Vísir - 14.06.1972, Síða 16
Varð undir tunnu
Maður nokkur fannst slasaður i
gærdagl portinu við Naustið, og
kom f Ijós að hann hafði orðið
undir öskutunnu. Var hann
slasaður á höfði og var fluttur i
sjúkrabil á slysavarðstofuna.
Maður þessi mun vera drykkju-
sjúklingur, atvinnulaus og heim-
ilislaus og er talið liklegt að hann
hafi verið að leita i öskutunnun-
um. Er ekki óalgengt aö slikir
menn finnist i portunum við veit-
ingahúsin, þar sem matarleifum
er hent. Þs
Slasaðist í nótt
Ilarður árekstur varð við um-
fcrðarljósin hjá gatnamótum
Nóatúns og I.augavegar um kl. 1 i
nótt, þegar hifreið var ekið eftir
Nóatúninu á aðra, scm numið
hafði staðar við rautt ljós.
Stúlkan sem ók seinni bilnum,
meiddist mikið i andliti, þegar
hún kastaðist fram. á við, en
höggið af árekstrinum var mjög
mikið Skarst hún mjög illa og
marðist. -GP
„Hryllingur—Hrœðilegt"
Teiknarar lítt hrifnir af frímerkinu, sem gefið verður út í tilefni skákeinvígisins
,,Ég sá i dagblaði einhverja
ómynd af þessu merki, sem á að
gefa út i tilefni heimsmeistara-
einvigisins i skák. Þaö var
hræðileg sjón,” sagði Kristin
Þorkeisdóttir auglýsingateikn-
ari, er Vísir leitaði álits hennar
á umræddu merki. Hún bætti
þvi við, að i dagblaðinu hefði
merkið raunar verið i svart-
hvitu, en,” bætti hún viö: ,,þaö
þarf vist ábyggilega eitthvað
meira en fallega liti til að
bjarga þessu hræðilega merki.”
Kristin er ekki ein um þá
skoðun. „Þetta merki er i einu
orði sagt: Horror,” sagði Guð-
bergur Auðunsson auglýsinga-
teiknari er Visir hafði samband
við hann. ,,Ég sá mynd af þvi i
dagblaði fyrir helgi, og ég er
núna fyrst að jafna mig á þvi.
Merkið er á sama plani og t.d.
H-merkið, sem gefið var út i til-
efni hægribreytingarinnar. Það
kemur rétt eins og til að undir-
strika þá áskorun félags okkar
teiknara til póstmálastjóra, aö
Félag isl. teiknara fái aö hafa
hönd i bagga með frimerkjaút-
gáfunni. Mér finnst ekki vera
hægtaöbjóða fólki hérlendu eða
erlendu uppá svona merki. Fri-
merkjaútgáfa er miklu meira
mál en þessir herrar á póstin-
um viröast gera sér grein fyr-
ir.”
Astmar Ólafsson teiknari tók i
sama strang og Guðbergur:
„Frimerkjum okkar hefur farið
örthrakandi á siðustu árum, og
nú er svo komið, að maður
skammast sin svo mikiö fyrir
þau, að maður er farinn aö
veigra sér viö að sleikja þau ut-
an á bréf til vina og kunningja
erlendis.”
Astmar hafði raunar ekki séö
frimerkið, sem póst- og sima-
málastjórnin hyggst gefa út i
tilefni skákeinvigisins, „en ekki
brygði mér, þó að ég sæi, aö
skyssa frá einhverjum f skák-
sambandinu hafi verið látin
nægja á frimerkið Það væri al-
veg eftir póststjórninni — og
þeim sem að einviginu standa.”
„Það er orðinn árlegur við-
buröur, aö FtT sendi póstmála-
stjórninni áskorun þess efnis, að
félagið fái að vera með I ráöum,
þegar valið er úr hugmyndum
að frimerkjum,” sagði formaö-
ur félags teiknara, Hilmar
Sigurðsson, i viðtali við Visi.
„Við erum ekki endilega að fara
fram á, aö félagsmenn fái að
teikna merkin, aðeins að ein-
hverjir okkar hinna faglærðu fái
að láta álit sitt i ljós áöur en
„Hræðilegt,
ómynd, horr-
or”, eru lýsing-
ar tciknara á
merkinu.
„I.etrið ekki
e i n u s i n n i
þolanlegt,” seg-
ir Gisli B.
Björnsson.
M e r k i ð
marglitt
u n n i ð
prentunar
Tomas
Rue i
endanleg ákvöröun er tekin um
myndir á merkin.
„Þessar áskoranir okkar hafa
verið heldur árangurslitlar þar
til nú á þessu ári, að póstmála-
stjórnin hefur tekið eitthvert
viöbragð og boðað okkur i stjórn
Félags islenzkra teiknara á sinn
fund á næstunni. Það er ekki
gott að segja, hvað sá fundur
kann að leiða af sér...” sagði
formaðurinn að lokum.
e r
og
t i I
af
de la
l.nnrlnn
15KR
HEIMSMEISTARA-
EINVÍGI
Í SKÁK
REYKJAVÍK
1972
Þarna eru þeir komnir „Ameriski örninn” og „Rússneski björninn” imynd Bobby Fischers og Boris
Spasskis. Þetta er ein af hugmyndum um minjagripi sem fram hafa komið vegna einvigisins og
óneitanlega er hún skemmtileg. Það eru hendur hugmyndafræðinganna, Robin Lökkens t.v. og Guð-
bergs Auðunssonar t.h. sem halda á styttunum sem Lökken hefur brennt fleir. Rússneski björninn er
alveg fullgeröur en það óhapp vildi til aö ameriski örninn brotnaöi Ibrennslu.
Er það kannski einhver fyrirboði?
Glímdi við þann
stóra í 10 tíma
— en missti hann. Landaði siðan þrem á 20 minútum
Einhver allra lengsta hildi,
sem sögur fara af, milli
laxveiöimanns og lax var háð i
Noröurá — alla aðfaranótt
sunnudagsins s.L, cða i tíu
klukkustundir og fimmtán
minútur. Og henni lauk með
sigri stórs og mikils dreka, sem
svamlar núna cinhversstaðar á
milii Glanna og Snoppuhyls i
Norðurá.
Menn voru farnir að óttast um
afdrif veiðimannsins, þegar
ekkert bólaði á honum um
kvöldið, og fóru að huga að
honum. Fundu þeir manninn,
Jón Hjartarson i Húsgagna-
höllinni, þar sem hann var að
berjast við „einhvern þann
stærsta sem menn hafa séð
þarna,” eins og sjónarvottar
orðuðu það.
„Hann tók á hjá mér klukkan
tiu minútur fyrir niu um kvöldið
— flugu nr. 8 á 8 punda girni, —
og hann sleit sig lausan af
flugunni kl fimm minútur yfir
sjö um morguninn,” sagði Jón,
þegar við spurðum hann frétta
af viðureigninni. Og þvert ofan i
venjur veiðimanna ætlaði hann
áð gera eina þá lengstu veiði-
sögu.sem menn vita um, að
einni þeirri stytztu. En við
létum hann ekki komast upp
með það.
Smám saman fékkst togað
upp úrhonum, aö þessi tiu tíma
viðureign hafði ekki verið nein
rólegheit. Hann haföi vaðið 8
eða 9 sinnum yfir ána. á eftir
laxinum, þvi að „laxinn beitti
öllum klókindum, eins og að
reyna að snúast i kringum grjót
og slita linuna þannig, eða þá að
hann lagðist á botninn, eins og
steinn, og þverneitaöi að láta
þreyta sig.” — Botninn er þarna
grýttur og eins klungur, og áin
þvi ferleg yfirferðar, þegar
vaðiö er i gegnum straumsvelg.
Og leikurinn barst á milli alla
leið upp að Glanna og niður að
Snoppuhyl, en i upphafi tók
laxinn á Réttarhylsbrotinu.
„Mér fannst satt að segja, að
hann ætti skilið að sleppa, eftir
allan þann baráttuvilja, sem
hann var búinn að sýna. Og
annað eins skap og slóttugheit
hef ég aldrei fundiö hjá nokkru
veiðidýri,” sagði Jón.
Við fréttum að Jón, sém er ál-
þekkt veiðikó, hefði svo sem
ekki farið tómhentur úr Norður-
á. Daginn áður hafði hann
fengið nokkra og strax um
morguninn, þegar hann var
búinn að missa þennan stóra,
fór hann aftur og kastaði flug-
» unni nokkrum sinnum. Hann
fékk þrjá 9 punda, 11 punda og
12 punda, og var búinn að landa
þeim öllum á tuttugu mínútum. -
GP.
Guðmundur G. Þórarinsson i New York:
Dagsferðir frá Glas-
gow á skákeinvígið
t simtali Visis við Guðmund G.
Þórarinsson, forseta Skáksam-
bandsins, sem staddur er f New
York, ásamt Guðmundi Einars-
syni, verkfræðingi, vegna samn-
inga við Chester Fox Co.
Corporation, kom þaö fram, að
eitt atriöi samninganna hijóðar
upp á það, að áætlaðar verði flug-
ferðir frá Glasgow til Reykjavik-
ur á einvígið, þánnig að menn geti
komiö að degi til á einstaka um-
ferð og farið aftur að henni lok-
inni um kvöldið.
„Einnig eru hugmyndir um, að
útvarpa leikjum jafnóðum á
stuttbylgju til erlendra stöðva.
Brezka sjónvarpið kemur til með
að fá myndir af einviginu, en hve
fljótt vitum við ekki ennþá. Þetta
er „rúmur samningur,” eða
„professional” samningur um, að
Chestre Fox Co. Corporation virki
allar hugmyndir okkar til fjár.
Þeir eru því verktakar okkar i
einviginu. Þetta eru flóknir
samningar og það tekur sinn tima
að ganga endanlega frá þeim. Ég
geri ráð fyrir að við veröum búnir
að skrifa undir allt i dag,” sagði
Guðmundur að lokum.
Guðmundur G. Þórarinsson er
svo væntanlegur til landsins i
kvöld eða á morgun og munu þá
menn verða margs visari um för
hans vestur og árangurinn af
henni. GF
Há fallprósenta í landsprófi
Aðeins 543 af 960 stóðust
„Það er ekki svo gott aö segja
hvað veldur, og hvers vegna svo
margir falla á landsprófi i ár, en
þó er varla hægt að segja að
árangur þessara nemenda I ár sé
svo miklu lakari en þeirra I fyrra,
þvi nú þreyta miklu fieiri lands-
próf,” sagði Arni G. Stefánsson
formaður Landsprófsnefndar, en
i skólum Reykjavikur. og
nágrennis stóðust nú aðeins 543
nemendur landspróf af þeim 960
sem þreyttu.
A siðasta ári þreyttu 828
nemendur landspróf, alveg sams-
konar og stóðust þá prófið 526 eöa
munurinn er nú sem svarar einni
heilli bekkjardeild.
120 nemendur hafa nú tækifæri
til þess aö þreyta haustpróf, eða
þeir sem hafa einkunnina 5,6 og
þar yfir. 325 verða hins vegar að
sitja aftur i heilan vetur, ef þeir
hyggja á frekara nám. A siðasta
ári höfðu 93 nemendur tækifæri til
þess að þreyta haustpróf.
Lágmarkseinkunn á landsprófi
er 6.0 og hafa þeir sem þeirri
einkunn ná tækifæri til þess að
setjast i Menntaskólann,
Verzlunarskólann og svo 5.bekk
framhaldsdeildar gagnfræða-
skólanna.
Hæstu einkunn á landsprófi
hlaut að þessu sinni, Agústa
Andrésdóttir, nemandi i Réttar-
holtsskóla, 9,3, en næstu einkunn
þar fyrir neðan var 9,2 en hana
hlaut nemandi i Hagaskóla.
Að prósentutölu náöu nú 57%
prófiiár, en 63,5% á siðasta ári. -
EA
Loka prentsmiðjunni
og fljúga til Fœreyja
Nú fer timi sumarleyfanna i
hönd. Og svo sem undanfarin
sumur lokar Steindórsprent i sem
næst einn mánuö og hefja starfs-
menn prentsm iöjunnar sin
sumarleyfi á þvi, að fara saman
fjögurra daga ferö til Færeyja.
Það veröur íbyrjun júlimánaðar.
„Við erum vön að eyða saman
fyrstu fjórum dögum leyfisins,”
upplýsti verkstjórinn i prent-
smiðjunni i viðtali við Visi i
morgun. Hann kvað þau verða
um tuttugu talsins — með mök-
um, sem fara til Færeyja, en
sami fjöldi hefði til þessa verið
með i ferðum prentsmiðjunnar.
„Við fórum i fyrra syðri fjalla-
baksleið, en við höfum lika farið
þá nyrðri, einnig á öræfi og
Sprengisand og siöast en ekki sizt
Kjöl. Allt saman ákaflega fjörug-
ar ferðir. Og nú ætlum við sem sé
að fljúga til Færeyja.”
Verkstjórinn kvað hópafslátt-
inn leiða til þess, að ferðir, gisting »
og fæði þessa fjóra daga þurfi
ekki að kosta meira en um 14 þús-
und krónur á hjón. —ÞJM