Vísir - 14.07.1972, Side 4

Vísir - 14.07.1972, Side 4
Visir. Föstudagur. 14. júli 1972 ÞESSVEGNA ÆTLAR LIZ TAYLOR AÐ HÆTTA í KVIKMYNDUM nu Ég œtla að helga mig ## barnahjólpinni ## Tæpum 30 árum eftir fyrstu eldskirn sina á hvita tjaldinu i „Lassie, Come Home” er Elizabeth Taylor farin að hugsa til þess að draga sig i hié. Hún seg- ist vilja helga meira af tima sinum til aðstoðar bækluðum börnum. Liz mun hafa alið i að minnsta kosti tvö ár á þeirri hugmynd að yfirgefa hinn ábatasama og slit- andi kvikmyndaleik. Fyrsta visbendingin á opinber- ég tek að mér hlutverk i kvik- mynd. Ég er búin að setja mér vissar lifsreglur, sem ég ætla mér að virða. Ef eitthvað sprettur upp, sem mér mun þykja til um, þá á ég sjálfsagt bágt með að segja nei. En mig langar i rauninni mest til þess að gefa mér meiri tima til starfa aö málefnum, sem ég hef trú á. Það er engin uppgerð i mér, að ég vilji taka virkan þátt i barna- hjálpinni — annaðhvort með Sameinuðu þjóöunum eða með hverjum þeim hætti, sem ég get komið að einhverju gagni. Annars vil ég helzt ekki tala meira um þaö nema þá við bónda Ilvildar þurfi: Li/. Taylor hefur átt við slæma lieilsu að striða um töluverðan tíma. um vettvangi i þá átt kom i brezka útvarpinu, BBC, þegar hún i viðtali kom flatt upp á hlustendur með þvi að segja: ,,Ég er alvarlega að hugsa um að hætta kvikmyndaleik”. Siðar i blaðaviðtali skýrði hún þetta á þá lund, ,,að það er sifellt verið að biðja mig að gera hluti, sem ég fæ mig varla til þess að gera i kvikmynd. — Ég hef viðbjóð á þessu hugsjúka efni, sem sifellt er tönglast á, og mér þykir allar þessar nektarsenur i kvikmyndunum hreinlega fárán- legar. Mér finnst þróunin öll stefna að niðurrifi siðgæðisins. Alltaf stigið eitt skref neðar, og i næstu mynd annað til viðbótar, og þeirri þriðju þarf að ganga enn lengra. — Ég er orðin leið á þessu, og ég finn miklu meiri ánægju i þvi að rétta bágstöddum ungling- um hjálparhönd.” Seinna i heimsókn i London, það var i marzmánuði, bætti Liz við:,,l framtiðinni ætla ég að lesa handritin vandlega yfir, áður en Umsjón G.P. minn. Mér verður bara núið þvi um nasir, að ég sé að snapa mér auglýsingu.” I íebrúar siðastliðnum i fertugsafmæli hinnar fögru leik- konu átti einn greinarhöfunda Daily Mirror, stórblaðsins brezka, stutt spjall viö eiginmann hennar, Richard Burton: „Liz er með ráðgerðir á prjón- unum um að hætta kvikmynda- leik. En það er á vissan hátt eins og eiturlyfjafýsnin. Þú getur ekki hætt á svipstundu, einkanlega ekki, ef þú hefur varið æfi þinni sem kvikmyndastjarna. Liklegast mun hún um tima leika aðeins i einni mynd á ári, og siðan draga það við sig i einni mynd aðeins annað hvert ár. Og svo koll af kolli.” sagði Burton. Aður hafði Burton sagt i öðru blaðaviðtali: „Liz hefur átt við slæma heilsu að striða. Það er öll- um kunnugt orðið. — Staðreyndin er sú, að hún er hvildar þurfi. Heilsufar hennar og svo öll streit- an, sem fylgir þvi, að hún er þind- arlaustí sviðsljósinu, iþyngir orð- ið öllum i fjölskyldunni. Liz og ég höfum unnið mikið sarnan, og höfum rakað saman fé i félagi. Mér er ómögulegt að sjá, hvers vegna viö ættum að’ draga það meir á langinn, að njóta afraksturs erfiðis okkar. ,,Mér er sagt að þetta mynstur sé sérstaklega vinsælt hjá kven- fólkinu núna, herra” Léleg hlutverk: Li/ segist vera orðin leið að gera hluti, sem hún vill hel/t ekki gera i kvikmyndum. Þessi sena er úr kvikmyndinni „X, Y og Zee”, þar scm hún lék á móti Michael Caine. „Hvað sjálfum mér viðkemur,” bætti Burton við, ,,þá vildi ég helzt hætta meðan ég er ennþá á toppnum, en ég er búinn að binda mig fram i timann, og get þvi ekki leyft mér að hugsa til þess strax að draga mig i hlé.” Liz, sem aðeins 3ja ára gömul kom fram opinberlega, þegar hún dansaði fyrir Elizabetu prinsessu (nú drottningu), sagði: „Núorðið eru minar sælustu stundir þær, sem ég er umkringd af börnum minum. Og fyrsta barnabarnið mitt er það bezta, sem ég hef eignast i lifinu. Ég hef reynt að fá fleiri börn i fóstur, en það hefur ekki tekizt.” „Börnin virðast ekki trúa okk- ur lengur fyrir neinu”. Sean Connery bregðursér í nýtt gervi Beint úr hlutverki glæsilegs njósnara yfir i gervi þreytts og vonsvikins lögreglumanns — það er breytingin, sem oröið hefur á Sean Connery, og sem hann viidi sjálfur. Af manni, sem orðinn var jafn leiður á einu hlutverki, og Sean Connery var orðinn á James Bond, agent 007, þá valdi hann sér dálitið ein- kennilegt hlutverk til uppörfandi tilbreytingar: Bitran og lifsleiðan lögreglumann i kvikmynd sem ber heitið „Eitthvað i likingu við sannleik- ann” (Something like the truth). Hann stendur sjálfur að framleiðslu þessarar myndar. En kvikmyndafélagið United Artists leggja til fjármagnið. Það er eins konar kaup hans fyrir leikinn i myndinni „Diamonds are forever”. öðru visi gátu þeir ekki fengið hann til þess að rjúfa heit sitt um „aldrei að leika James Bond aftur”. Þeir ætluðu reyndar að fjármagna hann fyrir tvær kvikmyndir og þetta er sú fyrri. Connery fer þar með aðalhlutverkið, óeinkennisklæddan lögreglumann, sem allt i einu er í vanda staddur að þurfa að útskýra, hvers vegna grunaður maður lézt i yfirheyrslum við rannsókn'máls, sem reis upp vegna nauðgunar á stúlkubarni. Það er ekki sami glæsibragurinn yfir lögreglumannsgerfi Sean Connery, sem hér sézt við upptökur i London, eins og þegar hann var James Bond.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.