Vísir - 25.08.1972, Blaðsíða 7

Vísir - 25.08.1972, Blaðsíða 7
Visir Föstudagur 25. ágúst 1972 7 hverjum rétti. Við nánari um- hugsun sé ég enga þörf á þvi, við töpum engum rétti á þvi, þó við förum okkur hægara og velj- um i leyni þann tima sem er okk- ur hagstæðastur. Eigum við að láta einhverja striðsæsingalöng- um, glimuskjálfta og löngun til að spila hetjur leiða okkur i gönur? Annað ráð vildi ég benda á, — hugsið ykkur þegar brezku togarakarlarnir koma á miðin i ógurlegum vigahug og ætla lika að fara að spila striðshetjur og safnast saman i bardagaveiðum á einu eða tveimur svæðum. Þá getum við hleypt öllu loftinu af þessum vindbelgjum sem verja vonlausan málsstað, með þvi ein- faldlega að lýsa þvi yfir einhliða, að af umhyggju fyrir vesa- lings sjómönnunum við Humb- er, megi þeir einmitt veiða á þessum takmörkuðu svæðum um vissan tima t.d. 1. sept til .15. sept eða 1. okt. Þar með yrðu brezku striðsæsinga- mennirnir að athlægi, en við myndum vinna okkar samúð með skilningi á lifskjörum vesalings fiskimannanna við Humber. Hitt er svo annað mál, að islenzku varðskipin hefðu sam- kvæmt alþjóðareglum heimild til að fara og fylgjast mjög náið með möskvastærðallraþessara togara og væri það harkalegt brot hjá þeim á alþjóðareglum, ef brezk herskip hindruðu að farið væri um borð til slikra rannsókna. Og þá gætu islenzkir eftirlitsmenn veitt þvi athygli, svona af til- viljun, að fiskurinn á þilfarinu væri óvenjulega smávaxinn. Og við gætum þá látið veröldina vita af smáfiskamorðum brezkra gjöreyðingarmanna. Utan við þessi leyfðu svæði gætum við svo með góðum rétti lagt til atlögu við landhelgis- brjóta. En það er kannski alveg óþarfi að ryðjast um borð, þvi ekki að láta varðskipin einfald- lega hafa tæki til að skera á vörpuvira eða rifa poka utan á skipshlið. Það er lika hægt að hugsa sér aðra aðferð. Þvi ekki að lýsa þvi yfir, að þar sem Grimsbæingar sýndu okkur kurteisi og vináttu og báðu okkur i guðs bænum ásjár, að sýna þeim eitthvað á móti i verki, við gætum t.d. gefið út yfirlýsingu alveg upp á eigin spýtur að togarar frá Grimsby einir megi fá vissan umþóttunar- tima til bráðabirgða. Hvað haldið þið að karlarnir i Hull segðu um það? Hvemig liti það lika út i augum umheimsins, að við hefðum slikan skilning á högum og erfiðleikum ,,vina” okkar i Grimsby? Tilgangurinn með þessum hug- leiðingum er einfaldlega að benda á það, að við eigum fyrst og fremst að láta skynsemina ráða, vera slægir og vitrir og skjótir i öllum okkar viðbrögðum, en ekki ryðjast fram hugsunarlaust eins og einhverjir tuddar. Það byggist lika á þvi að við megum vera alveg vissir um það að sigurinn verður okkar á endanum og f jar- stæða að við töpum nokkrum rétti. Við eigum að láta skynsemi og ráðkænsku stjórna ferðinni en ekki ofsa og striðsæsingalöngun. Látið ekki verri mennina leiða okkur i ógöngur með þjóðernis- legu ofstæki, sem alls ekki á heima i nútimanum. Það situr heldur ekki á barnakennara austan af landi að fara að spila einhvern prússneskan júnkara, eins og við heyrðum i útvarpinu i fyrrakvöld. Það veitir okkur heldur engan sérstakan ávinning að hefja forna hetjudýrkun á landhelgis- gæzlunni og það er steinrunninn og stjarfur hugsunarháttur að einblina alltof mikið á harkaleg viðbrögð okkar 1. september. Með þvi gerum við and- stæðingunum auðveldara fyrir, sem hafa nú einmitt búið sig undir 1. september, nær væri fyrir okkur að velja tima og tæki- færi til aðgerða einfaldlega þegar aðstæður eru hagstæðari og hægt að koma andstæðingunum i opna skjöldu, setja þannig allt á ská og skjön i þeirra viðbúnaði, kannski væri jafnvel ráð að biða rólegir og ráðast til atlögu i vetrarmyrkri fremur en i mildu veðri septembermánaðar. Sem sagt skynsemi og ráð- kænska i stað fávislegra æsinga, — og sigurinn verður okkar, það er alveg vist. Þorsteinn Thorarensen. IIMIM IM Umsjón: Svanlaug Baldursdóttir Hér sjáum við tómata fyrir 110 krónur, blómkál fyrir 97 kronur. og 79 krónur, gúrku fyrir 50 krónur, hvitkál fyrir 85 krónur, gulrætur fyrir 80 krónur. Samtals grænmeti fyrir 501 krónu og mun sumum þykja litið fást fyrir fimmhundruð kallinn. Tómatarnir ódýrastir fyrir norðan — rabb um grœnmetið og verðsamanburður Nú er aðaltimi græn- metisins á íslandi. Það eru þó margir, sem veigra sér við að kaupa mikið af þvi. Ástæðan virðist alltaf vera hin sama, hátt verð á grænmetinu. Fólki vex i augum að kaupa tómata á 10-15 krónur stykkið. Kannske erum við farin að lita á græn- meti sem sjálfsagðan hlut, svo sjálfsagðan, að það ætti að vera til- tölulega ódýrt. Eðiilega gilda önnur lögmál um grænmetis- rækt erlendis þar sem veðráttan er hlý á sumrum og ekki kalsaveður eins og við höfum orðið að sætta okkur við hérna á suð- vesturhorninu i sumar. Þó höfum við annað fram yfir aðrar þjóðir i sambandi við græn- metisrækt, það er jarð- hitinn og hin góðu skil- yrði til gróðurhúsa- ræktar. En látum bara töl- urnar tala og þær upp- iýsingar, sem við höf- um til að gera lesend- um kleift að gera sjálf- ir samanburð Verðsamanburður Fyrst fengum viö heildsölu- verð á grænmeti hjá Sölufélagi garðyrkjumanna. Það skal tek- ið fram, að allar upplýsingar eru fengnar í byrjun vikunnar, ef verð kynni að hafa breytzt siðan þá. Heildsöluverð hjá Sölufélagi garðyrkjumanna: Tómatar 85 kr. kilóið, gúrkur 70 kr. kflóið, steinselja 15 krónur búntið, sól- selja 22 krónur búntið, blómkál frá 6-30 krónur hausinn eftir stærð og útliti, hvitkál 40 krónur kilóið, grænkál 15 krónur búntið, rófur 30 krónur kilóið, gulrætur 26 krónur pakkinn, paprika 200 krónur kflóið, púrrur 125 krónur búntið, fimm stykki, selleri 30 kr. búntið. Hér er um að ræða 8- 12% verðhækkun siðan i fyrra. Næst hringdum við i þrjár verzlanir og fengum verðsam- anburð. Alagning á grænmeti hjá verzlunum mun vera milli 40-50% og hefur slikt tiðkazt undanfarin ár. Tómatar: kilóið af fyrsta flokks tómötum kost- aði þetta i þrem verzlunum: 135 kr., 127.50 kr., 136 kr., Gúrkur: 110 kr. kilóið,, 10S kr. og 98 kr. Blómkál: 62 kr. stykkið, 63 kr. stykkið, 30-60 kr. stykk- ið.Hvitkál: 62 kr. kilóið, 63 kr. kilóið og 62 kr. kilóið. Púrrur: 40 kr. stykkið, 14-15 kr. stykkið. Steinselja: 25 kr. búntið, 23.70 kr. búntið. Salat: 34 kr. búntið, 31.60 kr. búntið, 27 kr. búntið. Rófur: 62 kr. kílóið 63 kr. kílóið og 60 kr. kilóið. Það sést af þessu, að verð er mismunandi en við héldum röð verzlananna 1,2, 3 og er hægt að sjá verð þeirra i hverri fyrir sig. Næst höfðum við samband við grænmetismarkað, sem selur á svokölluðu milliverði, ekki á heildsöluverði en ekki heldur á smásöluverði. Tómatar 1. flokkur 110 kr. kilóið. 2. flokkur 95 kr. kflóið, blómkál frá 10 kr. i 60 kr. hausinn, hvitkál 64 krón- ur (þegar við hringdum var bú- ist við lækkun sama dag) stein- selja 25 kr. búntið, sem er dýr- ara en i einni verzluninni, sem við hringdum i, paprika 300 kr. kilóið, púrrur 20-35 kr. stykkið, gulrætur 39 kr. 300 gr. búnt, gul- rófur 45 kr. kilóið, selleri 40-50 kr. stykkið. 1 Hveragerði fengum við þær upplýsingar hjá Garðyrkjustöð- inni Eden, að verðið hjá þeim væri svipað og hjá öðrum gróð- urhúsum þar i bæ. Tómatar 1. flokkur 110 kr. kílóið, 2. flokkur 80 kr. kílóið, gúrkur 35 kr. stykkið, blómkál 25-65 kr. stykkið, gulrætur 35 kr. búntið. Hvitkál fekkst ekki. Það eru margir, sem kaupa grænmetið i gróðurhúsunum i Hveragerði en á vinningurinn við það virðist ekki vera mikill nema eigi að fara i ferðiná á annað borðiþá er hægt að spara sér nokkrar krónur. Hið sama er hægt að gera á grænmetis- markaðinum hér. Ódýrustu tómatarnir íyrir norðan 1 lokin hringdum við i garð- yrkjustöðina Hveravelli i ná- grenni Húsavfkur. Þar mátti sjá töluverðan verðmun, hverju sem það sætir. Kilóið af fyrsta flokks tómötum var selt þar á 90 krónur kilóið, annar flokkur á 65 krónur kilóið, gúrkur á 80 krón- ur kilóið, hvitkál á 40 krónur kilóið og gulrætur á 24 krónur búntið. Þarna er kilóverðið á fyrsta flokks tómötum 20 krónur ódýr- ara en frá gróðurhúsi i Hvera- gerði og grænmetismarkaði i Reykjavik og frá 46-37.50 kr. ódýrara en i verzlun i Reykja- vik. Rýrnunin og álagningin Stundum hefur verið minnst á hina háu álagningarprósentu á grænmeti og hafa seljendur sagt, að þeir tækju ekki að sér að selja það fyrir minna, vegna þess m.a. hversu vandmeðfarin vara grænmetið er og viðkvæm og hversu hætt er við rýrnun. Það má til sanns vegar færa, að grænmetið er vandmeðfarið enda vekur umbúnaður þess mikla furðu, þegar komið er i verzlanir sumar hverjar. Það er eins og seljendum sé ekki ljóst, að þeir eru að tapa þúsundum króna á grænmeti, sem fær að skorpna og skrælna óáreitt. En umbúnaðurinn batnar með hverju ári eftir þvi sem fólk ger- ir sér ljósara að um viðkvæma vöru er að ræða. Þó virðast sumir anzi lengi að læra og mis- munur á geymslu áberandi i verzlunum. Kartöflurnar þvegnar Þegar við tölum um grænmeti getum við ekki sleppt aðal grænmeti landans.kartöflunum, er þykja ómissandi allt árið um kring. Nú hefur sú nýbreytni verið tekin upp að fram- leiðendur þvo vöruna áður en hún fer til dreifingaraðila og er mikill munur á en áður fyrr. Hins vegar eru umbúðir utan um kartöflurnar alltaf vanda- mál og hefur ekki fundizt lausn á þvi, þegar miðað er við þær pökkunarvélar, sem eru hér Allir þekkja það að fá kartöflur i verzlun i sinum plastpoka og með raka innan i pokanum. Astæðurnar geta verið þær, að kartöflurnar hafa ekki verið geymdar á viðunandi hátt i kaldri (6-8 gráðu hita) og dimmri geymslu þar sem sól nær ekki að skina. Einnig getur verið að göt á plastpokunum séu ekki nógu mörg en þol pokanna minnkar auðvitað með fleiri götum. Stungið hefur verið upp á plastnetum en þau munu ekki henta vegna þess, að tilraunir hafa sýnt, að kartöflurnar vilja grænka á skömmum tima i þessum umbúðum bar sem birta kemst að þeim. Pappirs- pokar leyfa ekki nóga útöndun. Kemíski áburðurinn Bragðgæði og geymsluþol eru atriði, sem neytandinn tekur eftir i sambandi við kartöflurnar t.d. Þar er komið að vandamáli, sem mikið hefur verið rætt um á undanförnum árum. Einu sinni var húsdýra- áburður eini áburðurinn, sem var notaður til ræktunar á Islandi. Hér hefur kemiskur áburður leyst hann af hólmi, að miklu leyti, eins og i öðrum löndum. Það og þrátt fyrir stærri skammt af áburðargjöf hefur haft það i för með sér, að framleiðslan er ekki eins góð. 1 kemiska áburðinn vantar svokölluð snefilefni, sem finnast i húsdýraáburðinum, en það eru einmitt þessi efni, sem gera framleiðsluna bragðbetri og geymsluþolnari. Með kemisku efnunum má einnig örva vöxt grænmetisins, sem kemur niður á gæðum þeirra. Þetta hlýtur óhjákvæmilega að koma niður á framleiðslunni þar sem geymsluþol markaðs- vörunnar og þol við meðferð verður að vera meira en þegar varan er tekin beint úr garðinum og inn i eldhúsin eins og áður fyrr eða beint úr heima- geymslunni. Innflutningur á grænmeti Það hefur verið stungið upp á þvi að flytja inn grænmeti til að fá það ódýrara. Slikur inn- flutningur hefur i öðrum til- fellum, þegar um aðrar vörur en grænmeti hefur verið að ræða reynzt oft á tiðum vel. Einnig hefur i sumum tilfellum verið um bruðl að ræða. Sölufélag garðyrkjumanna flutti inn grænmeti á s.l. vetri frá Kanarieyjum Það er þvi einrátt á grænmetismark- aðnum, þegar um tómata og gúrkur, salat er að ræða. t fyrra fékkst kilóið af tómötum á 170 krónur i heildsölu að flutnings- gjaldi meðtöldu, en það var á þeim tima, þegar tómatar voru farnir að hækka i verði erlendis. Ekki skal lagður dómur á það hvort slikur innflutningur borgi sig að sumri til, þegar þó er framboð á innlendu grænmeti. En ef til vill er hægt að útfæra markaðshugmyndina enn betur en gert hefur verið. Kaupmenn hafa eflaust góð og gild rök fyrir hinni háu álgningarprósentu, sem mun hafa verið lögð á grænmeti og sælgæti eitt sinn vegna þess að borgaður var dreifingarkostn- aður fyrir bændur á land- búnaðarvörum. En eins og er eru tómatar „lúxus” fyrir margar fjöl skyldur ásamt fleira grænmeti.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.