Vísir - 18.08.1972, Síða 1
Þeir ættu ekki að verða
læknislausir ibúarnir við
fegurstu götu höfuðborgar-
innar i ár, — Brekkugerðið,
þeir eru a.m.k. þrír
læknarnir. En frægastur
allra ibúanna er þó pianó-
ieikarinn heimsfrægi,
Vladimir Azkenasy. Við
heimsóttum götuna og ibúa
hennar i eftirmiðdaginn i
gær. — Sjá bls. 2.
Engin kóróna
ó höfuð
heimsmeistarans?
Nú fer aö verða skammt I
krýningu (nýs?) heims-
meistara i skák. Mun hún að
öllum likindum fara fram i
Laugardalshöllinni. Verður
þá vafalaust mikiö um
dýrðir. Eftir þvi sem þeir
hjá Skáksambandinu segja
þá verður engin kóróna sett
á höfuð heimsmeistarans, i
mesta lagi lárviðarsveigur
um herðar hans. Það er nú
frekar súrt i broti fyrir
siguryegarann i einviginu
livort sem það verður
Spasski eða Fischer, að fá
cnga kórónu til merkis um
konungdóm sinn. Það verður
þvi varla hægt að tala um
neina krýningu ef engin
krúna er.
Skákin er á bls. 7
★
Fjöldaflótti úr
sœnsku fangelsi
Mannheldasta fangelsi Svia
hélt ekki morðingjunum frá
Króatiu, sem myrtu sendi-
herra Júgóslaviu i
Stokkhólmi i fyrra. Með
fimmtán sænskum ,,mjög
hættulegum" föngum sluppu
þeir i gær. — Sjá bls 5.
★
Dœmdir
til einlífis?
Eru þrjú þúsund islenzkir
karlmenn dæmdir tii ein-
lifis? Einn lesenda okkar
segir að greinilega sé það
svo. Hvetur hann islenzka
karlmenn til aö herða upp
liugann og ná sér i maka
erlendis frá. — Lesenda-
bréfin eru á bls. 2.
Reykjavík
186 óra
i dag er Reykjavik 186 ára,
en i þvi tilefni flagga
stofnanir borgarinnar og
strætisvagnar. Reykjavik
fékk kaupstaðarréttindi 18.
ágúst 1786 og telst sá dagur
afmælisdagur borgarinnar.
— VJ
ÓBÚNIR UNDIR
ÞORSKASTRÍÐ?
Starfsmenn Landhelgisgœzlunnar telja starfsaðstöðuna ónóga
Aðeins hálfur mán-
uður er nú til stefnu,
þar til nýtt þorskastrið
gæti hafizt við Breta.
Starfsmannafélag Land
helgisgæzlunar telur,
að gæzlan sé ekki
undir slikt búin, — ,,Ég
vil ekki i einstökum at-
riðum tilgreina hvað á
skortir. Til slikt vera
dónaskap við æðsta yfir-
mann stofnunarinnar,
dómsmálaráðherra, þar
til hann hefur a.m.k.
kynnt sér ábendingar
okkar, sagði Valdimar
Jónsson, formaður
Starfsmannafélagsins i
morgun i viðtali. við
Starfsmannafélagið hefur bæði
sent Ólafi Jóhannessyni, dóms-
málaráðherra bréf og fariö til
fundar til hans á þriðjudag til að
koma ábendingum sinum á fram-
færi. Starfsmannafélaginu mun
þykja sem Landhelgisgæzlan hafi
meir en nóg með að verja 12
milurnar — gæzla á 50 mílna
landhelgi að óbreyttum að-
stæðum sé þvi heldur vonlitiö
verk.
Landhelgisgæzlan er ekki með
neinn sérstakan undirbúning
fyrir 1. september a.m.k. ekki
enn sem komið er, þó að nú séu
aðeins tæpar tvær vikur þar til
landhelgin verður færð út i 50
milur.
Pétur Sigurðsson, forstjóri
landhelgisgæzlunar, sagði að
störf gæzlunnar gengju aöeins
sinn vanagang
Eins og skýrt hefur verið frá
fékk Landhelgisgæzlan nýlega
notaða Sikorsky þyrlu, sem
eflaust kemur að góðum notum
viö eftirlitsstörfin, en einnig
bætist Þór við flotann i næsta
mánuði, en hann hefur veriö úr
leik undanfarna mánuði vegna
mikilla viðgerða sem gerðar hafa
verið i ÍUaborg.
Að þvi er landhelgisforstjórinn
sagði Visi er landhelgisgæzlan
sæmilega birg af skotfærum.
Grinista verður aö hryggja með
þvi að kúlurnar eru allar
danskar. Birgöir af brezkum
kúlum, sem til voru hér frá strið-
inu eru allar uppurnar. Og það
stendur ekki til að gera vopna-
pöntun i Bretiandi. —VJ
FULLTRUI
YNGSTU
KYNSLÓÐARINNAR
A ég aö koma i blööin?! — Meinaröu það i alvörunni? — Þá verö ég
að laga inig ögn til. Biddu meöan ég hneppi tölunni. — Hvernig á ég
annars að vera? Er þetta allt i lagi? — Æ, nei, þetta er alveg ómögu-
legt”
1 garðinum i Laugardal hitti Ástþór ljósmyndari þessa ungu fyrir-
sætu, og fékk að smella af henni eirmimynd, sem að okkar dómi sómir
sér vel á öllu safninu af öðrum þokkadisum, eins og Ungfrú Unga Kyn-
slóðin ’70, '71, og ’72 og þær allar. — Eruö þiðekkisammála?
EKKI
ÁKVEÐ-
IÐ UM
HERSKIP
ENN
Brezk yfirvöld hafa ekki enn
ákveðið formlega að senda her-
skip á islandsmið til verndar
brezkum togurum eftir 1.
september. Að þvi er bezt verður
vitað er alveg óvist, að herskip
vcrðisend. Þannig hcfir t.d. verið
látið að þvi iiggja I erlendum
blöðum, að mikil andstaða sé
gegn þvi innan brezka flotans.
Minningarnar frá þorskastriðinu
eru ckki svo skemmtilegar.
Viðhorfin innan brezka flotans i
dag eru einnig nokkuð önnur en
þá. Nú fyrirfinnst ekki lengur
sérstök fiskeftirlitsdeild eins og
þá var, en þessi deild hefur verið
lögð niður. Það koma þvi upp
sérstök tæknileg vandamál innan
brezka flotans, ef hann verður við
bón um herskípavernd á tslands-
miðum fyrir brezka togara.
Einhverja deild flotans yrði að
skikka til að taka að sér verk-
efnið, en flotaforingjar munu ekki
frekar en aðrir menn hafa gaman
af þvi að vera gerðir hlægilegir.
Eina aðstoðin, sem opinberlega
er búið að ákveða fyrir brezku
togarana eru þrjú eftirlitsskip
úr strandgæzlu Hennar Hátignar.
Þessi skip eru aðeins mönnuð
borgaralegum og þau eru að
sjálfsögðu óvopnuð. Markmiðið
með þeim, er fyrst og fremst það,
að veita togurunum svo
fullkomna þjónustu, að þeir þurfi
ekkert að sækja til islenzkra
hafna. — VJ