Vísir - 02.06.1972, Page 8
8
VÍSIR. Föstudagur 2. júni 1972.
2—1x2
(feóttir vinningar
Eftirtaldir vinningar frá þessu ári eru ósóttir:
12. leikvika — nr. 80149
13. leikvika — nr. 66003
16. leikvika — nr. 10312
16. leikvika — nr. 82106
17. leikvika — nr. 27029
17. leikvika — nr. 81262
17. leikvika — nr. 85316
2. vinningur: kr. 1.200.00
_■-------------- kr. 7.400.00
-------------------- kr. 2.200.00
____________________ kr. 2.200.00
-------------------- kr. 1.700.00
-------------------- i<r. 1.700.00
-------------------- kr. 1.700.00
bessi númer eru öll nafnlaus og
eru handhafar þessara seðla
beðnir að senda stofn seðilsins
með fullu nafni og heimilisfangi
til Getrauna innan þriggja mán-
aöa, ella fyrnist vinningurinn.
GETRAUNIR — tþróttamiðstöðin —Reykjavik.
AUGLÝSING
um styrki úr Menningarsjóði
Norðurlanda
Árið 1973 mun sjóðurinn hafa tii ráð-
stöfunar fjárhæð sem svarar til um 63
millj. islenzkra króna. Sjóðnum er ætlað
að styrkja norrænt menningarsamstarf á
sviði visinda, skólamála, alþýðufræðslu,
bókmennta, myndlistar, tónlistar, leiklist-
ar, kvikmynda og annarra listgreina.
Meðal þess, sem til greina kemur að
sjóðurinn styrki, má nefna:
1. Norræn samstarfsverkefni, sem slofnað er til i eitt
skipti, svo sem sýningar, útgáfa, ráðstefnur og námskeið,
2. samstarf, sem efnt cr til í reynsluskyni, enda sé þá
reynslutiminn ákveðinn af sjóðsstjórninni,
:i. samnorræn nefndastörf,
4. upplýsingastarfsemi varðandi norræna menningu og
menningarsamvinnu.
Styrkir úr sjóðnum eru yfirleitt ekki veitt-
ir til verkefna, er varða færri en þrjár
Norðurlandaþjóðir sameiginlega.
Umsóknum um styrki til einstaklinga er
yfirleitt ekki unnt að sinna.
Þeir, sem sækja um styrki úr sjóðnum til
visindalegra rannsókna, þurfa að hafa i
huga, að styrkir eru yfirleitt þvi aðeins
veittir til slikra verkefna, að gert sé ráð
fyrir samstarfi visindamanna frá Norður-
löndum að lausn þeirra.
Að jafnaði eru ekki veittir styrkir úr
sjóðnum til að halda áfram starfi, sem
þegar er hafið, sbr. þó 2. lið hér að fram-
an. Sjóðurinn mun ekki, nema alveg sér-
staklega standi á, veita fé til greiðslu
kostnaðar við verkefni, sem þegar er
lokið.
Umsóknir skulu ritaðar á dönsku, norsku
eða sænsku á sérstök eyðublöð, sem fást i
menntamálaráðuneytum Norðurlanda og
hjá Nordisk kulturfond, Sekretariatet for
nordisk kulturelt samarbeid, Snaregade
10, 1205 Köbenhavn.
Umsóknir skulu stilaðar til sjóðsstjórnar-
innar og þurfa að hafa borizt skrifstofu
sjóðsins eigi siðar en 15. ágúst 1972. Til-
kynningar um afgreiðslu umsókna er ekki
að vænta fyrr en i desember 1972.
Stjórn Menningarsjóðs Norðurlanda.
HVAÐAN KOMA VORURNAR?
Bretland.
Viðskipti islands og Bretlands
hafa löngum verið mikil. Fyrr á
öldum voru komur enskra kaup-
skipa til iandsins tiðar. Eftir að
einokunarvcrzluninni var komið
á, var það mikið vandamál
dönsku yfirvöldunum að hindra
verzlun Englendinga.
Um bcin viðskipti við Bretland
er ekki að ræða aftur fyrr en ein-
okunarverzluninni lýkur, en þá
verður Bretland ásamt Dan-
mörku fljótlega eitt helzta við-
skiptaland okkar.
Árið 1913 er 34,9% af heildar-
innflutningnum frá Bretlandi og
17,3% af útflutningnum fer þang-
að. Siðan er þróunin sú, að inn-
flutningur þaðan minnkar hlut-
fallslega, en hefur þó verið nokk-
uð svipaður á siðustu árum eins
og meðfylgjandi tafla sýnir.
Útflutningurinn til Bretlands
hefur verið breytilegur t.d. árin
1931-35 14,1% af heildarútflutn
ingnum, en á striösárunum 1941-
45 fór hann nærri allur þangað,
eða 82,7% að jafnaði. bessi hlut-
fallstala minnkar eftir strið, en
hefur verið nokkuð svipuð á sið-
ustu árum, þó heldur minnkandi,
svo sem sjá má meðfylgjandi
töflu II.
Helztu vörur frá Brctlandi:
Vélar, verkfæri, bifreiðar, jarð-
oliuafurðir, fatnaður, lyfja- og
læknavörur, plastefni, sykur og
hunang, te og fjöldi annarra vara.
Til Brctlands: Fiskur- og fisk-
afurðir, landbúnaðarvörur og ál
og kisilgúr siðustu árin.
Miklar sveiflur hafa verið i
samsetningu útflutningsins. Má
nefna að árið 1966 var sildarmjöl
tæplega 60% af útflutningnum
þangað, en sildarleysisárið 1969
aðeins 2,5%, en þá varál orðið um
28% af honum. Einnig hafði út-
flutningur kindakjöts aukizt
mikið á þessu timabili.
Vonandi er að landhelgismálið um, sem eins og sjá má eru ekki
verði þess ekki valdandi, að mikil siður hagstæð Bretum en Islend-
röskun verði á þessum viðskipt- ingum.
IIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIjl!
iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniMin
Tafla I. Viðskipti við Bretland 1959-1970
Ár Innfl. frá Bretiandi (cif.) i þús. kr. Útflutningur til Bretlands (fob.) iþús.kr. Útflutt umfram innflutt. bús. kr.
1959 138,248 90,096 4- 48,152
1960 310,234 387,222 76,988
1961 371,178 726,012 354.834
1962 500,312 691,808 191,496
1963 679,579 802,330 122,751
1964 749,841 834,219 84,378
1965 821,445 1.133,144 311,699
1966 917,160 996,978 79,818
1967 949,871 896,256 4- 53.615
1968 1,023,348 604,178 4- 419,170
1969 1,363,699 1,323,929 4- 39,770
1970 1,967,000 1,701,500 4- 265,500
1971 2,611,000 1,725,000 4- 886,000 NB: Krónutölur á verðlagi hvers árs. Innflutningur á cif.-verði, en útflutningur á fob.- verði. Áætla má að fob,- verð frá Bretlandi sé um 5-8% lægra að meðaltali en cif.- verð.
Löndun I Bretlandi
Tafla II.
Hlutfallsleg hlutdeild Bret-
lands í inn- og útflutningi
1959-1971.
AR Innflutningur Útflutningur
1959 9,0% 8,5%
1960 9,3% 15,2%
1961 11,5% 23,6%
1962 13,1% 19,1%
1963 14,4% 19,9%
1964 13,4% 17,5%
1965 14,0% 20,5%
1966 13,4% 16,5%
1967 13,3% 20,8%
1968 13,6% 12,9%
1969 13,7% 14,0%
1970 14,2% 13,3%
1971 13,5% 13,19^