Vísir - 03.07.1972, Blaðsíða 3
VÍSIR Mánudagur 3. júli 1972
3
Eruð þið feitar eða mjóar?
Rœtt við Ótafíu Bjarnleifsdóttur, en hún og Ásdís Magnúsdóttir eru á förum til New York ó ballettskóla
— spurði skólastjóri
ballettskólans
islen/.kur ballett hefur verið
mjög umræddur og umdeildur
undanfarin ár og liefur gagnrvnin
einkum beinst að þeirri ballett-
keniislu. seni boðið er upp á hér i
borginni. Ballettskóli Pjóðleik-
hússins hefur verift starfræktur
frá opnuu hússins. og var starf-
semin mjög lifieg. einkum á
meöan Krik Kidsted var kennari.
Miirguin liefur þótt kennslan fara
versnandi. ekki sizt þar sem skipt
liefur verift um kennara stundum
á liverju ári.
bað er þvi öllum ballett-
unnendum ánægjuefni að heyra
að samt eru til nemendur úr
hallettskóla bjóðleikhússins. sem
ætla að leggja út i frekara nám
erlendis, þó að framtiðarvonir
islenzkra ballettdansara séu ef til
vill ekki mjög bjartar. Næstu
dagana fara tvær ungar islenzkar
stúlkur til náms hjS Harkness
ballettskólanum i New York. Þær
heita Olafia Bjarnleifsdóttir, 16
ára gömul og Ásdis Magnúsdóttir
17 ára. Þær hafa báðar komið
fram i danssýningum og þess má
geta að Ólafia dansaði stórt hlut-
verk i söngleiknum Oklahoma á
dögunum og hlaut sérstaklega
góða dóma.
Viö áttum stutt spjall við Ólafiu
og sagði hún að þetta væri að visu
bara sumarskólinn. sem þær færu
á. en Harkness skólinn er mjög
þekktur og viðurkenndur.
,,Við höfðum frétt um þennan
skóla og hringdum i skóla-
stjórann. Honum hefur sennilega
þótt spennandi að fá nemendur
frá islandi. þvi hann bauð okkur
styrk sem greiðir alla kennsluna.
Byrjað að setja niður
af Ivélar við Laxórvirkjun
„Kranikvæmdum hér við
I.axárvirkjun miðar þokkalega
áfram. Byrjað er að fóðra
göngin og farið verður að setja
uiður vélar alveg á næstunni"
sagði Rolf Árnason verk-
fræðingur hjá Norðurverki i
samtali við Visi.
Áætlað hafði verið að unnt
yrði að taka 1. áfanga hinnar
nýju Laxárvirkjunar i notkun
þann 1. nóvember en það mun
dragast i nokkra mánuði. Búið
er að sprengja göngin, nema
eftir er að sprengja fyrir inntaki
og frárennsli. Stöðvarhúsið
sjálft er langt inn i berginu og er
búið að ganga fra þvi þannig að
unnt er að hefja niðursetningu
aflvélanna.
Brátt verður byrjað á að
steypa inntaksmannvirki og
jöfnunarþró jafnhliða þvi sem
jarðgöngin sjálf verða styrkl. í
þessum áfanga er engin stifla
byggð i Laxá, heldur verður
notað fall frá þeim stiflum sem
fyrireru. Þessi virkjunaráfangi
verður um 7 megawött en bæði
göngin og vélarnar gera ráö
fyrir að hægt verði að stækka
virkjunina að mun eins og
áætlun Laxárvirkjunar gerir
ráð fyrir.
Landeigendafélagið hefur
gert þá kröfu að hætt verði
öllum framkvæmdum eftir
þennan áfanga og hefur
mánuðum saman verið reynt að
ná sáttum * málinu án þess að
samkomulag hafi náðst.
Upphaflega var áætlað að þessi
áfangi kostaði um 200 milljónir
króna, en sú tala á eflaust eftir
að hækka. Samtals vinna nú um
120 manns við virkjunarfram-
kvæmdirnar og bjóst Rolf Árna-
son við að unnt yrði að ljúka
verkinu um eða eflirára-
mót. SG.
Aðrir nemendur verða að taka
inntökupróf, en við sleppum
semsagt viö það. Hann spurði
bara hvort við værum stórar eða
litlar og hvort við værum feitar
eða mjóar."
„Hann hefur ekki spurt um
vkkar ballettnám?"
„Jú. hann spurði um þau próf.
sem við höfum tekið, og gat áttað
sig þannig á þvi á hvaða stigi við
værum."
„Hyggur þú á frekara dans-
nám?"
„Það er allt óráðið, það væri
vissulega gaman. en það er ákaf-
lega dýrt."
„Þú hefur verið i landsprófslestri
á meðan þú varst að dansa i
sýningum?”
„Já, það var anzi strembið, en ég
náði samt prófinu Ég er alveg
óákveðin • hvort ég fer i mennta-
skólann næsta vetur, eða hvort ég
held áfram i ballett ytra.” sagði
Ólafia og við óskum þeim stöllum
góðrarferðarog velgengni. -þs
Á tröppum Þjóðleikhússins: Ásdis Magnúsdóttir (til vinstri) og ölafia Bjarnleifsdótlir
1 wk ' wfm • W v Jpk
im ■ wr ^
r
■} ■ ijfefBltv.
UTANLANDSFERÐIR VIÐ ALLRA HÆFI
LONDON
frá kr. 14.102,-
iBeint þotuflug báðar leiðir, brottför
Ivikulega. Innifalið: gisting og morg-
lunverður á fyrsta flokks hóteli. 011
Iherbergi með baði og sjónvarpi. Ferð-
lir millí hótels og flugvallar og ýmis-
I legt fleira. Þetta verða vinsaelar ferðir
Itil milljónaborgarinnar. Leikhús og
I skemmtanalif það víðfrægasta í ver-
|öldinni, en vörnhúsin hættulega
freistandi.
Brottför i hverri viku. Innifalið: beint
þotuflug báðar leiðir, gisting og tvær
máltíðir á dag. Eigin skrifstofa Sunnu
I Kaupmannahöfn með
islenzku
starfsfólki. Hægt að velja um dvöl á
mörgum hótelum og lá ódýrar fram-
haldsíerðir til flestra Evrópulanda
með Tjæreborg og Sterling Airways.
Nú komast loksins allir ódýrt til Kaup-
mannahafnar. Allra leiðir liggja til
hinnar glaðværu og skemmtilegu
borgar við sundið.
KAUPMANNA
HÖFN
frá kr. 12.500,-
Beint þotuflug báðar leiðir, eða með
viðkomu i London. Brottför hálfs-
mánaðarlega til 15. júni og i hverri
viku eftir það. Frjálst val um dvöl i
ibúðum I Palma og i baðstrandabæj-
unum (Trianon og Granada) eða hin-
um vinsælu hótelum Antillas Barba
dos, Playa de Palma, Melia Magaluf
og fl. Eigin skrifstofa Sunnu í Palma
með islenzku starfsfólki veitir öryggi
og þjónustu. Mallorka er fjölsóttasta
sólskinsoaradís EvrÓDU.
COSTA DEL SOL
frá kr. 12.500,-
Brottför hálfsmánaðarlega, og i
hverri viku eftir 27. júli. Beint þotu
flug báðar leiðir, eða með viðdvöl i
London. Sunna hefir samning um
gistirými á aftirsóttúm hótelum
Torremolinos (Alay og Las Palomas)
og ibúðum, luxusíbúðunum Playa
mar i Torremolinos og Soficobygg-
ingunum Perlas og fl. i Fuengirola og
Torremolinos. Islenzkir fararstjórar
Sunnu á Costa del Sol hafa skrifstofu-
aðstöðu I Torremolinos, þar sem
alltaf er auðvelt að ná til þeirra. Costa
del Sol er næst fjölsóttasta sólskins-
paradís Evrópu og Sunna getur boðið
upp á beztu hótel og ibúðir á hag-
væmum kjörum.
ÝMSAR FERÐIR
Norðurlandaferð 15 dagar, brottför
29. júní.
Kaupmannahöfn, Oslo, Þelamörk og
Sviþjóð.
Kaupmannahöfn - Rínarlönd
15 dagar, brottför 6. júli og 3. ágúst.
Ekið um Þýzkaland til Rinarlanda.
Kaupmannahöfn - Róm - Sorrento
21 dagur, brottför 13. júli.
Vika i Kaupmannahöfn vika i
Sorrentoiog viku í Rómarborg.
Paris - Rinarlönd - Sviss
16 dagar, brottför 20. ágúst.
Landið helga - Egyptaland - Líbanon
20 dagar, brottför 7. október.
Kynnið ykkur verð og gæði Sunnu-
ferðanna með áætlunarflugi eða hinu
ótrúlega ódýra leiguflugi. SUNNA
gerir öllum kleift að ferðast.
Sunna er alþjóðleg IATA
FERfll ISKRI FSTOFAN SUNNA BANKAST RETI7 ®1B4II 101 2070
Fylgizt mec og Alþýðubli ferðaauglýsingum Sunnu í Tímanum á sunnudögum, Vísi á mánudögum aðinu og Þjóðviljanum á þriðjudögum og takið þátt í lesendagetraun í lok mánaðarins, þar sem vinningar eru ókeypis utanlandsferð.