Vísir - 14.06.1972, Page 1

Vísir - 14.06.1972, Page 1
VISIR 62. árg. — Miðvikudagur 14. júni 1972 —132. tbl. íslenzku f uglalífí stórkostleg hœtta búin islenzku fuglalifi er stórkostleg hætta búin, þegar ibúutn iands- ins fjölgar og við þurfum aö nýta afskekkta iandshluta, sem nú eru helzti griöastaöur fugla, segir forseti brezka fugla- fræðingafélagsins, Guy Mount- fort. Hér þinga nú á annað hundrað fuglafræðingar og ræöa þessi vandamál og ýmis fleiri sem snerta fuglafærði. — Sjá viðtal á bls. 2. „ Mörkin skoruð í leikhléinu Hann fór heldur betur upp i loft leikurinn milli KR og Keflavikur i rigningunni i gærkvöldi. Dómarinn gleymdi sér og lét leikinn standa 9-10 minútum of lengi. Einmittá þessum tima voru 2 mörk Keflavikur skoruð, — og mótmæli eins KR-ingsins urðu til þess að honum var visað af leikvelli. — SJA ÍÞRÓTTAOPNU Góður drengur að vísu — en afskaplega kjaftfor . . . Góður drengur, hann Mc- Govern? Já..en ekki of góð- ur. Ef frambjóðandinn er of góður, þá getur það hent sig að kjósendur velji hann ekki fyrir forseta. Það þýðir ekki að hafa þýðlynt gæðablóð i Hvitahúsinu. McGovern var orðinn svo þekktur sem „góði drengurinn” i Banda- rikjunum, að hann fór sjálfur að breiða út sögur af „kjaft- fóra frambjóðandanum”. — Sjá grein bls 6. Rabb um Evrópu og skatta Sameinuð Evrópa hefur lengi verið draumur leiðtoga i Evrópu eða allt frá dögum Rómverja. Napoleon var með þennan draum svo og Hitler. Þeirra ieiðir voru að beita andstæðingana vopna- valdi. Nú er farin samninga- leiöin. i dag rabbar Valdi- mar Kristinsson um samein- ingu Evrópu og stöðu tslands I þvi sambandi og um skatta- málin. — Sjá bls._4. Fuilvinnslan er ímyndun og skipulagið er blint „Við setjum dæmið ekki rétt upp, þegar við erum að áætla að fullvinna sjávarafl- ann. Þá hættir okkur til að gleyma öðrum leiðum, sem kunna aö skila meiri verð- mætum á ódýrari hátt. Til- raunir hafa þegar sýnt, að fiutningur á ferskum isfiski með flugvélum getur borgað sig. Hvers vegna hyggjum við ekki að þeim möguleika að skipuleggja þotuflug meö ferskan fisk beint til verð- mætustu markaðanna?” Svo segir I leiöara Visis i dag, en þar er fjallað um áætlana- gerð sem skipulagða blindni. — Sjá bls. 6 Örlagaríkt stundargaman 17 óra pilts: Áttí bflíim í klukkustund Tveir menn alvarlega slasaðir — Tveir bílar ónýtir leitisbraut á ofsaferð. Þar sem gatan beygir niður að Kringlu- mýrarbraut, virðist pilturinn hafa misst alla stjórn á öku- tækinu, sem hefur endasenzt yfir eyna, og lenti þar á hliðinni á Saab-bil, sem ekið var suður Háa- leitisbraut. Varð þetta geysiharö- ur árekstur, svo litiö var heillegt. af litla bilnum, og sá ameriski stórskemmdur og sennilega ónýt- ur. Pilturinn sem ók bilnum var stórslasaður, enda hefur hann hlotið mikið högg við áreksturinn, og var að auki klemmdur fastur i bilflakinu. Hann var talinn'höfuð- kúpubrotinn. Hinsvegar sluppu farþegar hans, þrir piltar, án alvarlegra meiðsla. Hann hafði ætlað að beygja að BP-stöðinni en ekki ráðið við hraðann á bilnum, þegar hann ætlaði að beygja á milli eyjanna. Fór billinn i loftköstum yfir eyjuna og á Saab-bilinn, sem kom úr gagnstæðri átt. Höggið var svo mikið, að báðir bilarnir köstuðust að bensinstöðinni, þar sem þeir stöðvuðust á vegg. ökumaður Saab-bilsins kast- aðist út úr bilnum, og reyndar ekilssætið einnig. Hann var lær- brotinn, handleggsbrotinn og hafðihlotið auk þess aöra áverka. JBP-GP GLÍMDI ALLA NÓTT- INA VIÐ RISALAX Jón Hjartarson missti „þann stóra" og hafði vitni — Sjá baksíðu Þannig leit SAAB-bfllinn út eftir áreksturinn, en ekilssætiö og ökumaðurinn höfðu kastast út úr bllnum við áreksturinn. „Hann ók á allt að 120 til 140 kllómetra hraða”, sagði sjónarvottur, sem sá stóran ameriskan bil renna stjórnlausan yfir graseyna á móts við bensinstöð BP við Háa- leitisbraut neðanverða i gær. ^ Billinn hafði verið keyptur fyrir um klukkutima og pilturinn undir stýri hans var að reyna gripinn, — en með háskalegum afleiðing- um. Annað vitni á staðnum sagði blaðamanni Visis.aö billinn hefði ekið fram úr sér i Fellsmúla, en siðan haldið áfram niður Háa- ökumaðurinn, 17 ára piltur, var búinn að eiga þennan bil i klukku- tima, þegar ,,prufu”keyrslan tók endi. Einn farþeganna borinn á sjúkrabörum inn f annan sjúkrabllinn, sem á staöinn kom. Farþegarnir reyndust ekki alvarlega meiddir. „MAÐUR SKAMMAST SÍN FYRIR AH SLEIKJA FRÍMERKIN" Teiknarar miður sín vegna /,heimsmeistara,,-frámerkisins — Sjá bakslði

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.