Vísir - 03.07.1972, Blaðsíða 13

Vísir - 03.07.1972, Blaðsíða 13
12 VtSIR Mánudagur 3. júli 1972 VtSIR Mánudagur 3. júli 1972 13 Umsjón Hollur Símonarson 149. íslandsmet Guðmundar G. Guðmundur Gislason, sá i'rækni sundmaður, var eini islendingurinn sem setti islandsmet i landskeppninni við íra — stórbætti met sitt i 200 metra baksundi og þetta met hans er 141). einstaklings- metið, sem hann setur i sund inu, en auk þess hefur hann sett tugi íslandsmeta i hoðsundum. Guðmundur synti 200 m. baksundið á 2:25.8 min. og bætti eldra met sitt um nákvæmlega eina sekúndu. Satt bezt aö segja, aö þá kom það talsvert á óvart, að Guðmundur skyldi setja met einmitt I þessu sundi. Fyrri dag keppninnar tók hánn ekki þátt i baksundi en þremur öörum greinum. Sigraði meö yfirburöum i 200 m. íjórsundi, en varð að láta sér nægja þriðja sætið i 100 m. flugsundinu á'eftir báðum' trúnum, og var langt frá sinum bezta árangri á þessum vegalengdum. Torfi Tómasson, formaöur Sundsam- bands Island, sagöi nýlega i viötali hér i blaðinu, að Guðmundur hefði aldrei verið betri en núna, 31 árs að aldri, og styður þetta met Guðmundar þá kenningu Torfa. Hins vegar gat Torfi þess einnig, að Guðmundur hefði miðað við að vera i sem beztri æfingu eftir þrjár vikur — eða siðast i þessum mánuði — vegna átta- landa-keppninnar i Edinborg, Sund- meistaramótsins og sú æfing á að vera i hámarki fram yfir Olympiuleikana i Miinchen. 1 baksundinu var einnig sett irskt met. Hinn ágæti íri, E. White synti á 2:18.7. min. eða mun betri tima en Guðmundur, en þess ber að geta, að baksundið er algjör aukagrein hjá Guðmundi þó svo hann sé beztur i baksundinu hér á landi. Ásgeir meiddur- Eyleifur í liðinu Einn nýliði i íslenzka landsliðinu t>eir llennann Gunnarsson, Val, og Ásgeir Eliasson, Kram, sein voru valdir í landsliöió gegn Dönum i kvöld, meiddust báðir i úrslitaleik Iteykjavikur- mótsins i vikunni og eru meiðsli Ásgeirs það alvarleg, að hann komst ekki i gegn- uin lokaprófun á Laugarvatni i gær og tekur þvi ekki þátt i landsleiknum, sagði Hafsteinn Guðmundsson i gærkvöldi. Hins vegar stóðst Hermann prófið og verður með. Ég hef valiö Eyleif Hafsteinsson, Akranesi, i landsliðið í staðinn fyrir Asgeir og leikur Eyleifur i stöðu fram- varðar, sagði Hafsteinn ennfremur, og landsliðshópurinn er nú sextán menn. tslenzka liðið verður þannig skipað og i þvi er einn nýliöi Teitur Þóröarson, 19 ára frá Akranesi: Siguröur Dagsson, Val, (sjö landsleikir áður), Jóhannes Atlason, Akureyri, (23), Ólafur Sigurvinsson, Vestmannaeyjum, (5) Guðni Kjartansson, Keflavik, (21), Einar Gunnarsson, Keflavik, (10), Marteinn Geirsson, Fram, (4), Guðgeir Leifsson, Viking, (6), Eyleifur Hafsteins- son, Akranesi, (23), Hermann Gunnars- son, Val, (17),TeiturÞóröarson, Akranesi (0), og Elmar Geirsson, Fram, (13). Varamenn eru Þorsteinn ólafsson, Keflavik, (1), Þröstur Stefánsson, Akranesi, (5), Tómas Pálsson, Vest- mannaeyjum, (3), Óláfúr Júlíiisson, Keflavik, (2), og Asgeir Sigurvinsson, Vestmannaeyjum (0). Þetta virðist mjög sterkt liö á islenzkan mælikvarða . Aö vlsu er það mikill skaði, að Asgeir Eliasson skuli ekki geta tekið þátt i leiknum, þvi hann er I hópi okkar albeztu knattspyrnumanna. Eyleifur Hafsteinsson, sem kemur i hans staö, er leikreyndasti leikmaður liðsins, sem leikur sinn 24. landsleik i kvöld. Eyleifur hefur oft veriö bezti leikmaður tslands I landsleikjum og það er þvi góður maöur, sem kemur i stað Asgeirs, og viö skulum aðeins vona, aö Eyleifur nái sér vel á strik — þá getur hann áreiðanlega gert stóra hluti. Einn nýliði er i liðinu - hinn sókndjarfi miöherji Akraness-liösins, Teitur Þóröar- son. Teitur hefur i vor og sumar sýnt mjög góöa leiki og á hiklaust heima i lands- liðinu — fljótur og meö góða knattmeð- ferö. Faðir hans, Þórður Þórðarson, var á sinum tima meðal kunnustu leikmanna tslands, sem lék tugi landsleikja. Epliö hefur þvi ekki falliö þarna langt frá eikinni. Þá er þarna annar leikmaður — reyndar i varamannahópnum — Asgeir Sigurvinsson, Vestmannaeyjum, sem ekki hefur leikiö I landsliði. Hann er aðeins sautján ára og eitt mesta efni, sem fram hefur komið hér i knattspyrnunni. Bróðir hans, Ólafur Sigurvinsson, er i liðinu, svo möguleiki er á þvi i kvöld, aö bræður leiki enn einu sinni i islenzka landsliðinu. Slikt hefur komið fyrir nokkrum sinnum áöur. Eitt sinn léku allir þrir Felixbræðurnir, Hörður, Bjarni og Gunnar, i sama landsliðinu, og þeir Rikharður Jónsson og Þórður Jónsson, léku saman i landsliði, svo og Jóhannes og Þorbergur Atlasynir Óli B. Jónsson, núverandi þjálfari Vals, og Guðbjörn Jónsson léku báðir i landsliði, en ekki á sama tima. A upptalningunni á landsliðshópnum sést, að þaö eru mjög leikreyndir menn, flestir, sem taka þátt i landsleiknum. Eyleifur Hafsteinsson og Jóhannes Atlason leika báðir sinn 24. landsleik. Guðni Kjartansson kemur skammt á eftir, en hann leikur sinn 22. landsleik, Hermann Gunnarsson sinn sautjánda og Elmar sinn þréttánda. Einar Gunnarsson er einnig með tveggja stafa tölu — leikur sinn ellefta landsleik I kvöld. Þetta verður jafn og góður leikur og úrslitin eru tvísýn sagði formaður dönsku landsliðsnefndarinnar, Jörgen Lescley Sörensen við komuna til íslands Ég reikna fastlega með jöfnum og skemmtilegum lands- leik milli íslands og Danmerkur á Laugar- dalsvellinum — og að minu áliti eru úrslit tvi- sýn, sagði Jörgen Les- cley Sörensen, sá frægi kappi, sem nú er for- maður dönsku landsliðs- nefndarinnar, en var eitt sinn mjög frægur at- vinnumaður á ítaliu. Hann var á æfingu i gær með danska landsliðinu á Valsvellinum og sýndi þá gamla takta ásamt öðrum úr fararstjórn- inni. — Viö höfum orðið fyrir tals- verðum áföllum aö undanförnu með danska liðið, sagði Sörensen ennfremur. Siöustu átta dagana hafa þrir af hinum föstu leik- mönnum liösins gengið yfir i raðir atvinnumanna og verða þvi ekki með i landsleiknum i kvöld, þar sem við tökum þennan landsleik við Island sem æfingu fyrir Olympiulið okkar, það, sem leik- ur i Munchen. Þegar við náðum þeim áfanga að vinna okkur sæti i úrslita- keppni Olympiuleikana með þvi að vinna Rúmeniu vorum við sterkt lið. Kjarninn er sá sami i dag, þó svo þessir þrir séu ekki meö okkur lengur, en þetta voru allt framlinumenn, svo framlina danska landsliösins er ekki eins beitt og áður. En vörnin er sterk — og ég hef lika heyrt aö vörn is- lenzka liösins sé sterk — svo þetta verður leikur tveggja sterkra varnarliöa. — Viö leggjum mikið upp úr þessum leik við Island — hann er liöur i undirbúningi okkar fyrir Munchen. Danska liöið mun sennilega leika þrjá aöra leiki fyrir leikana — þaö er fyrst við Manch. Utd, sem kemur til Kaup- mannahafnar, einnig austur- þýzkt lið og svo landslið Kolom- biu. Það liö leikur einnig á Olympiuleikunum, en ekki i sama riðli og við, og kemur nokkuö snemma til Evrópu fyrir leikana. Þiö hafiö leikið nokkra leiki i vor og sumar? — Já, en þaö byrjaöi nú ekkert of vel. Viö töpuöum bæði fyr- ir ensku og þýzku áhugamanna- liðunum i landsleikjum, en sið- an komu hinir ágætu leikir við Rúmena. Einnig lékum viö nýlega viö hið kunna, pólska lið, Gornik, og unnum 5-0, en þá voru nokkrir atvinnumenn með. Landsleikurinn við Svia i siöustu viku tapaðist (0-2), en danska liö- ið var þá aö mestu skipað at- vinnumönnum. Þó voru i þvi þrir leikmenn, sem leika hér. Ég held, að það sé litið unniö við það að nota atvinnumenn i landsleiki á þessum tima — þeir eru i sumar- frium og ekkert of áhugasamir um knattspyrnu. Danska liðið i landsleiknum i kvöld verður þannig skipað. Markvörður Mogens Thorkilssen, OB. Varnarmenn Flemming Ahl- berg, Frem, S. Andreassen, B1903, Per Röntved, Brönshöj, og Jörgen Rasmussen, Randers Fre ja. Framveröir. Hans Edwald Hansen, B1901, Jack Hansen, 91913. Framherjar Stig Zegler, Hvidovre, Alan Simonsen, Vejle, Heino Hansen, Næstved og Kjeld Bak, Næstvel. Þeir brugðu sér á æfingu, dönsku landsliðsmennirnir, strax eftir að þeir komu til Reykjavikur i gær. Það var æft á Valsvellinum við Hh'ðarenda undir stjórn hins austuriska þjálfara liðsins. Ljósmyndari VIsis, Bragi Guðmundsson, var þar staddur og tók þá þessa mynd af landsliðsmönnun- um. Landsliðshópurinn islenzki æfði á fimmtudagskvöld á túnunum fyriri neðan Háskólann og þá tók Bjarnleifur þessa mynd af nokkrum þeirra við tröppur Háskólans. Lengst til vinstri er Teitur Þórðarson, sem leikur sinn fyrsta iandsleik i kvöld. Aðrir á myndinni eru, að neðan. ólafur Júliusson, Þorsteinn Ólafsson, Martcinn Geirsson, Sigurður Ilagsson (með bolta), McDowell, þjálfari, Þröstur Stefánsson, Tómas Pálsson, Guðgeir Leifs- son, Guðni Kjartansson, ólafur Sigurvinsson og efst Eyleifur Hafsteinsson, sem kemur inn i liðið i kvöld i stað Asgeirs Eiias- sonar. Ákveðnir að sigra danskinn í kvöld! — íslenzku landsliðsmennirnir koma fró Laugarvatni i dag —Það er mikill hugur i strákunum, þeir eru ákveðnir i að sigra danska landsliðið i Geirsson, Fram, kom frá Þýzka- landi á föstudag og hefur veriö með okkur hér fyrir austan. Hann heldur strax út aftur að lands- leiknum loknum. Við höfum haft þaö gott hér, sagöi Hafsteinn ennfremur og þessi dvöl á Laugarvatni hefur sameinað strákana fyrir átökin viö Dani i landsleiknum. Haukar hlutu sín fyrstu st. gegn ísfirðingum ísfirðingar eru nú einir ó botninum í 2. deild lciknum i kvöld, sagði landsliðseinvaldurinn Hafsteinn Guðmunds- son, þegar við náðum tali af honum á Laugar- vatni seint i gærkvöldi. Landsliösmennirnir sautján, sem valdir voru, hafa verið I æfingabúðum á Laugarvatni frá þvi á föstudag við léttar æfingar undir stjórn landsliðsþjálfarans, Skotans McDowell, og lands- liöseinvaldurinn hefur einnig verið þar þessa dagana. Þaö er nokkuð langt siöan landsliðs- mennirnir hafa verið þetta marga daga saman i æfingabúöum hér heima fyrir landsleik, enda ekki á hverjum degi, sem danska lands- liðiö kemur hingað til keppni. Þrir leikmenn sem ég haföi hug á i sambandi viö landsleikinn þeir Þorbergur Atlason, Fram, Steinar Jóhannsson, Keflavik og Ingi Björn Albertsson, Val, boðuðu forföll og gátu ekki tekiö þátt i æfingunum, sagöi Hafsteinn i gærkvöldi, og komu þeir Þor- steinn Ólafsson, Keflavik, og Ásgeir Sigurvinsson, Vestmanna- eyjum i þeirra stað. Elmar Haukar i Hafnarfirði hlutu sin fyrstu stig i 2. deildarkeppninni I sumar i hinum þýöingarmikla leik sinum við tsfiröinga á laugardag. Úrslit urðu þau, að Ilafnfiröingar skoruðu eina markiö i leiknum, sem háður var á isafiröi og eftir hann sitja ís- firöingar einir á botninum i deild- inni — hafa ekkert stig hlotiö eftir þrjá ieiki. Þetta var verðskuldaöur sigur Hauka, sem voru sterkara liðið i leiknum, einkum i siöari hálf- leiknum, þegar liðið lék undan vindi. Um miðjan hálfleikinn kom sigurmarkið. Elias fékk knöttinn i opnu færi, en þegar hann ætlaöi að skalla i markið, greip Björn Helgason, sem nú lék sinn fyrsta leik meö Isfirðingum i sumar, i hann og dómarinn Hilmar Svavarsson dæmdi vitaspyrnu. Þráinn Hauksson skoraði úr henni. Þrátt fyrir tapiö léku Isfirð- ingar betur en áður I mótinu og Björn var þeirra bezti maður. Hjá Haukum stóð Guðmundur Sig- marsson sig vel, svo og. Axel Magnússon, nýliöi i markinu, sem kominn er i staö Stefáns Jóns- sonar, sem nú hefur alveg snúið sér að handknattleiknum. Annar leikur i 2. deild var háöur I B-riðli 3. deildar voru tveir leikir háðir. Ólafsvikur-Vik- ingarnir, sem nú taka i fyrsta sinn þátt i deildakeppni, voru enn á skotskónum og sigruöu Bolvik- inga 5-1 i Ólafsvik. Guðmundur á Húsavik og þar lék Völsungur við Selfoss. Úrslit urðu þau, aö Völsungur sigraði með 2-0 og skoraði Hreinn Elliðason bæði mörk heimamanna. Gunnarsson skoraði 3 mörk Vikings, en Friðálfur Karlsson, Færeyingur, skoraði tvö. Þá vann UMSB i Borgarnesi liö Strandamanna með 6-1. Báöir leikirnir voru háöir á laugardag. ÓLAFSVÍKUR-VÍKINGAR ENN Á SKOTSKONUM!

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.