Vísir - 16.08.1972, Side 1

Vísir - 16.08.1972, Side 1
«2. árg. — Miðvikudagur 16. ágúst — 184 tbl. Sterkastur af öllum nírœðum Ilann beygir járn og stál eins og ekkert sé. og hann rekur nagla i spýtur án þess að hafa hamar. Og liann er 90 ára gamall. Þeir eru sennilega ekki margir ni- ræðir sem ganga um með hár niður á herðar. skeggjaðir og skritnir, og sennilega eru þeir fæstir gæddir öðrum eins kröft- um, og litli Samson, eins og liann er kallaður. Er hann var barn, var talið fullvist að hann lifði ekki lenguren til 18 ára ald- urs. Kn nú segist hann ætla að verða 197 ára. Nánari upp- lýsingar um „litla Samson’’ eru á Nú siðu i dag, á bls. 4. Útfœrsla okkar plús og rnínus fyrir Fœreyjar Útfærsla islenzku landhelg- innar er Færeyingum bæði plús og minus. Þeir hafa orð- ið að þola ofveiði við land- steina sina. útlcndingar taka langmestan aflann þar, en Færeyingar sækja sjálfir á fjarlæg mið, svo sem við is- land. Tólf manna sendinefnd Færeyinga er hingað komin til að biðja um undanþágur. Sjá bls. 6 Meiri byrðar ó bök heimilisfeðra „Þvi duglegri sem hin nýja rikisstjórn verður við að finna nýja skattlagningar- möguleika og aö afnema frá- dráttarmöguleika, svo sem vaxtafrádrátt, i þvi skyni að belgja rikisvaldið út á kostn- að annarra þátta þjóölifsins, þeim mun meiri byrðar mun hún leggja á breiðu bökin, venjulega heimilisfeður.” Sjá nánar i leiðara á bls. 6 Frú þvi að þau fœðast Foreldrafélagið i Seltjarnar- nesshreppi hefur á stefnu- skrá sinni mál, er varða börnin frá þvi að þau fæðast og þar til þau hafa lokið skólaskyldu. Með þvi er verksvið þessa félags við- tækara en annarra foreldra- félaga, sem hafa verið stofn- uð i tengslum við skólana. Við segjum m.a. frá þessu félagi og dagvistunarkönn- un, sem það geröi, á bls. 7 Sovézkt blað hundskammar stjórn sína Það er harla óvenjulegt, en sovézkt blað hundskammar stjórnina fyrir eldsvoðann mikla, sem sviðið hefur stór landflæmi og hrakið þúsund- ir frá heimilum sinum. Blað- ið segir, að stjórnin hafi brugðizt hlutverki sinu. Sjá bls. 5 Hneyksli — eða hvað Mikið er nú rætt um Olympiuför islendinga til Munchen jafnt meðal iþróttamanna sem almenn- ings óg sýnist sitt hverjum. Eru fararstjórar of margir? Atti að velja þennan iþrótta- mann frekar en hinn fyrst farið var út fyrir lágmarks- afrekin? — Sjá nánar iþróttir i opnu Skúkstöðumyndir ó bls. 2 FISCHER OG SPASSKÍ SKATTBUBBAR 1973? — eiga að greiða 6 milljónir í skatta samkvœmt lögum Sú staðreynd blasir nú við, að verðlaunafé þeirra Spasskis og Fischers verði skattlagt hér eins og hver önnur þénusta útlendinga hér- lendis. Verðlaunaupphæðin sem nemur 125,000 dollurum eða 11 millj. Isl. kr. skiptist svo milli kepp- enda, að sigurvegarinn fær i sinn hlut 62 1/2% eða um 7 milljónir Jsl. en sá sem tapar 37 1/2%, eða um 4 milljónir isl. kr. Samkvæmt islenzku skattalög- unum ber að skattleggja Spasski og Fischer eins og aðra útlend- inga sem hér afla tekna. 1/3 hluti tekna þeirra er frádráttarbær frá skatti þannig að lagt er á 2/3 hluta auk hlunnindapeninga sem Skák- sambandið áætlar að séu um 2 milljónir isl. króna i þá tvo mán- uði sem keppnin stendur yfir. ,,Ég hef persónulega ekki trú á þvi að teknir verði skattar af verðlaunafénu,” sagði Bergur Guðnason hjá Skattstofunni i við- tali við Visi, „þó að ekkert mæli á móti þvi að það verði gert. Það er ekki nóg að skattar væru teknir af þvi hér, heldur einnig i löndum keppenda. Það eru engir tviskött- unarsamningar milli Islands og Bandarikjanna eða Rússlands þannig að eftir að við værum búnir að taka okkar gjöld af fénu þá yrði haldið áfram úti. Ég geri ráð fyrir að við myndum taka 55% af þessum 11 milljónum en það þýðir 6 milljónir. Ég er hræddur um, að þegar Bandarikjamenn væru búnir að taka sinn skerf af hluta Fischers i einviginu þá væri litið sem ekkert eftir, og jafnvel að hann stæði eftir slyppur og snauður.” Og nú er að vita hvað skattayfirvöldin gera. Skerst fjármálaráðherra i leikinn og hlifir þeim Spasski og Fischer, eða þarf Alþingi til þess að gera undanþágur? GF Tólf sóttu um tollstjóraembœttið Tólf umsóknir bárust um ÞORISVATN STÆKKAÐ tollstjóraembættið, sem Torfi Hjartarson hefur sagt lausu fyrir aldurs sakir. Umsækjendur eru þessir: Björn Hermannsson deildar- stjóri i fjármálaráðuneytinu, Björn Ingvarsson lögreglu- stjóri á Keflavikurflugvelli, Björn Sveinbjörnsson hrl., Elias Eliasson bæjarfógeti, Erlendur Björnsson bæjarfó- geti, Guðmundur Vignir Jósefsson gjaldheimtustjóri, ilalldór Sigurgeirsson fulltrúi hjá borgarfógeta, Hallvarður Einvarðsson fulltrúi hjá sak- sóknara, Jón Oddsson hrl., Ólafur Jónsson tollgæzlu- stjóri.Unnsteinn Beck borgar- fógeti og Þorfinnur Egilsson hdl. — SB — F jögur hundruö kíló af dýnamiti lokuðu bráða- birgðar farvegi Köldu- kvíslar, og héðan í frá verður farvegur hennar þurr frá Þórisvatni. En 15 ferkílómetra stórt vatn myndast skammt fyrir ofan búðir verka- mannanna við Þóris- vatn. Eftir 1500 metra löngum skurði mun renna úr þessu vatni i Þórisvatn, sem mun stækka svo við það að hér eftir verður það stærsta stöðuvatn á ís- landi. Myndin hér er tekin, þegar sprengd var burtu síðasta hindrunin, áður en vatnið gat byrjað að renna eftir skurðinum til Þórisvatns. Sjá bls. 3.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.