Vísir - 20.07.1972, Blaðsíða 8
Visir. Fimmtudagur. 20. júli 1972
Visir. Fimmtudagur. 20. júli 1972
FASTIR UÐIR EINS OG
VENJULEGA
— 15:10 í gœrkvöldi
— bandaríska liðið sœkir þó stöðugt ó
íslendingar sigruðu
Bandarikjamenn að
venju i landsleiknum i
Hafnarfirði i gærkvöldi
með 20:15, i allhörðum
leik. Þótt þetta hefi ver-
ið öruggur sigur er þvi
ekki að leyna að Banda-
rikjamönnum er sifellt
að vaxa ásmegin i þess-
ari iþrótt og óðum að
læra ýmsa þætti leiks-
ins, sem nauðsynlegir
eru hverju landsliði. Is-
lénzka Iiðíð Iék án Geirs
og ekki verður þvi neit-
að, að án hans er það ó-
likt svipminna en ella.
Bandarikjamennirnir byrjuðu
leikinn óvenju vel, skoruðu fyrsta
ÍBA áfrom í Bikarnum
Akurcyringar höföu nokkra
yfirburði yfir llúsvikinga i gær-
kvöldi i bikarkeppninni i knatt-
spyrnu. Þeir unnu Völsunga
með 4:2 i allfjörugum og
skcmmtilcguin leik, þar sem oft
brá fyrir skemmtilegum til-
þrifum hjá liðunum.
Það var Kári, sem hóf að
skora, Eyjólfur skoraði svo 2:0,
en Hreinn Elliðason skoraði svo
2:l,en þannig var staðan i hálf-
leik. J«einni hálfleik skoraði
Kári enn, en Magnús Jónatans-
son bætti við 4:1. Hreinn
Elliðason skoraði svo siðasta
markið i leiknum, 4:2. Akur-
eyringar halda þvi áfram i
bikarkeppninni, en Völsunga
þætti lýkur.
markið þegar um tvær minútur
voru af leik, voru fyrri til að skora
fram að þremur mörkum, er Jón
Hjaltalin jafnaði úr vitakasti og
náði svo forystunni með sama
hætti nokkru seinna, en Banda-
rikjamennirnir voru mjög harðir
i horn aö taka i vörninni og gáfu
sig»ekkiíýrieni fulla hnefana og
var tveimur þeirra visaö af leik-
velli til kælirigar, öðrum að
mönnum sýndist i fimm minútur,
en hann kom samt inn á eftir
tvær, án athugasemda!
tslenzka liðið smájók forskotið,
til hlés, i 10:6, með mörkum aðal-
lega úr vitaköstum, enda fór flest
i handaskolrim hjá gestunum.
Einna helzt var það markvöröur-
inn, sem stóö fyrir sinu.
Einna bezti kafli' fsle'nzka fiðs-
ins var fyrri hluta seinm háll-
leiks, en þá var staöan um tima
15:9, með mörkum, sem skoruð
voru ýmist úr langskotum eða af
linu, og var Axel einna drýgstur
við að skora.
Þegar staðan var 16:11, taka
Bandrikjamennirnir fjörkipp,
eftir að markvörður þeirra hafði
varið sitt fyrsta vitakast i leikn-
um, en alls urðu þau fjögur áður
en yfir lauk. Þeir Abrahams og
Faulkner skora sitt á hvað af
mikilli grimmd, en Jón Hjaltalin
og Einar Magnússon, svara i
sömu mynt jafnvel þótt þeir væru
með einn mótherja á bakinu, eins
og Jón einu sinni, sem lét sér ekki
muna um að skora 18. markið,
með slikan „farþega”.
Bandariski markvörðurinn
sýndi frábæran leik undir lokin,
þótt honum tækist ekki að hindra
Agúst Ogmundsson, i að skora 20.
mark tslands, af linu úr horninu,
en Bandarikjamennirnir tveir
sem áður er getið höfðu þá bætt
stöðuna úr 11 upp i 15 mörk.
tslenzka liðið virtist ekki taka
þennan leik mjög alvarlega og
satt að segja sýndi það ekki mikil
tilþrif, en virðist hins vegar i
góðri æfingu og létu hart mæta
hörðu. Beztir i liðinu voru þeir
Axel Axelsson, með 4 mörk og Jón
Hjaltalin, með 6, þar af tvö úr
vitaköstum.
Hjalti Einarsson, var i markinu
mikinn hluta leiksins, og varöi
vel. Ólafur Benediktsson, var
nokkuð óheppinn, þótt hann verði
vel á köflum.
Þeir Bandarikjamennirnir,
Faulkner og Abrahams, báru
nokkuðaf i liði gestanna, en báðir
eru þeir miklir keppnismenn og
skyttur góðar. Bandariska liðið
virðist vera að ná nokkuð góðu
valdi yfir leiknum, þeir nota horn-
in mjög vel, linuspil og langskot,
sitt á hvað og nokkrum sinnum
brá fyrir fallegum leikfléttum hjá
þeim.
Dómarar voru þeir Magnús V.
Pétursson og Hannes Þ. Sigurðs-
son og dæmdu vel. — EMM —
Bandariska sóknin sækir af
miklum krafti undir lok
leiksins i gærkvöldi, en
Gunnsteinn Skúlason tekur
kröftuglega á móti banda-
risku árásinni eins og sjá
má.
STAÐAN OG MORKIN
Markhæstu leikmenn i deildinni:
Eyleifur Hafsteinss. Akran 8
Ingi Björn Albertss., Val, 6
Steinar Jóhannss. Keflav., 5
Atli Þór Héðinsson, KR. 5
Tómas Pálsson, Vestm., 4
Kristinn Jörundss., Fram, 4
Teitur Þórðarson, Akran., 4
Alexander Jóhanness., Val, 3
Hinrik Þórhallss., Breiðabl. 3
Marteinn Geirsson, Fram 3
Staðan i 1. deildinni er þannig
eftir jafntefli KR og Fram i gær-
kvöldi:
KR—Fram 2:2 (0:0)
Fram 7 5 2 0 15:6 12
Akranes 7 5 0 2 15:8 10
Kefla vik 7 2 4 1 14:11 8
KR 6 3 1 2 10:8 7
Breiðablik 7 2 2 3 7:13 6
Valur 6 1 3 2 11:12 5
Vestmannae. 5 1 1 3 8:11 3
V'ikingur 7 0 1 6 0:13 1
■
„ - .
STOPPAÐIEFTIR
1400 METRANA,
MISSTI AF OL-
FARSEÐLI í BILI
Einstök óheppni
veröur þess valdandi
aö hinn ungi KR-ing-
ur, Friðrik Guð-
mundsson, heldur
ekki á Olympíufar-
miðanum sínum i
dag, ef svo má
segja. i stórglæsi-
legu 1500 metra
skriðsundi i Laugar-
dalslauginni i gær-
kvöldi, hélt hann að
hann hefði lokið
sundinu eftir 1400
metrana, — var síð-
an rekinn af stað
aftur, en hafði tapað
3 afskaplega dýr-
mætum sekúndum.
Hann kom að bakkan-
um á timanum 17:56,4
min., sem er 1.6 sekúnd-
um lakara en lágmarkið
til þátttöku i leikunum.
Þessi timi er nýtt lslands-
met, 19.5 sek. betra en
eldra met Friðriks, sem
hann setti i fyrra. Met-
ið sýnir þó að hann getur
áreiðanlega náð að
hnekkja lágmarkinu þó
siðar verði. En sannar-
lega varð hinn ungi sund-
maður vonsvikinn eftir á,
og sama var að segja um
áhorfendur og sundá-
hugamenn i Laugardaln-
um i gærkvöldi.
1 sama sundi bætti
Friðrik metið i 800 metr-
unum, millitimi var tek-
inn og synti hann á 9.30.8,
sem er mikil bót á met-
inu.
Annar varð Sigurður
Ólafsson, Ægi, synti á
17.25.1 min., en Guð-
mundur Gislason, Ár-
manni, alls óvanur brons-
verðlaunum, hlaut nú ein
slik, synti á 18.45.6 min.
Gunnar Kristjánsson, Á,
synti á 19:31.0 i hörkubar-
áttu við hinn 15 ára Axel
Axelsson úr Ægi, sem
bætti fyrri árangur sinn
um heila minútu og fékk
timann 19:32.4, sem er
hreint ekki lélegt af svo
ungum manni.
Tveir aðrir en Friðrik
urðu íslandsmeistarar i
gærkvöldi. Vilborg Sverr-
isdóttir úr Ægi sýndi Guð-
mundu Guðmundsdóttur
frá Selfossi svart á hvitu
að til þess að verða Is-
landsmeistari, VERÐUR
að æfa.
Vilborg vann 800 metra
skriðsundiðá 10:51.4, sem
er allmiklu lakara en Is-
landsmet Lisu Ronson
Pétursdóttur, Guðmunda
varð önnur á 10:53.8.
Salome Þórisdóttir varð
svo þriðja á 10:59.9 min,
— spennandi sund lengi
vel.
Þá varð Guðjón Guð-
mundsson, Skagamaður,
íslandsmeistari i 400
metra bringusundinu,
synti á 5:34,9, en tókst
ekki að þessu sinni að
hnekkja tslandsmeti
Leiknis Jónssonar, sem
er 5:34.1 min., sett á
meistaramótinu i fyrra.
Leiknir var nú langt á eft-
ir Guðjóni á 5:52.0, Guð-
mundur Ólafsson, Hafn-
arfirði, varð þriðji á
5:54.5.
Sundmeistaramótið
heldur áfram um helgina
á laugardag og sunnudag,
en þá fara fram allar
helztu greinarnar, og má
reikna með spennandi
keppni, og margir munu
þar reyna við Olympiu-
lágmörkin, enda flestir
komnir i fulla þjálfun.
— JBP —
heppnin núna?
— Framarar höfðu heppnina með gegn KR, og fengu haldið
öðru stiginuog eru enn eina taplausa liðið í 1. deild
KR og Fram skiptu milli sin
stigunum, þegar liðin mættust á
Laugardalsvellinum i gærkvöldi,
og heldur þvi Fram forystunni i 1.
deildinni með 12 stig, og hefur enn
ekki tapað leik. Hvort lið skoraði
tvö mörk, en fleiri hefðu þau get-
að orðiö, og alveg sérstaklega
voru KR-ingarnir óheppnir að
skora ekki fleiri mörk, þvi af nóg-
um tækifærum var að taka.
Fyrsta tækifæri leiksins kom á
4. minútu, þegar hinn marksækni
Kristinn Jörundsson átti gott
tækifæri á að ná forystu fyrir
Fram. Kristinn slapp inn fyrir
öftustu vörnina með boltann, en
Magnús Guðmundsson, mark-
vörður KR; hljóp út á móti á hár-
réttum tima, og Kristinn skaut i
fæturna á honum.
Fimm minútum siðar kom
fyrsta verulega góða marktæki-
færið hjá KR, þegar Hörður
Markan tók hornspyrnu frá
hægri, en Björn Pétursson hitti
ekki markið úr góðu skotfæri.
Aðeins örfáum augnablikum sið-
ar átti KR enn tækifæri á að
skora, en aftur brást skotfimin.
Og það átti ekki af KR að
ganga. Um miðjan fyrri hálfleik-
inn tókst Atla Héðinssyni að leika
sig frian, lék upp undir markteig
með boltann, en þegar skotið átti
að riða af, hitti Atli aðeins jörð-
ina, en boltinn skoppaði i mestu
friðsemd i hendur Þorbergs Atla-
sonar.
Tveim minútum siðar tók Björn
Pétursson aukaspyrnu af nokkru
færi, og þrumuskot hans sleikti
þverslá Fram-marksins ofan-
verða. Ekki var Fram þó alveg
laust við að eiga tækifæri lika, og
á 30. minútu átti Marteinn Geirs-
son góðan skalla að marki KR, en
boltinn smaug utan með stöng.
Siðasta tækifærið i fyrri hálfleik
kom þremur minútum fyrir hlé,
þegar Hörður Markan nikkaði
boltanum yfir varnarmann KR,
til Björns Péturssonar, sem var
ekki seinn á sér að bruna upp að
marki, þar sem hann gaf á Atla
Héðinsson, sem renndi boltanum
utan með stöng.
Hafi óheppnin elt KR i fyrri
hálfleik, fengu þeir ekki neina
leiðréttingu á þvi i upphafi þess
siðari, heldur fékk Fram afar
„ódýrt” mark, eftir aðeins
tveggja minútna leik. Gefið var
fyrir KR-markið frá vinstri, og
bakvörður hugðist spyrna frá, en
hitti ekki boltann, sem rúllaði
áfram til Kristins Jörundssonar,
og skoraði örugglega af stuttu
færi: 1-0.
KR hóf leik á miðju, og örstuttu
siðar mátti sjá Atla Héðinsson á
harðahlaupum með vörn Fram á
hælunum, en ekki vildi lánið enn
leika við hinn sókndjarfa KR-ing,
sem sendi boltann beint i fætur
Þorbergs.
Það var loks á 10. minútu siðari
hálfleiks, sem KR uppskar
árangur erfiðis sins. Vörn Fram
opnaöist illilega á miðjunni, sem
oftar i leiknum, og þar var fyrir
Gunnar Gunnarsson, sem fékk
langa sendingu utan af velli frá
hægri. Þorbergur brá við hart, og
hugðist bægja hættunni frá, en
Gunnar lyfti þá boltanum fyrir
Þorberg og i netið að baki hans, 1-
1.
Fram tók enn forystuna i leikn-
um á 17. minútu siðari hálfleiks,
þegar Erlendur Magnússon gaf
fyrir markið frá hægri, framhjá
Magnúsi markverði, til Kristins
Jörundssonar, sem eins og fyrri
daginn var á réttum stað, og
spyrnti óverjandi i autt markið.
Þorbergur Atlason var sá sem
Framarar geta þakkað það að
ekki lentu bæði stigin KR-megin i
þessum leik, þvi hann varði oft
KUBA IMPERIAL
ST1500
stereosamstæðan
5000krúíborguneða 10%staðgreiðshiaMáttur
ÚTVARPSMAGNARl ST1500 PLÖTUSPILARI PT 2000 TVEIR HÁTALARAR
18.900 10.850 7.200
vel, og einnig tókst honum oft að
gripa inni sókn KR-inganna, og
bægja þar með yfirvofandi hættu
frá. Þannig bjargaði hann enn á
30. minútu, þegar öll sanngirni
hefði krafizt þess að KR skoraði,
en Þorbergi tókst að fyrirbyggja
það með frábæru úthlaupi.
Honum tókst þó ekki að koma i
veg fyrir að KR jafnaði á 33.
minútu, enda var markið gull-
fallegt, og vel að þvi unniö. Sig-
urður Indriðason sendi langan
bolta af 20—30 metra færi inn i
vitateig Fram, og Atli Héöinsson
stökk upp og skallaöi i netið úti
við stöng, 2-2.
Rétt undir lokin áttu svo Fram-
arar tvö mjög góö tækifæri á aö
skora, og krækja þar með i bæði
stigin, sem hefði skapað þeim
yfirburða stöðu á toppi 1. deildar,
en það tókst ekki, og lauk leiknum
þvi með jafntefli, 2-2. — GÞ —
Magnús Guðinundsson bjargar þarna skoti frá Asgeiri Elfassyni
ileiknum igærkvöldi.
NESCO HF
Hvar var KR