Vísir - 20.07.1972, Blaðsíða 4
Visir. Fimmtudagur. 20. iúli 1972
Veiddi rúmlega
11 punda lax við
bœjardyrnar hjá sér
— lax í Varmá í Hveragerði aftur
Hann var rúmlega 11
pund laxinn, sem Niels
Busk, garðy rk j ust jór i
Náttúrulækningafélagsins í
Hveragerði, fékk í gær-
morgun í Varmá í Hvera-
gerði. Seinna fékk Niels
annan lax og var sá rúm-
lega sex pund.
Niels sagöi þaö koma fyrir, að
lax gengi upp i Varmá, og virðist
það vera að aukast að nýju.
— Áin var ekki mjög heit, þegar
ég fékk laxinn, milli 12-14 gráður,
þar sem mikið rigningarvatn var
i henni og hún hreinni en venju-
lega. En þessi stóri hefur legið i
ánni i langan tima, ég sé það á
honum, að hann hefur nuddast við
steinana!
Kyrir svona 12-13 árum var
mikið um lax og sjóbirting i ánni.
En þegar vatn komst i hana, frá
stóru borholunni uppi i Gufudal,
drapst mikið af fiski. Varmá var
ágætis veiðiá áður fyrr og veiðin
virðist nuna að vera að glæðast i
henni aftur.
Veiðilánið yfirgaf Niels eftir
laxveiðina. t morgun veiddi hann
tvo nýgengna sjóbirtinga, sem
voru fjögur pund hvor. Og hefur
hann fengið lax áður i ánni. f
hitteðfyrra veiddi hann tvo laxa
um svipað leyti ársins.
— Það er gaman að þessu, þegar
fiskurinn er nýgenginn, annars
kæri ég mig ekki um silunginn,
sem hefst allajafna við i ánni. Áin
er hálfgert skolpræsi. Það rennuri
hana úr ullarþvottastöðinni. i
henni er yfirleitt 17-18 gráðu hiti
og vex mikið af slýi i henni.
i stórum hyl við Reykjafoss til
móts við hótelið hafa Hver-
gerðingar getað fylgst með
silungnum i ánni og i hitteðfyrra
var stofnað veiðifélag á staðnum.
En það má ekki hækka mikið
hitastigið i Varmá til að illa lari
fyrir fiskinum. í fyrra rigndi
ekkert i lengri tima og varð það
lil þess að sögn Nielsar, að hit-
inn i ánni komst yfir 20 stig og
drapst þá mikið af fiski.
En sjálfsagt mun margan lurða
það, að yfirhöfuð sé hægt að fá
fisk úr á sem Varmá, þar sem
hitastig er mun hærra en lax-
íiskurinn er vanur við. -SH
Niels Busk garðyrkjustjóri með laxinn, sem hann veiddi i heitustu
„laxveiðiá" landsins.
Bílvelta ó Vaðlaheiði
Jeppabifreið valt vestan til á
Vaðlaheiði i fyrradag þegar
hemlarnir biluðu einmitt i sömu
mund og jeppinn kom að krappri
bcygju, sem þar er neðan I heið-
inni.
í þessari sömu beygju hefur
margur billin farið út af réttri
leið, þótt ekki væri um að kenna
hemlabilun.
Engan sakaði i jeppanum.
—GP
nú
Simon Spies, einn af allra rikustu mönnum Danaveldis, sem flestum islendingum er kunnur, sést hér
ásaml unnustu sinni, Inger Weile við komu til Sviþjóðar. Eins og gefur að skilja flugu þau með einkavé!
I'rá Kastrup flugvelli Kaupmannahafnar til Nordkap i Norður-Noregi og dvöldu þar eina nótt í miðnæt-
ursól, en þau hafa hugsað sér að dvelja næstu tvær vikurnar á eyjunni Thorö i sænska skerjagarðinum.
Þess má svo geta að leiga á þessari litlu þotu, er 30.000 danskar krónur. Um fyrirhugað brúðkaup Spies
og Weilc er liins vegar ekkert vitað.
Þessi mynd kemur frá Kaupmannahöfn, og er oítkur sagt
að þessi litli snáði heiti Mortan og hafi hann þarna fundið
sér nýjan lciklclaga, og dcili þeir bróðurlega nestinu lians
Mortens. Ekki vitum við hvort öndin ber nokkurt nafn,
allavcga kallar Morten liana hara BRA-BRA.
Edith Bouvier, frænka Jackie í húsi sínu f East Hapton I New York.
Frœnka Jackie
býr í fótœkra-
hverfi
Þrátt fyrir það að Jackie
Onassis býr og lifir við þann
mesta lúxus og þau mestu
þægindi, sem hugsast getur,
gildir ekki það sama um alla
henuar vini eða ættingja.
Hver gæti svo sem trúað að
konan sem sést á meðfylgjandi
mynd er frænka hennar, og býr i
hreysi i New York.
Frænka hennar, sem heitir Edith
Bouvier býr ásamt 76 ára
gamalli móður sinni i einu
fátækrahverfinu i East Hampton i
New York.
Aður fyrr var hús þetta hið
glæsilegasta og hverfið til fyrir-
myndar, og Jackie og systir
hennar Lee Radziwill dvöldu þar
oft i sumarleyfum sinum.
En nú er tiðin önnur. Þarna hjá
þeim mæðgum er allt i hinum
mestum óþrifnaði, og á hverjum
degi má búast við að yfirvöldin
komi i spilið, og vegna
óþrifnaðarins og hættu á sjúk-
dómum, setji þær mæðgur út
fyrir hýbýli sin.
Edith hefur yndi af köttum og
þeir ganga um herbergin eins og
þeir væru ibúarnir og lifa við hið
bezta eftirlæti. En Edith á sér
eina ósk, hana langar ásamt
móður sinni að fara til Englands,
og búa þar i friði með kisunum
sinum.