Vísir - 10.06.1972, Blaðsíða 5

Vísir - 10.06.1972, Blaðsíða 5
VÍSIR. Laugardagur 10. júnl 1972. 5 Geir R. Andersen: HRIKTIR í STOÐUM Er glundroðinn í íslenzkum efnahagsmálum enn aðeins nýir vaxtarverkir á vordögum — eða fyrirboði alsherjarhruns efnahagslegs sjálfstœðis? Undirritaöur hefur birt i Visi nokkrar greinar, að undanförnu, sem hafa haft að inntaki hug- ieiöingar um þjóðmál, almennt. Tilgangurinn hefur ekki verið sá, að finna flestum flest til foráttu, heldur verið sjálfstæðar hug- leiðingar, scm settar hafa verið' fram til almenns lestrarefnis urfi mörg mál, sem eru i sviösljósinu á hverjum tima, og sem ailir, undantekningalitið, hafa haft áhyggjur af, og verið sammála um, að stefna þyrfti i annan far- veg. Svo dæmi séu nefnd hafa verið tekin fyrir: ..öfgastefna og úrræðaleysi i þjóðmálum”, ferða- mál og hótelmál”, „verkfalls- mál”, viðhorf islendinga til land- varna”, ásamt fleiri málum, sem verðskulda og raunar gera að skilyrði, að hinn almenni borgari taki virkan þátt i, með þvi að láta i Ijósi skoðanir sinar. bað hefur verið og er enn einn stærsti gallinn á framvindu mála hérlendis, að hinn almenni borg- ari lætur sig yfirleitt litlu skipta þjóðmál opinberlega, en i þröng- um hópi er hann hvað fúsastur til að láta ljós sitt skina og er þá óvæginn i dómum, jafnt um náungann og ráðamenn þjóðar- innar á hverjum tima. Nú á allra siðustu dögum er einmitt allt það fram komið, sem undirritaður hefur tekið fyrir i greinum sinum siðustu vikur, og sett fram þá óskhyggju, að ein- hverju mætti bjarga, ef forystu- menn borgaraflokkanna tækju saman höndum, i stað þess að láta sem ekkert sé, þar til ógæfan skellur yfir, af völdum öfgastefnu kommúnista. Virðist nú sem þenslan i efna- hagsmálum sé komin á það stig, sem lengst verður komizt. Nú má heyra hrikta i stoðum og efna- hagskerfið, ef það nafn mætti við- hafa, er byrjað að gliðna. Ýmsar örþrifa ráðstafanir hafa verið gerðar i snarheitum, svo sem tak- markanir á útlánum peninga- stofnana, en það birnar aftur á móti á yngra fólki, með miklum- þunga, og gerir þvi, sem er að byggja ókleift að halda lengra en komið er. Þetta mun fljótlega segja til sin á vinnumarkaðinum, þ.e. i byggingum, þvi fólk hrein- lega gefur áætluð verk á bátinn, þegar lán fást ekki lengur i bönk- um, efni og vinna við byggingar stórhækka, og byggingaverzlanir takmarka reikningsviðskifti sin, af eðlilegum ástæðum. Flokksblað eina borgaraflokks- ins i rikisstjórn, Timinn, sem nú er raunar kúgaður af vinstri armi og rauðliðum innan Framsóknar- flokksins, birtir dag hvern for- ystugrein, sem er full af öfug- mælum, eða setningum, sem full- yrða og halda fram, að kaupmátt- ur launa skerðist ekki, en i næstu setningu á eftir sagt, að verö- hækkanir séu óumflýjanlegar! Eftirfarandi setningar eru úr forystugrein Timans 1. júni sl. „Rikisstjórnin hefur reynt að halda verðhækkunum i skefjum af fremsta megni”, „núverandi rikisstjórn ætlar sér, ólikt fyrri rikisstjórn að leysa þennan vanda, án þess að skerða umsam- inn kaupmáll launa”, efnahags- örðugleikarnir, sem nú er við að etja, eru raunar vaxtarverkir velmegunarinnar. Og þrátt fyrir þá rikir nú meiri bjartsýni i is- lenzku þjóðlifi en oftast áður”. Slikar og þvilikar eru setningar úr Timanum, ein setningin stang- ast á við aðra, eins og við er að búast úr þeirri átt. En þegar talað er við hinn almenna borgara eru allt önnur svör uppi höfð, sem sagt uggur og ótti og daglegar bollaleggingar um það, hvernig endum megi ná saman i hinu æðisgengna kaupphlaupi verð- hækkananna. Hjá fyrirtækjum, undan- tekningalaust, er engin bjartsýni og verður sennilega alls staðar reynt að koma við ýtrustu spar- semi og samdrætti i verkefna- lausn, sem aftur kemur niður á takmörkun ráðninga á vinnuafli. — Engin fiskveiðavertið er enn byrjuð og óvist um hvernig þar skipast. Til þessa hefur þessi timi verið byrjunartimi vertiðar, áður sildarinnar, siðar loðnunnar, — nú, ekkert ákveðið, aðeins bolla- leggingar um hvar helzt skuli bera niður til veiða. Sjómenn eru yfirleitt óhressir eftir fremur aflalitla vertið. Þrátt fyrir yfirvofandi hrun sjálfstæðs atvinnureksturs heldur rikið áfram sinum aðgerðum i fjárfestingarmálum og hvetur fólk til kaupa á spariskirteinum rikissjóðs, sem auglýst er vera „eina verðtryggða sparnaðar- formið”. Er það raunar kafli útaf fyrirsig og illt til þess að vita, að ekki skuli lengur vera hægt að leggja fé á vöxt i banka, nema með þvi að tapa þvi fé að lokum vegna verðrýrnunar. Ennfremur er auglýst, að spariskirteinin skuliskráðá nafn. Þetta atriði út- af fyrir sig er einungis dulbúin eignakönnun af hálfu rikisvalds- ins og mun koma sér vel fyrir valdhafa, þegar þeir rauðu eru komnir með undirtökin. Þá er hætt við, að mörgum ein- staklingnum bregði i brún, með öll „spariskirteinin” upp á vasann. Þess mun nú gæta, að nokkrum vikum liðnum, að atvinnufjár- magn mun uppurið úr fram- kvæmdasjóðum, og kommúnistar fá þvi framgengt, meðfram vegna aðstoðar hins almenna borgara, sem lætur sig engu skifta opinberlega hverju fram vindur, að þjóðin verður múl- bundin i erlendum lánum og skuldbindingum og fram- kvæmdastofnunin ein mun ákveða hvaða framkvæmdir verður lagt i hverju sinni. Austur- Evrópu-skipulag er þegar orðið rikur þáttur i þjóðarbúskapnum. „Stjórnin fellur i næstu kosningum” segja menn og yppta öxlum. Slikt er viðhorfið hjá fólki i dag, og sýnir það hvað verða myndi, ef kosningar þá verða ein- hvern timan aftur. Það tekur það enginn með i reikninginn, að það gæti komið að þvi, að engar kosn- ingar yrðu hér, að kjörtimabili loknu. Slikt hefur áður gerzt ann- ars staðar. Það er a.m.k. ekki við þvi að búast, að rikisstjórn sú, sem nú situr myndi hafna gylli- boðum um stórfellda aðstoð frá Austur-Evrópu, og þannig opna örugga leið til tryggingar ævar- andi samvinnu og meðstjórn þeirra járntjaldslanda, sem nú- verandi kommúnistaráðherrar dýrka mest. Þessu lik voru örlög Póllands, þar sem kommúnistar komust til valda, einmitt meö að- stoð bændaflokka, sem áður voru þar mestu ráðandi. Það er ólik- legt að meðráöherrar úr flokki forsætisráðherra séu til þess bún- ir að stöðva framrás heims- kommúnismans. En með sam- stöðu við hina borgaraflokkana væri þetta mögulegt, ef Fram- sóknarflokkurinn eða þeir menn, sem vitað er, að enn leynast þar hiynntir lýðræðislegu þjóðskipu- lagi, vildu sýna þann manndóm að koma úr fylgsnum sinum og skera upp herör gegn þeirri rauðu byltingu, sem nú hrjáir skipulag flokksins. Þetta er, að margra glöggra manna viti, einasta lausnin til bjargar sjálfstæðinu og til að hefta þá upplausnina inn á við og gagnvart erlendri hættu heims- kommúnismans. Utboð Tilboð óskast i gerð 82ja bifreiðastæða ásamt akbrautum, holræsalögn, köntum og gangstéttum við Dvergabakka 2-20 Reykjavik. Tilboðsgagna sé vitjað stofunnar Forverk H.F., Reykjavik, gegn kr. tryggingu. til Verkfræðis- , Freyjugötu 35 2.000.00 skila- Húseigendafélagið Dvergabakka 2-20. Fró Samvinnuskólanum Bifröst Samvinnuskólinn Bifröst er þegar fullsetinn næsta skólaár veturinn 1972 — 1973. Vegna mikils fjölda umsókna á siðasta sumri var talið rétt að gefa þá einnig kost á skólavist ár fyrirfram. — Þeim sem hug hafa á skólavist i Sam- vinnuskólanum gefst kostur á að sækja um skólann veturinn 1973 — 1974 og tryggja sér inngöngu. Nýjar umsóknir svo og endurnýjun fyrri umsókna skal hafa borizt skrifstofu skólans að Ármúla 3 i Reykjavik fyrir 1. október i haust, en i októbermánuði verður heimild veitt fyrir inngöngu i skólann veturinn 1973 —1974. Skólastjóri Bensín & gasolfu sjáHsalar Bensín og gasolíusjálfsalar verða eftir/eiðis við Umferðamiðstöðina í Reykjavik. Opið verður allar nætur, frákl. 9 að kvöldi, til kl. 6 aðmorgni, nema Sunnudaga er opið ti/ kl. 12 á hádegi: Mynt ísjá/fsa/ana fæst afgreidd í Nætur- sölunni. Hver myntpeningur kostar kr. 100 SHELL' tsso

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.