Vísir - 10.06.1972, Side 2

Vísir - 10.06.1972, Side 2
2 VÍSIR. Laugardagur 10. júni 1972. VfclBSm: Hvemig lizt yöur á það aö verzlanir loki á laugardög- um? Stcinunn Sif'urftardóttir, húsmóð- ir: bað yrði allt i lagi fyrir mig, ég get verzlað aðra daga vikunn- ar. Svo linnst mér lika að verzlunarlólk megi fá fri eins og aðrir á laugardögum. Klsa .lónatansdóltir, skrifstofu- stúlka: Ja, það yrði ekki þægi- legt, ég hef nú meslan tima til að verzla á laugardögum. Annars finnst mér sjállsagt að verzlanir verði lokaðar einhvern annan dag en ekki endilega laugardag. llolga Jónsdóttir, húsmóðir: Kg erá móti þvi. Mér linnst eiginlega ekki hægt að svipta mann þeirri þjónustu, að hala opið á laugar- dögum. Ilelga lljartardóltir, húsmóðir: Mér linnst alls ekki hægt að verzlanir hafi lokað :i daga i röð (þ.e. l'.h. á mánudögum ) l>að væri l'rekar að hafa lokað á mánudög- um en ekki laugardögum Inga Gisladóttir, húsmóðir: Það væri allt i lagi fyrir húsmæður, en þá yrði lika að vera opið fyrir há- degi á mánudögum. Þorsteinn Þorleifsson, verka- maöur: Það kæmi sér ekki illa fyrir mig. Annars ætti fólk að not- færa sér það að verzla nógu mikið á íimmtudögum og föstudögum og þá er allt i lagi að loka á laugardögum. FYRSTA KONAN í SJÓMANNAFÉLAGINU Kyrsti kvenmaðurinn hefur vcrið samþykktur inn í karladeild Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavikur. Það gerðist á fundi fclagsins siðastliðinn miðviku- dag, en þá var Astrid Jenssen, kona á scxtugs aldri, samþykkt i dcildina. Kvennadeild stóð henni að sjálfsögðu opin, en Astrid hafði bara engan áhuga á að innlimast i þann flokk. ,,Þegar ég, eftir meira en tólf ár á sjónum geng i félag, vil ég ganga i rétt félag sagði hún ákveðið. ,,ég stunda mina vinnu á sjónum og vil þvi með réttu ganga i sjómannafélag, en ekki i eitthvert kvennafélag i landi, sem ekki hefur með hönd- um samninga fyrir mig.” Visir gerði i gær tilraunir til að ná tali af þessari harðduglegu, keflvisku konu, en án árangurs. Hún var sögð vera á bátnum Ingi- ber ólafssyni, sem hefur verið á handfæraveiðum siðustu vikuna. Eldar Astrid ofan i hásetana iinn Það kann að vera, aðlitla telpan á reiðhjólinu hafi verið að raula fyrir munni sér lögin úr óperunni, sem lögreglan söng fyrir yngri vegfarendur á dögunum. Hvað sem þvi liður þá gætti hún ekki nógu vel að sér á hjólinu sinu i morgun og hjólaði i veg fyrir bil á mótum Miklubrautar og Kringlu- mýrarbrautar. Hún var þegar flutt undir læknishendur, en meiðsli hennar reyndust ekki al- varlegs eðlis — en kannski hún gæti sin betur, næst þegar hún hjólar um hin hættulegu gatna- mót. — SSÉK ISsaasá- S|UITSOIU Ekki lengur bensínlausir um nœtur Oliufélögin þrjú hafa nú ráðiö talsverða bót á i bensinsölumál- um á Reykjavikursvæðinu, en til þessa hefur það verið ali- miklum erfiöleikum bundiö að fá afgreitt bensin og dieseloliur frá þvi kl. 21,15 á kvöldin, þar til S á morgnana. Að visu hefur vcrið kvöldsala á Vitatorgi og nætursala i Kópavogi, en oft hefur það hent bina mætustu menn að þurfa á ökutækinu að halda eldsnemma dags, en vera á siðustu dropunum. Nú hefur sjálfsafgreiðslufyrir- komulag verið tekið upp við dælur, sem settar hafa verið upp við Umferðarmiðstöðina. I nætursölunni verða 100 króna peningar seldir þeim sem þurfa á bensíni að halda og verður hægt að fá bensin þar frá kl. 9 að kvöldi til 6 að morgni, nema á sunnudögum til kl. 12 á hádegi. „Við setjum þetta upp i þeirri von að dælurnar fái að vera i friði fyrir skemmdarvörgum”, sögðu talsmenn oliufélaganna i gær. Sjálfsala á bensini hefur rutt sér til rúms viða erlendis, og er þá gjarnan selt á hagstæðara verði en þar sem afgreiðslumenn sjá um að fylla tankinn. Verðið hér verður hið sama og á venjuleg- um afgreiðslum. Þá er rétt að vara ökumenn við að dælan heldur sjálf eftir slumpum, sem verða eftir, þegar búið er að fylla tankinn. Það er sem sagt ekki ráðlegt að fylla upp i topp þegar átt er við „ómennskan af- greiðslumann” eins og þarna verður. —JBP LESENDUR JbHAFA /Ám ORÐIÐ Aðsóknin er nú ekki mœlikvarði Snobbaður skrifar: Einhversstaðar var látið að þvi liggja á dögunum, að aðsóknin núna að Listahátiðinni yrði grundvöllur á þvi mati, hvort Listahátfðar, sem slikar ættu að eiga hér framtið. Ekki hafi verið að marka aðsóknina að þeirri fyrstu. Þá hafi nýjabrumið verið slikt. — Þetta er svo sem nógu gott, svo langt sem það nær. Gallinn er þó sá, að það virðist hafa gleymzt að reka næean áróður fyrir Listahátiðinni. Kannski væri þó réttara að segja rétta tegund af áróðri. Mest af þvi efni sem birzt hefur um Listahá- tiðina er nefnilega frekar fúlt, og ekki til þess liklegt, að laða aö nema þá áhorfendur, sem fyrir- fram þekkja til þess, sem á boð- stólum verður. Mér er vel kunnugt um fjölda manna, sem hefðu farið á margt það, sem ekki hefur verið nægjanlega sótt, einfaldlega vegna þess að það vissi ekki af hverju það var að missa. List i hugum almenmings á tsli er þvi miður heldur leiðinlegt fyrirbæri, vegna þess að hér hefur verið alltof mikið af þvi gert að hlaða undir miðlungi góða og þaðan af verri listamenn og list. Til þess að eyða slikri tortryggni hjá fólki, að hér sé eitthvað slikt á ferð, þarf góða kynningu, góða sölu- mennsku ekki aðeins venjulegar og búralegar islenzkar full- yrðingar um að eitthvað sé „heimsfrægt, frábært”, o.s.frv. „Stundin okkar" „Stundin ykkar" Reykjavik, 4. júni 1972 Fyrir þrem árum var yngri dóttir min sex ára. Þá skrifaði hún dagskrárstjóra sjónvarpsins og innti tiann þess, hvi stundin þeirra væri kölluð stundin okkar, og þá væntanlega átt við stund barnanna. Hún tók það enn- fremur fram, að sér þættu dag- skrárlok skemmtilegust. Undir þessa staðhæfingu hennar get ég tekið, en þó vill svo illa til, að ég lit einstöku sinnum á islenzka sjónvarpið. Ofthefur það verið lé- legt og þá sérlega þegar um barnaefnisval er að ræða, en sjaldan verra en i dag — sunnu- daginn 4. júni 1972. Þvi miður láðist mér að horfa með syni minum s.l. sunnudag á skemmtun þá, sem börnunum er boðið upp á af islenzka sjónvarpinu og er ástæðan sú, sem nefnd var hér á undan. En nú get ég ekki oröa bundizt lengur. Rússneska teikni- myndin er ágæt, en sendút óþýdd. Það hefði þótt óheyrilegt á dögum Grallaraspóanna, en þá unnu menn lika i sjónvarpinu og lögðu meira að segja á sig að láta alla texta vera með stóru letri fyrir börn. A eftirhenni kom bandarisk teiknimynd og var sú þýdd, en þó heldur illa. Textar ekki alltaf i samræmi við tal og of langir en fáir miðað við það, hve lengi þeim var haldið á skerminum. Og svo kom rúsinan i pylsuendanum. Ensk framhaldsmynd fyrir börn og unglinga, sem er vist keypt af norska sjónvarpinu, en án efa lánuð þvi eða gefin frá Englandi, sem kennslumynd i ensku. Er Slim John ekki nægilegur? Var ekki eins hægt að nota hann sem skemmtiefni fyrir börn? Eða fá þennan ágæta þátt sem fræðslu- efni fyrir börn að láni frá British Council eða álika stofnun án norskrar ihlutunar?. Hvað um framhaldið af Linette sem dýnd var hér undir nafninu Lina og ljóti hvutti og hefur hlotið einróma lof þeirra, sem vit hafa á sjónvarps- efni fyrir börn a Norðurlöndum. Hvað um myndirnar um Linu Langsokk i sænska sjónvarpinu? Hvað yfirhöfuð um frambærilegt efni fyrir börn, þótt enginn búist við þvi að þeim sé gert svo hátt undir höfði, að islenzka sjón- varpið eyði st órfé til þess að gera islenzkar barnamyndir, en eyði þvi fé sem það hefur til þess i þriðja flokks framleiðslu, sem hvergi teldist gjaldgeng nema hér? Börnum leiðast leikfimis- sýningar og kórsöngvar, ef þau taka ekki sjálf þátt i þeim. Væri ekki hugsanlegt að fá einhvern til að velja barnaefni sem hefði vit á þvi i islenzka sjónvarpið eins og sem betur fer hefur tekizt hjá hljóðvarpinu? Meira hef ég ekki um þetta efni að segja i bili, nema hvað ég er fegin, að sjónvarpið tekur sér sumarleyfi. Þá þarf vist enginn að njóta dagskrárloka. Reið móðir. Kókþambið er ofbeldi Ef verkamenn væru að grafa skurð og hópur unglinga kæmi og tefði fyrir vinnu þeirra, þá er hætt við að lögreglan kæmi og fjar- lægði þá. —Hvaðer svo gert, þeg- ar kokkar tefja veitingahús- reksturinn og sitja við kókþamb svo að enginn kemst að? Þetta er ofbeldi, og gæti slikt hvergi gerzt nema hér á landi. Erlendis fær fólk ekki að sitja lon og don við borð veitingahúsa, þar fer strax og það hefur lokið við að borða. — tslendingar eru vanþróaðir, það sér maður bezt, þegar maður hef- ur verið lengi erlendis. Maður skammast sin fyrir landið, þegar svona lagað er látið viðgangast. Kona HRINGID í SlMA 86611 KL13-15

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.