Vísir - 02.08.1972, Síða 7

Vísir - 02.08.1972, Síða 7
Yísir Miövikudagur 2. ágúst 1972 7 Heimsmeistarinn Leiö vinar mins Borisar Spasskis aö heimsmeistara- titlinum i skák var löng og erfið. Ég ætla aö rifja upp feril lians i fáum orðum allt frá þvi, aö liann lióf aö tefla, fram að þeim tíma sem hann stóö andspænis Tigr- an l’etrosjan sein áskorandi i annaö sinn, og sigraði. i barnæsku þótti Boria, eins og hann var venjulega kallaður, efnilegur strákur. 15 ára stökk hann 1,85 m. i hástökki, hafði áhuga fyrir boxi en þó átti skákin mest itök i þessum unga dreng allt frá þvi hann náði 10 ára aidri. 12 ára gamall komst hann i meistaraf lokk skákklúbbs Leningrad og bar höfuð og herðar yfir aðra jafnaldra sina. Mikhael Tal hefur sagt að enginn hafi náð svo góðum árangri i skák á unga aldri sem Spasski. l. Alþjóðlega skákmótið Það er árið 1953. 15 ára gamall er hann á leið á fyrsta alvarlega skákmótið erlendis. Rúmenar hafa boðið til alþjóð- legs móts i Búkarest. Meðal keppenda eru l'ræg nöfn, Smislof, Boleslavski, Szabó og Tolush. En hann er ekki orðínn 16 ára og fær þvi ekki íarseðil. Hvernig á hann að komast til Búkarest? Jú það bjargast. Hann fær að fljóta með landa sinum stórmeistaranum Tolush. En Boris Spasski er litill meðal stórra. Þarna eru skákmeistarar sem hann hefur aðeins lesið um i blöðum og bókum, en á nú að mæta við skákborðið. Hann sýnir þeim samt r tvo heimana og leggur að velli margan stórlaxinn, i þessu alþjóðlega móti. Undir íokin lendir hann i 4. sæti af 18. Það er lofsverður árangur hjá svo ungum dreng. Næsta skrefið er Sovétmeistaramótið, þar sem hann sigrar m.a. Geller og Tajmanof og heldur jöfnu á Keres og Botvinik. Með þessum árangri hefur hann tryggt sér rétt til þess að tefla á millisvæðamótinu i Gautaborg 1955. Hann byrjar ekki vel, tapar fyrir Keres Najdorf og Pannó, en lætur ekki undan siga, Afram heldur hann ótrauður, hafnar i 7. sæti og þar með er hann kominn i fylkingar- brjóst orðinn kandidat til heimsmeistarakeppni, 18 ára gamall, yngstur allra skák- manna i heiminum fyrr ogsiðar. Aður en hann heldur til fundar við beztu skákmenn heimsins gefur hann sér tima til að verða sér úti um tignina „Heimsmeistari unglinga i skák”. Það var 1955 i Anvers. Kandidatakeppnin ofl. 1956 i Amsterdam. Kandidatakeppnin i skák. Meðal keppenda Boris Spasski. Af tiu köppum lendir Spasski i 3- 7 . sæti á eftir Smislof og Keres. Smislof verður áskorandi Botviniks. Eftir þetta er leið Spasskis löng og torsótt til æðstu tignar. 8 á r iiða þar til hann er aftur i eldlinunni. Nóg um það. I millitiðinni bar fundum okkar saman i fyrsta sinn. Moskva 1961. Eströdu- leikhúsið þar sem keppnin um heimsmeistaratitilinn milli Tals og Botviniks fer fram. Boris Vasillievitch Spasski virðist mjög ungur næstum þvi strákur. Ég rýk á hann og spyr um einvigið. — Hver vinnur? — Ég held að Tal vinni, þó hann hafi ekki byrjað vel, segir hann. Tal er skemmtilegri skák- maður. Hann veit hvernig hann á að beita stil sínum — Við getum ekki talað lengi saman i þetta sinn. Spasski er einn af útskýrendum skákanna ásamt Petrosjan Keres og Smislov, þó að mér finnist hann frekar eiga heima i stól áskorandans. Strangar reglur skákarinnar hafa samt skipað svo fyrir að þvi sæti nái hann ekki fyrr en eftir mörg löng ár. Tal og Spasski Tal og Spasski teknir tali árið 1962. — Hve'rnig fannst ykkur Kandidatamótið i Curaco. Tal: — Ég var langt frá minu bezta. Vil sem minnst um það tala . — Spasski: — Ég var ekki þar meðal keppenda. Horfði ekki einu sinni á mótið. Samt sem áður var óvæntur árangur af keppninni. — Hvað finnst ykkur um nýja einvigisform ið i Áskorendakeppnum. Tal: — Maður verður að taka þvi eins og hermaður i striði. Fara eftir skipunum yfirmannanna. Það er allt og sumt. Spasski: — Ég er ihaldsmaður i þessum málum. Þó ég hafi ekki náð góðum árangri i Askorenda- keppnum, held ég ennþá að „gamla kerfið” sé betra. Þ.e. færri skákir i stað einvigisfyrir- komulagsins. (10 skáka einvigin eins og nú tiðkast). — Hvaða heilræði viljið þið gefa þeim Botvinik og Petrosjan sem tefla Er það satt að enginn efniviður i góða skákmenn fyrirfinnist i dag. Ekki einu sinni i Rússlandi? Tal: — Eiginlega ekki siðan 1955-56. Spasski: — Það er ekki gott að segja. Ég heid samt að efniiega skákmenn sé helzt að finna i Rússlandi . — Hvaða álit hafið þið, hvor á öðrum.? Tai: — Spasski er góður félagi og erfiður andstæðingur. Spasski: — Það sama um Tal. — Hvernig stendur á þvi að svo snjail skák- maður eins og Spasski skuli ekki hafa náð lengra en hann hefur gert hingað til? Tal: — Ég held að það hafi verið taugarnar áöur. En það hefur sýnt sig að menn sem ná góðum árangri á barnsaldri eru seinni til að komast i fremstu röð, en hinir. Spasski: — Kannski er ég óheppinn. En það er ennþá tækii'æri.. 1 i)<»4 — Amsterdam Loksins 1964 er Spasski aftur i viglinunni. Það er millisvæða- mótið i Amsterdam siðasti á- fangi Áskorendakeppninnar. Árangurinn: 1-4. sæti ásamt Larsen og Co. — Hvenær var þér ljóst að þú myndir sigra? Spasski: — Hvenær? Fyrir siðustu umferð. Er það ekki alltaf þannig: — Hvaða vonir gerðirðu þér fyrir mótið? Spasski: — Ja. Ég sagði við sjálfan mig áður en keppnin hófst: Það er ágætt ef ég verð annar eða þriðji. — Og hverjum ætlaðirðu sigurinn? Spasski: — Viktor Kortsnoj. Horis Spasski, Dimitrije Bjelica, höfundur greinarinnar og Tigran Petrosjan, sein var liemismeistari þegar þessi mynd var tekin 1966 i Moskvu. J.W.W.W.W.W.V.W.W.W.W.W.W.ViWiV.W.V^AVW/AW.V.V.WAV/W.VA'.WWWAVAVJ | Í Dimitrijé Bjelica frá Júgóslavíu: Vinur minn Boris Spasskí Greinarkorn og glefsur úr viðtölum sem höf. hefur ótt við Spasski ó undanförnum órum ‘..■.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.’.V.V.V.VAV.'.V.V.V.V.V.V.V.V/.VV.'.V.V.V.V.V.V.VAV.VVAW.V.’ bráðlega um heimsmeistara- titilinn i skák? Tal: — Að Mikhael Moyseyvich tefli eins og hann gerði á móti mér i siðasta einvigi. Petrosjan tefli betur en ég! Spasski: — Ég vona bara að þeir tefli báðir eins og andinn blæs þeim, Botvinik ekta Botvinikstil og Petrosjan verði eins og Petrosjan. — Bobby Fischer hefur ásakað ykkur Rússa fyrir að vinna saman með þvi að gera jafntefli innbyrðis i mótum og nú siðast i Áskorendakeppninni. Tal: — Það eina sem við gerðum sameiginlega var að vinna Fischer. Litum á árangur hans gegn þrem efstu mönnum i Curacao. Fimm vinningar af 12 skákum. Spasski: — Það hefur þá verið eini möguleiki Fischers til sigurs, að Rússar gerðu jafntefli innbyrðis. Haldið þiö að hann sé orðinn fullþroska skákmaður? — Tal:. Spuröu Fisclier sjálfan aö þvi. — Eftirlætisskákmaðurinn ykkar? Tal & Spasski: — Emanuel Lasker. — Hverjir haldið þið að verði á toppnum eftir 10 ár? Tal: — Það er of stuttur timi til að segja nokkuð um hvað verður ofan á. Spasski: — Ætli það verði ekki þeir sömu og núna. — Bent Larsen, góðvinur okkar og Spasski með friðum félögum. (Liklega er þetta kona Spasskis, en þó er þaö ekki vist.) Áskorendakeppni — nýtt snið Tiu ár eru nú liðin frá þvi Boris Spasski tefldi siðast i Áskorendamóti. Nú er kerfið öðruvisi. Stutt einvigi og útsláttarkeppni. Loft er lævi blandað i Amsterdam þar sem^ keppendur draga um andstæðinga. Ég sit viðhliðina á Spasski og fylgist spenntur með þegar hann dregur úr miðunum i körfunni. Paul Keres. — Áttu möguleika á að vinna hann Boria? Spasski: — Veit ekki. Þetta verður örugglega • spennandi. Ég er heldur ekki viss um að Tal vinni Portisch. En Spasski er harður i horn að taka. Hann kemur jafnvel aðdáendum sinum á óvart með þvi að vinna Keres 6:4 og siðan Geller 5 1/2:2 1/2. Tiflis i nóvember 1965. Siðasti áfanginn:. Mikael Tal. Heimsmeistarinn fyrrverandi mætir til leiks lOdögum áður en andstæðingurinn til að undirbúa sig fyrir átökin. Hvernig lyktar þeim? Boris Spasski áskorandi eftir langa og stranga mæðu. Einvígið við Petrosjan 1966 Majakovski, skáldið, segir að heimurinn hefji göngu sina á Rauða torginu. Rauða torgið er i Moskvu og Moskva er vettvang- ur heimsmeistaraeinvigisins milli Borisar Spasskis og Tigrans Petrosjans. Slagurinn fer fram i Eströdu þar sem við dokuðum við árið 1961 og fylgd- umst með keppn. Tal: Botvin- ik. Það er taugaspenna i leik- húsinu og þjálfararnir fara ekki varhluta af þvi. Igor Bondarevski/Boris Spasski, Isak Boleslavski/Tigran Petrosjan. Báðir eiga keppend- ur sér trygga áhangendur. Tina kona Petrosjans og David Oistrakh fiðluleikari fylgja heimsmeistaranum fastar að málum en aðrir áhorfendur. 1 blaðamannastúkunni eru fræg nöfn. Snjallir skákmeistarar. Tal, Kotov, Bronstein, Averbakh, Flor, Lilliental. Suetin o.fl. Það er ekki fyrr en i 7. skákinni að von er á fyrsta sigrinum i þessu einvigi. Það kemur i hlut Petrosjans. Spasski gefst ekki upp. Hann er stoltur og á erfitt með að bita i það súra epli að tapa. Ég stend álengdar bak við tjöldin og horfi á hryggan vin minn á þessu fall- ega Moskvukvöldi. Hann tapar fyrstu hrinunni en ekki orrust- unni.... Þegar á liður og komið er fram i 10. skák, er Petrosjan tveim vinningum yfir andstæð- inginn. O’Kelly aðaldómarinn segir við mig: „Þetta er búiö hjá Spasski.” Eftir 12 skákir er staðan 7:5 Petrosjan i vil. Þá vinnur Spasski i 13. skákinni. Seinni helmingurinn er hafinn. Hvernig mun áskorandanum reiða af og hverjar verða loka- tölurnar? Aðdáendur hans eygja nýja von. Jafnar hann metin og sfgur fram úr hinum járnharða heimsmeistara? Sigur á seinni hlutann Jafntefli. Enn jafntefli. Loks- ins. 1 19. skákinni jafnar Spasski um andstæðinginn. Staðan er 9 1/2:9 1/2 Stræti og torg fyllast af fólki og spenningurinn er i al- gleymingi. Petrosjan yfirgefur leikhúsið með bros á vör. Spasski gengur út til fjöldans sæll og glaður, og er fagnað innilega. 20. skákin. Petrosjan sækir. Spasski verst. Hann tap- ar og Moskva er til vitnis um, að sigurvonir Spasskis i einviginu eru aö verða að engu. — Ilvað get ég sag', segir Spasski. Þetta eru vonbrigði. Sár vonbrigði. — t hverju lágu mistökin? Spasski: — Að vinna ekki skákirnar sem eftir voru þegar ég hafði jafnað. Ég fékk tækifæri, en notaði mér það ekki. Ég viðurkenni auðvitað, að Petrosjan helur teflt vel, en samt fannst mér ég glopra sigr- inum út úr hiindunum. — 21. skákin. Jafntefli. Petrosjan eýkur forystuna enn, með þvi að vinna 22. skákina og þar með tryggir hann sér heimsmeist- aratitilinn til næstu þriggja ára. Áfram er þó haldið lil að Ijúka einviginu. Spasski kemur á óvart með að vinna næstu skák og sigur Petrosjans i einviginu er innsiglaður með friðsamlegu jafntefli i siðustu skákinni. Lokatölur 12 1/2:111/2 Spasski i óhag. Boris Ivkov um þennan at- burð: „Spasski minnir mig á mann sem helur velt stórum steini upp á fjallstind aðeins til þessað rúlla honum niður aftur. 3 ár eru farin til einskis. Nú verður hann að byrja upp á nýtt aftur.” Eftirleikurinn Eftirleikinn þekkja allir. Spasskí varð áskorandi á nýjan leik. Hann lagði að velli, Geller Larsen og Kortsnoj og stóð enn andspænis Tigran Petrosjan til að keppa um heimsmeistara- titilinn. „Ef ég vinn ekki núna, sagöi hann fyrir keppnina, þá tefli ég ekki kappskákir fram- ar,” Sem betur fer varð ekki af þvi. Við sjáum hann ennþá við skákborðið. Hann vann Tigran og þar með titilinn og nú er komið að honum að verja sitt íyrir áskorandanum Bobby Fischer. „Það hefur tekið mikiö á taugarnar að ganga i gegnum öll þessi einvigi. Sérstaklega þau stuttu (10 skáka.) Ég hef alltaf verið mótfallinn þeim. Ef ég á eftir að ganga i gegnum þennan hreinsunareld einu sinni enn enda ég feril minn á spit- ala!” Þetta eru orð eins af fremstu skákmeisturum sög- unnar Borisar Spasskis, sem nú ver heimsmeistaratitil sinn fyrir Bobby Fischer i Reykja- vik. Dimitrije Bjelica/GF

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.