Vísir - 14.07.1972, Qupperneq 7
Visir. Föstudagur. 14. júli 1972
7
and—himnalenzku nefndinni með
stóru letri, að það sé vita
þýðingarlaust fyrir kommúnista
að æskja inngöngu í Himnariki,
þar fái þeir ekki inn að komast.
Vigtarathöfnin hófst snemma
morguns og kom Sankti Pétur
þangað. Þar var mjög nákvæm
Avery-vog, sem var tengd IBM-
tölvukerfi Himnarikisháskólans
sem mælir brot úr milligrammi
og nú er að skoða debetið og
kreditið úr öllu lifshlaupinu.
Þar er að sjá debetmegin afar
stóra og ljóta kolsvarta poka.
Einn er merktur ágirnd annar
græðgi» þriðji fégirnd, fjórði
sviðingsháttur o.s.frv. o.s.frv.
Eru pokar þessir allir fullir af
peningum en fyrir lýsingu frá
röntgen geislum Himnarikistoll-
þjónustunnar hafa þeir peningar
allir ummyndast i sótuga kola-og
koksmóla. Sérstaklega er þar
einn voðalegur ljótur sekkur
merktur „Gjöf Jakobs bónda i
Sleitu við Lundúnaborg/fullur af
slikum kolapeningum, og voru
þeir upphaflega arðránsfé frá
nýlendutimum, grætur þar hver
Deningur af svita og tárum
kúgaðra og niddra svertingja svo
skelfing er að heyra þau harma-
kvein. En þetta blóðfé hafði
fariseinn eitt sinn þegið meö góðri
lyst og lokað augum og eyrum
samvizku sinnar fyrir þeim
hörmungum sem féð var upp úr
sprottið og var það mesta synd
lifs hans.
„Ljótt er að sjá,” mælti Pétur
er hann horfði á stóru hrúguna á
vogarskálinni vinstra eða debet
megin, fulla af syndum og
ávirðingum.
En þá var að snúa sér að
kredit-hliðinni, uss óskapa pinu-
hrúga var það. Þar var ekki að
finna nokkurt einasta miskunnar-
eða góðverk. En þó var þar nokk-
uð. Það var ótölulegur grúi af litl-
um einseyringum og hver þeirra
um sig stóð fyrir hvern þann
helgidag, sem fariseinn hafði
haldið heilagan. Ójá hann hafði
eins og farisea er siður haldiö
hvern einasta sabbatdag heilag-
an. Og það er nú svo i skipulagi
kirkjunnar siðan aðsókn tók að
minnka, að það þykir mjög
mikilvægt að einhv.sál fáist til að
mæta og halda daginn heilagan/.
svo þessir litlu einseyringar voru
með einhverju bragði bak við
tjöldin orðnir svo þungir að furða
var hvað þeir vógu. Þó munaði
ekki miklu, ef faríeseinn heföi
gleymt að halda síðasta sabbat-
inn heilagan:/. þá hefði hann ekki
komizt inn. En um leið og síðasti
peningurinn var lagður á fór örin
yfir og gall við i bjöllu, stórtiðind-
in höfðu gerzt, fariseinn slapp inn
i Himnariki.
Auðvitað var vistin alveg ágæt i
Himnariki, þvi þar fær maður allt
sem maður óskar sér, sjálfskipt-
an bil, bara að nefna það, stóra
einkavillu, gerðu svo vel, en ekki
likaði fariseanum alls kostar, það
var t.d. alltaf verið að byggja hús
i kringum villuna hans og ónáða
hanr. með hamarshöggum og
heimtaði' að allri byggingastarf-
semi væri þegar hætt. Hann var
alltaf að kvarta yfir öllu. Siðast
kvartaði hann undan þvi við Guð
forseta að sólin væri alltof björt,
svo Guð mátti gera svo vel að
skipta um perur i sólinni til að
draga úr birtunni. En brast Guð
þolinmæðina, þegar fariseinn
krafðist þess að náttúrlögmálun-
um yrði breytt, hann heimtaði að
sólin yrði látin skina á nóttunni en
ekki daginn, þvi hann hefði það
fyrir sið að sofa á daginn en vaka
á nóttunni. Þá sendi Guð Mikael
erkiengil að tilkynna fariseanum,
að hann yrði að flytja brott af
himnum. „Mér er svo sem alveg
sama”, sagði fariseinn „það er
hvort sem er allt ómögulegt
hérna. Ég fer þá bara á hinn stað-
inn, þar hlýtur allt að vera betra"
Svo flaug hann niður á neðri
staðinn með Air Bahama og var
hleypt inn. En hann varð fyrir
nokkrum vonþrigðum, þar sem
allt var morandi i bölvuðum
kommúnistum og öðrum þjóða-
lýð. Þar voru engar óskir upp-
fylltar, hann fékk ekkert einbýlis-
hús, heldur skyldi hann hýrast i
tveggja manna herbergi og hon-
um brá i brún þegar hann sá hver
átti að vera herbergisfélagi hans,
það var þá enginn annar en Mr.
Guðmundur Thorarinsson forseti
Skáksambands fslands. Og þá
varð fariseanum á orði: „Já, nú
skil ég hversvegna þessi staður er
kallaður Helviti.”
Þorsteinn Thorarensen
cTVlenningarmál
MYNDLISTARSÝNING 25 AKUREYRINGA
í LANDSBANKASALNUM Á AKUREYRI
Það hefur stundum verið talað
um myndauðn i Akureysku
menningarlifi og ekki að ósekju,
þó hefur myndlistarmönnum þótt
gott að koma hér sem gestir. Og
við höfum vitað um nokkra
mýndlistarmenn á Akurevri t.d.
Þorgeir Pálsson, Sigtrygg Július-
son, Jósep Kristjánsson, Jóhann
Ingimarsson og sér Bolla
Gústafsson.
En nú hafa áhuga- og mynd-
listarmenn rekið af sér slyðruorð-
ið og stofnað með sér félagsskap
til framgangs listinni og ber
sýningin i Landsbankasalnum,
Akureyri, þessa dagana vott um
frjórri myndsköpun i bænum en
nokkurn hafði grunað. Hér sýna
25 iistamenn 66 verk og vil ég ein-
dregið hvetja fólk til að sjá þessa
ánægjulegu og fjölbreyttu
sýningu, en henni iýkur að kvöldi
15 júli.
Komnir inn úr dyrunum og iit-
um til vinstri verða fyrir okkur
myndir eftir örn I. Gislason og
orðið skemmtilegt brýst fram á
varirnar, Sérkcnnilegt. En þar
sem ég þckki ekki stilinn veröa
þessi orð að nægja. Þorgeir Páls-
son stendur alitaf vel fyrir sinu
sem heiðarlegur myndiistar-
inaður. Jósep Kristjánsson og
Sigtryggur Júliusson eru samir
við sig. Sigurjón Hauksson frum-
legur, snjali. Birta No. 15 er at-
hygiisverð. Þorgerður Árnadóttir
nett. Valgarður Stefánsson þung-
ur, snjall dulhyggjumaður. Jón
Geir Agústsson meira skáidskap-
ur en tækni, sem maður bjóst við.
óli G. Jóhannsson rakinn lista-
niaður,slær inn. Guðmundur Sig-
urðsson teiknari. Ragnheiður
Valgarðsdóttir fjölvirk. Dröfn
Friðfinnsdóttir hugmyndarík.
Jón Gisiason og Gisli Guðmann
sýna gifsmyndir, ég lýsi aðdáun
minni á báðum. Aðalsteinn Vest-
mann ætti að ieggja frá sér „rúll-
una” og snúa sér aö pensiinum.
„Guð hjáipi mér”. Júiius Jónsson
merkiiegt nokk, myndin er af-
bragð og enginn vissi neitt. Við
þekkjum ölIséraBolla hann er af-
burða teiknari. Jóhann Ingimars-
son (Nói) fer á kostum handverks
sins gegnum atomöld. Sýningin
vakti mér mikla undrun og gieöi.
Sjáið þið bara sjálf.
Akureyri i júli
Kristján frá Djúpaiæk.
Mútter: óli G. Jóhannsson Arni: Jón Gislason Neðansjávardraumur: örn I. Gislason.
Jóhann J. E. Kúld:
Athugasemd við ummœli Auðuns Auðuns-
sonar skipstjóra, um notkun fiskkassa
Hinn kunni togaraskipstjóri
Auðunn Auöunssonar, sem að
undanförnu hefur verið með
skuttogarann liólmatind frá
Eskifirði, á viðtal við blaðamcnn
Visis, sem birtist i blaðinu 4. júli
s.l.
Ég undirritaður vil biðja Visi
um að birta eftirfarandi athuga-
semd vegna ummæla, sem höfð
eru eftir skipstjóranum
viðvikjandi notkun fiskikassa.
„Ilvað finnst þér um kassana,
scm nú ryöja sér til rúms?” spyr
blaöamaöurinn. „Ég tel varhuga-
vcrt að leggja i mikinn kostnað
við fiskikassa, ef reynslan með
þá verður eins og ég hef dæmi
um. Ég átti meðai annars samtal
við Jón skipstjóra á Guliveri á
Seyðisfirði, sem hefur verið með
kassa, og hjá honum hefur
rcynslan verið slæm.” Hann
segir, að fiskurinn iiggi undir
skemmdum eftir eina viku.
Út af þessum umraælum, átti
ég viðtal við Ólaf Ólafsson
útgerðarmann á Seyðisfirði, en á
hans vegum er togarinn Gullver.
Ólafur segir að togarinn hafi
verið með 100 kassa um borð
undir ýsu, en ekki undir annan
fisk. Ólafur telur að ýsan úr
kössunum hafi verið svipuö og
fiskurinn úr stiunum að gæðum
við löndum. En eins og sjómenn
vita, þá er ýsa af miðlungs stærð
og minni mjög viðkvæmur fiskur
og þolir mikið minna hnjask
heldur en t.d. þorskur.
Hins vegar segir Ólafur að alla
aðstöðu vanti ennþá hjá sér við
hraðfrystihúsið i landi, til að
geyma kassafisk, en úr þvi sé nú
verið að bæta og sé stefnt að þvi,
að kæld geymsla taki við fiski-
kössunum til geymslu eftir
mánuð. Og þá er meiningin að
Gullver fari að nota kassa undir
fisk I fullri alvöru.
Annars telur Ólafur að sjómenn
þurfi að venjast þvi verki að isa
fisk i kassa svo bezta árangri
verði náð. En um yfirburði
kassanna framyfir að isa i stiur,
er hann ekki i nokkrum vafa,
þegar menn hafa fengið þjálfun i
að nota þá.
Fyrirtæki Ólafs hefur keypt
2500 fiskikassa sem teknir verða i
notkun fyrir haustið.
Af hverju heldur Auðunn
Auðunsson að islenzk sildarskip
isi sild i kassa við veiðarnar i
Norðursjó, og þó eru lestar skip-
anna ekki gerðar fyrir kassa, sem
hefur ýmsa erfiðleika i för með
sér? Jú þetta er einfaldlega gert
vegna þess, að þannig fæst hærra
verð fyrir sildina heldur en þegar
hún er isuð laus i stiur. Kaup-
endur sildarinnar telja sild isaða i
kassa bezta hráefni til vinnslu og
vilja greiða hærra verð fyrir þá
sild sem gefur betri nýtingu.
Þetta lögmál er engan veginn
einskorðað við geymslu á sild,
heldur lika við geymslu á öörum
fiski.
Norðmenn hafa allra þjóða
lengsta reynslu af þvi að geyma
isvarinn fisk i kössum. En þeir
settu ekki um þetta lög, fyrr en
reynslan og visindalegar rann-
sóknir höfðu sannað að þetta var
fjárhagslegur ávinningur bæði
fyrir útgerð og vinnslustöðvar.
Nú eru i gildi um þetta laga-
ákvæði svo og strangar reglu-
gerðir um meðferð alla á
fiskinum, sem eiga að tryggja
beztu nýtingu. Það kemur fram i
viðtalinu i Visi við Auðun skip-
stjóa að hann vill ekki isa fiskinn
i kassa um borð við veiðarnar,
heldur losa fiskinn i kassa úr
stium þegar losað er i höfn. Að
sjálfsögðu væri það framför frá
þvi sem nú tiðkast að gera þetta,
en hins vegar verður það ekki til
þess, að minnka þá rýrnun sem
verður á stiufisknum yfir veiði-
ferðina framyfir það þegar
fiskurinn er strax settur i kassa
og isaður á réttan hátt strax eftir
slægingu og uppþvott og ekki
hreyfður fyrr en i sjáfri
vinnslunni.
Ég get vel gengið inn á það, að
mjög góðum árangri má ná með
þvi að nota nógu margar hillur,
en það er bara ekkert minni vinna
heldur en að isa fiskinn i kassa,
þar sem fullkominn búnaður er
fyrir hendi til þess, en að þvi
verður að sjálfsögðu að stefna.
Og fiskur úr stium, þótt
margar hillur séu notaðar, verður
alltaf fyrir nokkru hnjaski i
uppskipun þó svo að hann væri þá
settur i kassa.
Auðunn talar um notkun stærri
kassa heldur en hina venjulegu
fiskikassa sem Norðmenn nota og
virðist frekar geta hugsað sér þá.
Þær þjóðir, sem mesta reynslu
hafa af notkun fiskikassa, hafa
algjörlega afskrifað þessa stóru
kassa, einfaldlega vegna þess, að
þeir gefa ekki eins góða nýtingu á
fiskinum i vinnslu eins og litlu
kassarnir.
Gildi ifiskikassanna er fyrst og
fremst fólgið i þvi, að i þeim
losnar fiskurinn við allan
þrýsting og hnjask á meðan hann
biður vinnslunnar fyrst um borð i
veiðiskipi og siðan i landi.
I uppskipun eru kassar mjög
auðveldir þar sem krani er á
bryggju við losun og kassarnir
settir á fleka i lestinni um leið og
isað er i þá. En nauðsynlegt tel ég
að isvélar séu um borð i þeim
skipum sem isa fiskinn i kassa og
að isinn sé fluttur i kassana
gegnum þrýstiloftslöngu þegar
isað er. Því á þann hátt losna
menn við allan mokstur á is og
spara vinnu.
Það er kannski eðlilegt aö
menn, sem ekki hafa haft tæki-
færi til að sjá búnað i fiskilest
eins og hann er fullkomnastur þar
sem fiskikassar eru notaðir,
mikli fyrir sér þá vinnu sem fer i
það að nota fiskikassa um borð.
Þess vegna tel ég það tvimæla-
laust mikla nauðsyn að verö-
andi yfirmönnum á nýju skut-
togurunum okkar, sem ætla sér
að nota kassa, verði gefinn kostur
á þvi að kynna sér nútima vinnu-
brögð á þessu sviði.
Virðingarfyllst.,
Jóhann J.E. Kúld,
Fulltrúi hjá Fiskmati rikisins.
Notkun fiskikassanna hefur farið vaxandi á siöustu árum. Hér gefur að
lita kassa um borð i bát, sem var að sildveiöum i Norðursjó.