Vísir - 20.07.1972, Blaðsíða 5

Vísir - 20.07.1972, Blaðsíða 5
Visir. Fimmtudagur. 20. júli 1972 í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND UMSJÓN: HAUKUR HELGASON HOTA MOÐ- UR SINNI Lögreglan i Pasadena i Kaliforniu segist hafa aukiö eftirlitsferðir i grennd við heimili Mary Sirhan, móður dæmds morðingja Robert Kennedys. Hún segir, að tveir synir sinir ógni sér. Mary Sirhan skýrði lögregl- unni frá þvi, að fertugur sonur sinn, Saidallah, hafi komið til heimilis hennar á þriðjudag og hótað að brenna húsið. Annar sonur, Sharif, 39 ára, hafi hótað sér i sima, segir hún. Hún sagði blaðamönnum, að synirnir muni vera reiðir, af þvi að þeir geti ekki fundið vinnu. Um Saidallah sagði hún, að ,,hann gaf mér ekki tima til að spyrja,” hvers vegna hann væri svo reiður. Lögreglan segir, að bræðurnir vilji ekki við sig tala. Sirhan B. Sirhan var dæmdur sekur fyrir morðið á Robert Kennedy, og hann afplánar lifstiðarfangelsi i San Quentin- fangelsinu. 15. FORNARDYR MAFÍUSTRÍÐSINS Friðardúfo ó fremsta bílnum Mafiuforinginn Thomas „Tommy" Ryan Eboli var jarðsettur i gær, 15. fórnar- dýr glæpaflokkastyrjaldar, sem lögreglan segir, að kunni að verða dýr „undir- heimunum of dýr". Heimildarmenn lögreglu i undirheimunum telja sennilegt, að Cosa Nostra fjölskyldurnar fimm i New York kunni nú að reyna samningaleiðina og ,,kæla” átökin, sem byrjuðu i fyrra. Eini glæpaforinginn, sem talinn er hæfur til að knýja fram þess konar samninga, mun vera Carlo ,,Don Carlo” Cambino, sem er kallaður „foringi foringjanna” i Mafiunni. Gambino er talinn hafa, að minnsta kosti þegjandi gefið samþykki til morðtilraunarinnar á Joe Colombo 28. júni 1971. Colombo er lamaður siðan.Fýlg'is maður Colombos hefur sagt lögreglunni, að hann og fjórir aðrir undirmenn Colombos hafi ,,útrýmt” Joseph „geggjaða Joe” Gallo 7. april siðast liðinn. Gallo var álitinn hafa staðið að tilræðinu við Colombo. „Tommy” Ryan Eboli, 61s árs, varð höfuðsmaður fjölskyldu Vito Genovese, þegar Mafiuforinginn Genovese var sendur i fangelsi. Genovese lézt i fangelsi árið 1969, og við „fjölskyldunni” tók Catena nokkur sem siðar var fangelsaður, svo að Eboli varð aftur á toppnum. Morðið á Eboli er samt erfitt að fella inn i mynstrið á glæpa- morðunum. Hann var myrtur á sunnudag, skotinn fimm sinnum um eittleytið i friðsamlegu ibúðarhverfi i Brooklyn. Það er likiegt að hann hafi verið þar til að semja við aðra Mafiuforingja. Lik Ebolis var flutt i 21s bils iikfylgd i bronslikkistu. Fyrsti billinn af þeim fjórum, sem höfðu blóm, bar hvita styttu af friðar- dúfu. Sjö svartklæddir menn ráku burt blaðamenn og leynilögreglu. Yfir 100 kransar skreyttu kapelluna. BILSTJORI INGANNA Bilstjóri Rolling Stones hefur verið handtekinn í Boston og ákærður fyrir að hafa eiturlyf í fórum sínum. Þetta er i annað skipti á tveimurdögum, að félagar i hinni frægu hljómsveit eru handteknir. Lögreglan i Boston segist hafa tekið bilstjórann James Cullie og konu sem með honum var. Hljómleikar Stones i fyrrakvöld frestuðust um fimm klukku- ROLL- TEKINN stundir og 15 þúsund áhorfendur biðu. Þá voru tveir „Roll- ingarnir” i fangelsi eftir slagsmál við lögreglu og ljósmyndara á flugvelli. Uagblað Ijósmyndarans kveöst munu höfða einkamál gegn Rolling Stones fyrir meðferð þeirra á ljósmyndaranum. Aðrir hljómleikar Rolling Stones fóru fram i gærkvöldi fyrir 15509 áhorfendum. Sagt var, að tónleikarnir hefðu farið vel fram. Nokkrir krakkar hefðu reynt að hleypa þeim upp, en verið hent út. Kreppa Stjórnarkreppa hefur verið i Ilollandi siðan ráðherrar SD 70 ilokksins, sem er klofningsbrot úr gamla jafnaðarmannaflokknum, gengu úr stjórn. Ráðherrarnir voru De Brauw, visindamálaráð- herra (til vinstri) og Drees, sam- göngumálaráðherra, til hægri. Sprengdu of snemma Sprengingar og skot- hrið tóku fjögur manns- lif i Norður-írlandi i gær, aðeins nokkrum stundum eftir að leyni- legar tilraunir höfðu verið gerðar til að koma á friði. Meðal fórnardýranna var 71s árs gamall maður, sem var skot- inn til bana af hryðjuverkamönn- um i knæpu i Belfast. Sex mánaða gamall drengur var myrtur i vagni sinum, þegar sprengja sprakk i bifreið i Strabane-bæ. í þeirri sprengingu, sem varð um 100 metra frá barnavagninum, særðist móðir drengsins, tvær konur aðrar og 15 ára stúlka. Hryðjuverkamenn höfðu varað yfirvöld við og gefið tuttugu minútna frest, en sprengjan sprakk eftir aðeins tiu minútur, meðan enn var verið að flytja fólkið burt. Manndráp þessi hækkuðu manntjónið i átökunum i N-lr- landi i 448, að minnsta kosti, þvi að fleiri kunna að hafa látið lifið en fram hefur komið og lik þeirra flutt brott með leynd. Þetta á einkum við IRA-menn, en oft er talið, að þeir flytji lik félaga sinna burt með leynd. Ætla skæruliðar að beita fortölum i stað morða? Heimildarmenn segja samt, að öflugar tilraunir séu gerðar bak við tjöldin til að stilla til friðar.^ ,,Provisional”-armúr IRA sé reiðubúinn að boöa nýtt vopnahlé, sem tæki við af þvi skammlifa vopnahléi, er lauk fyr- ir 10 dögum. Foringjar þessa arms hittu Harold Wilson foringja Verka- mannaflokksins á laun og mun Wilson væntaniega greina ráð- herranum Whitelaw frá fundun- um i dag. Fréttir um, að próvisional- armurinn sé reiðubúinn til vopna- hlés, fengu byr með yfirlýsingu, sem einn forystumaður hans, David O'Connell, er sagður hafa gefið, þar sem segir:: ,,Við vilj- um breyta til og beita pólitiskum fortölum”. Whitelaw er ekki talinn munu samþykkja tilboð IRA um vopna- hlé, nema skilyrðum IRA verði breytt. Hann hefur visað á bug kröfum um að öllum IRA-mönn- um verði gefnar upp sakir. RAUÐA KVERIÐ FALSAÐ? Ferðamaður segir, að nú sé Rauða kverið litla ekki iengur i náðinni. Um 2000 milljón eintök munu hafa verið prentuð af þessu verki Maos for- manns En nú er sagt, að „svikarinn” Lin Piao, fyrrum krónprins Maos, en siðar liklega drepinn fyrir svik hafi falsað ummæli Maos i kverinu með ýmsum hætti. Blað i Hong Kong vitnar i kln verskan ferðamann, sem kom frá Alþýðulýðveldinu fyrir skömmu. Léttist í gíslingu Hugo Molaguero, 22ja ára sonur framkvæmdamanns i skemmtiiðnaðinum, var látinn laus i gær, eftir aö Tupamaros- skæruliðar höfðu haldið honum i gislingu siðan 11. mai. Lögreglan segir, að ræningjarnir hafi farið með hann i úthverfi, með bundið fyrir augu og reyrðar hendúr. Hann hafði létzt töluvert, en var annars við góða heilsu. STENDUR ENN Hann stendur enn Libfu- maðurinn Khassafy, foringi bylt- ingarinnar, og hér er hann að fagna nýja forsætisráðherranum Abdel Salam Jalloud. Kvittur var uppi um, að byitingarforinginn væri fallinn úr sessi. NALARSTUNGUMIÐ- STÖÐINNI VERÐUR LOKAÐ Miðstöð i New York, þar sem 300 manns hef- ur fengið meðferð með kinversku nálastungu- aðferðinni á þeirri viku, sem hún var starfrækt, var lokað i gær vegna skipunar yfirvalda. 3000 eru á biðlista til að fá þessa meðferð, sem frægust hefur orðið eftir Kinaferð Nixons. Menntamálaráðuneytið úr- skurðaði, að starfslið miðstöðvar- innar, sem ekki hefði læknis- menntun, en beitti nálastungum við ýmsum sjúkdómum, legði stund á lækningar ólöglega. Dr. Arold Benson, lærður lækn- ir, sem var forstöðumaður stofn- unarinnar, segist munu berjast gegn þessum úrskurði. Með honum störfuðu fjórir menn, sem höfðu sérstaklega lært þessa aðferð af Kínverjum. Hann segir, að verið sé að segja, að menn með 20 og 30 ára reynslu i nálastungulækningum séu ekki hæfir til að beita aðferð- inni, en hins vegar séu læknar, sem ekki viti neitt um þessa með- ferð, hæfari til þess. Starfsmenn hans muni halda áfram þess konar lækningum „neðanjarðar”, eins og þeir hafi gert um langt árabil. HUGHES AFTUR í FLUGIÐ AF FULLUM KRAFTI Auðmaðurinn Howard Hughes hefur ákveðið að taka aftur við flugmálin af fullum krafti og i þetta sinni i brezku Kolumbíu i Kanada. Hann fékk á sinum tima mikinn auð vegna reksturs flugfélaga og átti mikinn hlut i flugfélaginu TWA. Calvin Collier yngri, sem talaði fyrir hönd fyrirtækisins Hughes Tool Co„ segir að auð- maðurinn muni færa flugfélag sitt, Hughes Air til Vancouver, en ekki sé afráðið að kaupa upp flugfélög enn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.