Vísir - 14.06.1972, Side 4

Vísir - 14.06.1972, Side 4
4 VÍSIR. Miðvikudagur 14. júni 1972. um Evrópu og Efnahagsbandaiagið og skatta húsmœðra Þeir atburðir eru nú að ger- ast i Evrópu, sem gætu átt eftir að skipta miklu um framtið álf- unnar ng raunar alls heimsins en reynslan sýnir, að um sögu- legt mikilvægi atburða verður nær aldrei sagt fyrr en þeir eru orðnir sögulegir í tímanum. Er hér átt við þróun Efnahags- bandalags Evrópu og fyrirhug- aða stækkun þess. Hugmyndirnar Um samein- ingu Evrópu eru gamlar, Róm- verjar hugðust bæta sem mestu af álfunni við Miðjarðarhafs- veldi sitt og komust býsna langt. Á siðari öldum er minnisstætt örlagarikt bröltiö i Napoleon og Hitler. Milli þessara timabila var uppi ótölulegur fjöldi kónga og keisara, sem vel gátu hugsaö sér að ráða yfir sem mestu af Evrópu. Stórevrópu draum- unum hefur yfirleitt fylgt mikið blóðbað og hvers kyns hörm- ungar, enda er þar að finna upp- hafið að flestum stórstyrjöldum mannkynssögunnar. tbúar Evrópu hafa löngum haft áhyggjur af allri þessari óáran, en hugmyndir um friðsamlega samvinnu þjóðanna hafa yfir- leitl ekki náð fram að ganga. Siðar heimsstyrjöldin breytti ýmsu i þessum efnum, Evrópa var ekki lengur sú forystusveit sem verið hafði um aldir. Arið 1940 kom upp sú hugmynd, að fallandi h'rakkland og bjargar- litið Bretland gerðusl sam- bandsriki til að geta haldið áfram baráttunni gegn nazistum. Hugmyndin var of snöggsoðin og atburðarrásin ol' hröð til þess aða af þessu gæti orðið. Eftir lok styrjaldarinnar var þráðurinn tekinn upp á ný og nú á breiðari grundvelli. Stofna skyldi sambandsriki Evrópu og mynda sameinaðan Evrópuher. Enn var margt i veginum, meðal annars bitrar minningar styrjaldaráranna. Þá var i'arið að hugsa til sam- vinnu á efnahagssviðinu sér- staklega. Eyrst var það kola- kola- og stálsambandið og siðan var efnahagsb.lag sex Evrópu- rikja stofnað. Hugmyndin um sambandsriki var lögð á hill- una, enda skiptar skoðanir um málið en þvi ákveðnar var unnið að æ nánari samvinnu i efna- hagsmálum. Þessi samvinna hefur gengið svo vel, að margar þjóðir hafa lengi haft áhuga á aðild að Efnahagsbandalagi Evrópu eða nánum viðskiptatengslum við það. Bretar, Irar, Danir, og Norðmenn hafa sótt um beina aðild. Þátttaka Breta getur orðið bandalaginu til mikillar styrktar og leiðir til þess að um raunverulegt Evrópubandalag verður aö ræöa meö þátttöku allra fyrri stórveldanna. Þar meö ætti reisn gömlu Evrópu og eðlilegt áhrifavald hennar að vera tryggt, en vonandi verða þau áhrif notuð á hóflegri máta en oft var gert áöur. Heims- menningin með öllum sinum kostum og göllum, eða sú menn- ing, sem mannkynið er alltaf að reyna að likja eftir, er upprunn- in og fóstruð i Evrópu. Ekki getur það orðið heiminum til góðs að vaggan og fóstran koðni niður i aumingjaskap og þrótt- leysi. Ekki er það heldur gott, að Bandarikjamenn séu einir og óstuddir i fylkingarbrjósti hins vestræna heims. Evrópa hefur þvi vissulega miklu hlutverki að gegna og þátttaka Breta i Efna- hagsbanda eflir mjög Evrópu- hugsjónina og bætir þriðja fætinum undir stólinn og gæti orðið valtur með Frakka og Þjóðverja eina við stjórnvölinn i brúnni. Undirritaður hefur ekki sama áhuga á, að Norðurlöndin gerist beinir þátttakendur að banda- laginu, þótt sjálfsagt sé að þau geri við það viðskiptasamninga. Ef Norðurlöndin öll ætluðu að gerast aðilar mundi það auð- vitað styrkja bandalagið tölu- vert, en ekki munar verulega um tvær smáþjóðir eins og Dani og Norðmenn. Hætt er hins vegar við, að gerist þeir þátt- takendur, þa hafi það einhver lamandi ahrif á norræna sam- vinnu, hvað sem menn annars kunna að segja nú. Norræn samvinna er að visu ekki alltaf mikils virði, en hun er þó ekki einskis virði. Norðurlöndin ættu hins vegar að geta spjarað sig dável við hliðina á Efnahags- bandalaginu. Hitt sýnist aftur á móti miklu mikilvægarar, ef hægt yrði að stuðla að skaplegra stjórnarfari á Spáni og i Portúgal, og sameina siðan þessi lönd Efnahagsbanda- laginu. Bandalagið ætti vel að hafa efni á að bæta úr fátæktinni J.B. PÉTURSSON SF. ÆGISGÖTU 4 - 7 * 13125,13126 i Portúgal ekki siður en á Suður- Italiu og stuðla þannig að meira jafnræði innan álfunnar. Sameinuð Vestur-E vrópa, ásamt rikjum i Suöur- Evrópu, verður strax efnahags- legt og menningarlegt heims- veldi, sem lengi hefur skort til að ná jafnvægi milli austurs og vesturs. tslendingai skiptir afar miklu máli aö ná eins konar EFTA samningum við það, en þá ætti samskiptum okkar við hina nýju Evrópu jafnframt að vera borgið. Allar umræðurnar um skatta- málin hafa leitt berlega i ljós, hve þessi mál eru flókin og hvernig grandskoða þarf allar breytingar áður en til fram- kvæmda kemur. Flestir munu vera sammála um, að rækileg endurskoðun skattamálanna sé nauðsynleg og ýmsar grund- vallarákvarðanir þurfi að taka þar að lútandi. Staðgreiðslu- kerfi skatta er eitt stærsta atriði skattamálanna, sem flestir telja stærsta atriði skattamálanna, sem flestir telja horfa til bóta, en mun þvi miður vera nokkuð erfitt i framkvæmd. Skattamál hjóna er annað stórt mál, sem endurskoða þarf. Núverandi kerfi hallar mjög á húsmæður, sem ekki vinna úti, svo að óviðunandi má telja til lengdar, og einstök dæmi þess geta verið beinlinis fáranleg, einsog þegar konur eru tekju- hærri en eiginmenn þeirra og mega draga helming frá skatti. Furðulegt er að reglan skuli ekki að minnsta kosti hafa verið látin ná aðeins til tekjulægri að- ilans, hvort sem það var nú heldur karlinn eða konan. Gylfi Þ. Gislason hefur bent á, að likleg framtiðarskipan þess- ara mála verði sú að gera allar konur að sjálfsæðum skattþegn- um, einnig þær sem eingöngu vinna á heimilum sinum. Yrði þeim þá áætlaðar ákveðnar tekjur, en þó aldrei hærri en helmingur af tekjum manna sinna. A þessu máli eru að visu margar hliðar, sem þurfa gaumgæfilegrar athugunar við, áður er ákvarðanir verða tekn- ar, en likur benda til jákvæðrar niðurstöðu. önnur tilhögun sýn istreyndar til lengdar ósamboð- in stöðu konunnar sem sjálf- stæðum þegni i þjóðfélaginu, og breytingarinnar er enn meiri þörf en áður, þegar háværir hópar hafa þegar háværir hópar hafa þá iðju helzta að litilsvirða störf húsmóðurinnar. Eins og það sé eitthvað merkilegra að vinna á skrifstofu eöa afgreiða i búð heldur en að sinna eigin heimili. Fæst okkar eru hvort eð er að leysa heimsvanda- málin með störfum sinum, en vel unnin störf eru alltaf til sóma, hvar sem þau eru unnin. Kjósi húsmæður hins vegar að vinna utan heimilis hálfan eða allan daginn er mikils virði, að þær geti fengið störf við sitt hæfi. Með aukinni menntun munu konur hazla sér völl á æ fleiri sviðum atvinnulifsins, en ekki hentar öllum, sem ekki hafa sérþjálfun að vinna i fisk- iðnaöi. Nýrra atvinnugreina er þvi þörf og eitt hið vænlegasta i þvi sambandi er sennilega sam setning rafeindatækja. Almenn mentun er það góð hér á landi og islenzkar húsmæður svo vanar hvers konar áhöldum og tækj- um, að þær mundu fljótlega komast upp á lag með að vinna flókna vinnu á þessu sviði. Vel mætti skipta deginum i tvær vaktir og starfið yrði hreinlegt og vonandi ábatasamt. En hvort sem konur vinna á heimilum sinum eða á öðrum vinnustöðum verða þær sem fyrst að njóta allra launa sinna og bera ábyrgð á sköttum i sam- ræmi við það. önnur skipan mála getur varla lengur gengið. Úti i löndum láta konur áfram niðurlægja sig með þvi að vera ,,Frú Jón Jónsson,, en dætradætur Hallveigar Fróða- dóttur þurfa ekki að láta bjóða sér neitt slikt. Valdimar Kristinsson Liz Taylor tókst enn einu sinni að æsa Richard sinn Burton svo illþyrmilega upp fyrir fáeinum dögum, að bölvandi þeytti hann simtólinu á hana. En þá hafði frúin lika hringt á tiu minútna fresti heilan eftirmiðdag. Þann eftirmiðdag var Burton i kvikmyndaverinu að leika i rúmfatasenu með Natalie Delon (fyrrum eiginkonu Alain Delon). Victor Borge sá danski tónlistarhöfundur hefur fengið frestað frumsýningu á nýjasta söngleik sinum, sem frumsýna átti i New York 4. júli næstkomandi, en heiti leiksins er „Amerikani i Paris”.Borge fannst æfingum ekki hafa miðað nógu vel áfram og fékk þvi sýningum frestað. Marty Feldman gamanleikarinn með undarlega augnaráðið, hefur nú staðfest það sem marga hefur lengi grunað. Hann sagði nýlega á fundi með blaða- mönnum: — Ég er brjálaður.... já, snarbrjálaður!! Ringo Starr hélt fyrir fáeinum dögum til New York til fund ar við félaga sina tvo úr Beatles, þá John Lennon og George Harrison.Þar i borg ætla þeir þrir að slá upp „toppfundi” með framkvæmdastjóra Apple, plötuútgáfu þeirra og verður fundarefnið framtið fyrirtækisins og hugsanlegt samstarf Beatles-triósins. Paul McCartney mætir skiljan lega ekki til fundarins, þó að sættir hafi náðst á milli hans og hinna þriggja. Paul hefur snúið baki við Apple og gert sjö ára samning við Association Televison varðandi útgáfu hljóm- listar WINGS á plötum. Hitchcock upplýsti gesti Cannes-kvikmyndahátiðarinnar siðustu um það, hver væri uppskriftin að virki- lega góðri kvikmynd: — Maður fær sér slatta af ró og næði, lemur saman nokkrum hugmyndum þannig að út fáist viðunandi munstur — og þá hefur þú kvikmynd — og hana góða. Fellini mætti ekki til Dannes-hátiðarinnar, en mynd hans „Roma” hleypti upp nokkrum kvenmönn- um, sem efndu til mótmælaaðgerða. Á auglýsingaspjald frá myndinni hafði Fellini nefnilega komið haganlega fyrir mynd af fagurri stúlku með þrjú brjóst. Þrjár rauðsokk- ur sóðuðu spjaldið út með rauðri málningu, af- klæddust þvi næst og máluðu sig rauðar — áður en lögreglunni hafði gefist ráðrúm til að fjar- læga þær af hátiðarsvæðinu. John Huston átti heiðurinn af þeirri kvikmynd, sem mest um- talið vakti á kvikmyndahátiðinni i Cannes, myndinni „Fat City”,sem fjallar að mestu um boxara og boxhringinn. Ekki að undra, þó að Huston hafi lag á að gera góða mynd úr þeim efnivið: hann hefur sjálfur barist hetjulega i boxhringnum. Joe Frazier fyrrum heimsmeistari i boxi og barsmiðum, hef- ur fengið sér nýjan hring. Kannski ekki merkileg tiðindi, nema þá vegna þess, að verð hans var ein milljón og átta hundruð þúsund krónur isl. Raunar ekki svo mikið, þegar haft er i huga, að dýrasti eðalsteinn veraldar kostar sem næst 960 milljónir isienzkra króna. Það er „Stjarnan frá Sierra Leone”, steinn i eigu rikisins Sierra Leone. Jeanne Moreau er tvimælalaust orðin vinsælasta leikkona Frakklands. Eftir að myndin „Kæra Louise” var horfin af hvita tjaldinu eftir frumsýninguna i Cannes var leikkonan klöppuð upp og það leið liðlega hálftimi þar til áhorfendur höfðu lokið sér af við að klappa henni verðskuldan lof i lófa. Nina van Pallandt danska söngkonan hefur komið vel undir sig fót- unum á söngbrautinni eftir að allra augu höfðu beinzt að henni eftir þátt hennar i Howard Huges málinu.Hún hefur nú tilkynnt, að hún sé tekin til við að rita bók um allt tilstandið og aðdragand- ann að þvi máli frá hennar bæjardyrum séð. Þá er Nina einnig tekin til við að leika aðalkvenper- sónuna i Raymond Chandlersmynd, „Langa kveðjustundin”. Aðal karlhlutverkið er i hönd- um Eliiot Gould. Khalagf ríkjandi sheik i Khouzistan (héraði i Persiu) er karl, sem við megum til með að kynna fyrir lesendum. Hann á nefnilega 29 eiginkonur, sem hann á hverjum degi úthlutar fáeinum pening- um fyrir mat og fatnaði. Börn hans eru 81 tals- ins, en það elsta er 65 ára gamalt og það yngsta aðeins 3ja ára. Sjálfur er sheikinn 90 ára — og hinn sprækasti.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.