Vísir - 20.07.1972, Blaðsíða 1
VISIR
BÆJARSTJÓRANS SAKNAÐ
Þyrlur eru ómissandi hjáipar-
tæki i Grænlandi, bæði fyrir
samgöngur og til sjúkra- og
björgunarflugs.
Vfsir fyigdist með leit, sem gerð
var með þyrlu fyrir nokkru,
þegar bæjarstjóra
Angmagssalik var saknað, en
hann lokaðist á smábát sinum
inni i isnum. — Þann sama dag
hafði þyrlan áður fundið þrjá
menn á báti, sem einnig hafði
verið saknað. Auk þess sem hún
hafði farið 17 ferðir með farþega
milli Kulusuk og Angmagssalik.
62. árg. — Fimmtudagur 20. júli 1972 — 162. tbl.
— Sjá bls. 7.
Bjuggust við
rússneska flotan-
um til bjargar
Fyrst björguðu rússneskir
visindamenn ferðahópnum
erlenda, sem hér var i öræfa-
ferð, þegar öxull brotnaði, —
siðar strandaði þessi sami
hópur á Akureyrarpolli. „Þá
voruin við farnir að biða eftir
rússneska flotanum til að
bjarga okkur”, sagði ame-
riskur feröamaður, Leonard
Chesky, en hann og konu
hans hittum við fyrir i gær.
— Sjá bls. 3
Rússnesku
„buxurnar" eru
óþœgilegar
Sadat Egyptalandsforseta
liður illa i rússnesku buxun-
um sinum, — reyndar var
Nasser forvera hans farið að
klæja illilega undan þeim
iika, en sjálfur hafði hann
neyðst til að iklæðast þessari
„flik”. — Sjá AÐ UTAN á
bls. 6
Lax úr „heitustu"
laxveiðiá landsins
Ekki var hann nú soðinn lax-
inn, sem hann Niels Busk
öngiaði sér i i „heitustu” á
landsins, Varmá i Hvera-
gerði, en hann var ansi vænn
engu að siður, og i gær röbb-
uðum við stuttlega við Niels
um veiðiskapinn i þessari á
þeirra Hvergerðinga — Sjá
bls. 4
Ónœði, — en
billjón dollara
auglýsing . . .
— Sjá bls 2.
Lesendur hafa orðið.
Skókstoðan
um hádegið:
Vafi um
Skáksambandið
samþykkti ekki kröfur
Fichers í 13 liðum
— Fischer var sofandi
22 MILLJÓNIR í SKATT AF
6.5 MILLJÓNA HAGNAÐI!
„Það er ekkert launung-
armál að nettóhagnaður
félagsins var 6,5 milljónir á
s.l. ári og síðan eigum við
að greiða 22 milljónir í
skatta af þeirri upphæð"
sagði Indriði Pálsson forstj.
Skeljungs í samtali við Vísi
í morgun.
Hann sagði að búið hefði
verið að færa til gjalda
skatta frá fyrra ári áður en
nettóupphæðin var reiknuð.
En þetta sýndi glöggt að
landsútsvarið væri lagt á
án þess að líta á afkomu
fyrirtækja. Það þyrfti þvi
enginn að velta vöngum yf-
ir stórgróða Oliufélaganna
þótt þau borguðu háa
skatta. Heildarveltan hjá
Skeljungi i fyrra var um
einn milljarður og landsút-
svarið er 1,33% af þeirri
tölu, eða 13, 4 milljónir
króna.
sg.
VANTAÐIÞRJÁR KRÓNUR
í MILLAFLOKKINN
Það munaði aðeins þrem opinbera og þvf eru það aðeins
krónum á að þeir yrðu 55 en ekki þrjár krónur sem forða honum
54, einstaklingarnir sem greiða frá þvi að lenda i milljóna-
yfir eina milljón i opinber gjöld flokknum. „Þarna munaði
i Heykjavik. mjóu” hefur hann eflaust
Ragnar Sigurðsson læknir, hugsaö þegar hann sá skatt-
Sporðagrunni 17 á nefnilega að seðilinn.!
borga 999.997,00 krónur til hins —SG
VIÐEIGUM
Gon
Hvað skyldu þeir vera að
ræða um þessir tveir roggnu
svartfuglar? Ef til vill veðrið
eða þessa slæmu kiifurmenn
sem sifellt reyna að stela eggj-
unum þeirra, og ráðast jafnvel
stundum á þá sjálfa. Við erum
ekki viss, en fréttamaður okkar
i Eyjum, sem tók þessa mynd,
Guðmundur Sigfússon, gizkaöi á
að þeir væru að segja: „Mikið
eigum viö nú gott að almenning-
ur vill ekki borða okkur á Þjóð-
hátíðinni eins og vesalings lund-
ann.”
Þeir eru frá Vestmannaeyjum
þessir tveir, og sitja þarna á
einum af fjölmörgum klettum
Heimaeyjar Þeir hafa fika rétt
fyrir sér: Lundinn er tekinn
fram yfir svartfuglinn á þjóðhá-
tið eyjanna, þykir gómsætari,
og þaö má Hka geta þess, að
undirbúningur þjóðhátiðar
Vestmannaeyinga stendur nú
sem hæst, enda farið að styttast
í Verzlunarmannahelgi.
— EA
Bílaleiga í bílaleigunni
Ein minnsta bilaleiga landsins,
er rekin i félagi við eina þá
stærstu. Það er þriggja bifreiöa
bilaleiga að Dyngjuvegi 3, sem
dags daglega er rekin frá bila-
leigu Loftleiða við Öskjuhlið.
Þessir þrir bilar, sem eru i
eigu Agnars Kofoed Hansens,
flugmálastjóra, eru svo sam-
runnir bilaleigu Loftleiða, að
starfsmenn bilaleigunnar þar
vissu ekki einu sinni, hver væri
réttur eigandi þeirra, þótt þeir
dag hvern önnuðust þessa þrjá
jafnt á við annan flota bilaleigu
Loftleiða.
Reyndar hefur svo litið kveðið
að þessari bilaleigu að Dyngju-
vegi 3, að það var ekki fyrr en
menn flettu upp i handbók bila-
eigenda, þar sem er skrá yfir alla
bila i Reykjavik og eigendur
þeirra, að menn uppgötvuðu til-
veru hennar. — Innan um upp-
talningu á bilaflota Loftleiða-
bilaleigunnar skjóta allt i einu
upp kollinum þrir bilar frá bila-
leigu að Dyngjuvegi nr. 3, en eig-
andi þeirra er skráður Agnar
Hansen að Dyngjuvegi nr. 2.
Bilaleiga Loftleiða hefur ann-
ars færtút kviarnar og komið upp
aðstöðu á Akranesi fyrir við-
skiptavini sina. A Akranesi geta
menn fengið leigða bila frá bila-
leigu Loftleiða og skilað þeim sið-
an af sér i Reykjavik, ef þeir vilja
— eða þá skilað af sér bilum á
Akranesi, sem þeir fengu leigða
hjá aðalleigunni við öskjuhliö i
Reykjavik.
Sumarið er háannatimi bila-
leigufyrirtækja, og eftirspurnin
svo mikil að með naumindum
verður fenginn bilaleigubfll i
miðri viku. Og um helgar, a.m.k.
stórhelgar, alls ekki nema menn
hafi verið nægilega forsjálir til
þess að leggja inn pöntun með
nokkrum fyrirvara. —GP —
„Ósigur blasir
við Bretlandi"
— segir Guardian
„Ósigur blasir viö Bretlandi I
tilraunum til að halda veiöirétt-
indum á islandsmiðdm”, segir
brezka blaðið The Guardian.
Blaðið segir, að I Reykjavík
virðist pólitlsk og hernaðarleg
atriöi skipta meira máli en fisk-
urinn einn.
Utanrikisráðherra islands
vilji málamiölun, sem gefi Bret-
um „sanngjarna” veiöi, segir
blaðið, en Lúðvik Jósefssón sjáv-
arútvegsráðherra hafi hafnað
tillögum Breta um takmarkanir
á veiði. Herra Jósefsson vilji
semja um „mörg lokuö svæði”,
sem veiti brezkum togurum litla
veiði. Hann sé orðinn áhrifa-
mesti ráðherrann.
Blaðið fjallar síðan um varn-
armálin og ótta um, að islend-
ingar fleygi sér i fang Rússa, og
segir að lokum, að rikar ástæð-
ur séu til að álita, að Bretar
standi höllum fæti í deilunni og
geti tapað miklu með hörku.
— HH.
Hvað varð af
drengnum?
Jónathan Kristleifsson, einn
sundlaugarvarðanna fann
föt Iftíls drengs i einum fata-
skápanna i gærkvöldi, löngu
eftir að síðasti gestur var
farinn — og dauðaleit var
ger'ð i laugunum. Hvað hafði
orðið af drengnum, yfirgaf
hann laugarnar á sund-
skýlunni einni saman?
Hversvegna höfðu forráða-
menn drengsins ekki sam-
band við laugarvörð--
Siá baksiðu
25725 BILALEIGA LOFTLEIÐA R . V. FLUGVOLL l)R
25726 BILALEIGA LOFTLEIOA R.V.FLUGVOLLUR
25727 BILALEIGA LOFTLEIÐA R.V.FLUGVOLLUP
25728 AGN.HANSEN C/O BILAL.LO DYNGJUVEG 3
25729 AGN.HANSEN C/O BILAL.LO DYNGJUVEG 3
25730 AGN.HANSEN C/O BILAL.LO DYNGJUVEG 3