Vísir


Vísir - 18.08.1972, Qupperneq 5

Vísir - 18.08.1972, Qupperneq 5
Visir Föstudagur 18. ágúst 1972 5 í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN UTLÖND I MORGUN UTLOND UMSJON: HAUKUR HELGASON Dayan býður Egyptum að skipta SÍNAÍ MosheDayan hermálaráðherra tsraels býður Egyptum að Sinai- eyðimörkinni verði skipt milli Egypta og israelsmanna. Stjórn Egyptalands svaraði til- boðinu engu i fyrstu, en frétta- menn minna á, að utanrikisráð- herra Egyptalands sagði siðast i fyrradag: „Egyptar munu aldrei semja um skerðingu lands sins”. tsraelsstjórn virðist hins vegar reiðubúin til samninga um skiptingu Sainai-eyðimerkur- innar, sem Israelsmenn tóku árið 1967. Dayan segir, að það mundi gefa báðum rikjunum „aukið öryggi” að draga landamæri á eyðimörkinni. En utanrikisráðherra Egypta sagði á miðvikudag, að tsraels- menn yrðu að fara með lið sitt brott frá öllum herteknu svæðunum. Hann bað Banda- rfkjamenn um stuðning i þvi efni. Sadat forseti sagði i gær, að Egyptar hefðu algerlega visað á bug bandariskum tillögum þess efnis, að tsraelsmenn drægju lið sitt til baka á herteknu svæðunum „að hluta”. „Ný friðarsókn,," segir Sadat. Sadat sagði i gær, að ný friðarsókn hefði hafizt i Mið- Austurlöndum eftir brottrekstur Sovétmanna frá Egyptalandi. „Með brottvisuninni komumst við úr sjálfheldunni” sagði Sadat. Hann sagði, að mörg riki, meðal annars Bandaríkin, hefðu siðan lagt fram tillögur um friðarsamninga. Hann hefði ekki svarað bréfi frá bandariska utanrikisráðuneyt- inu, þvi að tillögur þess væru óaö- gengilegar. „óaðgengilegt orðbragð Bresnjevs" Ekki mundi hann heldur svara bréfi frá Bresnjev, formanni kommúnistaflokks Sovét- rtkjanna. „Orðbragðið i bréfinu og efni þess væru algerlega óaðgengi- legt,” sagði Sadat. „Svona bréf gætu gert mig Moshe Dayan reiðan”, sagði hann, „en ég vil ekki spilla samskiptunum við Sovétrikin”. Fjöldaflótti úr ,mannheldasta' fangelsi Sviþjóðcr Júgóslavnesku morðingjarnir sleppa Júgóslavarnir tveir, sem myrtu sendiherra Júgó- slaviu í Stokkhólmi i fyrra, komust i morgun undan úr „mannheldasta fangelsi Svíþjóðar", Kumla- fangelsinu Miro Baresic, 21s árs, og Andjelko Brajkovic, 23ja ára, tóku þátt i fjöldaflótta fanga. Einir fimmtán sænskir fangar flýðu með þeim. Júgóslavarnir eru i samtökum Króata, sem hafa staðið að hermdarverkum viða um lönd, til að vekja athygli á baráttunni fyrir sjálfræði Króata i Júgóslav- iu. Flóttinn var greinilega vel undirbúinn. Fangarnir munu hafa haft aðstoð utan fangelsisins. Lögreglan segir alla flótta- mennina vera „mjög hættulega”. Medvedev sœkir Sprengjuverksmiðjur mót- mœlenda komncr í gagnið? spjöllum. i kjölfar hennar komu rigning og þrumur sem gerðu usla i fylkinu iBaden-Wúrttem- berg nú i vikunni. Sex biðu bana af völdum þess að sögn lögreglu i Stuttgart. Þessi ökumaður er að grafa bil sinn úr hagli Hitabylgjan i Vestur-Þýzka- landi stóð i margar vikur og olli að Sovétstjórn Tvær öflugar sprengjur sprungu í Belfast snemma i morgun og hætta var á nýjum átökum, af því að það virðast hafa verið mót- mælendur, sem stóðu á bak við sprengjutilræðin, segir í AP-frétt. Slikar sprengjur eru næstum þvi „hverdagslegar” i Norður-Ir- landi, en til þessa hafa kaþólskir nærri eingöngu verið að verki. Ef sprengjuverksmiðjur mót- mælenda eru komnar i gagnið, svo að þeir geti „hefnt sin” á IRA, er útlitið svart á N-trlandi, þar sem menn hafa eygt skimu siðustu daga. Átök mögnuðust aftur i gær og nótt eftir að tiltölulega kyrrt Stóð Oufkir bak við? Stóð „hægri hönd” Hassans Marokkúkonungs á bak við til- raunina til að myrða konunginn? Brezka blaðið Daily Telegraph hreyfir þessu i leiðara i morgun og segir: „Hann hefur veriö miskunnar- laus, sterkur hægri armur kon- ungsins.. Opinberlega var sagt, að sjálfsmorð hans i gær hefði verið vegna „hermannsheiðurs” hans. Sumir halda þ6 að hann hafi annað hvort verið tekinn af lifi af konungi eða staðiö að sam- særinu og skotið sig, er það mis- tókst... Þetta væri illur fyrirboði fyrir Marokkúkonung.” hafði verið um hrið. Sprengjur skæruliða sprungu á knæpu i hverfi mótmælenda og 55 særðust. IRA lýsti yfir að hreyf- ingin bæri ábyrgð á þessu. Skothrið i kaþólsku hverfunum i Belfast og Londonderry, sem áður voru valdasvæði IRA, olli dauða brezks hermanns. Annar særðist. Mannfallið i Norður- trlandi á þessu ári er þá komið yfir 300, en rúmlega 500 hafa fallið frá þvi að átökin hófust. „UDA mun dæma" Það kom i ljós að sprengjan i knæpunni dró dilk á eftir sér þegar öfgafullir mótmælendur UDA-hreyfingin, fóru i kröfu- göngu og lýstu yfir að þeir hefðu Karl Schiller, sem var efnahagsráðherra V- Þýzkalands til skamms tíma, segist ekki munu verða i framboði fyrir jafnaðarmenn i kosning- unum í haust. stofnað eigin „sprengjuvarnar- lið” t yfirlýsingunni segir UDA, sem er talin hafa 40 þúsund félaga, að sprengjumenn, sem UDA-menn gripi, verði „dæmdir af U-DA”. Brezki herinn, segir að i morgun hafi sprengjur sprungið i kaþólsku hverfi, sem mótmæl- endur hafi komið fyrir i tveimur bjórtunnum. Skemmdir urðu á byggingum. Menn voru ekki á þvi, að IRA mundi setja sprengjur i eigin „virki”. Er UDA-menn birtust ein- kennisklæddir á götunum var hætt „spilaborgin, sem William Witelaw ráðherra er að reyna að reisa fyrir friðinn”, segir AP. Schiller gekk úr stjórn Brandts vegna ágreinings um efnahags- málin. Sögusagnir eru um, að Schiller ætli að ganga i flokk kristilegra demókrata, og fengu þær byr, er hann átti fund við Rainer Barzel formann þess flokks siðast liðinn mánudag. Einn helzti baráttumaður fyrir borgaralegum rétt- indum í Sovétríkjunum, Roy Medvedev, hefur ritað bók, sem hann nefnir „sósíalismi og lýðræði". Handritiö er sagt hafa farið meðal manna i Sovétrikjunum, i ljósriti eins og algengt er um „neðanjarðarrit” þar. Eintak mun hafa komizt vestur fyrir járntjald. t bókinni ræðir Medvedev réttindi svonefndrar lýðræðislegrar stjórnandstööu i Sovétrik junum, starfsemi öryggislögreglunnar og bann við fundahöldum og kröfugöngum. Medvedev er sagnfræðingur, og bók hans um Stalintimabilið „Látum söguna dæma” hefur verið gefin út á Vesturlöndum. Medvedev-bræðurnir; líffræðingurinn Zjores og sagnfræðingurinn Roy. SCHILLER EKKI í FRAMBOÐI FYRIR BRANDT

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.