Vísir - 03.07.1972, Blaðsíða 8

Vísir - 03.07.1972, Blaðsíða 8
8 VtSIR Mánudagur 3. júli 1972 Til leigu er KÖRFUBÍLL i sérflokki, lyftihæö 21. metrar, ásamt áfestri loftpressu og loftverkfær- um, tii húsaviðgeröar og rúöuísetningar. Uppl. í sima 30265 og 36199. KÓPAVOGSAPÓTEK Opið öll kvöld til kl. 7 nema laugard. til kl 2 og sunnudaga kl. 1-3. Endurnýjun Dregið verður miðvikudaginn 5. júlí Shelltox FLUGIMA FÆLAIM Hafið þér ónæði af flugum? Við kunnum ráð við því Á afgreiðslustöðum okkar seljum við SHELL flugnafæluspjaldið. Spjaldið er sett upp og engar flugur í því herbergi næstu 3 mánuðina. Spjaldið er lyktarlaust, og fæst í tveim stærðum. Olíufélagið Skeljungur hf Shell Umsjón: Edda Andrésdóttir Framleiðendur segja „gamla túbu" rannsakaða Blý í Crest tannkremi rlNNi | SIÐAIM i Sápur, snyrtivörur, rakspíri og yfirleitt allt þaö sem fólk nú tii dags telur sig þarfnast til al- mcnnrar snyrtingar viröist allt hafa citthvert hættulegt efni að geyma. Stöðugt koma fram nýj- ar niðurstöður rannsókna sem sýna að þessa vöru beri ekki að nota sökum þessa og þessa efn- is, sem hún hefur að gcyma. Ein af þessum rannsóknum sýnir að tannkrem sem heitir Crest, og fæst i nokkrum verzl- unum hérlendis, hefur að geyma eitt af þessum hættulegu efnum, en það efni er blý. Sérfræöingar i Bandarikjun- um rannsökuðu 18 tegundir tannkrems, og i þrem tegundum af þeim fannst eitthvert magn af blýi, eða i Crest, Fresh Breath og Worthmore. Fyrirtækið sem framleiðir Crest heitir Procter and Gamble Co, en tannkremið er þaö mest selda i Amerfku. Blýið sem fannst segja sér- fræðingar vera að mestu i túb- unni og svo i tannkreminu sjálfu. Magn blýsins i tann- kremunum er allt að 0,125 milli- grömm i einu grammi en þegar fólk burstar i sér tennurnar þarf það yfirleitt tvö grömm af kreminu. Ef tennurnar eru þá burstaðar þrisvar sinnum á dag, er magn blýsins orðið 0.3 - 0.75 milligrömm. 35 ára rannsóknir við háskól- ann i Cincinnati sýna að i dag- legri fæðu follorðinna manna eru á.a.g. 0.3 milligrömm af blýi. Tannkremið er sérstaklega hættulegt börnum, og túburnar einnig, þar sem þau vilja oft stinga túbunum upp i sig eða naga þær. Þess má svo geta að blýeitrun veldur heilaskemmd- um, hegðunarvandamálum og andlegum sjúkdómum. Túbur Crest tannkremsins eru húðaðar með plasti, en við rannsóknirnar kom i ljós að þetta plast sem átti að hindra allt blý hefur að geyma töluvert magn af blýi sjálft. Sérfræðingarnir segja einnig að þeir hafi fundið 5 prósent af hættulegu blýmagni i túbum fimm tegunda tannkrems: Crest, Fresh, MacLean’s, Craig Martin og Worthmore. En að- eins Crest Worthmore og Fresh Breath hafa einnig aö geyma blýmagn i dósunum, sem þau eru lika framleidd i. En hvað segja framleiðendur Crest? Jú, þeir segja að á þeim 26 árum sem tannkremið hefur verið framleitt hafi aldrei kom- ið upp nokkurt vandamal út af blýi i umbúðum eða kreminu sjálfu. Þeir segja að á siðasta ári hafi þeir hafið framleiðslu á nýjum tannkremsumbúðum, sem inniheldur alls ekki blý, og þvi hafi séj-fræðingarnir aðeins verið að rannsaka einhverja gamla túbu! _ ea «í(ow mmmt,! w«on,r. Wmsf 8rasifj,„ ^ fframsí Ho *** TkwteMæ; *"* 9«.» .j* j . fy« m 1960 ^oriösrWr Frá tannverndunarsýningunni í Arnagaröi. Skyldi eitthvert af þessum tannkremum verða það næsta sem hefur að innihalda eitthvert af hættulegum efnum?

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.