Vísir - 03.07.1972, Blaðsíða 6
6
vism
Útgefandi:
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
Fréttastjóri:
Ritstjórnarfulltrúi:
Auglýsingastjóri:
Auglýsingar:
Afgreiösla:
Ritstjórn:
Reykjaprent hf.
Sveinn R. Eyjólfsson
Jónas Kristjánsson
Jón Birgir Pétursson
Valdimar H. Jóhannesson
Skúli G. Jóhannesson
Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611
Hverfisgötu 32. Simi 86611
Siöumúla 14. Simi 86611 (5 linur)
Áskriftargjald kr. 225 á mánuöi innanlands
i lausasölu kr. 15.00 eintakiö.
Blaöaprent hf.
Hitnar í kalda stríðinu
Rikisstjórnin gekk að þvi visu fyrir ári, þegar hún
var mynduð, að samkomulagið innan hennar mundi
verða stirt. Til dæmis var strax i upphafi tekið fram
af hennar hálfu, að ráðherrarnir væru ekki sam-
mála um afstöðuna til varnar- og öryggismála
Þessi rikisstjórn hafði slæmt fordæmi frá siðustu
vinstri stjórn, sem splundraðist á skömmum tima
vegna ósamkomulags og úrræðaleysis. Þess vegna
ákváðu ráðherrarnir fyrir ári,að leggja deilumál
sin i salt og einbeita sér að þvi að halda rikis-
stiórninni saman fram yfir 1. sept. á þessu ári.
Á þessari ákvörðun byggist sumt af hinu furðu-
lega i fari rikisstjórnarinnar, svo sem hinar marg-
vislegu túlkanir ráðherranna á óljósu orðalagi
málefnasamnings stjórnarinnar um varnar-
málin.Hver ráðherra hefur haft sina túlkun, sumir
jafnvel fleiri en eina án þess að rikisstjórnin sem
heild gerði nokkra tilraun til að samræma og skýra
málið fyrir almenningi.
En þetta er ósköp svipað og i hinni svonefndu
„friðsamiegu sambúð” stórveldanna að ekki hefur
reynzt unnt að breiða kápuna yfir öll miskliðar-
efnin. Um þessar mundir gætir vaxandi til-
hneigingar hjá hinum striðandi öflum innan
stjórnarinnar að útkljá deilumál sin á ritvellinum.
Nýtt land, blað Hannibalista, hefur harðlega
gagnrýnt stefnuna eða stefnuleysið i efnahags-
málunum og einkum beint skey tum sinum að Lúðvik
Jósepssyni viðskiptaráðherra. Blaðið kvartar yfir
hinum sifelldu verðhækkunum og segir rikis-
stjórnina hafa misst tökin á verðbólgunni. Blaðið
hefur krafizt sinnaskipta hjá rikisstjórninni.
Verðbólgan er aðeins eitt af mörgum ágreinings-
efnum Alþýðubandalagsins og Hannibalista.
Óvildin milli þessara flokka á sér djúpar rætur og
það er raunar merkilegt, að Hannibal Valdimars-
son og Magnús Kjartansson skuli geta umgengizt i
sömu rikisstjórn.
Spennan fer vaxandi og hlýtur að leita út um siðir.
Annað eins vandamál er innan Framsóknar-
flokksins, hins ósamstæða forustuflokks
stjórnarinnar. Háværir vinstrisinnar heimta
brottför varnarliðsins en aðrir streitast á móti. Að
minnsta kosti tveir þingmenn flokksins hafa
ákveðið að styðja áframhaldandi dvöl varnar-
liðsins, þrátt fyrir orð málefnasamnings rikis-
stjórnarinnar.
Fleiri deilumál valda sundurlyndi i flokknum.
Margir vinstri menn leggja áherzlu á viðræðurnar (
um vinstra samstarf og samruna flokka, en hægri
menn i flokknum eru margir fullir efa-
semda.Hannes Jónsson, blaðafulltrúi rikisstjórnar-
innar færði nýlega i Timanum rök að slikum efa-
semdum. Hann uppskar mikil vanstillingarskrif á
unglingasiðu sama blaðs og flutu þar mörg orð
óþvegin. Enn var svo birt grein i Timanum, þar sem
vanstillingarskrifin voru kölluð „ómengaður
fasismi”.
í framhaldi af þessu þarf engan að undra, þótt
einn forustumanna varnarliðsandstæðinga hafi nú
siðast ráðizt i Þjóðviljanum að Magnúsi Torfa
menntamálaráðherra, og Einari Ágústssyni utan-
rikisráðherra fyrir lögbrot, meira að segja dagleg
lögbrot i sambandi við útvarp varnarliðsins.
Nixon með liðið
eina bœjarleið
Sumir bandarisku
hermennirnir, sem fara
frá Suður-Vietnam, fara
ekki langt. Þeir bregða
sér eina bæjarleið, yfir
til Thailands. Þar ætlar
Nixon sér hugsanlega að
mynda nýja varnarlinu.
Þaðan ætti að tryggja,
að friðarsamningar
yrðu haldnir i Vietnam,
ef þeir yrðu gerðir. Þar
yrði virki Bandarikja-
manna i Suðaust.-Asiu.
Þetta munu Thailend-
ingar vist halda, og
valdamenn kætast.
Nærvera Bandarikja-
manna styrkir þá i bar-
áttunni við skæruliða
kommúnista innanlands
og verndar þá fyrir árás
Norður-Vietnama, sem
eru til alls visir.
Nærvera Bandarik jamanna
j veitir valdhöfum i Thailandi ekki
aöeins vernd, heldur fé.
Vændiskonurnar
[snúa aftur.
Fréttamaöur Newsweek segir,
að i Takhlibæ, þar sem banda-
riskir flughermenn eru aftur
komnir eftir tveggja ára fjar-
veru, blömgist skemmtanaiffiö að
nýju. Vændiskonur hafa snúiö aft
ur til bæjarins eftir fjarveru.
Lögreglustjörar og herforingjar
eiga, segir Newsweek, vændis-
húsin i nágrenni flugvaUarins.
1 Bylting i tengslum
við Washington?
baö gerðist i vetur, aö lýðræöis-
myndin var máð af i Thailandi.
/ Kittikachorn forsætisráöherra
'gerði byltingu og var áfram for-
sætisráðherra. Aöferðin minnti á
tið Dulles sem utanrikisráðherra
Bandarikjanna. beirri spurningu
mætti varpa fram, hvort bylting
forsætisráöherrans væri ekki i
beinum tengslum við áætlanir
Nixons um að gera Thailand að
virki sinu.
begar vietnamiseringin hans
Nixons byrjaði fyrir tveimur ár-
um, var farið að fækka i liði
Bandarikjamanna i Thailandi.
Stöðvar voru lagðar niður, her-
menn fóru heim til sin. Innrás
Noröur-Vietnama i Suður-Viet-
nam i vor hefur breytt þróuninni,
og undanfarnar sex vikur hefur
..Velkomnir til Thailands. Sjáið þið til, ég var búinn að lofa ykkur að
vera búinn að koina ykkur út úr Vletnam fyrir júli."
Illlllllllll
m iimam
fiuglið Bandarikjamanua eflzt
geysilega. Bandariskar flugvélar
hafa þar stöðvar til árása á Norð-
ur-Vietnam.
Flugfloti Bandarikjamanna i
Thailandi er talinn hafa vaxið úr
450 i 750 flugvélar og hermönnum
fjölgaö úr 32 þúsundum i 49 þús-
und, sem er jafn mikill fjöldi og
var þar, þegar striðið i Vietnam
var i hámarki.
Kominúnistar
undirbúa fleiri
„þjóðfrelsisstrið”
Skæruliðar kommúnista eru
athafnasamir i Thailandi.
Athafnasemi þeirra hefur styrkt
kenningar um, að falli Suður-
Vietnam i hendur kommúnistum,
muni þeir innan skamms hefja að
gagni þjóöfrelsisstrið
i nálægum löndum. Brodd-
ur „þjóðfrelsishreyfingar”
fyrirfinnst i Burma og Malasiu.
Valdhöfum i Thailandi var Nixon-
SÍAMSFLÓI
Kortið sýnir afstöðu rikjanna í Suðaustur-Asfu, sem fjallað er um I
greininni.
kenningin um Asiu áhyggjuefni. í
Nixon-kenningunni mátti finna
einhverjar yfirlýsingar um brott-
för Bandarikjamanna frá Suö-
austur-Asiu,
Glöddust við
tundurduflin.
Valdamenn i Thailandi giödd-
ust við innrásir Suður-Vietnama i
Kambödiu og siðar Laos. beir
hafa glaözt meira, þegar Núdm
svaraði innrás Norður-Vieíaanj I
S-Vietnam meö þvi að kasta traad-
urduflum i mynni hafna i Nortar-
Vietnam og hefja aftur loftárásir
af öllu afli. Endurkoma banda-
riskra hermanna er þeim frekari
trygging fyrir þvi, að þaö verði
ekki á næstunni, að völdum þeirra
verði hnekkt.
Bandariska þjóðin fyrirlitur
einræðisherra. Skripaleikur
Thieu forseta Suður-Vietnam i
svokölluðum forsetakosningum i
fyrra var einhver sá versti
hnekkir, sem gera mátti stefnu
Nixon i Vietnam. Bandariska-
þjóðin mun vafalaust siðar for-
dæma einræðisherrann i
Thailandi, Kittikachorn, en sem
stendur veit hún ekki, að hann er
til.
Árið 1962 komu hersveitir
Bandarikjamanna til Thailands
af ótta við, að kommúnistar frá
Laos gerðu þar usla. Thanom
Kittikachorn marskálkur varð
eftirmaður einræðisherrans Sarit
Thanarat árið eftir, er Sarit lézt.
Kittikachorn lét samþykkja nýja
stjórnarskrá og halda þingkosn-
inganárið 1969, þar sem flokkur,
senr herforingjarnir i valdastól-
unum stofnuðu, fékk meirihluta á
þingi. Kittikachorn hefur vafa-
laust þótzt læra af basli herfor-
ingja i Suður-Vietnam með
stjórnarandstöðu. Völd hans voru
ekki i hættu, en hann óttaðist kurr
i liði sinu. bvi þótti honum betra
að vera ekki með neitt lýðræðis-
yfirvarp lengur. Fáir andmæltu
einræði hans.
Kænskulegt
undanhald.
Thailand er þvi i sömu súpunni
og Suður-Vietnam, Kambódia og
Laos. Valiö er milli einræðis til
hægri og einræöis til vinstri.
Og Nixon hefur hopað um hæl
eins og gerist i orustum, úr Suöur-
Vietnam yfir til Thailands, þar
sem hann þó hefur auga með
Vietnam og Laos og Kambódiuog
biður færis að hindra missi
þeirra, ef kjósendur heima fyrir
gera honum það fært.