Vísir - 17.07.1972, Blaðsíða 20

Vísir - 17.07.1972, Blaðsíða 20
Mánudagur. 17. júli. 1972 Heiðraður fyrir tónlist annars manns Dálaglega sló út í fyrir einum ágætum leiklistargagnrýnanda hér i bæ á dögunum, þegar hann greiddi atkvæoi I silfurlampaat- kvæöagreiðslunni og greiddi Atla Heimi Sveinssyni 50 stig fyrir tón- list eftir Magnús A. Arnason. Tónlistin er úr barnaleikritinu Glókolli, sem Þjóðleikhúsið sýndi s.l. vetur, og kom Atli Heimir þar hvergi nærri. Við hringdum I Magnús i morg- un og spurðum hann hvort hann vissi hvernig^ á þessu stæði. ,,Nei ég hef ekki hugmynd um það. Ég hringdi strax i formann félags leikgagnrýnenda og bað um leiðréttingu, en hún er ókom- in. Atli kom hvergi nærri þessu, ég samdi og útsetti þessa tónlist. Annars hef ég nú bara gaman af þessu, en kann þó betur við aö hafa þaö sem sannara reynist”, sagði Magnús. þs Tíu um hvert einbýlishús — fimm um blokkaríbúðirnar, geysiúhugi fyrir lóðum í Stóragerðinu Griðarleg eftirspurn er eftir lóöunum við Stóragerði, sem verður úthlutað innan skamms. A fimmta hundrað umsóknir bárust um 40 einbýlishúsalóðir þar, þannig aö fleiri en tiu aöilar eru um hverja lóö. É>á bárust hundruðir umsókna um íbúöir i þriggja hæða fjöl- býlishúsum. Þar eiga aö verða hundraö ibúöir og eru um þaö bil fimm umsækjendur um hverja ibúö. Verktakar og húsameistarar eru einnig áfjáöir i byggingu tveggja 6-7 hæöa háhýsa, sem mun einnig veröa úthlutaö, en 15 aöilar sóttu um lóöirnar, sem þau eiga aö standa á. Veröur þvi spenningur rikjandi, þegar úthlutunin veröur tilkynnt. Eftirspurn stafar af þvi að mjög hefur fækkaö byggingarlóö- um á borgarlandinu innan viö Elliöaárnar og finnst sumum enn sem þeir séu komnir i sveitina þegar komiö er yfir Elliöaár. — SB— Slasaðist við byltu á Kambabrún Það óhapp vildi til á Kamba- brún seint i gærkvöldi að kona ein, sem ætlaði að njóta útsýnis- ins þar, datt illa og hlaut höfuðá- verka. Lögreglan á Selfossi flutti hana á Borgarsjúkrahúsið þar sem gert var að meiöslum henn- ar. Slysið vildi til skömmu eftir miönætti. Hjón voru á leiö til Reykjavikur og stönzuöu á Kambabrún og fóru út úr bilnum. Konan var nokkuö á undan manni sinum og skipti þaö engum togum aö hún hrasaði rétt fyrir utan veginn og skall á höfuðið i grjótið. Hún missti meðvitund, en vegfar- endur, sem áttu leið um, hlúðu að henni þar til lögreglan kom á vettvang. Meiðsli hennar munu þó ekki hafa verið mjög alvarleg. SG MUNUM BERJAST GEGN STÆKKUN SOGU „Þrátt fyrir það, að aðalfundur Stéttar- sambandsins hafi sam- þykkt með nokkrum meirihluta að heimila stækkun Sögu er þetta alls ekki búið mál. Við munum berjast gegn stækkun, þar sem við teljum engan grundvöll fyrir henni og það sé verið að brjóta reglur Stéttarsambandsins” sagði Hermóður Guð- mundsson bóndi i Ár- nesi i samtali við Visi i morgun. Aðalfundurinn samþykkti með 25 atkvæöum gegn 15 að heimila stækkun Sögu og áöur hafði Búnaðarþing veitt slika heimild fyrir sitt leyti. Hermóð- ur sagði að útreikningar þeir, sem lagðir hefðu veriö fram um hagkvæmni stækkunar væru fullir af skekkjum og einnig væru þeir rangtúlkaöir. Her- móður fékk, ásamt tveim öörum bændum, viöskiptafræöing til aö fara yfir útreikningana og - segir Hermóður í Árnesi komst hann að þessari niður- stöðu. Þá var lögfræöingur fenginn til aö fara yfir reglur stéttarsambandsins og gat hann ekki fundið neinn staf i þeim reglum sem heimilar aðalfund- inum að veita þessa heimild, að sögn Hermóðs. Með honum standa fremstir i flokki þeir Sveinn bóndi á Egilsstööum og Skjöldur Eiriksson bóndi á Skjöldólfsstööum. — SG Lögreglan hafði varað við Ijósunum — Orsök dauðaslyssins talinvera umferðarljósin sjólf „Þetta er ekki fyrsti áreksturinn, sem verður á þessum gatnamótum vegna þess aö menn tóku ekki eftir um- ferðarljósunum svffandi i loftinu langt yfir höfði þeirra,” sögðu lögregluþjónar á Keflavikurflug- velli. Þaö er talin vera nánast eina liklega skýringin á dauöaslysi, sem varð á mótum Flugvallar- vegar og Vesturbrautar aðfara- nótt laugardags. 35 ára gamall maður frá Húsavik (búsettur að Asbraut i Kópavogi), Eirikur Halldórsson aö nafni, fórst þar i feikihörðum árekstri. Fólksbill hans hrundi i rusl við áreksturinn, eftir aö honum var ekiö á oliubil, meö aftanivagni sem var á leiö upp á Flugvöll. Báöir bilarnir fóru út af veginum og tengivagn oliubilsins valt ofan á fólskbilinn. ökumaður oliubilsins segist handviss um aö grænt ljós hafi verið á götuvitanum, á móti honum sem á þessum eina stað á landinu er með allt öðrum hætti en venjulega þekkist hér úr um- feröinni. Ljóskeriö hangir yfir miðjum gatnamótunum neðan i virum, sem strengdir eru hátt uppi. í.Margur i umferöinni hefur flaskaö á þvi að gá ekki til lofts eftir slikum umferðarmerkjum. þegar hann hefur átt leiö um gatnamótin. Til áreksturs hefur komið áður þarna af þeim ástæðum, og við höfum varað ein- dregið við þessu”, segja lögreglu- þjónar. Það er hald manna, að Eirikur heitinn, sem ók eftir Vestur- braut, hafi ekki tekið eftir um- ferðarljósunum. Slysið varð um kl. hálf fimm um morguninn, og Eirikur var látinn, þegar að bíl- flakinu var komið. Þrátt fyrir aðvaranir lögreglu- þjónanna við þessum ljósa- búnaði, hafa engar ráðstafanir verið gerðar til breytinga, en um ár er liðið siðan sá, sem þetta skrifar, tók fyrst eftir þessari ný- breytni i umferðarljósum á þessum stað (og hafði þá nærri þvi ekki tekið eftir þeim sjálfur). —GP BARINN TILBUINN, EN ÞÁ FÉKKST EKKERT LEYFIÐ „Hingað komu menn frá ferða- málaráði og heilbrigðisráöuneyti i haust, og kröfðust þeir þess að ýmsar lagfæringar yrðu gerðar á staönum tii þess að við gætum fengiö vinveitingaleyfi. Viö geng- um auðvitað af hörku f það, og höfum sennilega lagt f 4«—50.000 króna kostnaö og ætlunin var að við fengjum leyfið 15. júli, en þá var máliö tekiö fyrir hjá sýslu- nefnd, og þar var þetta fellt”. Svo mæltist hótelstjóranum á Hótel Búöum, og sagöi hann einn- ig að ætlunin hefði veriö að hafa sumariö i sumar sem nokkurs konar tilraun. „Þeir halda að við ætlum að fara aö selja unglingunum i sveit- inni áfengi, en auðvitað hefði þetta aöeins verið fyrir fasta gesti og ferðafólk, og eins og gefur að skilja er ekki hægt að vera með nein drykkjulæti hér á hótelinu”,, sagði hótelstjóri ennfremur. Hann sagði þó að þeir væru ekki alveg úrkula vonar um að vin- veitingaleyfi fengist næsta sum- ar, þar sem hótelið i Stykkis- hólmi verður sennilega komið i gagnið þá, og ef þar verða leyfðar vinveitingar, fái Hótel Búðir það lika. „En það tekur þó auðvitað sinn tima fyrir fólkið i sveitinni að átta sig á þessu”, sagði hótel- stjóri „og maður veröur að skilja það lika”. Þegar blaðið haföi tal af oddvit- Svona var það í höllinni í gœr Þannig sáu áhorfendur þá Boris Spasski og Robert Fischer i gærkvöldi, þegar þeir háðu þriðju einvigisskák sina i lokuðum sal baka til i höilinni. A hinum risamikla sjónvarps- skermi birtúst þeir áhorfendum. Þessi mynd af myndinni er frá Fox, sem varö aö láta sér nægja að taka myndir af skerminum, sem vitaskuld er mjög erfitt og gerir myndirnar öllu lakari en ella. Þegar þcssi mynd var tekin var Sæmundur Pálsson lögrcglu- þjónn að færa Bobby Fischer ávaxtasafa, en Bobby og Sæmundur, sem er kunnur iþróttamaður, hafa orðið hinir mestu mátar aö undauförnu. anum, Þráni Bjarnasyni, sagði hann að hótelið hefði sótt um leyf- ið i vetur, máliö hefði siðan verið tekiö fyrir hjá sýslunefnd, en meðmæli fengust ekki. „Þó að kannski sé sjálfsagt að hótel hafi vinveitingar fyrir gesti sina, eru ýmsar ástæður fyrir þvi að erfitt er að mæla með slfku”. — EA

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.