Vísir - 09.08.1972, Page 7

Vísir - 09.08.1972, Page 7
7 Visir Miðvikudagur 9. ágúst 1972 Hjól með 17 tommu hjólaþvermáli. „Klippið út og geym- ið” stendur stundum i smáauglýsingunum i Visi. Kannski má segja það sama um eftirfar- andi ráðleggingar, sem bera y firskriftina „Hvernig á að kaupa hjól”. Reiðhjólin eru sennilega oftast keypt i byrjun vors skömmu áður en aðal reiðhjóla- timinn hefst. En við getum ekki stillt okkur um að birta þessar ráðleggingar vegna þess, að nú gengur yfir reiðhjóla- faraldur. Fyrst lítum við á verðið, sem er auðvitað mismunandi. Þá á að gæta þess, að dýrara verð felist ekki i ónauðsyniegum aukahlutum. Hins vegar er nauðsyniegt að geta fengið varahluti á hjóiin. Athugið það áður en hjólið er keypt. Það get- ur kannske tekið mánuði að út- vega þá. Það á að vera hægt að hjóla á þægilegan hátt á hjólinu og gild- ir þetta um alla og kemur hvorki aldur né stærð þar við sögu. Þess vegna ættu allir að reyna hjólið áður en það er keypt. Eina reglu verður að hafa i huga og það er, að nauðsynlegt er að ná niður á jörðu með öðr- um fætinum, þegar maður situr i sætinu. Önnur regla er sú, að hafa sætið það hátt að hægt sé að hafa fótleggina næstum beina þegar maður stigur pedalana i botn. Það er erfitt að hjóla með beygðum fótleggjum. Ög þriðja reglan er hæð slánna frá jörðu, nægilegt er að þær séu i 275 mm hæð. Svo má geta þess, að það er kostur, að slárnar séu smiðaðar i einu stykki en ekki skrúfaðar saman I sérstaka miðju. Teinarnir eiga að vera ryðfri- ir. Fyrsta alvöruhjólið kemst á dagskrá, þegar barnið er 5-6 ára gamalt. Gott hjól fyrir 5-6 ára aldurinn á að vera sömu teg. og hjól fyrir fullorðna og eins vel gengið frá þvi. Það á að vera með góðum slám, góðum bremsum og úr góðu efni. Minnstu hjólin, sem eru þann- ig úr garði gerð eru með 17 tommu hjól. Stærð hjólsins er oftast gefin með þvi að mæla þvermál hjólsins. Reiðhjól sem hafa minni hjól eru oftast verri, eina undantekningin eru lág hjól fyrir börn. Þessi lágu hjól er ný hjólateg- und, sem er vinsæl a.m.k. er- lendis. Gallin við þau er sá, að erfitt er að stiga þau. Þau henta bezt fyrir stuttar ferðir i bæn- um. Þetta er ekki eitt af alverstu „töffara- hjólunum”. Ekki gerður munur á kyni i þessari hjólategund, sem fullnægir flestum öryggiskröfum og er tiltölulega ódýrt. „Lúxushjólin” sjáum við i æ rikari mæli á götunum i Reykjavik. þeirra eru hættuleg? Umsjón: Svanlaug Baldursdóttir Stuðningshjólin eru fest hér rétt á. En áður en við komum að hjólum fyrir táninga og full- orðna, þá skulum við athuga nánar um hjól fyrir þau allra minnstu. Mörgum börnum á aldrinum 3-7 ára hentar að læra að hjóla á hjóli, sem hefur stuðningshjól. Þau eru lika betri en hjól, sem eru með pedölum á framhjólun- um. Það er hægt að kaupa þessi stuðningshjól sér og þau eru skrúfuð föst á afturhjólið og eru ætluð hjólum i ólikri stærð. Það er mikils virði að þau sitji mjög fast. Þegar barnið hefur lært að hjóla eiga stuðningshjólin ekki lengur rétt á sér sem aukalegur stuðningur, þá geta þau skaðað meira en gert gagn. Foreldrar kannast flestir við það hvað það er erfitt að segja nei, þegar barnið eða unglingur- inn krefst einhvers sem „allir hinir eiga.” Einn af þessum hlutum er hjólið. Og nú er ekki sama hvernig hjólið er. Það verður að vera eitt af dýru gerð- inni með háu sæti eða breiðu sæti, háum sveigðum stöngum, aftan við sætið, háu stýri og gir- um,jafnvel á miðju stýri. Mörg af þessum hjólategundum eru hættuleg, segir sænsk rann- sókn, sem birtist f blaðinu „Vi för31drar”. Þessi sannkölluðu „lúxus- hjól” sjáum við i æ rikari mæli á götunum hér i Reykjavík. Það skal enginn mælikvarði lagður á það hver þeirra séu hættuleg og hver ekki, en óneitanlega c:u þessi háu stýrishandföng ógn- vekjandi, ef maður hefur slysa- hættu I huga. Þá komum við að einu atriði I sambandi við hjól, sem við höf- um kannske furðað okkur á en ekki hugsað út i. Það er þverslá- in á hjólunum. Kannske ungl- ingunum finnist sport i þvi að skilja á milli hjóltegunda eftir kyni með þverslánni. En það er miklu þægilegra að hjóla á hjóli, sem er ekki með neinni þverslá, einnig fyrir karlmenn, sem eru ekki háir i loftinu. Rannsóknir hafa sýnt það — að hjól með engri þverslá, opið hjól, er alls ekki óstöðugt eins og hefur stundum verið sagt. Hins vegar getur komið fyrir óhapp, þegar fætinum er sveiflað yfir þver- slána, fóturinn getur krækzt i eða festst svo að maður dettur. 1 lokin komum við að mikil- vægu atriði. Börn yngri en tíu eða tólf ára eru ekki fær um að bjarga sér í umferðinni á hjól- um. Það má geta sér þess til, að mörg börn fái fyrstu hjólin sin, þegar þau eru þriggja til fjög- urra ára gömul. Og sjö ára gömul eiga vist alflest hjól. Við vitum lika oft koma fyrir slys á börnum i umferðinni þar sem þau eru á hjólum. Þess vegna verða hinir full- orðnu að sýna börnum i umferð- inni sérstaka tillitsemi en sam- félagið ætti að aðstoða með þvi að koma fyrir hjólreiðagötum og fræðslu um umferðina og hjólin. Hver —SB- „LUXUSHJÓLIN" HÆTTULEGU • og ráðleggingar um hvernig á að velja reiðhjól !ÐAN

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.