Vísir - 06.09.1972, Blaðsíða 3
Visir. Miövikudagur 6. september 1972
3
,Miklu skemmti-
legra en ég
bjóst við"
— sagði Lombardy eftir boðið
ó Bessastöðum
,,Þetta var eitt
1 ánægjulegasta boð,
sem ég hef farið i og
var miklu skemmti-
legra en ég hafði búist
við” sagði sr. Lom-
bardy, þegar hann kom
frá Bessastöðum i gær-
kvöldi.
Hann kvaðst hafa reiknað
með að þetta hóf yrði fremur
þvingað, því Rússar og Banda-
rikjamenn hefðu deilt um ýmsa
hluti meðan einvigið stóð yfir.
En forsetahjónin hefðu með
sinni vingjarnlegu látlausu
framkomu náð upp mjög góðu
andrúmslofti. Fischer hefði ver-
ið ákaflega ánægður með þessa
heimsókn til forsetans og fariö
vel á með honum og forseta-
hjónunum. Ekki hefði verið
annað að sjá en Spasski
skemmti sér einnig hið bezta.
Boð forsetans hófst klukkan 17
i gær og kom Fischer 10 minút-
um fyrir i fylgd Sæmundar lif-
varðar og frUar hans. Var
heimsmeistarinn afslappaður
að sjá og ljómaði af ánægju.
Spasskíkom nokkrum minUtum
fyrir kl. 17 jafn rólegur og
venjulega ásamt Larissu.
William Lombardy sagðist
fara vestur um haf i dag eftir
langa og viðburðarika dvöl á
Islandi. Sér hefði likað vel hér-
lendis og hann eignast marga
góða vini. „Þetta verður
ógleymanlegur kafli á lifsbraut-
inni” sagði Lombardý um leið
og hann hvarf til herbergis sins
á Loftleiðahótelinu. -SG
Fischer kemur með vini sinum og iifverði Sæmundi Pálssyni
og konu hans að Bessastöðum i gær. Krafturinn er svo mikill i
Fischer að hann er oftast dálitið hreyfður á myndum, þó að aðrir
náist i fókus við svipaðar aðstæður.
Kynmangarinn og
félagi hans ákœrðir
Saksóknari rikisins hefur nú
gefið út ákæru á hendur mönnun-
um tveimur i Hafnarfirði, sem
grunaðir voru um, að hafa haft
kynmök við 7 ára telpu — reyndar
stjúpdóttur annars þeirra.
Mennirnir, sem setið hafa i
gæzluvarðhaldi, siðan lögreglan
komst á snoðir um atferli þeirra
eftir ábendingu barnaverndar-
nefndarinnar, voru Urskurðaðir
til þess að sæta geðrannsókn, sem
nýlega er hafin. Hefur gæzluvarð-
hald þeirra verið framlengt um
einn mánuð.
Það voru nágrannarnir, sem
báru sig upp viö barnaverndar-
nefndina, þegar þeir töldu börn-
um sinum vart óhætt. En þeim
þótti sem ýmislegt kynlegt ætti
sér stað i húsi annars mannsins,
enda var þar rekin kynningar-
miðlun fyrir fólk, sem leitaði sér
kynmaka.
f málshöfðun ákæruvaldsins á
hendur mönnunum er þeim gefið
að sök skirlifisbrot og siðskapar-
brot.
—GP
Tilboð skákmannsins Romarks:
HEF EKKI HUGMYND UM HVORT
FISCHER TEKUR ÁSKORUNINNI,
— segir séra Lombardy
Fg hcf ekki hugmynd um,
hvort Fischer hefur áhuga á að
taka áskorun þessa Suður-Afriku-
búa/sagði Wiliiam Lombardy,
þegar Visir innti hann eftir tilboöi
skákmannsins Romark.
Eins og kunnugt er bauð hann
Fischer og Spasski að tefla við sig
hvar og hvenær sem er og hugöist
leggja 11 milljónir isl. króna und-
ir. Sendi hann Skáksambandinu
p i mm n M
éj m. 8 [1
%
1 jlljl ij 1 1 j | 1
i nógu var að snúast á Hótel Sögu slðastliöiö laugardagskvöld, þegar þar mættu hvorki meira né
minna en þrenn brúðhjón, sem höfðu látiö pússa sig saman fyrr um daginn og áttu þar sameiginlegan
brúðkaupsdag.
BrUðhjónin voru að sjálfssögöu öll kölluð upp i myndatöku og þeim siðan boðið að dansa brúðarvals-
inn við dynjandi mUsik Ragnars Bjarnasonar.
BrUðhjónin eru taliö frá vinstri: Vigdis Klemenzdóttir, og Helgi Gunnarsson, Brunnstig 6, Hf. Hall-
dóra ivarsdóttir og Sigurður Gunnarsson Hofteig 21 og Anna Mari Stcfánsdóttir og Arngrímur Jónasson
Hæðargarði 4.
tr ^ <
skeyti, sem siðan var lagt fyrir
heimsmeistarann og áskorand-
ann. 11 milljónirnar var hann bú-
inn að leggja inn á Hambros-
banka i London þegar siðast frétt-
ist, að sögn Skáksambands-
manna.
Talsmenn Spasski, Krogius og
Geller vörðust allra frétta eins og
Lombardy. Sögðust þeir ekkert
geta sagt um málið og voru frek-
ar vantrúaðir á. þetta tilboð Ro-
marks. Það er þvi allt á huldu
hvort Fischer og Spasski munu
taka áskorun S-AfrikubUans og
liklega heldur ósennilegt eins og
málin standa.
GF
20.000AHORFENDUR
AÐ EINVÍGINU - 10
MILLJ. í AÐGANGSEYRI
„Ætli við höfum ekki fengið
svona 10 milljónir i aðgangseyri,
sem þýðir það, aö áhorfendur að
einviginu hafi veriö 20.000 sam-
tals, sagði Guðjón Stefánsson,
framkvæmdastjóri i viðtali við
Visi i morgun.
„Aðal gróðavon okkar er þó i
minnispeningnum en heildartölur
liggja ekki fyrir ennþá. Við höfum
fengið margar pantanir erlendis
frá nú upp á siðkastið á hvers
kyns minjagripunven töluvert er
eftir óselt af þeim varningi. Það
er verið að ganga frá þessu öllu
saman, telja birgðir minjagrip-
anna i Höllinni, taka niður og
flytja þá hluti sem við notuðum i
sambandi við skákina.
Taflborðið verður flutt i Þjóð-
minjasafnið einhverja næstu
daga, ljóshjálminn fyrir ofan
sviðið tökum við liklega i sundur
og seljum einstaka lampa Ur hon-
um.”
Þess verður ekki langt að biða
að fjármál Skáksambandsins
liggi ljós fyrir og búast má við
þvi, að eftir allt saman verði
nokkur gróði á einviginu.
GF
TAPAÐI SUMARHYRUNNI
Hann var svo sannarlega
óheppinn 14 ára drengurinn,
sem tapaði næstum öllu sumar-
kaupinu sinu á mánudag, ein-
hvern tima á milli klukkan
fimm og sex. Hann var á leið i
Sundhöllina og tók strætisvagn
númer eitt á Torginu.
Þegar hann lagði af stað i
vagninum var hann með hýruna
sina i vasanum, en varð ekki
var við að hann væri búinn að
týna öllu saman fyrr en hann
var að færa sig i fötin eftir sund-
sprettinn i Sundhöllinni. NU
vonar hann aöeins að finnand-
inn sé öruggur og láti vita hjá
auglýsingadeild Vfsis.