Vísir - 06.09.1972, Blaðsíða 8
8
Visir. MiAvikudagur G. september 1972
um ferðamenn ó fósturjðrðinni
Til landsins komu rúmiega 60
þús. erlendir feróamenn á sið-
asta ári og horfur eru á, að þeir
verði allt að 70 þús. á þessu ári.
Er það um 15% aukning, en það
er nálægt árlegri meðallals-
aukningu siðustu fimm ára. Af
15% árlegri aukningu leiðir tvö-
földun á fimm árum. Nú eru
sumir farnir að hafa áhyggjur
af þróun þessara mála og óttast
hér 'irtröð áður en langt um
liður.
Með sama ál'ramhaldi mundi
4 1/2 milljón ferðamanna koma
hingað eftir 30 ár. Það er ein-
mitt um það bil sami fjöldi og
árlega mun heimsækja Halear-
eyjar leinkum Mallorka), sem
hafa rúmlega helmingi færri
ibúa en ísland, en eru aðeins
tuttugasti hluti þess að stærð.
l>ó að við höfum tuttugu sinn-
um stærra landsvæði, er hætt
við að mörgum kolbóndanum
þætti þröngt fyrir sinum dyrum,
þegar svona væri komið og
marglofuð viðátta og oft bless-
unarlegt fámenni væri orðið
minning ein . En er nokkuð af
þessu tagi yfirvofandi'?
t ár koma væntanlega 70 þús.
ferðamenn eins og áður segir.
Heir madtu vera þrisvar sinnum
l'leiri til þess að verða jafn
margir og ibúar landsins eru nú
og eitthvað fjölgar okkur á með-
an verið va‘ri að ná þeirri tiilu.
Márri prósentuaukningu er auð-
veldast að ná af lágum grunni,
þannig að óliklegt er, að ekki
dragi úr hlutfallslegri aukningu
á næstu árum. Hlýtur svo
reyndar að verða, þar sem ekki
skapast aðstaða til móttöku
ferðamanna jafn ört og þessar
tölur sýna.
Hér er nefndur fjöldi á borð
við ibúaf jölda landsins. þar sem
það er nokkur viðmiðun við
mikil ferðamannalönd (á ein-
stökum slöðum er ferðamanna-
fjöldinn margfaldur á við þetta,
svo sem á Balerareyjum, sem
eru hluti af Spáni). En þar sem
tsland er með strjálbýlustu
löndum kæmu ekki margir á
ferkilómetra að meðaltali með
þessu móli. en vinsadustu stað-
irnir yrðu auðvitað nokkuð
ásetnir. í þessu sambandi má
einnig nefna, að erlendir ferða-
menn munu nú aðeins hafa h'ér
um fjögurra daga viðdvöl að
meðaltali. Við skulum þó hugsa
okkur að dvalarliminn lengdist
og yrði um það bil vika. 1 heild-
arfjölda ferðamanna má þá
deila með um 50 til að fá út dval-
artimann i heilum mannárum.
Tvö hundruð þúsund manns
yrðu þá hér aðeins sem sam-
svarar fjögur þúsund manns allt
árið. En á ferðafólkinu ber
vissulega miklu meira heldur en
venjul. ibúum, og þeir flykkj-
ast til ákveðinna staða eins-
og áður segir. Af þeim ástæð-
um og fleirum þarf i framtiðinni
að kunna sér hóf i ferðamanna
áróðrinum eins og á öðrum svið-
um. En á meðan árlegur fjöldi
ferðamanna er ekki meiri en
ibúafjöldinn er ekki mikil
ásta’ða til einangrunarstefnu,
enda leiðir af fjölgun ferða-
mannanna margvislega
hagræðingu fyrir okkur sjálf til
þessað njóta landsins, sem ætti
margfaldlega að vega upp á
móti óhagra'ðinu, á meðan þeir
eru innan þeirra hóflegu marka,
sem hér hafa verið nefnd. En til
þess að búa okkur undir þær
aðsta'ður, er siðan kunna að
skapast og til að endurmeta við-
horfin höfum við áreiðanlega
næstu tiu til fimmtán árin
Nú getum við litið á þessi mál
frá litið eitt öðru sjónarhorni.
Eullur helmingur af ferðamönn-
unum kemur hingað á þremur
sumarmánuðum, júni, júli og
ágúst. Með áðurnefndri þreföld-
um kæmu á þessu timabili um
100 þús. manns. Hetta er einmitt
timinn, sem fólk flykkist til vin-
sælustu ferðamannastaðanna
og hópast inn á öræfin. l>á er
mörgum viðkva'mum stöðum
mest hætta búin og á þessum
tima er gott að geta einhvers
staðar haldið áfram að ganga á
vit einverunnar.
En þá eru eftir niu mánuðir
ársins. Varla ætti að skaða, þótt
ferðamönnum fjölgaði tiltölu-
lega miklu meira á þeim tima.
l>á heldur fólk sig hvort eð er
mesl i margmenninu og ekki
skcmmast göturnar i bæjunum,
þótl um þær sé gengið, né heldur
snjórinn á skiðastöðunum, þótt
fólk ka-mi hingað i stórhópum til
að skemmta sér.
Sama er að segja um þá, er
kæmu til að sitja ráðstefnur eða
til að baða úr sér gigtina.
Þróunin þyrfti að verða eitt-
hvað i þessum dúr. ef móttaka
ferðamanna á að verða traustur
atvinnuvegur allt árið. Hér má
skjóta þvi inn i, að það er ekki
bara af náttúruverndar- og
eigingirnis- og einokunarsjón-
armiðum. sem fjöldi ferða-
manna má ekki fara úr öllum
böndum. Við megum heldur
ekki verða of háð þessum
atvinnuvegi frekar en öðrum.
Við erum búin að fá nóg af ein-
ha'fum atvinnuháttum i þessu
landi. En hvernig eigum við að
auka ferðamannastrauminn
mun meira vetur. vor og haust?
Það verður ekki auðvelt. en ein-
hver ráð eru þó til. A háanna-
timanum eigum við sizt af öllu
að bjóða upp á ódýra þjónustu.
Leiguflug með hópa til landsins
ætti þá helzt ekki að þekkjast,
þvi að ..fjöldaferðamannaland”
á tsland aldrei að verða, og
landið hefur vissulega veðrátt-
una á móti sér i þeim efnum.
Við skulum hins vegar ekki
gleyma kostunum við það, að
allmikill fjöldi fólks heimsæki
okkur árlega. Atvinnu- og tekju-
möguleikarnir eru margumtal-
aðir, en kostirnir eru fleiri.
Einn þeirra er jákvæður á nokk-
uð sérstæðan hátt. Þótt flestir
islendingar séu bundnir íslandi
og islenzku þjóðfélagi mjög
sterkum böndum, þá er viss
minnirráttarkennd i Mörlandan-
um sakir fámennis þjóðarinnar,
vanþróunar þjóðfélagsins á
vissum sviðum og staðsetn-
ingar. sem fyrr meir var á
mörkum hins byggilega heims.
Af hinu siðastnefnda leiðir
óstöðuga og satt að segja oft
erfiða og leiðinlega veðráttu.
Þegar fólk sækist eftir að heim-
sækja okkur i æ rikari mæli,
þrátt fyrir mikinn kostnað, fer
ekki hjá þvi, aö það hefur bein
eða óbein áhrif á sjálfstraustið
og stuölar beinlinis að auknum
áhuga okkar á eigin landi.
Annað er þó enn mikilvægara
og það er. hve erlendu ferða-
mennirnir stuðla að uppbygg-
ingu ýmis konar þjónustu, sem
viö njótum svo rikulega góös af
á okkar ferðum. Tiðni flugferöa
til og frá landinu er eitt mikils-
verðasta dæmið þar um, en
margt fleira mætti nefna. Gisti-
aðstaðan i skólunum sem marg-
ir notfæra sér væri ekki svipað
þvi eins viða og raun ber vitni,
ef erlendu ferðamennirnir hefðu
ekki stækkað markaðinn. Veit-
ingastaðir væru færri og verr
útbúnir. skipulagðar ferðir til
ýmissa staða væru strjálli, sjó-
stangaveiðimót varla til,
áætlunarferðir upp á Vatnajök-
ul ekki á dagskrá og svo fram-
vegis.
Að lokum mun hér minnzt á
eitt atriði. er sumir telja mesta
ókostinn við komu útlendinga
hingað. og er stundum reynt að
gera að þjóðernismáli. en það
eru háar leigur útlendinga á
eftirsóttustu laxveiðiám lands-
ins. sem útiloka innlenda veiði-
menr. frá þessúm á-um hásum-
arið. (Þetta ætti þó að sanna
þeim, sem ekki hafa áður vitað.
að þrátt fyrir allt talið um
breiðu bökin, þá eru hér engir
rikir menn á mælikvarða ann-
arra þjóða.)
Vel er hægt að skilja leiða
þeirra. sem vanir eru aö veiða i
þessum ám að geta ekki haldið
þvi áfram. En þessir sömu
menn eru lengi búnir að halda
enn minna fjáðum veiðimönn-
um frá ánum og voru þá ekki
með neinar tillögur um veiði-
jafnrétti. Sannleikurinn er sá,
að dýrustu árnar hafa ekki verið
stundaðar nema af örlitlu broti
þjóðarinnar. sem annað hvort
hefur haft peninga umfram
meðallag eða sérstaka aðstöðu,
allir hinir hafa annað hvort ekki
haft peningana. aðstöðuna eða
áhugann. Ef leigja á þessar sér-
stöku ár undir markaðsverði til
þessa fólks, þá er um hreina
niðurgreiðslu að ræða og væri
það einkennileg ráðstöfun,
þegar flestur annar lúxus er
tollaður eða skattlagður
grimmilega.
Hitt er svo annað mál, að
fróðir menn telja, að stórlega
megi auka veiði i ám og vötnum
hér á landi, og þeir sem búa i
landinu og þekkja allar
aðstæður ættu vel að geta full-
nægt veiðilöngun sinni i fram-
tiðinni. Sé aftur á móti upp-
áhaldsáin komin yfir á breiðu-
bökin erlendu og ekki enn búið
að rækta upp aðra i staðinn, þá
má i bili taka upp ráð sem ýms-
um hefur gefizt vel að undan-
förnu og það er að fara með alla
fjölskylduna i tveggja vikna
feröalag suður i álfur fyrir svip-
að verð og leiga á einni stöng
getur kostað i nokkra daga á
gamla góða staðnum.
Valdimar Kristinsson.
í heimsmeistarleik
Enga áhorfendur takk, sagði Kred Cramer en var þó hinn kátasti þegar
hann tók nokkrar hraðskákir við Gunnar Guðmannsson forstjóra
Hallarinnar.að lokinni vei/.lu aldarinnar. Crslitin urðu 2:1 fyrir Cramer
og i einni skákinni drap hann kóng Gunnars, en það er leyfilegt I hrað-
skák!
SETIÐ UM
FISCHER
óó
,,Við ætlum að halda áfram að
biða og vona. Við verðum aö fá
eiginhandaráritun frá honum”
sögðu þcssar amerisku stúlkur
sem sátu við herbcrgisdyr
Fiscliers á Loftleiðum i gær.
Þær sogöust ekki hafa haft hug-
mynd um að Fischer væri til fyrr
en einvigið hófst, enda hefðu þær
varla vitað hvað skák væri. En nú
sátu þær dreymandi á svip þarna
við dyrnar og biðu árangurslaust
eftir að fá litið heimsmeistarann
augum. Aörir voru á rölti um
ganga og tveir náungar lágu i
leyni bak við hálfopnar dyr að
herbergi sinu og munduðu þar
myndavélar hinir vigalegustu.
Fischer hvíldist i svitu sinni og
spjaldið ónáðið ekki var vandlega
fest á dyrnar.
Eiginhandaráritanir skák-
snillinga ganga nú kaupum og
sölum. Þá eru nokkrir framtaks-
samir strakar sem bjóða áritun
Guðmundar G. Þórarinsson á 500
krónur, en sala er fremur treg. —
SG
HEFUR SLÍPAÐ GLAS í 50 ÁR
Glerslipun og speglagerð Lud-
vigs Storr varð 50 ára á dögunum
en þetta er fyrsta iönfyrirtæki,
sem stofnað var hér á landi, sem
hefur nieð þessa iðngrein að gcra.
„Jú, það var erfitt að byrja,
byrjunin er alltaf erfið”, sagði
Ludvig í stuttu rabbi við blaðið.
,,Þetta var alveg ný iðngrein hér
lendis, engir fagmenn fyrirfund-
ust hér, og ég fékk kennara er-
lendis frá, til þess að kenna iðnina
á landinu. En ég kom beint frá
Kaupmannahöfn.”
Ludvig Storr er stofnandi og
eigandi fyrirtækisins, en þaö var
stofnað 1. september 1922.1 fyrstu
var fyrirtækið til húsa á Lauga-
veg 15, en siðar, eða 1937, var það
flutt I núverandi húsnæði á
Klapparstig 16.
12 manns vinna nú við fyrirtæk-
ið, og hafa verið útskrifaðir þaðan
10 nemar. en sá 10. fékk sitt •
sveinspróf á afmælisdaginn.
„Það er lika skemmtilegt”,
sagði Ludvig Storr ennfremur,
,,en samfellt i 400 ár, hefur ein-
hver með ættarnafninu Storr unn-
ið eitthvað við gler eða glergerð.”
— EA