Vísir - 25.08.1972, Blaðsíða 5
Vísir Föstudagur 25. ágúst 1972
5
í MORGUN ÚTLÖNDI MORGUN UTLÖND I MORGUN ÚTLÖND
UMSJON:
HAUKUR
HELGASON
Kœruleysingjar og fylliraftar fá bágt
Moskva í hœttu
Moskvubúar bjuggu sig í
gærkvöldi undir eldhættu.
Borgin var í meiri hættu en
áöur vegna þurrviðris og
kæruleysis.
Á fundi borgarstjórnar og for-
ystumanna kommúnístaflokksins
var fyriskipað að 4 þúsund
manna sjálfboðaliðasveit skyldi
vera á verði dag og nótt, segir i
AP-skeyti.
Kozlov yfirmaður ,,innri mál-
efna borgarinnar” sagði, að að-
vörunum um aðgæzlu hefði ekki
verið sinnt.
Hann sagði, að fjölmargir em-
bættismenn hefðu fengið bágt
fyrir kæruleysi.
Kvöldblað i Moskvu segir, að
Kozlov hafi skýrt frá „tveimur
meiri háttar eldsvoðum i borginni
siðasta sólarhringinn,” i kassa-
verksmiðju og birgðaskemmu
fyrir grænmeti. Bráðabirgða
rannsókn hefði leitt i ljós, að
eldurinn hefði stafað af aðgæzlu-
leysi yfirmanna þessara fyrir-
tækja.
Þá hefðu fylliraftar átt sök á
ikveikjum að undanförnu var
sagt. Til dæmis hefði maður
nokkur, sem kveikti i akri i ölæði,
hlotið sex ára hegningarvinnu
fyrir.
Annar var dæmdur til þriggja
ára fangelsis fyrir að brenna hey-
sátu.
Mikil eldhætta er i Moskvu.
Þótt töluvert hafi verið byggt að
undanförnu eru þar þúsundir
timburhúsa og viðarkofar um alla
borg.
Nýjar aöferðir við
dreyrasýki fundnar
Rannsóknarmaður i
Cleveland kveðst hafa
uppgötvað nýjar og
betri aðferðir til að
finna konur, sem
,,bera” dreyrasýki
(blæðarasýki), sjúk-
dóm, sem gengur i
erfðir og karlmenn fá,
en konur ,,bera” frá
ættlið til ættliðar, segir
i AP-frétt.
Dr. Oscar D. Ratnoff við Case
Western Reserve háskólann
sagði á blaðamannafundi i gær,
að með þessum nýju aðferðum
væru möguleikarnir 95% i stað
25% áður á að finna, hverjar
bera sjúkdóminn.
Með betri leiðum væri unnt að
finna þær konur, sem um ræðir,
og skapa tækifæri til að „veita
þeim ráðleggingar” um barn-
eignir, sagði hann.
Jafnframt yrði unnt . með
meiri likum en áður að róa þær
konur, sem ekki bæru sjúkdóm-
inn, en væru i óvissu um það.
Dreyrasýki, stundum kölluð
„sjúkdómur konunga”, af þvi
að hennar hefur gætt i sumum
konungaættum, einkennist af
vöntun i blóðstorknunar,,kerfi”
mannslikamans.
Dr. Ratnoff ræddi við frétta-
menn, eftir að hann hafði gefið
alþjóðaþingi lækna skýrslu.
■; }CV' •
imwfnwik*!
Hinn siðhærði Lyndon B. Johnson fyrrum Bandarikjaforseti gefur fram-
bjóðandanum George McGovern holl ráð viðvikjandi kosningabaráttunni.
Myndin var tekin i fyrradag er McGovern heimsótti Johnson á býli hans i
Texas.
„Risaveldin ánœgð með M-Austurlönd”
Hvorki stríð
né friður
Utanríkisraöherra Kína
segir, að risaveldin reyni aö
notfæra sér að hafa ástand-
ið i Miö- Austurlöndum
,,hvorki stríð né friö".
Chi Peng Fei ákærir risaveldin,
Bandarikin og Sóvétrikin, um að
nota „tilverurétt Palestinumanna
og lönd og sjálfstæði Araba sem
borð til að gera á pólitisk hrossa-
kaup”.
Risaveldin létu sér vel lika að
skipta Mið-Austuriöndum og
svæðunum við Miðjarðarhaf i
áhrifasvæði sin.
Þau sýndu þar mátt sinn og
sæktust eftir herstöðvum og ögr-
uðu með þvi öryggi landanna.
Ráðherra sagði þetta i ræðu á
fundi með sendinefnd frá Túnis,
sem er i Kina.
Dularfullar
sprengingar
Sprenging af ókunnum orsök-
um skemmdi oliugeymi i Bristow
i Oklahóma i gærkvöldi. Þrjár
þess konar sprengingar hafa orð-
ið i Norðaustur-Okíahómafylki á
tveimur vikum.
Flugslys á
flugslys ofan
Tveir menn, sem voru á leið til
jarðarfarar tveggja vina, sem
fórust i flugslysi um siðustu helgi,
fórust i gær, þegar litil flugvél
þeirra hrapaði.
Þeir, sem fórust i gær, voru
flugmenn flugfélagsins North-
western Airlines.
Nixon forseti veifar til hrifinna
aðdáenda að lokinni útnefningu
flokksþingsins í fyrradag.
Ákœrðir fyrir að œtla að sprengja á
flokksþinginu —
Játuðu stríðsglœpi
Sex félagar í samtökum
fyrrverandi hermanna í
Víetnam, sem eru andstæð-
ir striðinu þar, neituöu í
gær sakargiftum um sam-
særi um að sprengja og
skjöta á flokksþingi
repúblikana. Hins vegar
sögðu þeir dómaranum, aö
þeir væru sekir um stríös-
glæpi i Víetnam.
Dómariákvaðað réttarhöld um
ákærurnar um fyrirætlanir um
skemmdarverk á flokksþinginu
skyldu verða 10. október og voru
mennirnir látnir lausir á meðan
gegn um 2 milljón króna trygg-
ingu hvor.
Dómari visaði á bug játningum
um striðsglæpi. Sagðist hann ekki
trúa, að „þessir menn stæðu á
fætur og játuðu morð á saklausu
fólki”. Mundi hann hafa þess kon-
ar játningar að engu.
Vðrpuðu sprengjum
á kínverskan bát
Kinverjar saka Banda-
rikjamenn um loftárás á
kínverskan bát viö Norður-
Vietnam.
Kinverjar segja, að
árásin hafi verið gerð við Ho Ngu
eyju, 240 kilometrum norðan
„hlutlausa beltisins”.
Bandarikjamenn hafa stöðugt
gert loftárasir á smábáta við N-
Vietnam, sem þeir telja, að flytji
hergögn úr kinverskum flutn-
ingaskipum til strandar, til að
komast undan tundurduflunum.
Kinverjar segja, að Bandarikj-
amenn hafi kastað sprengjum á
björgunarbát og fimm menn hafi
farizt. Bandarikjamenn viður-
kenna árásina, en segja, að þetta
hafi verið flutningabátur.
Tapaði
kosningunum
og konunni
Eiginkona McCloskey þing-
manns, sem bauð sig fram gegn
Nixon i prófkosningum repú-
blikana og .er andstæðingur
Vietnamstriðsins, viil við hann
skilja.
Ilún segir, að „ágrciningur
þeirra sé ósættanlegur”. Hjónin
slitu samvistum 8. júni eftir 23ja
ára hjónaband.
Um það leyti hafði McCloskey
farið hrakfarir i framboði sinu.
McCloskey