Vísir - 09.08.1972, Side 16

Vísir - 09.08.1972, Side 16
VISIR Miðvikudagur i). ágúst 1972 Einum sleppt úr varðhaldi Rannsókn Hamranessmálsins er stöðugt haldið áfram og sitja enn tveir menn i gæzluvarðhaldi. Hins vegar var einum sleppt i sið- ustu viku og er þar um að ræða mann sem hafði annast útgerðina siðustu vikur, en var hins vegar ekki eigandi. Einar Ingimundarson bæjarfó- geti i Hafnarfirði sagði málið allt umfangsmikið og ekki vitað hve- nær sæist fyrir endann á þvi. Aldrei onnur eins mynda- della — en túristar hafa vart efni á að kaupa litfilmur hér „Þetta cr nú Ijóta landið, segja erlcndu ferðamcnnirnir þegar þcir kumast að raun um live mik- ið eiii litfilma kustar hér á ts- landi. Og þeir vcrða fyrir svu mikium vunbrigðum að þeir næstum gefa manni á hann”, sagði lieigi Helgasun, verzlunar- stjóri i Gevafuto i viðtali við blaðið. „Jú, sala og um leið framköllun á filmum hefur aukizt alveg gífurlega nú á þessum ferða- mannatima, en þó er mikið meir keypt af litfilmum, þrátt fyrir það að útlendingarnir láti það helzt vera. Ég held að það sé óhætt aö segja að salan fimm- eða sexfald- istá þessum tima, og fólk á öllum aldri kaupir sér filmur. Aftur á móti er svo mjög misjafnt hvort fólk vill láta okkur framkalla filmurnar eða senda þær út, en við verðum varir við mikla aukn- ingu á litfilmunum. Það sama er að segja um myndavélar, aukn- ing á sölu þeirra er mikil og þá mikil til ferðamanna þvi verð- munur á þeim hér og erlendis er litill.” „En það er skritið”, héltHelgi áfram,” að vissir aðilar gleyma að túristinn sjálfur er bezta aug- lýsingin fyrir landið i sambandi viö ljósmyndun. Litfilman er helmingi dýrari hér en annars staðar, og island eina landið i hin- um frjálsa heimi, sem litur á ljós- myndun sem lúxus.” „Sala á litfilmum hefur aukizt mjög mikið i sumar”, tjáði Hans Petersen okkur, þegar.við sner- um okkur til hans. „A siðasta ári seldist til dæmis miklu meira af svart-hvitu filmunum, en núna má segja að þetta hafi alveg snú- izt viö.” „Nei, það selst litið til erlendu ferðamannanna, og við getum al- veg gleymt þeim i þessu sam- bandi. Það ætlar næstum að liða ýfir þá þegar við segjum þeim veröið á litfilmunum, og við verð- um næstum að styöja þá til dyra. Þeir kaupa ekki svona dýrar filmur.” „Sala á myndavélum hefur hvorki aukizt né minnkað, ég held það sé óhætt að segja að þær selj- ist jafnt og þétt allt árið”. —EA „Mögnuð andstoða virðist innan sœnsku stjórnar- innar gegn útfœrslunni" segir Hannes Jónsson ,,Það virðist vera nokkuð mögnuð and- staða innan sænsku stjórnarinnar gegn út- færslu landhelginnar og mun hún vera að undirbúa mótmæli. Þá eru Bretar og V-Þjóð- verjar að reyna að fá EBE og riki sem hafa gert samninga við bandalagið til að beita okkur efnahagslegum refsiaðgerðum, en mun ekki hafa orðið mikið ágengt, nema þá helzt við Holland, Belgiu og kannski Sviþjóð” sagði Hannes Jónsson blaðafulltrúi i Sú lilla var iðin við að mynda stórmeistara við Laugardalshöllina I gær, umkringd af fulltrúum heims fjölmiðlanna. samtali við Visi i morgun. Það mun nú vera komið i ljós að 50 - 60 rfki munu formlega viðurkenna útfærsluna.Eru þaö einkum riki i S-Ameriku og Afriku, ^svo og Kina og Finn- land. Þa munu 25 - 30 riki viður- kenna i verki án þess að senda viðurkenningu formlega eða mótmæli. Utlit er fyrir að 12-15 riki muni viðurkenna útfærsluna i verki en senda mótmæli, þar á meðal Sviar. Vonast hefur verið til að Rúss- land og Bandarikjamenn viður- kenni á grundvelli sérstöðu landsins. Loks eru það svo Bretland og Vestur-Þýzkaland sem eru gjör- samlega á móti og hafa reynt að fá önnur riki til liðs við sig. „Við trúum þvi ekki fyrr en við tökum á þvi að þessi riki standi við hótanir sinar um efnahags- legar refsiaðgerðir. En ef svo verður þá er það þeim en ekki okkur að kenna að við verðum að færa viðskipti okkar frá Vestur-Evrópu” sagði Hannes. Þess má geta að Lúðvik Jósefsson var fyrir skömmu á ferð i Tekkóslóvakiu og Austur- Þýzkalandi og hafa þessi mál eflaust borið á góma þar. -SG. ,Lausnin þarf að fullnœgja öllum EBE-ríkjum' KOMMÚNISTAHREYFING STOFNUÐ í REYKJAVÍK — Bylting sem nómsstarf og stofna síðan flokk ,,Við ætlum að trcysta og cfla þessi kommúnistasamtök með byltinguna sem námsstarf og stofna siðan kommúnistaflokk. Jarðvegur fyrir þessa hreyfingu er góður hérlendis,” sagði Sigurður Jón Ólafsson i samtali við Visi i inorgun. Hann er einn af forsvars- mönnum nýrrar stjórnmála- hreyfingar sem verið er að stofna. Þessi samtök byggja stefnu sina á kenningum þeirra Engels, Lenins; Stalins og Mao formanns að sögn Sigurðar. Engin slik samtök væru hérlendis þvi innan Fylkingarinnar væri allskonar stefnur rikjandi, Marxistar, Anarkistar og Trotskyistar. Kommúnistaflokkurinn sem á aö vaxa uppúr þessari hreyfingu mun byggja á arfleifð Kommúnistaflokksins gamla sem starfaði ,,áður en hann var gerður að hálfgerðum krataflokki og nefndur Sósialistaflokkur”, sagði Sigurður. — Hyggið þið á vopnaða byltingu herlendis? „Við getum ekki sagt um það fyrirfram. Það verður þá að ákveðast á sínum tima. En ætlun- in er að aðlaga þær'fræðikenning- ar, sem ég gat um áðan islenzku þjóðfélagi. Blaðið okkar, Stéttar- baráttan, hefur hlotið góðar undirtektir ekki sizt meðal verka- manna en við teljum okkur ein- ! mitt höfða til þeirra fyrst og fremst”, sagði Sigurður Jón að lokum. —SG Skákfrímerkið: Er upplaaið brátt á þrotum? Sú staðreynd blasir nú við að skákfrimerkið sc brátt á þrotum. Þetta hcfur komið frani meðal frimcrkjasafnara. Afgreiðsla fri- mcrkja frá póstinum er þannig, að merkin eru yfirleitt gefin út i tveim eöa fjórum örkum. Eru þessar arkir annað hvort merktar f tölustöfum eöa bókstöf- um og afgreiddar eftir því. Fjórir tölustafir eru nú komnir fram i sölunni. Fyrst d, siðan c, b og nú a, sem bendir til þess að upplag skákfrimerkjanna sé fljótlega á þrotum. Frimerkjakaupmenn hafa reiknað með að i hverju arkaupp- lagi séu 500,000 merki. Sam- kvæmt þvi er nú þegar búið að selja 3/4 af upplaginu og heildar- magnið þvi 2 milljónir eins og fri- merkjasérfræðingar höfðu reikn- aö með I upphafi. Þar sem póstur- inn skýrir aldrei frá heildarupp- lagi frimerkja sinna fyrr en siðar, verða menn aðeins að geta sér til um skákfrimerkið. Rafn Júliusson fulltrúi póst- meistara sagði i morgun þegar Visir hafði samband við hann, aö hann áliti að nú væri búið að selja 8-900 þús. frimerki, en sú tala stangast auðvitað á við skoöun frimerkjasafnara. GF „Hefur brezka stjórnin fengið algera tryggingu frá EBE fyrir því, að Islending- ar verði að semja um lausn deilunnar um boðað bann við veiðum Breta og Vestur- Þjóðverja innan 50 milna, áður en þeir fá tollalækkanir á fiskafurðum hjá EBE?” Svo spurði þingmaður á Bretaþingi ráðherra sinn. Anthony Stodart landbún- aðarráðherra svaraði skrif- lega og sagði: „Já. Lausn deilunni verður að vera fullnægjandi i augum allra rikjanna i Efnahagsbanda- laginu og vera til frambúð- ar”. „tslendingar fá aðeins að njóta tollaivilnana hjá Efna hagsbandalaginu i sölusjáv- arafurða, ef þeir hafa sarn- ið um deiluna”. —HH. Sól ó morgun syðra Svo að við höldum okkur við taflmáliö i veðurfréttunum, þá er staðan góð fyrir hæðina, sem und- anfarið hefur haldiö sólskininu yfir suð-vesturlandi. Lægð vestur i hafi ógnar að visu stöðunni dálít- iö, en þó er allt útlit fyrir aö hún lendi sunnan við landið. Sólin er aftur farin aö skina á Norölend- inga, og samkvæmt öllum teikn- um veröur sól áfram á morgun a.m.k. hér fyrir sunnan.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.