Vísir - 02.06.1972, Síða 9

Vísir - 02.06.1972, Síða 9
YÍSIR. Föstudagur 2. júni 1972. 9 Þó að sífellt sé verið að birta myndir af nýjustu tízkunni, er sjaldnast gert ráð fyrir stúlkunum í sveit- inni. Það tekur því ekki, segja sjálfsagt sumir, það eru svo fáar ungar stúlkur í sveit- unum nú til dags. En enn þann dag í dag finnast kaupakonur, ungar stúlkur, sem fremur kjósa að dvelja í sveitinni, fjarri heimsins glaumi, innan um dýralíf og náttúruna. Og það eru einnig til bóndakonur, og þær eru án efa haldnar alveg sömu hégómagirndinni og kon- urnar í bæjunum. Þó ekki sé kannski í jafn ríkum mæli. Enn eru aðrar sem halda út í sveitina yfir sumartím- ann, dvelja þá í sumarbú- stöðum eða jafnvel í tjöld- um, og þá er að finna ferðafatnaðinn. Við birtum myndir af fatnaði sem hæfir sveitinni og þessi fatnaður er reyndar alveg tilvalinn í borgina líka. Það er jafnt hægt að spranga um í svona klæðnaði um fjöll og firn- indi sem malbikuð stræti í borginni. — EA. Fjarri heimsins glaumi Sálrœn vandamál óvelkominna barna rannsökuð Hvaða áhrif hefur það á barn að fæðast óvel- komið i heiminn? Kem- ur það niður á barninu, ef móðirin hefur ekki óskað þess og jafnvel fengið neitun um fóstur- eyðingu? Þessar spurn- ingar urðu kveikjan að umfangsmikilli rann- sókn sem Kerstin Höök, læknir á geðdeild fyrir börn og unglinga i Gautaborg, hefur staðið fyrir. Eannsökuð voru börn foreldra, sem höfðu skipu- lagt og hlakkað til barneignar- innar og svo börn mæðra, sem höfðu sótt um fóstureyðingu, en fengið synjun af ýmsum ástæðum. 1 ljós kom að alvarlegir sálrænir erfiðleikar voru lang- mestir, hjá drengjum, sem ekki voru velkomnir. Hjá þeim kom oft i ljós ofbeldishneigð, sem siðar þróaðist yfir i afbrotahneigð, of- drykkju. og oft eiturlyfjaneyzlu. Ekki virtist sýnilegt, áð óvel- komin stúlkubörn væru haldin sálrænum erfiðleikum, umfram velkomin. Stúlkurnar reyndust yfirleitt innhverfari og þunglynd- ari. Dr. Höök segir að mjög erfitt sé að gera sér grein fyrir orsök þessa og álitur aö orsakirnar séu fleiri en ein. ,,Þó má telja liklegt að mjög margir drengjanna liði fyrir að hafa ekki föður, sér til fyrir- myndar og til að láta sér þykja vænt um”, segir dr. Hoök. — ÞS. VERZLUNIN LAUGAVEGI 42 Gjafavörur í miklu úrvali frú PÓLLANDI handmálað fayance og keramik, handofin kelimteppi EGYPTALAND handofnir dúkar MAROKKO handofin teppi SÝRLAND ýmiskonar glervörur FRAKKLAND ýmiskonar trévörur PERSÍA rauðvíns- og hvítvinsglös AUSTURRÍKI dúkar, servíettur, svuntur o.fl. THAILAND bronshnífapör NOREGUR straufríir borðdúkar INDLAND handofin teppi og borðdúkar, handofin blússu- og kjólefni DANMÖRK ýmiskonar gjafavörur SKOTLAND blúndudúkar, blúndurúmteppi KÍNA - JAVA FILIPPSEYJAR ýmiskonar körfuvörur VERZLUNIN LAUGAVEGI 42

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.