Vísir - 14.07.1972, Blaðsíða 6
6
Visir. Föstudagur. 14. júli 1972
VÍSIR
Útgefandi: Reykjaprent hf.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
' Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson
Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson
Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611
Afgreiösla: Hverfisgötu 32. Simi 86611
Ritstjórn: Siðumúla 14. Simi 86611 (5 linur)
Askriftargjald kr. 225 á mánuöi innanlands
i lausasölu kr. 15.00 eintakiö.
Blaöaprent hf.
Nógu slœmt samt
Okkur er nú lofað skattskránni eftir viku. Vand-)
ræðabrölt rikisstjórnarinnar með skattamálin mun )
þá loks verða ljósara almenningi i landinu, þegar y
hver maður getur sjálfur dæmt um sitt mál og þarf /
ekki að rýna gegnum margs konar villandi útreikn-)
inga um skattana. \
öllum eru ljós þau vandamál, sem skapast við þá \
seinkun á útkomu skattskrár, sem hefur orðið. Það (
veldur bæði fyrirtækjum og hverjum skattgreið-/
anda i landinu vandræðum að geta ekki fyrr en i lok)
júli séð, hvað verður tekið i skatta siðustu fimm)
mánuði ársins. (
I
Okkar kerfi að greiða skatta eftir á af tekjum (
fyrra árs er nógu örðugt, þótt þess konar klúður /
bætist ekki ofan á. )
Berjast bankar \ bökkum?
Tékkaviðskipti hafa farið vaxandi hér á landi, (
eins og hefur gerzt jafnframt vaxandi umsvifum og )
tekjum i öllum rikjum. )
Seðlabankinn hefur nú látið hækka verð á ávis- )
anahefti úr 30 krónum i 125 krónur og verð á hlaupa- (
reikningshefti úr 50 krónum i 250. /
Með þessu verður hvert ávisunareyðublað i /
venjulegu hefti komið i fimm krónur. )
Þessi gifurlega hækkun er rökstudd með þvi, að )
draga þurfi úr notkun ávisana við greiðslu litilla (
upphæða. Hinn aukni kostnaður hlýtur að hafa áhrif /
á afstöðu fólks til ávisanaviðskipta almennt. Að þvi)
er virðist stefnt að „þeir smáu” i þjóðfélaginu fær-)
ist að nýju á það stig að geyma peningana sina i (
kistuhandraðanum. Það skal nú verða fyrirmyndin, )
að fólk ,,fari i bankann” einu sinni i mánUði og taki)
út nokkrar þúsundir eða tugi þúsunda til að greiða \
með nauðsynjar daglegs lifs. (
Hagnaður bankakerfisins hefur vist verið of litill, /
svo mætti ætla, þegar sú afsökun er borin fram, að)
of mikil vinna hafi verið i bönkunum vegna ávisana)
á lágar upphæðir. (
Annað hefur virzt af umsvifum bankanna undan-/
farin ár. )
Risarnir ráðast gegn krabbameini \
Samstarf risaveldanna á sviði læknisfræði er)
mikils virði fyrir okkur öll. Bandarikin og Sovétrik-)
in hafa eftir Moskvuför Nixons skipzt á ýmsum upp-)
lýsingum um lyf, meðal annars við krabbameini. /
Rannsóknir i þessum rikjum hafa áður runnið)
eigin farvegi. Við vitum að Bandarikin eru forystu-)
riki á sviði tækni og visinda og Bandarikjamenn)
hafa siðustu ár unnið af einbeitni að þvi að finna lyf,)
sem læknuðu ýmsar tegundir krabbameins. Við vit-)
um jafnframt, að Sovétmenn hafa verið forystuþjóð)
á ýmsum sviðum læknavisinda. /
Vonir eru bundnar við mörg lyf i baráttunni við)
krabbameinið, en flest eru þau enn á tilraunastigi.)
Fyrstu fréttir af samstarfinu i þessum efnum)
greina frá þvi, að hvor aðili hafi látið hinum i té lyf, /
sem litið sem ekkert var vitað um utan tilraunarik-)
isins. Þessi lyf munu nú rannsökuð, og vafalaust)
verður töluverð uppskera, þegar þessum tveimur)
straumum þekkingar verður beint i einn farveg. /(
Faríseinn í himnaríki
Það er bezt aö halda áfram aö
tala i hálfum orðum. Ég veit að
lesendurnir skilja meininguna og
finna það um leið, að öllu gamni
fylgir nokkur alvara.
i þetta skipti ætla ég, börnin
góð, að segja ykkur söguna af þvi,
þegar fariseinn kom til Himna-
rikis. En fyrst verðið þið að gera
ykkur grein fyrir þvi, að Himna-
riki er ekki lengur neitt gamal-
dags sveitaþjóðfélag. Það er
furðulegt, hvað þær hugmyndir
eru cnn rikar i útlendum
túristum, sem koma til Himna-
rikis, áð það sé enn eitthvað
truntu og trippaland. Þeir halda
að þar ferðist allir enn i dag á
fóthvötum smáhestum og fólkið
búi enn i snotrum og sveitasælu-
legum torfhúsum, og þar séu
blómlegar og vangarjóðar
selstúlkur sem mjólki fráfæru-
ærnar sinar i trékyrnur, eins og
var á 19. öldinni. En þetta er auð-
vitað alger misskilningur.
Astandið er nú orðið mjög breytt
frá þvi hann Jón okkar slapp i
sjóðunni inn um gullna hliðið.
Hvernig getur fólk lika verið
svo fávist að imynda áér að
sjálfur himnasælustaðurinn hafi
dregizt aftur úr i tækninni. Hvaða
sælustaður væri það lika, mér er
spurn, ef ekki væri búið að
rafvæða landið og leggja vegi/
sima og sjónvarp að hverju
afdalabýli þar efra. Eða haldið
þið að það væri eitthvað þægilegt
að búa á himnum ef maður þyrfti
að trampa allt fótgangandi og
bilainnflutningur hefði verið
bannaður þar. Eða haldið þið
virkilega að kvenfólkið á himnum
hafi ekki fylgzt með tizkunni?
Alveg sama er svo auðvitað að
segja um þróun þjóðfélagsmála
þar efra. Ætla menn virkilega að
þar séu enn við lýði úreltar
hugmyndir frá gömlu einvalds-
timunum að Guð viðhaldi þar
einræðisstjórn og það á hinni
frjálslyndu 20. öld? Neinei, ónei,
auðvitað hafa frjálsræðishug-
myndirnar haft áhrif þar eins og
annars staðar i hinum menntaða
heimi. Þar hefur verið komið á fót
frjálslegu, borgaralegu,
lýðræðislegu þjóðfélagi með
kjörnu þjóðþingi og verkalýðs-
félögum og að sjálfsögðu eru
verkföll þar einkar tið, nema ef
vinstri stjórn situr að völdum.
Þar er nú þjóðhöfðinginn
• Mr. President Guð og situr með
fjögurra ára kjörtimabili, og upp
á siðkastið hefur borið allmikið á
hreyfingum eins og bitlunum og
superstar.
Jæja, þetta var nú svona aðeins
til að setja sviðið. Og nú var svo
komið, að fariseinn var dáinn og
auðvitað lagði hann leið sina
beina leið til Himnarikis að
Gullna hliðinu hans Péturs, þvi
öllum fariseum finnst alveg
sjálfsagt, að þeir fái þar fyrstir
manna inngöngu, meðan ekki
ætti að vera að hleypa inn i
Himnariki einhverjum
tollheimtumannaskril eða
kommiinistum.
Núnú, hann kom sem sagt
fljúgandi með Douglas þotu Loft-
leiða til Golden Port Airport, sem
ereinn allra voldugasti flugvöllur
i heimi og umferð svo mikil, að
horfir til hreinustu vandræða upp
á siðkastið. Hefur lengi staðið til
að stækka flugvöllinn, en
fjármagn skort vegna þess að
allir sjóðir Himnarikis voru
tæmdir þegar nýja stjórnin tók
við, þar til fyrir nokkru, að þeir
skruppu niður á jörðina og fengu
400 milljón dollara lán hjá
Bandarikjsstjórn, en i staðinn fá
Amerikanar leyfi til að staðsetja
3000 manna herlið i Himnariki og
var það auðsótt þvi mikil velvild
hefur löngum rikt milli rikis-
stjórna Bandarikja og
Himnarikja, enda mun Himnariki
vera aðili að NATO. Þó var ekki
laust við að hópar bitlaskrils og
friðar- ruslaralýðs safnaðist
saman á torgum Himnarikis til að
mótmæla þessum samningum.
Jæja, fariseinn kom til Gold
en Port Airport og þegar hann
ætlaði að stiga niður landganginn,
var þar saman kominn mikill
fjöldi blaðamanna og ljós-
myndara til að taka á móti honum
svo allt ætlaði um koll að keyra.
Það þóttu nefnilega alveg stór-
fréttir i Himnariki, að sjálfur
fariseinn væri að koma þangað.
Hann hefur verið heimsfræg
persóna siðan hann komst á prent
i bibliunni þó i vafasömum
tilgangi væri og þar að auki þótti
nokkuð djarft af honum að ætla að
koma til Himnar'ikis þvi ekki
hafði nú verið farið neitt fögrum
orðum um hann i bibliunni. Var
þetta eitt helzta umræðuefni
manna á meðal þar efra, en
flestir voru þeirrar skoðunar, að
honum yrði frá visað. Aðal fyrir-
sögn Morgunblaðs Himnarikis
þennan dag náði með stærsta letri
yfir þvera forsiðu og hljóðaði
svo: „Kemst úlfaldinn i dag
gegnum nálaraugað??” og voru
allir Himnlendingar geysilega
spenntir að sjá hvað myndi
gerast.
En fariseanum brá heldur en
ekki i brún við þetta. Hann hafði
einmitt staðið i þeirri úreltu
meiningu að Himnariki væri
vanþróað land og mundu þeir enn
skrifa þar með kálfsblóði á kálf-
skinn. Á dauða sinum átti hann
von, en ekki þvi að háþróuð
nútima blaðamennska þekktist á
Himnalandi. Hann hafði meira að
segja látið þau orð falla áður en
hann lagði af stað, að versti
gallinn við Himnaland mundi
vera að sima og fjarskipta
þjónustan við umheiminn væri
svo ófullkomin, að maður mundi
verða þar einangraður frá
heimsmenningunni i Brooklyn.
Nú vildi svo illa til, að
fariseanum fannst engin stétt
hvimleiðari en einmitt
blaðamenn og fékk þessi sýn svo
á hann, að hann hafði næstum
hlotið taugaáfall. Hann tók samt
kjark i sig og með skeflilegu öskri
sem kvað við sem reiðarþrumur
allt suður til Mundia-fjalla, þaut
hann niður landganginn eins og
byssubrenndur, böðlaðist og
ruddist gegnum þvöguna eins og
fornaldarkappi, barði frá sér á
báða bóga, hafði sjö i einu höggi
maskaði myndavélar og útdeildi
glóðaraugum históher. Urðu þar
allsherjar handalögmál og siðan
æsispennandi eltingaleikur um
ganga og sali flugstöðvarinnar,
þar til fariseinn komst upp i
leigubil á bilastæðinu og þaut af
stað, en allir blaðamennirnir lika
upp i leigubila og hófst þá
æsispennandi eltingarakstur út
um allar flugbrautir Himnarikis-
flugvallarins svo flugumferð
stöðvaðist i heilan klukkutima
þar til himnalögreglan kom og
skakkaði leikinn.
Að sinni var nú farið með
fariseann i Transit deildina og gat
hann þá gengið um alla Duty-
Free Shop og keypt þar tollfritt
hvað sem augað girntist en
ekkert keypti hann nema
múnderingu þá sem kábojar
klæðast með breiðu belti og tvær
Colt skammbyssur á hvorri
mjöðm, eða eins og hann kvað á,
að nú skyldi hann finna
blaðamennina i fjöru, enda hætti
nú allur eltingaleikur.
Þá var komið að þeirri örlaga-
stund, hvort fariseinn ætti að fá
inngöngu um Gullna hliðið. Menn
hafa gert sér rangar hugmyndir
um þann stað, halda að Sankti
Pétur komi vagandi með lykla-
kippu frman i ýstrunni, en þið
getið rétt imyndað ykkur hvort
hann er ekki búinn að fá sér
Siemens-dyrasima og i Gullna
hliðinu er að sjálfsögðu Assa-skrá
af fullkomnustu gerð, þvi fint skal
það vera.
Nú4 fariseinn kemur þar og
styður á dyrabjölluna og vill fá að
komast inn og engar refjar, en
Sánkti Pétur svarar i
dyrasimann, að það verði nú ekki
hrist fram úr erminni, þvi að það
standi i járnum hvort þeir fari aö
taka á móti einhverjum farisea,
fyrst verði hann að útfylla
innflytjendaspjaldið og svo verði
hann að biða þangað til vigtun
geti farið fram, vinnudagurinn á
himnum sé nu orðinn svo stuttur,
að það geti ekki orðið fyrr en
daginn eftir. Þetta mislikar
fariseanum auðvitað herfilega og
hefur hann við orð, að hann sé
bara farinn og vilji ekkert skitsjá
að vera i Himnariki, en þrátt fyrir
stór orð verður það nú úr að hann
biður þar til morguns i svonefndri
Engey, sem er einangrunár-
staður til að hindra að lús og
skitusjúkdómar berist með
innfluttum kláðagemlingum inn i
Himnariki. Þar likar fariseanum
vistin allvel, þvi þar blasir við á
höfn himnalands stór eftirmynd
af frelsisstyttunni og upp um alla
veggi hanga auglýsingar frá