og menn- ingarað vísu má heita myndarleg asta bókmenntatimarit okkar þessi árin. En æ meiri ólestur kemst á útgáfu þess. A miðju ári 1972 er það ekki komið nema fram i miðjan árgang 1971! Lifsvonir Einasta tímarit sem á undan- förnum árum hefur sýnt nýstár- iegt framtak á efnissviði menn- ingarmála er Samvinnan, sem áður fjallaði sér i lagi um kaup- félagsverzlun, málgagn sam- vinnuhreyfingarinnar og SIS. Hún hefur skipt um ham, orðin að óháðu timariti um þjóðmál og menningarmál, efnsmikið og myndarlega gert rit og kemur reglulega út 6 sinnum á ári. Og Samvinnan mun vera með út- breiddustu timaritum á landinu. Hvað sem mönnum viröist um efnisval, rithátt og ritstjórn Sam- Vinnunnar á siðustu árum, sýna þessi stakkaskipti hennar að einnig á sviði menningarmála er ráðrúm fyrir nýtt framtak i tima- ritagerð. Undir sliku framtaki kann lika lifsvon hinna gömiu rimarita um menningarmál að vera komin.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.