Vísir - 03.07.1972, Blaðsíða 21
VÍSIR Mánudagur 3. júli 1972
21
Bláskóga'
skokkið
í MARK MED BROS
5 Wm - Hjjj •x
F - „>%•* .
Heilu fjölskyldurnar tóku þátt i hlaupinu, þó aö fjölskyldan hafi kannski ekki hlaupiö alla leiö. Hérna
hlaupa nokkrir krakkar með fööur sinum siöasta spöiinn.
Leitin að flugvélinni
ber engon árangur
Leitin af dönsku tveggja
hreyfla flugvelinni hefur engan
árangur boriö, en leitað hefur
verið á öllu svæðinu, þar sem
hugsanlegt er aö véiin hafi farið
niður. Veður hefur verið afleitt
og veröur haldið áfram aö leita,
strax og veður batnar. i vélinni
var Sveinn Pétursson, tannlæknir
kona hans Kirsten og tveir synir,
8 og 5 ára.
Sveinn er af islenzkum ættum,
dóttursonur Sveins heitins
Björnssonar, fyrrv. forseta og
bróðursonur Erlendar Paturs-
sonar, þingmanns i Færeyjum.
Einn sonur hjónanna, sem er á
öðru ári varð eftir i Danmörku.
Blaðið hafði samband viö Arnór
Hjálmarsson, yfirflugumferðar-
stjóra i morgun og sagði hann að
slysavarnasveitir á Hornafirði,
Breiðdal, Eskifirði, Reyöarfirði
og á fleiri stöðum, hefðu leitaö á
landi i mjög slæmu veöri á að-
faranótt föstudags, en leitin hefði
engan árangur borið. Leitað
hefur verið úr lofti á svæðinu frá
Færeyjum til tslands um kl. 11 á
fimmtudag, en á bæjunum
Höskuldstaðaseli og Heydal i
Breiðdal telur fólk sig hafa heyrt i
flugvél um hádegisbilið á
fimmtudag. Ekki ber þó bæjunum
saman um timasetningu velar-
hljóðsins, enda sagði Arnór að á
þessum tima hefðu nokkrar vélar
veriðá ferðinni á þessum slóðum,
og þvi hæpið að treysta á að hér
heföi veriö um þessa vél að ræða.
Strax og veður batnar verður
reynt að leita á landi, þar sem
hæpið er að nokkur sé enn á lifi,
hafi vélin lent i sjónum.
þs
Q □AG | D KVÖLD | □ □AG |
Flýg og fíflast
r
— segir Omar Ragnarsson
— Það er óhætt að orða það
þannig að ég muni ferðast og
fiflast i sumarfrii minu frá sjón-
varpinu, svaraði Ómar
Ragnarsson spurningu Visis.
— Ég kem til með að ferðast tals-
vert um landið i friinu. Siðasta
sumar ferðaðist ég með Fram-
sóknarflokknum um landið, en
núna hef ég snúizt á sveif með
sjálfstæðismönnum, sem ætla að
endurvekja sin héraðsmót, sem
iágu niðri tvö siðustu sumur. Það
fara einir þrir dagar i viku hverri
i að skemmta hjá þeim, en svo hef
ég lika tekið að mér að skemmta
viöar. Meira að segja var ég
beðinn að skemmta i Sviþjóð, en
það hefði raunar orðið i ágúst, og
þá er sjónvarpið byrjað á nýjan
leik. Ég var búinn að lofa mér
annað, svo að ég get heldur ekki
farið þá utanlandsferð.
Og svo var það flugið. Ómar
hefur atvinnumannsréttindi. —
Ætli ég taki ekki að mér einstaka
skottúra út á land á flugvélinni
minni. Upplagður timi til að bæta
nokkrum flugtimum á sig, sagði
Ómar að lokum. -ÞJM.
Guðjón Einarsson,
fréttamaður.
Já, ég er eiginlega ekkert farinn
að ákveða það ennþá, ætli ég fari
ekki eitthvað út á land, i ökutúr
eða annað. En út fyrir lands-
steinana fer ég ekki að sinni. Gott
að vera kominn i fri? Jú-ú.
Magnús Bjarnfreðsson,
dagskrármaður.
Það er ósköp litið sem ég ætla
mér að gera i friinu, aðeins að
slappa vel af heima hjá mér, en
svo förum við örn Harðarson i
myndatökur i lok mánaðarins. og
svo verður kannski farið í lax-
veiðar. Jú, jú, það er gott að vera
kominn i fri.
Andrés Indriðason,
dagskrármaður:
Já, ég verð að vinna fyrstu vikuna
til að undirbúa starfssemina eftir
friið, en siðan hef ég hugsað mér
að skreppa á Laugarvatn og vera
þar i viku. Nú, eftir það hef ég
ekki ákveðið neitt sérstakt, nema
bara smáferðir i nágrenni
Reykjavikur.
Mánudagur 3. júlí
15.00 Fréttir. Tilkynningar.
15.15 Miðdegistónleikar: Sin-
fóniuhljómsveit Lundúna leik-
ur ,,Enigma”-tilbrigðin op. 36
eftir Elgar: Pierre Monteux
stjórnar. Trió di Bolzano leikur
Trió i g-moll op. 15 eftir Sme-
tana.
16.15 Veðurfregnir. Létt iög.
17.00 Fréttir. Tónleikar.
17.30 Saga frá Lapplandi:
„Lajla” eftir A. J. Friis.
Kristin Sveinbjörnsdóttir les
(7).
18.00 Fréttir á ensku
18.10 Létt lög. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.30 DaglegtmálPáll Bjarnason
menntaskólakennari flytur
þáttinn.
19.35 Um daginn og veginn. Þor-
steinn Pálsson stud. jur. talar.
19.55 Mánudagsiögin.
20.30 Kirkjan að starfi. Séra
Lárus Halldórsson sér um þátt-
inn.
21.00 Pianósónata i G-dúr op. 37
eftir Tsjaikovský. Svjatoslav
Rikhter leikur.
21.30 Útvarpssagan:
„Hamingjudagar” eftir Björn
J. Blöndal. Höfundur les (4).
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. Búnaðarþátt-
ur: úr heimahögum. Gisli
Kristjánsson ritstjóri talar við
Berg Torfason á Felli um bú-
skap i Dýrafirði.
22.40 Hljómpiötusafnið. i umsjá
Gunnars Guðmundssonar.
23.35 Fréttir i stuttu máli.
Dagskrárlok.
Á VÖR!
„Þetta fór alveg stórkostlega
fram, og allir þátttakendur
komust i mark fyrir tilsettan
tiina, með bros á vör!” segja þeir
sem aðallega stóðu fyrir
Bláskógahlaupinu svokallaða, i
gærdag.
300 manns tóku þátt i hlaupinu,
sem fram for i bezta veöri, þótt
aöeins færi að vökva er leið á
daginn. Yngsti þátttakandinn var
átta ára gamall, Guðjón
Ragnarsson, en aldursforsetinn
var 74 ára Páll Hallbjörnsson, og
stóðu þeir sig báðir mjög vel.
Bezta afrekiö vann Jón H.
Sigurðsson Biskupstungum i
aldursflokknum 19-34 ára, en
hann hljóp á 55,53, og hlaut að
launum tvo gerðarlega bikara og
gullpening. Annar i mark varð
Halldór Matthiasson frá Akur-
eyri, sem hljóp á 58.28 en báðir
eru miklir hlauparar.
Eins og áður hefur verið sagt
frá hér i blaðinu, var keppt i
fjórum aldursflokkum, 14-15 ára,
16-18 ára, 19-34 ára og 34 ara og
eldri. 1 yngsta flokknum sigraði
Agúst Þór Gunnarsson á 1. klst.
02,05, en i flokki barna yngri en 14
ára voru með bezta timann
systkinin Magnús og Anna
Haraldsbörn, á 1.14.23 og 1.23.22,
en Anna var allra fyrst i mark af
'öllum konunum sem kepptu.
„Börnin stóðu sig sérstaklega
vel, og það voru þau sem teymdu
fullorðna fólkið áfram, en heilu
fjölskyldurnar tóku þátt i
hlaupinu”, segja forráðamenn.
Þeir el/.tu stóðu sig með sóma, og
hann skokkar þetta auðveldlega i
iþróttabúningnum.
Margir hlupu alla leiðina , en þó
nokkrir gengu, og þurfti þá aö
ganga nokkuð hratt. Nokkur
þreyta var farin að gera vart viö
sig meðal keppenda er að marki
dró, en allir komust og þaö langt
fyrir tilsettan tima. A áfangastaö
var siöan öllum komið i bað, og
verölaunaafhending fór fram
klukkan sjö. —EA
*
m
ír<r ítii úú ú ú -ifA-A-írA ú irCrii -0 úit íi ☆*** trCrirCririrti{i
{t
ít
<t
<t
ít
<t
<t
<t
<t
<t
<t
<t
<t
<t
<t
<t
<t
<t
<t
<t
<t
<t
<t
<t
<t
<t
<t
<t
<t
<t
<t
<t
<t
-6
<t
<t
<t
■S
<t
<t
<t
■S
<t
<t
<t
<t
<t
-3
<t
<t
<t
<t
<t
<t
<t
<t
<t
<t
<t
<t
<t
<t
<t
<t
<t
<t
<t
<t
<t
<t
<t
<t
<t
<t
<t
<t
<t
<t
<t
<t
<t
<t
<t
<t
<t
<t
<i
<!
<t
<t
<t
<t
<t
<t
<t
<t
<t
<t
<t
<t
<t
<t
* *•
V*É
Spáin gildir fyrir þriðjudaginn 4. júií.
Hrúturinn, 21.marz-20.april. Allgóður dagur, ef
þú aöeins gætir þess að flana ekki að neinu oe
hugsa þig vandlega um áöur en þú tekur ákvarð-
anir, sem einhverju máli skipta.
Nautiö, 21.april-21.mai. Það litur út fyrir aö
þetta geti oröiö aö einhverju leyti erfiður dagur,
og ekki ósennilegt að einhverjir þér nákomnir
valdi þar mestu um.
Tviburarnir,22.mai-21.júni. Það getur oröiö eitt-
hvað þungt i vöfum hjá þér i dag, en það lagast
er á liður. Gagnstæöa kyniö getur lumað á
óvæntum leik áður en lýkur.
Krabbinn,22.júni-23.júli. Það er hætt viö aö ein-
hver andstaöa veröi til aö draga úr fram-
kvæmdakjarki þinum í dag, en þó varla nema i
bili framur en vant er
Ljónið, 24.júli-23.ágúst. Kunningi þinn, eöa ein-
hver þér nákominn, gerir þér að öllum likindum
einhvern óleik, sem þú kannt aö eiga erfitt meö
aö sætta þig viö i bili.
Meyjan, 24,ágúst-23.sept. Þú geröir réttast aö
taka duglega til hendinni fyrrihluta dagsins, þvi
að þá mun bezt ganga, en slaka siðan á þegar
liður á daginn.
Vogin,24.sept-23.okt. Ef þú finnur til óeölilegrar
þreytu að starfsleiöa, skaltu hvila þig vel og
freista aö varpa frá þér öllum áhyggjum — ef til
vill i nokkra daga.
Drekinn,24.okt-22.nóv. Þú skalt ekki reiöa þig á
aðstoð annarra i dag, jafnvel sizt þeirra, sem þú
telur þig eiga slikt inni hjá, eða þá þinna nán-
ustu, heldur treysta á sjálfan þig.
Bogmaðurinn,23.nóv.-21.des. Ekki er óliklegt að
þú verðir einhverra hluta vegna ekki I skapi til
mikilla átaka i dag. Sinntu skyldustörfum af
kostgæfni og láttu það nægja.
Steingeitin,22:des.-20.jan. Ekki er óliklegt að þú
hafir heppnina með þér i dag, þótt það veröi ef til
vill ekki á öllum sviðum. Harla góður dagur, að
þvi er virðist.
Vatnsberinn 21 jan.-19.febr. Það er ekki
ósénnilegt' aö þér bjóöist eitthvað ánægju-
legt tækifæri i dag, sem þú ættir þá ekki að láta
ónotað ef aðstæöur leyfa.
Fiskarnir,20.febr.-20.marz. Þér verður vist ekki
til setunnar boðið i dag, allt virðist á ferð og flugi
i um þing, og þó fyrst og fremst þú sjálfur
— af lifi og sál.