Vísir - 06.09.1972, Blaðsíða 10

Vísir - 06.09.1972, Blaðsíða 10
Vísir. Miðvikudagur 6. september 1972 Visir. Miðvikudagur 6. september 1972 11 Keppa sennilega víða eftir Olympíuleikana Frá Jóni Birgi Péturs- syni, Miínchen: — Ég er aö vonum ánægður með árangur Ðjarna Stefánssonar í 400 metra hlaupinu, sagði örn Eiðsson, formaður Frjáls- íþróttasambands islands, þegar ég ræddi við hann nýlega. öm sagðist hafa haft samband við nokkra vestur-þýzka frjá Isíþrótta- leiðtoga og hefðu þeir tekið þaö til athugunar hvort ekki yrðu einhver mót utan Olympiuborgarinnar næstu daga, þar sem íslenzku keppendurnir geta verið með. lOn auðvitað geta atburðir sið- ustu daga breytt þar öllum áformum. — Já, ég var ánægður með Hjarna, sagði Orn, og það var gott hjá honum að verða i 29. sæti samanlagt af tæplega 80 kepp- endum.Timi Þorsteins Porsteins- sonar var einnig ágætur i 800 metrunum, en hins vegar bjóst ég við honum jafnvel betri, enda þótt hann næði nú bezta tima, sem hann hel'ur náð i fimm ár. Um kringlukastskeppnina kvað Orn það hafa verið áberandi hvað margir keppendur voru langt frá sinum beztu alrekum. Kkki mátti búast við of miklu af Uáru Sveins- dóttur i hástökkinu, en framfarir hennar hefðu verið ótrúlega stór- sligar og myndu va*ntanlega halda áfram að vera það. Uára hefur dvalið i viggirtu kvennaþorpinu hér á leikunum, en þorpsins er gætt af varðmönn- um með hunda. Uára var heppin að fá konu Þorsteins Þorsteins- sonar til sin sem liðsstjóra, en með þvi móti einu var hægt að verða henni úti um félagsskap, ella hefði vistin þar orðið nokkuð leiðigjörn og tilbreytingarlitil. Sundmenn okkar hafa veriö iðnastir við metin. Guðjón Guð- mundsson setti til dæmis Norður- landamet i 200 metra bringu- sundi, enda þótt timinn 2:32.4 min. félli óneitanlega i skuggann fyrir öðrum beztu afrekum beztu manna leikanna. Kriðrik Guö- mundsson setti met i 400 m skrið- sundi og einnig 800 metrum og 1500 metrum, en millitimi var tekinn i 800 metrunum, og Finnur Garðarsson setti met i 100 m. skriðsundi. Hreint ekki afleitt hjá sundlólkinu. enda þótt ekki fari mikið fyrir timum sem þessum. Pólverjor nœr öruggir í úrslit knattspyrnunnar Nær öruggt má nú telja, að Pólland leiki til úrslita í knattspyrnukeppni Olympiuleikanna eftir, að Pólverjar sigruðu Sovét- menn með 2-1 i gær. i pólska liðinu leika sex menn, sem leika hér á Laugardalsvelli með Legía í Evrópubikarkeppninni gegn Víking. l’ólverjar hafa þegar gert jafn- tcfli við Dani i sinum riðli og nú unniðSovétrikin. Þeireiga aðeins eftirað leika við Marokkó i riðlin- um og ætti þar að vinnast auð- veldur sigur. t gær léku Danir við Marokkó og sigruðu með 3-1. Þeir hafa þvi þrjú stig eins og Fólverj- ar. en eiga eftir að leika við Sovétrikin og erfitt verður fyrir Dani að knýja fram sigur þar. Kinn leikur var háður i hinum riðli knattspyrnukeppninnar i gær. Austur-Þýzkaland sigraði Mexikó með 7-0, en leik Ung- verjalands og Vestur-Þýzkalands var frestað eins og öörum iþrótta- greinum. Þá voru 50 þúsund áhorfendur komnir á völlinn. ARSENAL ÁFRAM í DEILDA- BIKARNUM - VANN EVERTON Átján leikir í enska deildabikarnum voru háð- ir í gærkvöldi og léku þá meöal annars Arsenal og Everton á Highbury í Lundúnum. urslit urðu þau, að Arsenal sigraði meö 1-0 og er það fyrsti tapleikur Everton á þessu leiktimabili. Pó tókst Alan Ball ekki að skora úr vita- spyrnu fyrir Arsenal. Uiverpool álli i erfiðleikum norður i ('arlisle. en lóksl að ná jafntefli og fá aukaleik. og engu munaði að Dýrlingar Southamp- tons töpuðu á heimavelli fyrir 4. deildarliðinu Chester. Kn mest kom þó á óvart. að Urystal Palaee lapaði á heimavelli sinum i Uundúnum fyrir öðru 4. deildar- liði. Stockport County. sem i vor var i einu af fjórum neðstu sætun- um og þurfti að lara l'ram á endurráðningu i deildina. Annars urðu úrslit þessi i leik jununi. Middlesbro Wrexham 2-0 Newport Ipswich 0-3 Itolherham Brentlord 2-0 Hull City — Fulham 1-0 Nottm.For- Aston Villa 0-1 Arsenal — Kverton 1-0 Gillingham — Millvall 0-2 Charlton — Mansfield 4-3 C. Palace — Stockport 0-1 Swindon — Derby 0-1 Carlisle—- Uiverpool 1-1 Bury - Grimsby 1-0 Birmingham — Uuton 1-1 Southampton- C'hester 0-0 Coventry Hartlepool 1-0 Bristol Rov. - Brighton 4-0 PortVale Newcastle 1-3 Wolves Orient 2-1 Nokkrir leikir verða háðir i kvöld. Þær grétu mikið á Olympiuleikunum þessar stúlkur — og ástæöan svipuð. Sú til hægri frá Frakklandi, Marie Demaille, vegna þess að hún missti stig á skylmingum, sem henni fannst ranglátur dómur, og hin ungversk Udiko Bobis — vegna þess að hún tapaði i úrsiitum fyrir Ragno Uonzi, Italiu. OLYMPIULEIKARNIR HALDA ÁFRAM í SKUGGA S0RGAR — tilkynnti Avery Brundage í Munchen í morgun. Áttatíu þúsund manns fylgdust með minningarathöfn um fsraelsmennina ó Olympíuleikvanginum. Frá Jóni Birgi Péturs- syni, Munchen i morg- un: Það var mikil sorg á Olympiuleikvanginum i Miinchen i morgun, þeg- ar minningarathöfn um israelsku iþróttamenn- ina fór þar fram. Yfir 80 þúsund manns voru við- staddir athöfnina — margir i sorgarklæðum — og mörg hundruð milljóna fylgdust með athöfninni i sjónvarpi. Á leikvanginum fyrir miðju voru þeir, sem eftir lifa af israelska Olympiuliðinu, undir mjög strangri gæzlu lög reglunnar. Þúsundir iþróttafélaga þeirra voru við athöfnina og á fánastöngum blökktu fánar þátttökuþjóða i hálfa stöng — þar á meðal fánar Arabaþjóð- anna. Þar voru forseti Vestur-Þýzkalands, Gustav Heinemann og forsætisráðherrann Willy Brandt, fulltrúar borgarstjórnar Múnch- en-borgar og Alþjóða Olympiunefndarinnar. Andlit allra viðstaddra voru þrúguð af sorg. Fráfarandi for- seti Alþjóðaolymplunefndarinn- ar, Avery Brundage, sat náfölur og sorgin markaði hvern drátt i andliti hans. Ueikin var sorgarsinfónia Beet- hovens „Eroica” —sem hljómaði einkennilega og i sorglegri mót- sögn við glaðværðina og hrópin, þegar iþróttafólk heimsins gekk til opnunarhátiðar leikanna fyrir ellefu dögum. Formaður isralesku Olympiu- nefndarinnar Schmuel Salkin hélt minningarræðu og taiaði á heb- resku. Hann sagði, að það mundi ávallt hvíla sorg yfir Olympiu- leikum framtíöarinnar vegna þeirra atburða, sem nú hefðu átt sér stað, þegar hermdarverka menn hefðu orðið ellefu ungum iþróttamönnum að bana. Siðan las hann nöfn þeirra og sagði, að sorgin væri mikil og vottaði fjöl- skyldum þeirra sina dýpstu sam- úð. Einnig minntist hann þeirra Þjóðverja, sem látizt höfðu við skyldustörf sin. Að iokum tilkynnti hann, að is- raelskir karlmenn og konur mundu halda áfram að taka þátt i otymplskri keppni i anda friðar, þrátt fyrir þá óhugnanlegu at- burði, sem átt hefðu sér sta6, og þáð; er meö mikilli sorg, sem eftirlifaiuli iþróttamenn israelska olympíuflokksins, fara frá Vest- ur-Þýzkalandi i dag. Fljótt eftir minningarathöfnina mun Alþjóðaóly mpiunefndin koma saman til fundar og ákveða hvort leikarnir haldi áfram eða ekki. Avery Brundage sagði, að Miinchen-leikarnir yrðu aö halda áfram „must go on” og ekki sé hægt að láta nokkra hermdar verkamenn eyðiieggja alþjóða- samvinnu og góövilja, sem ein- kennt hefur olympiuhreyfinguna. Gamli forsetinn sagði — og þaö mun einnig afstaða annarra i nefndinni — að leikarnir mundu halda áfram einum degi á eftir áætlun — ljúka á mánudag I stað sunnudags. i Olympiueldurinn hélt áfram að brenna yfir tómum Olympiu- leikvanginum eftir minningarat- höfnina — brann I nafni al- þjóðiegra iþrótta, friðar og bræðralags — en það var eins og hann brynni i nýjum litum. Það var ekki sami fagurlegi loginn, sem ljómaöi upp nöfn eins og Jesse Owens, Paavo Nurmi — og nú sfðustu daga — Mark Spitz. Eftir fjögur ár mun hann loga á leikvanginum I Montreal yfir Olympiuieikunum 1976 — en minningar hryllingsatburöanna i Munchen munu þó alltaf lifa. Þær minningar munu einnig fylgja leikunum 1980 og áfram og áfram, 1984, og 1988 eins lengi og Olympiuþátttakendur hlaupa, stökkva eða ieika — þeirra manna, sem misstu lifið i glæsi landi Barvariu, verður minnst. Hreyknir Þjóðverjar köiluðu þessa leika „gemutlich games” — það þýðir vinátta, hlýja, þæg- indi. Svokom þriðjudagurinn fimmti september.... Fjögur þúsund blaðamenn hættu i gær að skrifa um iþróttir á morgni „hins svarta dags”. Olympiuleikar, sem höfðu tekizt svo vel, voru umleiknir sorg. 1 staðinn fyrir glaðvært iþrótta- fólkið á götum Olympiuþorpsins mátti sjá brynvarða bila lögregl- unnar. I stað iþrótta og iþrótta- skrifa, komu skrif um baráttu landanna fyrir botni Miðjarðar- hafs, sem borizt haföi inn i Olympiuborgiiia. Það var litið um glaðværð og kátinu i hópi iþrótta- fóiksins i Olympiuþorpinu og gestir hafa engir verið — þorpinu lokað fyrir öllum nema ibúum þess. Morðin i Olympiuþorpinu og siðan á herflugvellinum hafa varpað skugga á allt og alla. Hús Israels er i Conollystrasse 31 — alveg i hinum enda þorpsins frá íslendingabúðunum séð. Fréttin barst út fyrst með sjónvarpinu og aukablaði frá Bild og kom sem reiðarslag eins og nærri má geta. Ég hélt þegar. að dyrum Olympiuþorpsins, sem ekki er fjarri miðstöð blaðamanna hér. Þar var blaðamönnum visað frá, en búið að skapa þeim aðstöðu á grasivöxnum kampi, sem liggur að girðingunni, sem er i rúmlega 2.5 metra hæð og úr vir þannig . gerðum að vel má klöngrast yfir. Einmitt þannig héldu Arabarnir fimm yfir girðinguna, klæddir æfingabúningum iþróttamanna og með keppnistöskur. „Þetta hljóta að vera iþrótta- menn, sem hafa látið næturlifið glepja fyrir sér” kvaðst simvirki einn hafa hugsað, þegar hann horfði á þá fara yfir girðinguna. Skömmu siðar heyrði hreingern- ingarkona skothvell og þá vissu menn strax að eitthvað ægilegt hafði skeð. Þegarég kom á staðinn var þar ekki i sjálfu sér mikið að sjá — aðeins múrveggur, endagafl húss Israelsmanna, en ekkert var að sjá i gluggum hússins, sem er um 75-100 m frá girðingunni. Hús. Israles var umkringt á alla vegu, og hundruð lögreglumanna héldu öllu i röð og reglu utan þorpsins, þar sem tugþúsundir manna voru samankomnir. Meöal þeirra voru Israelsmenn fjölmennir með kröfuspjöld „You cry war — you murder”, þeir sátu allir i einum hópi við girðinguna og horfðu i áttina til herbergja, þar sem landar þeirra háðu taugastriðið og horfðu gegn köldum byssu- hlaupunum. Talað var um að reynt yrði að komast með vopnaða menn, sem yrðu látnir siga úr þyrlu niður á þak hússins, en ekkert bólaði á þyrlunni. Fátt gerðist þar til 16.45 Þá komu sex af stórskyttum landamæralögreglunnar á vett- vang. Þetta voru ungir menn, sýndist mér, allir klæddir iþrótta- búningum. Þeir klifu upp svalir fyrir ofan vistarverur Israels- manna og tóku sér þar stöðu með vélbyssur sinar. Frestur var veittur á frest ofan — en kl. 22.00 i gærkvöldi fóru skæruliðarnir með gislana i herbil og siðan átti harmleikurinn á flugvellinum sér stað. 20. Olympiuleikarnir byrjuðu vel fyrir israels- menn. Þeim var ákaft fagnað/ þegar þeir gengu inn á Olympiuleikvanginn laugardaginn 26. ágúst. Litill hópur miðað við stór- þjóðirnar—en varþó fagn- að betur, en flestum öðr- um. Það voru okkar menn, islenzki hópurinn, sem gekk næstur á und- an tsrael og enda þótt tsland væri vel fagnað drukknaði sá fögnuður i látunum frá áhorfendum, þegar tsrael birtist. En heim halda tsraelsmennirn ir daprir i bragði þeir sem eftir lifa — ellefu fallnir fyrir morð- ingjahendi — og kalda striðið fyr- ir botni Miðjarðarhafsins, sem allt i einu þrengdi sér inn á svið Olympiuleikanna, jafnvel hrylli- legra en nokkru sinni fyrr. JBP. Flogið með Mark Spitz til London — Olympíukóngurinn af Gyðingaœttum Strax og fréttist um at- burðina i Olympiuþorpinu i gærmorgun, var gullverð- launamaðurinn Mark Spitz, sem hlaut sjö gullverðlaun á leikunum, fluttur úr þorpinu og hafður i felum í Múnchen þar til honum var flogið til Lundúna. Mark Spitz er af gyðingaættum og var óttast að arabisku hefndarverka- mennirnir mundu hafa i huga að reyna að ná honum. Lögreglan tók ekki þá áhættu og lét Spitz fara i felur. Allt sem Spitz vildi segja við komuna til Lundúna var, að þetta væri mjög sorglegt. Enginn I flugvélinni haföi borið kennsl á hann, en fólk á Heathrowflugvelli var fljótt að átta sig. Með honum var þjálfari hans Sherm Chavoor. Spitz var spurður að þvi hvort þeir mundu dvelja i Lundúnum, en hann svaraði þvi til, að þeir hefðu ekki hug á þvi, heldur aö komast sem fyrst heim til Kaliforniu. Til hliðar hér á myndinni sést Mark Spitz ásamt beztu afrekskonu Olympiuleikanna i sundkeppninni, sem nú er lokið, hinni 15 ára Shane Gould, sem vann þrenn gullverðlaun og var þvi ekki langt á eftir Spitz. Hann hlaut fern einstaklings verðlaun úr gulli — en auk þess þrenn fyrir boð- sund. ■ : ' m l áUM awJNb' J|r d HL 1 & vir& w j I $ Sg wW ■ f’y . ’js PHBg|gi ^yHt *** optU w /..kr Uitið iþróttafólk frá tslandi stóð sig vel á leikjum Andrésar Andar, sem árlega eru haldnir I Noregi, með þátttöku viðsvegar að. Og nú I fyrsta skipti voru erlendir þátttakendur meðal sigurvegara — þeir voru islenzkir. Ilér sjáum við sigurvegara i hinum einstöku aldursflokkum á leikunum. t annarri röð að ofan er Asta B. Gunniaugsdóttir lengst til hægri, en hún sigraði i 60 m hlaupi 11 ára telpna, og i röðinni þar fyrir neðan er Guðmundur Geirdal i miðju, en hann var sigurvegari I 600 m hlaupi 12 ára drengja. Aörir á myndinni eru norskir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.