Vísir - 25.08.1972, Blaðsíða 16
vtsir
Vlsir Föstudagur 25. ágúst 1972
Hvernig skildi hún
koma til með
oð spjoro sig i
„stríðinu", hún þessi?
Spasskí neitar
að fara
heim
NTB-fréttastofan hefur þaö frá
heimildum i Moskvu, aö „Spasski
hafi tvisvar hafnaö kröfum frá
höfuöborg Sovétrikjanna um aö
halda heim til aö mótniæla und-
arlegu framferði Fischers.”
Segir fréttastofan, að formaður
rikisiþróttanefndarinnar, Pavlov,
hafi sent Spasski skeyti og beðið
hann að koma heim ,,bæði fyrir
og eftir fyrstu skákina”.
Spasski hafi sagzt mundu tefla,
hvernig svo sem Fischer léti.
—HH.
„Herstöðin ófram — sjónvarp minnkað"
..Bandariskum diplómötum,
sem hafa vcrið aö reyna að telja
rikisstjórnina i Keykjavík á aö
hætta viö kröfur um brottför
hersins, hafa loks fengiö sitt
fram,” segir timaritið News-
week.
„Eftir kosningarnar i Banda-
rikjunum munu Islendingar
framlengja samninginn, sem
heimilar stóru herstööina i Kefla-
vik,” segir ritið.
„Bandarikjamenn munu i stað-
inn samþykkja að draga smám
saman úr fjölda hermanna þar og
minnka afl sjónvarps varnarliös-
ins, sem ernú aðalstöö eyjarinn-
ar”.
Að minnsta kosti er fullyrðingin
um aðalstöð eyjarinnar röng og
islenzkir ráðherrar segja, að frétt
Newsweek sé öll röng.
—HH.
Búið að taka ca. 25% af Brekkukotsmyndinni:
Langastétt í Gufunesi
tryggð í Þýzkalandi
— ekkert isl. tryggingarfélag vildi tryggja gegn íslenzku roki
Þeir Brekkukotsmenn voru
ekki fyrr búnir aö tryggja
Löngustéttina uppi Gufunesi
gegn Islenzka rokinu en sjálft
Hótel island fauk meö öllu til-
heyrandi. Reyndar haföi ekk-
ert islenzkt tryggingarfélag
fengizt til aö tryggja húsin
gegn roki, en öllu ööru þó. Var
þetta þvi tryggt úti i Þýzka-
landi, og kom sér vel, þvl mik-
ill kostnaður er viö aö byggja
hótelið upp á nýtt.
Það er ekki laust við að það
hvarfli að kvikmyndamönn-
unum að einhver álög hvili á
þessu verki. Bilslys tafði byrj-
un kvikmyndatökunnar, siðan
hefur veörið tafiö útitökur,
rokið feykt hótelinu og I gær
datt stærðar pianki á höfuð að-
stoðarstúlku leikstjórans,
Inge Bohman, en það var hún
sem slasaðist mest i bilslysinu
á dögunum. Var ekið með
hana upp á slysavarðstofu, en
sem betur fer reyndist hún
ekki alvarlega meidd.
Nú er búið að taka um 25%
af kvikmyndinni, en sólarleysi
hefur tafið nokkuö útitökur.
Þurfa tökumennirnir nauö-
synlega nokkra sólardaga og
vonast þeir til þess að þurfa
ekki að breyta handritinu
vegna islenzku veðráttunnar.
Nú er verið að ljúka útitökun-
um við Lágafell, siðan verður
lokið við atriðið þar sem Gúð-
munsen kaupmaður falar
Brekkukotiö og þá byrjaö að
takaatriðið með Draummann
og Chlöe. Þaö er Margrét
Helga Jóhannsdóttir, sem
leikur Chlöe en Þorvarður
Helgason, leiklistargagnrýn-
adi Morgunblaðsins bregöur
sér i gervi Draummanns. ÞS
Bretarnir
koma!
— búizt við Bretunum upp undir
Suðausturlandið og Vestfirði 1. sept.
— „Verða varla neinir 200 togarar hér
við land", segir Landhelgisgœzlan.
,/Aö Bretar ætli aö
senda hingaö 200 togara
eða jafnvel þar yfir? Viö
eigum nú bágt meö að
trúa þvi, ætli þaö séu
ekki skráðir 200 togarar í
Bretlandi öllu, og margir
þeirra eru á heimamið-
um. Þetta er sennilega
bara hótun hjá þeim —
nema þeir búi yfir leyni-
vopni", sögöu þeir hjá
Landhelgisgæzlunni i
morgun.
„Nei, við höfum
ekkert flogið yfir þá i
njósnarferðir, en fjöldi
togaranna kemur i Ijós
fljótlega".
Og viö getum víst verið viss-
ir um það, að 1. september
verða þeir komnir á grunn-
miðin hér viö land undan Suð-
austurlandi og Vestfjörðum,
grunnreifir Bretar á togkláf-
um, þeim hluta „Flotans
ósigrandi”, sem frægastar
sögur fara af hér i norðurhluta
Atlantshafsins.
Enn er talið ólíklegt að her-
skip verði send gegn varðskip-
um okkar, en togarakarlarnir
ætla sér að standa saman gegn
töku togaranna. Þeir reyna þá
aö sigla á milli varðskips og
togara, sem það ætlar að
nálgast. Og ef Islendingar
freista uppgöngu i togara er
við búið að tekið veröi á móti
meö bareflum, skitkasti og
vatnsgusum.
t Þorskastiðinu fyrra kom i
ljós, að herskip Bretadrottn-
ingar máttu sin litils norður
hér. Þau gátu i mesta lagi
flækzt fyrir varðskipum okk-
ar, og togarar sem reyna að
fiska undir herskipavernd,
fara yfirleitt varhluta af góð-
um afla. En 50 milur er
erfiðara að verja en 12, þannig
að Landhelgisgæzlan fær vafa-
laust nóg að snúast með sín
fjögur varðskip og flugvélar. -
GG
„Þetta eru ágætis hólkar”, segja þeir, sjóliösforingjar Land-
belgisgæzlunnar. Þeir voru þar að gera fallbyssur flotans „skot-
klárar”, mála þær rauðar og sáum við ekki betur en að trónandi
frainan á myndarlegu varðskipi myndu þær virðast sérlega ógn-
vekjandi vopn. ((Ljósm.: AM).
Sumarið skórra en 1969
17.300 Rvíkingar í skóla
„Ekki vil ég nú segja aö
sumarið í sumar sé eitt af
þvi versta, til dæmis var
sumarið 1969 verra. Enn
eru þeir f jórir mánuðir sem
viðteljum sumarekki liðn-
ir, þ.e. júni-sept. og það
getur margt gerzt á þeim
tima", sagði Eirikur Sig-
urðsson á veöurfarsdeild
Veðurstofunnar í viðtali við
blaðið í morgun.
Reikningar sumars hafa að
sjálfsögðu ekki verið gerðir enn,
en iúni og júlí mánuðir hafa báðir
veriö kaldari en i meðallagi. Til
dæmis er júli mánuður 1,1 stigi
kaldari en á þvi 30 ára meðaltali
sem reiknaö er, 1931-1960. Um
ágúst mánuð sagðist Eirikur geta
sagt það eitt, að hann verði kald-
ari eh i meðallagi.
Júnimánuður i ár var 0,4 stig-
um kaldari en i meðallagi, en júhi
1969, 0,5 stigum heitari en i
meðallagi. Sólarstundir siðastlið-
ins júnimánaðar voru 232,4 en
1969 105,8. Úrkoma þá var einnig
langtyfir meðallagi. En ágúst- og
septembermánuðir eru ekki liön-
ir. og það er fróðlegt að vita upp á
hverju veðurguðir eiga eftir aö
taka. Hvort þeir segja sumrinu
lokið, eða hvort einhver sólar-
glæta muni ná fram að ganga.
—EA
17.300 börn verða í barna-
og gagnfræðaskólum borg-
arinnar í vetur.
Ragnar Georgsson hjá
Fræðsluskrifstofu Reykjavikur
tjáði Visi i morgun, að árleg
aukning nemendafjölda i Reykja-
vik væri litil um þessar mundir.
Aætlað væri að um 1650 börn væru
i hverjum árgangi, og hefði mjög
dregið úr aukningu siðustu árin.
Næstu daga verður auglýst
hvenær 7 - 12 ára börn i hverju
skólahverfi eigi að koma til
skráningaf
Allir barnaskólar i Reykjavik
verða með 6 ára deildir i vetur, og
reiknaði Ragnar með, aö 95%
allra sex ára barna i Reykjavik
myndu verða i slikum deildum,
þótt sex ára börn séu ekki skóla-
skyld.
Gagnfræðaskólar i Reykjavik
eru nú orðnir 18 talsins, þar með
talinn Fellaskólinn nýi, sem er i
Breiðholti þrjú, en gagnfræöa-
skólarnir eru 16 — og er Fella-
skólinn einnig talinn i þeim flokki,
þvi hann er tviþættur, bæði
barna- og gagnfræöaskóli. —GG