Vísir - 17.07.1972, Blaðsíða 6

Vísir - 17.07.1972, Blaðsíða 6
6 vísm Útgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsin'gastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611 Afgreiösla: Hverfisgötu 32. Simi 86611 Ritstjórn: Síðumúla 14. Simi 86611 (5 linur) Askriftargjald kr. 225 á mánuði innanlands i lausasölu kr. 15.00 eintakiö. Blaðaprent hf. Ónýt fíík? I öll þekkjum við, hvernig hlutur, sem var góður i í byrjun, getur valdið viðbjóði, ef hann er ýktur. Já-) kvæðum hugtökum má misþyrma svo með ofnotk-) un, að þau verði skammaryrði. Svo langt má leiða l góð stefnumál, að þau veki meiri andúð en samúð. ( Spyrja má, hvort það sé raunverulega að gerast i l Bandaríkjunum, að landsmenn hafi ofkeyrt föður- / hlutverkið yfir öðrum þjóðum og vonbrigðin vegna ) mistaka og misskilnings annarra muni nú leiða til \ afturhvarfs til einangrunarstefnu. Munu Banda-( rikjamenn draga sig inn i skel? Kosning George/ McGoverns sem frambjóðanda demókrataflokksins ) gefur til kynna, að straumurinn i þá átt sé sterkari V en áður hefur verið á þessari öld. / Að visu væri óráðlegt að spá McGovern sigri i for- \ setakosningunum i haust, þótt vel kynni svo að fara, ( ef ákveðin skilyrði sköpuðust næstu mánuði. Engu / siður verður að hafa hugfast, að demókrataflokkur- ) inn er miklu stærri flokkur en repúblikanar, þótt l Nixon hafi verið kjörinn forseti eins og fleiri repú- ( blikanar vegna persónulegs fylgis. Sú gjörbreyting / á afstöðu demókrataflokksins til utanrikismála og \ stöðu Bandarikjanna yfirleitt, sem kosningv McGoverns og samþykktir demókrata sýna glöggt, / leiðir i ljós afl andspyrnunnar gegn fyrri markmið-) um. Áður voru báðir flokkarnir i öllum aðalatriðum \ sammála um hlutverk Bandarikjanna meðal þjóða. ( Þeir mörkuðu stefnu sina á þvi, að Bandarikin/ skyldu vera höfuð hins and-kommúnistiska heims. ) Til þess skyldi miklu fórnað. \ Bandarikin mörkuðu sér hlutverk stórveldis á/ þessari öid, er þau skökkuðu leikinn i fyrri heims-) styrjöld og björguðu Bretlandi og Sovétrikjunum \ siðar frá ósgiri við fasisma. Bandarikin inntu föður- ( hlutverk sitt af höndum með Marshallaðstoð og/ urðu máttarstolpi banda Iaga, er stemmdu stigu við) útþenslu kommúnisma. i. Einangrunarsinnar hafa alltaf fundizt i Banda-) rikjunum, en öll þjóðin hreifst með á sigurgöngul Bandarikjanna. ( Því verður ekki neitað, að Vietnamstriðið hefur( breytt miklu. Þar fyrst mistókst stórveldinu i hlut- / verki sinu. Segja má að þá hafi hlutverkið verið of-\ leikið svo skelfilega, að bandariska þjóðin fékk við-( bjóð á. ( Máttur andspyrnunnar gegn rikjandi stefnul flokkanna og vaxandi einangrunarhyggja birtist i/ prófkosningum demókrata fyrir forsetakosningarn-) ar árið 1968, þegar McCarthy vann nokkra sigra. En\ hvergi nærri hrikti svo i stoðum sem nú. ( Sigur McGoverns kom mjög á óvart, þótt vitað) væri, að hann ætti töluvert fylgi. Enn sem fyrr var ( talið fráleitt, að maður, sem svo opinskátt barðist ( fyrir þvi, að Bandarikin sneru baki við viðteknum) skuldbindingum forysturikis, gæti safnað undir) merki sitt þorra kjósenda stærsta flokksins. ( En þetta hefur gerzt, og það sýnir, hversu nærri )J vonbrigðin i Vietnam hafa gengið þjóðinni. Mikill )\ hluti kjósenda, kannski meiri hluti, virðist reiðubú- (( inn að kasta leiðtogaskikkjunni eins og ónýtri flik. // Vitnast um enn eina aðferð Bandaríkjamanna í Víetnam: AÐ LÁTA ÓVININN RIGNA Á BÓLAKAF „Hvort er betra að láta sprengjur falla eða regn?” Þannig spurði bandariskur stjórnarembættismaður. Banda- rikjamenn h'afa gert hvort tveggja i Vietnam. Hæfni mannsins til að stjórna veðri hefur vaxið stórum stökk- um siðustu árin. Minna höfum við af þvi að segja á Islandi, að rigning stöðvist af völdum hinnar nýju tækni. En auðvitað hafa stórveldi ekki verið sein á sér að nota þetta sem annað i hernaði. Hvort tveggja eru framfarir jafn- skjótt notaðar i hernaðarlegum tilgangi og rannsóknir og til- raunir, sem eru gerðar beinlinis i hernaðarlegu augnamiði, hafa sin áhrif á öðrum sviðum og oft til góðs, reyndar. Regngerð er eitt „vopnið” sem taka verður meö i aætlanirnar 1 tndo- Kinastriðinu. Uularfullar flugvélar i Thailandi. Um árabil voru tvær og stund- um þrjár eða fjórar flutninga- flugvélar af gerðinni C-130 Hercules titt á afskekktum, af- girtum flugvelli i Thailandi. Þegar vélarnar flugu af stað, oftast i rigningu, vissu fáir, hvert þær væru að fara. Það hefur nú upplýstst. Flugvélarnar áttu að láta rigna yfir þjóðfrelsis- hreyfingarmenn og Norður- Vietnama á vigvöllum og flutningaleiðum. Rigningin er það, sem hvað mestu skiptir i striðum Suðaustur-Asiu. Oft er getið að monsúnregnið sé á förum eða leiðinni, að það muni stöðva framrás herja, hvort sem var i Austur- Pakistan eða Indó-Kina. Að lok regntimans muni opna nýjar leiðir herjunum og ný sókn einhvers aðila sé i vændum. 1 frumskógum og mýrlendum þar um slóðir, á sundurlausu og löku vegakerfi, i fenjum og á heiðum, er rigningin voldugri en skriðdrekar og flugvélar. Eiturefni og rigning Bandarikjamenn hafa ekki setið með hendur i skauti, er sú nokkuð óvænta svivirða reið yfir þjóðina, hina voldugustu i heimi áð hún megnaði ekki með hálfri milljón hermanna og ógurlegustu striðstækjum að ráða niðurlögum kommúnista i Indó-Kina. Banda- rikjamenn hafa,eins og allir vita, notað margs konar eyðingarvopn i tilraunum til að vinna hernaðar- sigur i Vietnam. Eiturefnum hafa þeir stráð fyrir gróðurlendi til að afhjúpa kommúnista, er þar leyndust og ónýta ræktun á svæðum, er kommúnistar réðu. Ein aðferðin, sem bandariskir hafa skýrt frá, að notuð hafi verið, var „aflaufgun” trjáa. Nú, fyrir viku, fór að fréttast að ráði um rigningargerð þeirra. mmmm Umsjón: Haukur Helgason Allt síðan 1968 Frá upphafi vega hafa galdra- menn dansað til að skapa regn þyrstum jarðvegi, deyjandi fólki. Blaðið New York Times skýrir frá þvi, að siðan 1963 og með auknum þunga á árunum 1967 til 1971 hafi bandariskir flugmenn á vegum leyniþjónustunnar CIA vökvað himinn yfir Laos og Norður-Vietnam með efnum. I stjórnartið Johnsons Banda- rikjaforseta mótmæltu margir hernaðarvaldamenn þessum að- ferðum, en fór ekki hátt. Veður- fræðingar viðurkenndu, að ekki væri unnt að sjá fyrir, hverjar yrðu afleiðingar þessarar regn- gerðar til lengdar. Mótmælendur voru I minnihluta, á þá var hlýtt, en aðferðunum haldið áfram eftir þvi sem þær voru taldar árangursrikar. Skýin „mjólkuð” Regngerð er mjög á dagskrá um þessar mundir, og i visinda- ritum er framtið máluð fögrum litum, er maðurinn „ráði veðri”, regni og þurrkum, vindum og skýjum. Svo sem rigning er bölvun Suðvesturlands, svo eru þurrkar tilræði við heil þjóðfélög og mannfellir mikill viða um álfur af þeirra völdum. Hér verður ekki rakið að ráði, hvaða fyrirheit felist i tilraunum i þessa átt, en drepið á örfá atriði, samkvæmt frásögn timaritsins Spiegel. Árangursrikar tilraunir til regngerðar voru fvrst gerðar skömmu eftir aðra heimsstyrjöld i Bandarikjunum og Astraliu. Þær fólust i þvi að regnský voru „mjólkuð”, svo að rigndi. I ljós kom, að einungis ákveðnar „tegundir” skýja mjög köld og mettuð vatni, var unnt að „mjólka” þannig. Flugvél „sprautar” i skýin ákveðnum efnum („silfurjoð”, „þurr-iskristallar”) , og stærri is- kristallar myndast umhverfis. Að meðaltali fer að rigna úr skýinu 20 til 25 minútum seinna. Milljón kúbikmetrar Með þvi að nota aðeins um tiu til tuttugu grömm af „silfurjoði” heppnaðist Ástraliumönnum að fá allt að eina milljón kúbikmetra af vatni úr himnum i eitt skipti. Að sumu leyti er regngerðin enn fálmkennd, og ekki alveg vitað, hver áhrifin verða. A vindasvæðum getur framleiðslan orðið þrumur og eidingar, og fyrir hefurkomið, að rignt hefur á rétt- láta eins og rangláta, CIA varð það á einu sinni að „drekkja” eigin herstöð i tuttugu senti- metrum vatns. Rignir á flutningaleiðir í Noröur- vietnam. /

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.