Vísir - 16.08.1972, Síða 5
Visir Miðvikudagur 16. ágúst 1972
5
í MORGUN ÚTL.ÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND
UMSJON:
HAUKUR HELGASON
Strokufongar rœndu
farþegaflugvél og
á náðir Allende
flýðu
Vinstri sinnaðir skæru-
iiðar, sem höfðu tekið litinn
flugvöll í Argentínu og
síðan flogið flugvél til
Chile, gáfust upp í morgun
fyrir lögreglu. Þeir sögðust
vilja gefa sig á vald vinstri
stjórnar Chile og voru þeir
settir í gæzluvarðhald.
90 farþegar og sex manna áhöfn
flugvélarinnar, sem 10 skæru-
liðar rændu, fögnuðu frelsi.
Skæruliðar höfðu náð á sitt vald
flugvelli i smábænum Trelew i
Mið-Argentinu. Tiu þeirra
skipuðu flugmanni að fljúga til
Santiago, höfuðborgar Chile.
Einn maður féll og margir
særðust i uppreisn i fangelsi i i
grennd við Trelew, sem var
undanfari flugránsins.
Lögregla og her umkringdi
Trelew-flugvöll, en þar voru um
19 skæruliðar sagðir hafa nokkra
starfsmenn flugvallarins i gisl-
ingu.
Flugvélin lenti skömmu eftir að
skæruliðar tóku flugvöllinn.
Um tiu þeirra, ein kona þar á
meðal, ruddust um borð i flug-
vélina með vélbyssur, hand-
sprengjur og skammbyssur, og
skipuðu flugmönnum að fljúga á
loft.
Annarri farþegaflugvél tókst að
beina burt frá flugvellinum, en
lögreglan telur, að þeir skærulið-
ar, sem urðu eftir á vellinum
mundu ella hafa notað hana til
flótta.
800 fangar halda
fangelsinu enn.
Forseti Chile, Salvador Allende
er sagður hafa heitið forseta
Argentinu, Lanusse þvi, að al-
þjóðleg lög verði höfð i heiðri i
meðferð málsins. Þeir forsetarnir
munu hafa ræðzt við i sima.
Innanrikisráðherra Argentinu
sagði i morgun að 800 fangar
hefðu enn völdin i fangelsinu i
Trelew eftir uppreisnina i gær.
Herinn hefur umkringt fangelsið.
Flugræningjarnir gáfust upp
fyrir lögreglu i Chile eftir þriggja
klst. viðræður við lögreglustjóra.
Þeir ræddust við með leynd i
móttökusal á flugstöðinni i
Santiago. Fulltrúar sendiráðs
Argentinu kvörtuðu sáran yfir
þvi, að þeir fengu ekki að sitja
fundinn.
Lögreglan-segir, að skæruliðar
séu úr ýmsum mismunandi flokk-
um skæruliða i Argentinu. Einn
var úr flokki Trotskyista, annar
úr flokki Perónista.
Fyrst ræddi lögreglustjóri við
skæruliðaforingja i rúma klukku-
stund, og á eftir fengu fimm fjöl-
skyldur með börn að fara úr flug-
vélinni, alls 16 manns.
LAUSN HAFNARVERKFALLSINS
llvað gerir Allende?
Aftur tóku þeir til við talið, og
gáfust skæruliðar siðan upp.
Fréttamenn voru ekki vissir um,
hve margir flugræningjarnir
væru. Sumir töldu þá vera um 10,
en aðrir sex eða sjö.
EN HÖRÐ BARÁTTA
Hörkusamningar þýzku
landanna í uppsiglingu
NÁLGAST,
Vonir standa til, að sjái
fyrir endann á þriggja
vikna verkfalli brezkra
hafnarverkamanna.
Fulltrúar hafnarverka-
manna í sambandi flutn-
ingaverkamanna kváðust
geta mælt með siðustu
málamiðlun.
Þeir töldu að nægilega hefði verið
komið til móts við kröfur þeirra
um tryggingu atvinnu fyrir hafn-
arverkamenn, þótt betri tækni,
notkun gáma, ryðji sér til rúms i
höfnunum. 80 fulltrúar hafnar-
verkamanna um landið allt komu
til fundar i London i morgun og
verður það undir þeim komið,
hvort verkfalli verður nú aflýst.
Snemma i morgun var enn óttazt,
að þeir róttækustu i þessum hópi
mundu geta fengið þvi framgengt
að málamiðlunin yrði felld.
Ólga er mikil, og hafa verið
gerðar ráðstafanir til að vernda
fulltrúa á þessu þingi hafnar-
verkamanna. Róttækasti armur-
inn hvatti fólk til að safnast sam-
an við höfuðstöðvar sambands
flutningaverkamanna til að
fylgja eftir kröfum og hindra, að
fulltrúarnir samþykktu að hætta
verkfalli."
Fyrirtækin, sem nota gámur i
auknum mæli, hafa ráðið verka-
fólk á lægra kaupi en hafnar-
verkamenn hafa haft. Hafnar-
verkamenn óttastatvinnumissi af
þessum sökum, og er það ein
helzta orsök verkfallsins.
Jack Jones formaður sam-
bands flutningaverkamanna og
Aldington lávarður hafa reynt að
semja um málamiðlun.
Ef fulltrúarnir 80 samþykkja
það i dag, gæði vinna hafizt næsta
mánudag, segir i NTB-frétt.
Nýr þáttur í samskiptum
þýzku landanna hefst í dag.
Fundir hefjast milli full-
trúa Vestur- og Austur-
Þýzkalands um samning
um framtið þeirra.
Egon Bahr fulltrúi V-Þjóðverja
sagði við komuna til Berlinar, þar
sem fundir verða, að samningar
yrðu flóknir og erfiðir.
Austur-Þjóðverjar sækjast eftir
fullri viðurkenningu. Stjórn Willy
Brandts vill ganga sem skemmst
i viðurkenningu á stjórn Austur-
Þýzkalands, en Brandt stefnir að
samningum, sem gætu styrkt
hann i þingkosningum i haust.
Honum er mikið i mun að ná
einhverjum slikum samningum,
þar sem hann stendur illa að vigi
um þessar mundir.
Nakin Ameríka
Og nú hafa þeir kjörið
„ungfrú nakin
Amerika”. Það er Judy
Day, sem hér sést eftir
sigurinn. Hún er 25 ára
frá West Allis i
Wisconsinfylki í Banda-
rikjunum. Ljós-
myndaranum hefur ekki
verið gefið um nektina,
mætti ætla af þessari
mynd, en brosið er þó
nakið.
Sovétblað
sakar stjórn
landsins um
eldsvoðann
„Það er greinilegt, að menn
hefðu átt að sjá eldsvoðann
fyrir. Nú er unnt að gera sér
grein fyrir hve mikill eldurinn
var, og stjórnvöld eiga sökina
að miklu leyti á þvi, hve miklir
þeir urðu. Náttúrunni er ekki
einni um að kenna”.
Þetta segir i blaði sovézka
rithöfundasambandsins
Literturnaja Gazeta, i morgun
um skógar- og mosaeidana i
Sovétrikjunum.
Blaðið birtir fréttayfirlit um
eldana. Eftir þurrt sumar barst
eldurinn út með miklum hraða
og afli. Margir ferkilómetrar
cru i ösku. Þúsundir fólks urðu
að flytja frá heimilum sinum og
mikill fjöldi húsdýra fórst, segir
i blaðinu.
Blaðið bendir á, að vitaii sé,
að þurr mosi sé mjög eidfimur
og hætt sé við sjálfsikveikju.
„Hvers vegna var ekki séð um
vatnsbirgðir og hvers vegna
voru ibúarnir ekki varaðir
við?” spyr blaðið.
„Hvers vegna voru verðir
ekki settir og sérstakir flokkar
þjálfaðir til að fást við slikan
vanda?”
„Hvers vegna var seina-
gangur svo mikill á þessum
svæðum? Sérhverjum
hleypidómalausum manni
mátti vera ljóst, að óvenjulegt
þurrkasumar mundi valda
óvenjulegum eldsvoða,” segir
blaðið.
FÝLUFERÐ
Brezki ráðherrann Rippon fór
algera fýluferð á fund Amins
Ogandaforseta. Amin varð ekki.
þokað i ákvörðun sinni um brott-
rekstur Asiumanna úr landi sinu.
— A myndinni sést Amin i einni
árásinni á Asiumenn I Úganda.