Vísir - 10.06.1972, Side 8

Vísir - 10.06.1972, Side 8
8 VtSIR. Laugardagur 10. júni 1972 Þetta mikilúðlega ljón fer með veigamikið hlutverk I Disney-myndinni Napoleon og Samantha, en hér er einn leikaranna I myndinni, að blaða með dýrinu I gegnum sögu af Mikka mús. Þó • svo aö Mikki hafi verið sú figúra, sem raunverulega hratt Disney-myndagerðinni af stað, ber Ijónið Major ekki meiri viröingu fyrir músinni en þaö, aö það geispar langdregið undir lestrinum. Kannski sögur af sllkri pisl sem Mikka mús sé heldur ekki rétta lesefnið til að vekja áhuga ljóns.??!!!! Músin og Ijónið Enginn friðarreykur! Þetta er ábyggilega stærsti reykjarhringur, sem um getur, cn hann kemur nú heldur ekki frá reykingamanni, sem stcndur inni i rörinu og æfir sig með einn pakka af sigarettum. Reykjarhringurinn myndaðist þegar nýverið var gerð tilraun meö sprengiefni i gifurlega löngu röri viö Albuquerque i Bandarikjunum. Þessi sami rörbútur hefur veriö notaður viö tilraunasprengingar atombomba — svo hér cr síður en svo um friðarreyk að ræða. Patrick Thomas 73 ara var oröinn þreyttur á að sitja á reiðhjóli sinu, svo að hann tók sig til og bjó til reiðhjól sem hann gat legið á á leiðinni i vinn- una. Hjólið er 2 1/2 metri á lengd og svo langt aö Thomas getur hæglega legið á maganum við að hjóla. Hér höfum við mynd af þessu furðuhjóli og vonumst til þess að farjð verði að framleiða þau i stórum stil. 1 20.000 plöntutegundir að deyja út. Eitthvað i kringum tuttugu þús- und plöntutegundir jaðra við að deyja út á jarðarkringlunni, eða nær tiundi hluti allra plöntuteg- undanna, sem þekkjast, að þvi er fræg rannsóknastofnun i Banda- rikjunum hefur skýrt frá. Astæö- an er sögð vera fyrst og fremst ör fólksfjölgun og útrýming náttúr- unnar. Stöðugt fleira fólk kallar á stööugt meira rými fyrir hýbýli, verksmiðjur og annað þar fram eftir götunum. Er hann eitthvað skrítinn? ÓTTALEGUR káifur getur þessi maður verið, að aka svona blá- kaldur yfir alla þessa hvössu brodda, sem standa upp úr vegin- um. Ja, nema hvað....??? Ætli hann meini eitthvað með þvi? Jú, raunar. Þarna er verið að fram- kvæma könnun á vegum banda- riskra neytendasamtaka, en samtökin vildu komast að þvi af eigin raun, hvaða hjólbaröar stæðu sig bezí. Könnunin fór fram I Laredo, Texas. Niðurstöðurnar höfum við þvi miður ekki. LÆKNIR HRYGG- BROTINN — VILL Ntf FÁ HEIM- SÓKNIRNAR GREIDDAR Ungur læknir i Madrid hefur krafizt sem næst 290 þúsund Islenzkra króna af unnustu sinni fyrrverandi fyrir þær 728 heim- sóknir, sem hann varöi i hana þar til hún visaði honum á bug. Hann hefur skýrt svo frá, að hann hafi reiknað saman upphæðina meö hliðsjón af sinum venjulega taxta fyrir vitjanir. Byssusafnarinn John Wayne Maöur skyldi ætla, aö John Wayne, sem ieikið hefur I meira en 200 kúrekamyndum fái meira en nóg af pistólum og riflum i starfi sinu. Svo er þó langur vegur frá, hann blátt áfram elskar slik verkfæri og hefur komið sér upp allgóöu safni þeirra. Hér sjáum við hann handfjatla nokkra „safnmuni" — giaðan sem barn á aðfangadag jóla. Umsjón: Þórarinn Jón Magnússon Úr réttarsalnum í Vatikanið... Raymond Burr, sem nú er 54 ára og bezt þekktur fyrir leik sinn i Ironside og Perry Mason, hefur nú tekið sér á herðar hlutverk, gerólikt hinum tveim: hann á að leika Jó- hannes páfa 23ja i kvik- mynd, sem gerð verður i sumar. — Þetta er tvimælalaust hlut- verk ævi minnar, segir Raymond. Það hefur alltaf verið minn stærsti draumur að fá einn góðan veðurdag hlutverk Jóhannesar páfa, þvi ég hef dáð hann mjög. Hann er mikilfenglegasti maöur, sem ég hef fyrir hitt. Jóhannes páfi, sem lézt i janúarmánuöi ársins 1963, fékk fjórum sinnum heimsóknir af Raymond Burr i Vatikanið, þegar leikarinn var við kvikmyndaleik i Róm. — Fyrsta skiptið, sem ég gekk á fund hans ásamt nokkrum Itöl- um. eekk hann rakleiðis á móti mér, greip þéttingsfast i hendi mina og hvislaði hratt i eyra mér: ,,Ef þér bara vissuð, hvað það skapraunar- mér, að mega ekki horfa á sjónvarpsdagskrána. En ég hef þó náð að sjá nokkra þætti þina. Virkilega ánægjulegir þætt- ir.” Mia Farrow var fyrst gift Frank Skúbídúbídú Sinatra, sem kunnugt er. ,,Mér finnst ég raunverulega getað hjálpað Andre (Andre Previn eiginmanninum núna) og hann geti stutt við mig. En i hjónaband mu með Frank....já, mér íannst ég ekki beinlinis geta hjálpað honum svo mikið. Hann var fær um flest upp á sitt eindæmi þá þegar.” Mia Farrow er fslenzkum kvik- myndahúsgestum sennilega einna eftirminnilegust fyrir leik sinn i myndunum „Rosemary’s Baby” og „John and Mary”. Nú siðast lék hún i kvikmynd, sem ber heitiö „Blind Terror”, en i þeirri mynd fer hún með hlutverk blindrar stúlku, sem upplifir hina óhugnalegustu martröð. Mynd, sem kvikmyndagagnrýnendur hafa hafið upp til skýjanna. Mögnuð spenna segja þeir að sé óslitið frá upphafi til enda, þær 89 minútur, sem myndin er á hvita tjaldinu. Meðfylgjandi mynd er úr einu atriöi myndarinnar. Sarah (Mia Farrow) uppgötvar skyndilega nærveru einhvers þegar hún er i baði.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.