Vísir


Vísir - 16.08.1972, Qupperneq 6

Vísir - 16.08.1972, Qupperneq 6
6 Visir Miövikudagur 16. ágúst 1972 VISIR (Jtgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: Fréttastjóri: Ritstjórnarfulltrúi: Auglýsingastjóri: Auglýsingar: Afgreiðsla: Ritstjórn: Reykjaprent hf. Sveinn R. Eyjólfsson Jónas Kristjánsson Jón Birgir Pétursson Valdimar H. Jóhannesson Skúli G. Jóhannesson Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611 Hverfisgötu 32. Simi 86611 Siðumúla 14. Simi 86611 (5 linur) Askriftargjald kr. 225 á mánuði innanlands i lausasölu kr. 15.00 eintakið. Blaðaprent hf. Breiðu bökin eru fundin Fjölmennasti hópur skattgreiðenda eru kvæntir karlar á aldrinum 25-66 ára. Með konum þeirra og börnum er þetta verulegur hluti þjóðarinnar. Sem skattgreiðendur hefur þetta fólk sérstök einkenni, er hafa veruleg áhrif á skattbyrði þess. í mörgum tilvikum vinnur konan úti lika að ein- hverju eða öllu leyti. 1 öðrum tilvikum hafa stálpuð börn þessara skattgreiðenda nokkrar tekjur á sumrin. í enn öðrum tilvikum eru þessi heimili svo þung i rekstri, að heimilisfeðurnir freistast til að afla sér verulegrar aukavinnu til að afla sér tekna i daglegan rekstur. Loks þurfa þessar fjölskyldur verulegt húsrými, svo að feðumir þurfa að leggja meira á sig en aðrir, til byggingar eða kaupa á hús- næði. Oft fara þessi einkenni saman, tvö eða fleiri. Vegna alls þessa eru heimilisfeður tekjuháir menn á skattskýrslum. Áætlað hefur verið, að þessi hópur kvæntra karla á aldrinum 25-66 ára hafi i fyrra haft að meðaltali um 550 þúsund króna tekjur hver. Og 17 af hverjum 20 þeirra höfðu tekjur á bilinu 375-750 þúsund krónur. Á þessu tekjubili er sem sagt þorri þeirra manna, sem hafa fyrir heim- ilum að sjá. Nu er kerfið búið að gera þessa menn að auð- mönnum á pappirnum. Þeir hafa þessi annáluðu breiðu bök, sem eiga að bera byrðarnar af skatt- græðgi hinnar nýju rikisstjórnar. Mikill meirihluti þeirra hefur haft yfir 450 þúsund króna tekjur á árinu og fer þvi illa út úr hinu nýja skattgreiðslu- kerfi, þegar öll atriði málsins eru tekin með i reikn- inginn. Huldumennirnir, sem borga litla eða enga skatta, þótt allir sjái, að þeir búa vel og hafa nóg að bita og brenna, virðast samkvæmt hinu nýja kerfi ekki hafa hin svokölluðu breiðu bök, þvi að þeir virðast sleppa betur en nokkru sinni fyrr. Augljóst er, að margir þurfa um þessar mundir að hafa breið bök. Áætluð rikisútgjöld hækka i fyrsta skipti i Islandssögunni um helming. Og rikið ætlar með þessu ekki aðeins að hafa upp i verðbólgu ársins, heldur auka lika hlutdeild sina i þjóðar búinu úr 20% i 25-30%, um leið og sveitarfélögin reyna að halda sinum 8-10% hluta, Þvilikt ævintýri gerist ekki nema með hrikalegri skattheimtu, eins og nú hefur komið á daginn. Rikisstjórnin hefur lika fundið breiðu bökin, þótt hún láti huldumennina skattlausu i friði. Breiðu bökin hefur hún fundið hjá þremur af hverjum fjórum heimilisfeðra á aldrinum 25-66 ára. Hún hefur að visu náð háum sköttum af læknum, skip- stjórum og forstjórum, en þeir eru ekki svo margir, að skattar þeirra segi mikið i hitina. Þungi skatta- hækkunarinnar lendir á hinum fjölmenna hópi al- mennra fjölskyldufeðra. Þvi duglegri sem hin nýja rikisstjórn verður við að finna nýja skattlagningarmöguleika og að af- nema frádráttarmöguleika, svo sem vaxtafrádrátt, i þvi skyni að belgja rikisvaldið út á kostnað annarra þátta þjóðlifsins, þeim mun meiri byrðar mun hún leggja á breiðu bökin, venjulega heimilis- feður. Fœreyingar og útfœrsla íslenzku landhelginnar: PLÚS OG MÍNUS Færeyingar sjá bæði plús og minus i útfærslu islenzku landhelginnar. Tólf manna sendinefnd þeirra, sem hingað er komin, óskar sérstakra kjara, til handa eyjarskeggjum, sem hafa staðið okkur næst allra þjóða að undan- förnu. tJtfærsla islenzku landhelginnar hefur valdið óvissu i úthafs- veiðum Færeyinga. Hún getur jafnframt orðið þeim hagkvæm, þegar fram liða stundir, ef barátta íslendinga leiðir til meiri viðurkenningar á sérréttindum strand- rikja yfir miðum i grennd. (Jthafsveiðar eru mikilvægur þáttur i efnahag Færeyja. Þeir sækja mest sitt til sjávarins. Meira en 98 prósent af útflutningi þeirra eru sjávarafurðir, sem er dálitið meira en yfirleitt gerðist hjá Islendingum. Vöxtur iðnaðar okkur hefur allra siðustu árin breytt þessu hlutfalli töluvert hér á landi. Útilokast af gömlum miðum (Jtfærsla fiskveiðilögsögu ts- lands útilokar Færeyinga frá ýmsum gömlum miðum þeirrar. Þeir óttast jafnframt um miðin við eigin strendur. Heildarafli viö strendur Færeyja hefur verið um 100 þúsund tonn árlega undan- farin ár, en hlutur Færeyinga sjálfra af þessum afla hefur aðeins verið um einn þriöji. Bretar, Þjóðverjar og Frakkar sækja harðast á miðin við Færeyjar. Norðmenn koma þar töluvert við sögu. Færeyingum er ekki minni uggur af þeim geysi- legu tækni „framförum”, sem hafa oröið i veiðum og eru að verða, þar sem sjórinn er „þurrausinn” af fiski i auknum mæli. Færeyingar hafa sótt mestan afla sinn á fjarlægari miö. Þeir hafa gert gangskör að þvi að auka úrvinnslu fisks heima fyrir, en eins og Islendingar eiga þeir langt f land i þeim efnum. Meirihlutinn vill biða Stjórnvöld i Færeyjum vilja ekki fylgja fordæmi Islendinga, segir i NTB-frétt. Ekki að svo stöddu. Agreiningur er töluverður milli stjórnmálaflokka Færeyja um þetta efni, en lögmaðurinn Atli Dam segir: „Við vonumst eftir alþjóðlegri samþykkt, um fiskveiðilögsögu sem tryggi vernd fyrir fiskinn við strendur okkar og samtimis veiti úthafs- flota okkar aðgang að auðugum fiskimiðum við strendur annarra „landa”. Kannski vill Atli Dam bæði hafa kökuna og éta hana. Likurnar fyrir þvi að slikar óskir rætist, eru litlar, ef stóru rikin verða að bita i súra eplið i land- helgismálunum. Afstaða færeyskra stjórnvalda hefur verið aö biða eftir alþjóð- legu ráðstefnunni. Nú hefur henni verið frestað. Hún verður vist ekki næsta ár, eins og til stóð, ekki fyrr en 1973 eða 1974. Þetta er töluverð bið. Brezk ofveiði við strendur Færeyingar flytja sama mál og íslendingar um tillit til sérstöðu strandrikis, sem hefur mest sitt úr sjó. íslendingar hafa náð tals- verðum árangri á þessu sviði og æ fleiri þjóðir viðurkennt þau rök. Færeyjar hafa i jafnvel rikari mæli en Island þessi einkenni: Strandriki, sem „lifir af sjó” og með auðug fiskimið umhverfis, þar sem ofveiði vex og mun vaxa, svo að veiðina þarf að takmarka. Á árunum milli heims- styrjaldanna veiddu Bretar allt upp i 96% af öllum þeim afla, sem veiddist við strendur Færeyja. A þessum tima telja menn, að of- veiði hafi verið á þessum miðum. Þetta skánaði á striðsárunum, með þvi að Bretar gátu ekki stundað veiðarnar að marki, meðan þeir áttu við Þjóðverja. Brezku togararnir vóru af illri nauðsyn nær úr leiknum. Fisksstofnar „tóku við sér” á striðsárunum, og Færeyingar búa enn að þvi. (Jtfærsla þeirra á landhelginni i tólf milur árið 1964, i kjölfar en töluvert á eftir Is- lendingum, hefur skipt miklu við varðveizlu fiskstofnanna. Þá var öllum togurum, bæði færeyskum sem öðrum, bannað að veiða innan tólf milna. Linuskipin færeysku fengu hins vegar miðin fyrir sig. Færeyingar hafa þvi byggt upp flota til veiða á grunnmiðum. Hiti um EBE Fiskurinn skiptir einnig mestu i þvi mikla hitamáli á Færeyjum, hvort eyjaskeggja skuli sætta sig við að fylgja Dönum i Efnahags- bandalag Evrópu. Meirihluti landsstjórnar Færeyja hefur hafnað kröfum Er- lends Paturssonar um „upp- reisn” gegn dönsku valdi i EBE- málinu. Meirihlutinn virðist muna una þvi, að Færeyjar sem hluti Danmerkur, fari I EBE. En EBE hefur ihaldssömustu stefnu i landhelgismálum allra þjóða, eins og við vitum. EBE er ekki liklegt til velvildar við tal Færeyinga i framtiðinni um veru- lega útfærslu landhelgi, nema þá að slik útfærsla sé orðin sem næst „heimslög”. Margt er þvi i óvissu um fram- tið fiskveiða Færeyinga og þvi framtið færeysku þjóðarinnar. Eitthvað af þvi kann að skýrast með fundarsetum færeyskra forystumanna i Reykjavik þessa dagana. Fœreysk kempa

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.