Vísir - 27.09.1972, Blaðsíða 4

Vísir - 27.09.1972, Blaðsíða 4
4 Visir Miðvikudagur 27. september 1972. Hollenskir blómlaukar TULIPANAR. 20 afbrigði. SVARTIR tulipanar. PASKALILJUR, gular, hvítar, tvilitar, fylltar. HYACINTHUR. bláar. blaikar. rauðar. CROCUS. blár. gulur, hvítur. IRIS. ALLIUM. SCILIA. Qk Sandum um allt land. Sími 83590. Opið frá kl. 9—22. TY) Q DöD )T MoaUii?sbraut ATH. Litmyndir og leiðbeiningar fylgja öllum tegundum. Um 40 afbrigði lita og tegunda. — Verð frá kr. 5,00. Q1 ómcih&r A^\ s/fif góohj 4 iwttal Qí omabar icfh<XL v\& HAA.lMiiist>ra&d n>lómahcor /^\ \fh<XL vlif Haniai i i cbh-aut Menningar- og fræðslusamband alþýðu F ræðsluhópar I. Fræðsluhóparnir koma Trúnaðarmaðurinn og vinnustaðurinn. saman einu sinni i viku — Leiðbeinandi: Ólafur Hannibalsson, sex sinnum alls. skrifstofustjóri ASÍ. * Starfið fer fram i fræðslusal MFA, Laugavegi 18, III. hæð —■ og hefst kl. 20,30 hvert kvöld. * 1 fyrsta sinn sem hér segir: Hópur I. þriðjudaginn 10. október Hópur II. þriðjudaginn 10. október Hópur III. miðvikudaginn 11. október Hópur IV. fimmtudaginn 12. október Hópur V. mánudaginn 16. október II. Ilaglýsing og atvinnulif. Leiðbeinandi: Hjalti Kristgeirsson. III. íslenzk stjórnmál, stofnanir og valda- kerfi. Leiðbeinandi: Ólafur Ragnar Grims- son, lektor. IV. Itæðuflutningur og fundastörf. Leiðbeinandi: Baldur Óskarsson, fræðslustjóri MFA. V. ' Leikhúskynning. Leiðbeinandi: Sigmundur örn Arn- grimsson, leikari. M.a. verður farið i leikhúsferðir. Tilkynnið þátttöku á skrifstofu MFA, Laugavegi 18, simi 26425 fyrir mánudagskvöld 9. október — Þátttökugjald kr. 300 Umsjón: Þórarinn Jón Magnússon Fyrst voru það Olympiuleikarnir, þvi næst „skæsleg" hljómlistarhátið þar sem pop-hljómsveitir komu fram með braki og brestum og nú stendur þar yfir mesta bjórdrykkjuhátið veraidar. Þeir hljóta að verða orðnir lafmóðir íbúarnir i Munchen þegar látunum linnir. Þeir voru þó hinir bröttustu þegar þeir upphófu bjórhátiðina siðastliðinn sunnudag, em meðfylgjandi mynd er einmitt frá þeirri athöfn. Fréttir herma, að þúsundir gesta hafi streymt til hátíðarinnar strax fyrstu dagana, en hátiðahöldunum lýkur ekki fyrr en um aðra helgi. Umhverfis jörðina á 58 klukkustundum Brezka flugfreyjan Sheila Sanderson setti um síðustu helgi heimsmet í hraðferð umhverfis jörð- ina, ferð sem einungis var farin með flugvélum á áætlunar ferðum. Ljóskan Sheila, sem er 36 ára gömul, lenti á Heathrow-flug- velli i London á sunnudaginn, aðeins 58 stundum og 30 minút- um eftir að hún lagði af stað i ferðina, og hafði hún þá lagt 24,400 milur að baki. Svo það er að verða harla litið spunnið i hnattferðina, sem sagan segir aðhafiverið farin á 80 dögum. Sheila hnekkti með ferð sinni meti þeirrar amerisku Pamelu Martin, sem árið 1953 fór með áætlunarvélum umhverfis jörð- ina á rúmlega 30 klukkustunda lengri tima en Sheila. Það voru viðskiptamenn i Nottingham, sem stóðu að baki hnattferðar flugfreyjunnar i þeim tilgangi að afla fjár til sundlaugargerðar við skóla vangefinna barna i Notthing- ham. Á ferð sinni millilenti Sheila i Aþenu, Bangkok, Singapore, Sydney, Fiji, Honalulu, Chicago og New York. Mestu af tima sinum i flug- vélunum kvaðst Sheila hafa varið i að horfa á kvikmyndir, en út um glugga vélanna hefði litið annað verið að sjá en ský og aftur ský mestan hluta ferðar- innar. „Annars átti ég erfitt með að einbeita mér að öðru en tima- áætlunum,” segir stúlkan. ,Ég hefði ekki mátt missa af einni einust vél til að öll áætlun- in færi úr skorðum. Það hefði hvergi mátt skeika minútum. — Og ég sem alltaf hef haft orð á mér fyrir óstundvisi,” bætir hún við og brosir. Tviggy ætlar ekki að gera það endasleppt á hvita tjaldinu. Hún er nú þegar tekin til við að leika i sinni þriðju kvikmynd. Sú á að eiga sér stað i Paris. Nafnið: COLE PORTER í PARIS. JOHN LENNON hefur setið við skriftir undan- farnar vikur, en þó ekki við texta- gerð eða ljóðasmið eins og oftast áður, heldur hefur hann unnið að endurminningum sinum frá tið Beatles. Bókinni hefur hann gefið nafnið „Frá eplinu til kjarnans” og ber flestum sem hana hafa lesið saman um, að i endurminningum sinum sé bitillinn óvæginn, þá er hann lætur getið um samskipti sin og hinna Bitlanna á meðan hljóm- sveit þeirra var og hét. Fer Lennon ekki leynt með það, að umboðsmaður Beatles og sá er raunverulega kom henni á fram- færi, nefnilega Brian Epstein, hafi lifað æði tvöföldu lifi. Hann hafi verið kynvilltur. Það hafi svo sem ekki haft nein áhrif á frægð og frama Beatles — o, sei, sei nei. En það hafi oft komið sér illa, þegar hann hafi látið sig hverfa með „vinum sinum” kannski svo dögum skipti, en þá hafi oft verið erfitt að ná sambandi við hann. „Epstein vann annars alltaf eins og óður væri að velfarnaði hljóm- sveitarinnar”, segir John. Og hann bætir við: „Þegar hann lézt var jafnframt bundinn endir á framtið Beatles”. TUNGLJÁRN RYÐGAR EKKI Það er ekki ónýtt að vita það, að nánari rannsóknir á þeim sýnis- hornum af járni, sem sótt hafa verið til tunglsins hafa sýnt að það er miklu þolnara fyrir tær- ingu en járn hér á jörðinni. Sérfræðingar við jarðefna- fræðistofnun sovézku visindaaka- demiunnar hafa komizt að þess- ari niðurstöðu eftir nákvæmar rannsóknir á sýnishornum, sem hin sovézka Luna 16 og banda- riski Apollo 11 fluttu til jarðar. Menn vonast til að geta fram- kvæmt rannsóknir á jarðjárni við sömu skilyrði og eru á tunglinu, til þessaðfá úr þvi skorið, hvort hægt er að gefa þvi sömu mót- stöðuhæfni gegn tæringu. JOHNNY CASH virðist hafa fengið nokkurn áhuga á Norðurlöndunum, en þessi ameriski kúrekasöngvari var fyrir fáeinum dögum i Málmey Sviþjóðar, þar sem hann kom m.a. fram á hljómleikum i Baltiske Hallen. Og hann hét ná- grönnum eyjarinnar, Kaup- mannahafnarbúum, þvi að heilsa upp á þá strax á næsta sumri.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.