Vísir - 25.08.1972, Blaðsíða 4

Vísir - 25.08.1972, Blaðsíða 4
4 Visir Föstudagur 25. ágúst 1972 Willy Brandt varð fyrir óheppni i sun> arleyfi sinu i Noregi. Mercedes Benz bifreiðin hans bilaði á þjóövegi en verksmiðjan lét strax senda viðgerðamenn með þotu til Osló og þaðan fór hann meö þyrlu að bil Brandts. Peter Fonda Hann er farinn að feta i fótspor systur sinnar, Jane Fonda. Næsta kvikmynd sem hann leikur i er stór og mikill áróður á striðið i Viet- nam. Hann leikur aðalhlut- verkið, og kemur þar fram stuttklipptur og án skeggs. Geraldine Chaplin Hún hefur tapað árslöngu skattamáli við spönsku yfir- völdin, og nú verður þessi kvikmyndaleikkona að sjá af 480.000 krónum til skatta- yfirvaldanna. Boger Moore og Tony Curtis gera þessa dagana mikia lukku i Þýzka- landi, er þar er verið að sýna i sjónvarpinu framhalds- myndaflokkinn, sem á is- lenzku mundi heita Hinar óheppnu hetjur. Sumir segja að það sé reyndar ekki leikur þeirra félaga sem veldur allri lukkunni, heldur það að þýzkt tal er sett inn á film- una, og kemur það skemmti- lega út. Umsjón: Edda Andrésdóttir Lord Snowdon veldur nú Elisabetu drottningu i Englandi og auðvitað konu sinni, Mar- gréti Rósu, hinum mestu vonbrigðum. Þessi ágæti Tony er farinn að heimsækja striplingabúðir alloft. KARLMAÐUR — en íklœðist kvenmannsfötum Utan á dyrnar aö íbúð hanser nafnspjald sem á er nafnið: Bettina Barner, en hann heitir í raun og veru Jörgen Barner. Hann er 30 ára gamall karl- maður en hann hugsar eins og kona, og hann klæðir sig eins og kona. Hann er ballettdansari og byrjaði að dansa fjögurra ára gamall. Þá æfði hann sig alltaf heima hjá sér, iklæddur kjól af móður sinni og háhæluðum skóm. Eftir þvi sem timinn leið fann hann stöðugt sterkari löngun hjá sér til þess að klæðast kven- mannsfötum, og eftir eina æfing- una i ballettinum tók hann fyrsta skrefið. Hann fór i verzlun og keypti sér kvenmannsföt og sýndi sig i þeim. Fljótlega og án mikilla erfiðleika var hann viður- kenndur þannig af fjölskyldu sinni og vinum. Jörgen kemur einnig fram sem söngvari, og hvar sem hann kem- ur fram er hann iklæddur kven- mannsfötum. En hann hefur komið fram viðsvegar i Evrópu. ,,Ég er ekki feiminn við að sýna mig eins og ég er. Þetta er nokkuð sem fólk verður að sætta sig við, og ef til vill á ég auðveldara með það en margir aðrir, þar sem ég vinn þannig vinnu. Ef ég til dæm- is ynni venjulega skrifstofuvinnu yrði þetta miklu erfiðara fyrir mig.” ,,En ég kem fram eins og ég er, og vinir minir og þeir sem ég um gengst taka mig þannig.” Það er ekki oft sem hann lendir i erfiðleikum vegna þess, ekki nema þegar hann fer út fyrir hinn vanalega hring. Um daginn fór hann til dæmis inn á pósthús, og venga erindis sins þurfti hann að sýna nafnskirteini. Myndin af honumi skirteininu var tekin þeg- ar hann iklæddist ekki kvenföt- um, og hann fékk ekki afgreiðslu: Þetta er ekki þú, var sagt. Jörgen hefur ekki látið gera á sér neina aðgerð eða látið breyta limama sinum á nokkurn hátt. Þó hefur honum oft dottið það til hugar. ,,En ég held ekki að slik aðgerð mundi gera mig hamingjusaman. Ég held það geri ekki nokkurn hamingjusaman. Ég hef svo oft hugsað um þetta, en sifellt fælzt frá þvi aftur. Ég þekki einn sem lét gera þetta og hann þjáist si- fellt af þunglyndi. Ég er hamingjusamur svona eins og ég er, fólk viðurkennir mig og ég bý með vinkonu minni og vini. En ef að fólk á að viðurkenna fólk eins og mig, verðum við að koma fram alveg eins og við erum, þetta er nokkuð sem við getum ekkert við gert, og við verðum að brjóta múrinn.” Paul þreyttur ó aðgerðarleysinu Lítill gróði af Skandinavíuförinni Paul McCartney, bítillinn fyrrverandi, er að verða þreyttur á aðgerðarleysinu. Hann segist næstum vera til- búinn til að gera hvað sem er. hvaða vinnu sem er, jafnvel þó hann fái ekki svo mikið borgað fyrir hana. Þvi hann er vel f jáð- ur fyrir lífstið. En liklegt er þó að hann viki ekki langt út fyrir músikhringinn, þó hann hafi látið sér orð þessi um munn fara. En eitt helzta dæmið um leiðann á að- gerðarleysinu er ferð hans um Skandi- naviu. Þegar hann hefur lokið ferð sinni um Danmörku, Noreg, Finnland og Sviþjóð mun hann leika á nætur- klúbbum. Fyrir þessa ferðsina um Skandinaviu fær þessi popstjarna ekki mikið fé. Ferð hans hefur ekki gefið nærri eins mikið i aðra hönd og fyrri ferðir hans með Bitlunum. Næturklúbbaskemmt- anir munu heldur ekki gefa svo mikið af sér. McCartney hefur ekki komið fram á hljómleikum siðan 1968, er Bitlarnir hættu spili sinu og söng saman. Hann hefur ekki verið sérstaklega iðinn við plötuútgáfu, en þó hann hafi ekki grætt á tá og fingri upp á siðkastið er hann öruggur. Eftir að hafa gengiö i hjónaband með Lindu Eastmann er hann sagður annar maður. Hann er að verða fjölskyldu- faðir eins og þeir bezt gerast segja kunnugir. Hann leyfir engar einka- myndatökur og börn þeirra hjóna koma aldrei fram opinberlega. Myndatökur af þeim leyfir hann ekki.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.