Vísir - 14.07.1972, Blaðsíða 1

Vísir - 14.07.1972, Blaðsíða 1
62. árg. — Föstudagur. 14. júli 1972 — 157,tbl. KÓRINN HLAUT VERÐLAUN OG SKEGGIÐ FAUK! Fóstbræður hlutu önnur verðlaun i kórakeppni i Wales fyrir skömmu. Einn fóstbræðra hafði heitið þvi að raka af sér mikið og vandað yfirvara- skegg,sem hann hafði ræktað af alúð i langan tima, ef kórinn hafnaði i ein- hverju af fyrstu þrem sætunum. Og hann stóð við heitið! Sjá bls. 3 Verður hann dœmdur úr leik? „Hvernig getur einn maður hagað sér svona?", hugsar Stein, lögfræðingur myndatöku- manna Fox-félagsins sem nú stendur í stappinu við Fischer, þar sem hann stendur með margra þumlunga vindil sinn uppi á sviði Hallarinnar í gær og talar við blaðamenn eftir að Fischer hafði tapað skákinni gegn Spasski með því að mæta ekki. i nótt hittust þeir í anddyri Loftleiða- hótelsins, Fischer og Fox, og að sögn voru þeir ekkert allt of vingjarn- legir við hvorn annan, landarnir. (Ljósmynd: Fox/Skák- samband islands) Brezk innrás í IRA-hverfið Sjá bls. 5 • Von í heimsmet skolaðist burt í rigningunni Sjá íþróttir í opnu Farísei í himnaríki Þorsteinn Thorarensen segir idag „barnasöguna" um þaft þegar fariseinn kom til Himnarikis, — þ.e.a.s. þegar Robcrt James Fischer kom til Kefla vfkurflugvallar og þar meö til tslands. — SJA BLS: 8 Liz að hœtta? aldeilis á kúpunni! Þeir eru sko alls ekki neitt blankir hjá borginni, — eiga hreina eign upp á 10 mill- jaröa kr- Meðal eignanna eru t.d. fangahús á Skóla- vöröustig, sem metið er á 10 milljónir. — Sjá nánar á bls. 2. Liz Taylor hefur lengstum þótt hin ásjálegasta kona á hvita tjaldinu, og þótt furðu- legt kunni aö virðast, þá eru nú liöin 30 ár frá þvi hún hóf kvikmyndaleik. ,,Ég er al- varlega aö hugsa um aö hætta kvikmyndaleik", sagöi hún á dögunum i viðtali i BBC. — SJA BLS. 4 Borgin ekki Lothar Schmid er nú á mikilvægum fundi ásamt dómnefnd sem fjalla á um kvartanirog hegðun Bobby Fischers. Schmid barst í gærkvöldi bréf frá Bobby Fischer þess efnis að 2. ein- vigisskákin yrði dæmd ógild vegna þess að ekki var gengið að kröfum hans um að fjarlægja kvik- myndatökuvélarnar. Samkv. reglum FIDE hefur Fischer þegar tapað skákinni vegna þess að hann mætti ekki til leiks og skákin þvi dæmd töpuö, ef annar aðilinn kemur ekki eftir að klukka hans hefur gengið i eina klst. Schmid sagði i gær að 3. skákin væri áætluð á sunnudaginn kl. 5 og ef Fischer mætti ekki á umsömdum tima þá hefði hann tapað þeirri skák lika. En nú verða sem sagt örlög Fischers ráðin á fundi Schmid og dóm- nefndarinnar. 1 gærdag haföi Fred Cramer einn af fulltrúum Fischers samband við Schmid og bar fram munnleg mótmæli, en samkv. reglum FIDE um einvigið þarf keppandi að koma með skrif- leg mótmæli 6 klst. áður en skák hefst. Schmid félst að sjálfsögðu ekki á mótbárur Cramers og Bandarikjamennirnir gerðu eng- ar aðrar ráðstafanir varðandi þennan rétt sinn til að skrifa Schmid. bað er þvi algjörlega á valdi Schmid og dómnefndarinn- ar hver örlög Fischers veröa i þessu máli og nú spyrja menn. Verður Bobby Fischer dæmdur endanlega úr leik? öll ráð höfðu verið reynd gegn Fischer til að fá hann til að koma og tefla i gær. En hann þverneit- aði og hélt fast við sitt að tefla ekki nema gengið væri að kröfum hans um að fjarlægja allar kvik- mynda- og ljósmyndavélar úr sinni návist. Hann dvaldi allan timann á Loftleiðahótelinu ásamt fulltrúum sinum Cramer, Lom- bardySeo.og sinnti engum fortöl- um. Kl. 18^,30 stigu upp á svið Hallarinnar þreytulegir menn, Chester Fox og félagar, ásamt lögfræðingi hans Richard Stein. Þeir sögðust hafa reynt allt til að fá Bobby Fischer til aö mæta til leiks. Stein sagði aö þeir hefðu skrifað honum bréf þar sem þeir buðust til þess að gera allt sem i þeirra valdi stæði, koma tökuvél- um þannig fyrir að þær trufluðu ekki.en ekkert svar hafði borizt frá snillingnum. „Fáið þið nokkuð út úr honum, ef þið farið i mál við hann’ spurði einn fréttamaðurinn Stein. „Þetta er erfið spurning, sem við getum ekki svarað, sagði Stein. „Honum viröist vera sama um allt og alla, sagöi Chester Fox mæðulega um Bobby Fischer. Og nú er aö vita hvort Fischer mætir til 3. skákarinnar eða ekki. GF Apótekin smitast af laugardags- lokuninni Verulegar breytingar hafa verið gerðar á afgreiöslutfmum lyfjabúða i Reykjavík. A laug- ardögum veröa 2 lyfjabúöir opnar frá 9—23, auk þess Arbæj- arapótek og Lyfjabúö Breið- holts frá 9—12. Aörar eru lokaö- ar á laugardögum. A sunnudög- um og almennum fridögum veröur aöeins ein lyfjabúö opin frá kl. 10—23. A virkum dögum, mánudega til föstudags, er opið frá 9—18, auk þess 2 búðir frá 18—23. Næturvakt i Stórholti 1 verður óbreytt fyrst um sinn. HARMLEIKUR EDA FÓRN - Sjá grein á bls. 2

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.