Vísir - 27.09.1972, Blaðsíða 6
6
Vísir Miðvikudagur 27. september 1972.
vísm
Útgefandi: Reykjaprent hf.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson )
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson (
y Fréttastjóri: Jón Bihgir Pétursson )
Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson 1 (
Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson )
Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611 (
Afgreiðsla: Hverfisgötu 32. Simi 86611 )
Ritstjórn: Siðumúla 14. Simi 86611 (5 linur) (
Askriftargjald kr. 225 á mánuði innanlands (
i lausasölu kr. 15.00 eintakið. )
Blaðaprent hf. (
Barnavernd
með brauki og bramli
Forsvarsmenn barnaverndarnefndar komu fram )
af siðlausu offorsi, þegar þeir fengu fógetaúrskurð )
um að þeir mættu siga lögreglunni inn á heimili (
konu til að ná i barn hennar. Hverjir svo sem mála- /
vextir eru i sambandi við umráðarétt barnsins, þá| )
eru vinnubrögð nefndarinnar i málinu óafsakanleg. )
Sumir forsvarsmenn og starfsmenn barna-A)
verndarnefndar virðast hafa tilhneigingu til að lita ((
holt og bolt á fólk það, sem þeir hafa afskipti af, sem /)
geðsjúklinga og fáráðlinga. Þessir menn eru sann- )
færðir um, að þeir viti, hvað þessu fólki sé fyrir \
beztu. /
Samt eiga prestar og félagsráðgjafar að veral (
nógu vel menntaðir til að skilja, að þekking þeirra )
veitir ekki sérstaka, visindalega innsýn i mannlegt )
eðli. Og ótal dæmi sýna, að slika innsýn skortir oft (
hjá barnaverndarnefnd. /
Það getur engan veginn talizt eðlilegt ástand, að /
hópur fólks skuli hafa myndað samtök tii að gæta )
hagsmuna sinna gagnvart barnaverndarnefnd. j
Margt af þessu fólki hefur nefndina sjálfsagt fyrir (
rangri sök. En tilvist samtakanna sýnir þó, hve /
áfátt nefndinni er i mannlegum samskiptum. )
Aðgerðin gegn konunni virðist bera vott um
þröngsýna formsatriðahugsun. Hún hafði náð barni
sinu með ólöglegum hætti og þess vegna vildu for-
svarsmenn nefndarinnar koma barninu umsvifa- (
laust aftur á barnaheimilið, þótt það kostaði brauk i
og braml. Þetta eru eins og naut i postulinsbúð. |
Svipuð þröngsýni felst i þvi, þegar opinberir ,
aðilar safna gömlum lögregluskýrslum um fólk, '
sem misstigur sig, og nota þessar skýrslur til að /
móta viðhorf til þessa fólks löngu siðar. Slikt eii )
örugglega óvisindalegt og getur stundum verið j
ómannlegt. (
Starf forsvarsmanna og starfsmanna barna- (
verndarnefndar er vandasamt og vanþakklátt. Það (
er svo erfitt, að mistök hljóta annað veifið að komai ,
upp. En samt er ljóst, að þessir aðilar verða að bæta '
ráð sitt. Þeir verða að hætta að lita á sig sem al-< (
vitur, æðri máttarvöld. Þeir verða að leggja niður |
þann ruddaskap, sem konunni var sýndur i fyrra-
dag. Og þeir verða að reyna að bægja allri þröng- (
sýni frá sér. (
Einkum þó verða þeir að hætta að lita á sig sem (
pislarvotta, er séu ofsóttir af geðbiluðum foreldrum )
og fjölmiðlum. Sú imyndun er sennilega rótin að )
sumum vandamálum nefndarinnar. Sú imyndun (
leiðir nefnilega til þess að mönnum hættir til að lita i (
hneykslun á umhverfi sitt og sjá ekki bjálkann i )
eigin auga. j
Visir hefur ekki aðstöðu til að taka afstöðu til, )
málstaðar þess, sem liggur að baki innbroti lög- \
reglunnar og barnaverndarmanna i hús konunnar. (
Það er offorsið sem slikt og hugarfarið að baki þvi, )
sem er greinilega ámælisvert. j
Barnaverndarnefnd hefur lent i þvilikum úti- )
stöðum á undanförnum árum, að hinum deilu-! )
aðilunum verður ekki kennt um það allt. Meiri (
kunnátta i mannlegum samskiptum og meiri )
skilningur á mannlegu eðli er gróður, sem rækta
þarf i garði nefndarinnar. J)
Þaö voru stuðningsmenn EBE, sem voru hinir raunverulegu „byltingarmenn”. Fundur þeirra fyrir
kosningar.
Eftir kosningarnar um EBE:
NORSKA FLOKKA-
KERFIÐ í GRAUT
Menn minnast þess, að Per
Borten, forsætisráðherra i Noregi
var sekur fundinn um „leka” i
sambandi við viðræður Norö-
manna við EBE, og Borten varð
að segja af sér. Stjórn borgara
flokka Noregs, hin fyrsta cftir
strið, féll við, og við tók siðar
minnihlutastjórn Verkamanna-
flokksins, sem nú er að falla.
Borten þessi er hins vegar sigur-
vegari þjóðaratkvæðagreiðsl-
unnar nú. Flokkur hans, mið-
flokkurinn, áður bændaflokk-
urinn, er talinn hafa sigrað, einn
flokka þingsins.
Borten gerðist nefnilega upp úr
„hneykslismáli” sinu forsvars-
maður andstæðinga aðildar að
Efnahagsbandalaginu. Borten
var spottaður úti um heim fyrir
„lekann” alræmda, en hann
missti • ekki stuðning og traust
norskra bænda. Aðrir komu þó
sannarlega við sögu i glimunni
við EBE.
Hávær „fylking” vinstri sinna
var mest áberandi i baráttunni.
Sósialistiski þjóðarflokkurinn,
sem fékk engan þingmann kjör-
inn i siðustu kosningum, og
kommúnistaflokkurinn norski,
sem ekki hefur lengi átt mann á
þingi, fögnuðu úrslitunum ákaft.
Margir létu og láta eins og „al-
þýðubylting” sé á næstu grösum i
Noregi og landið muni skipa sér i
flokk þeirra rikja sem kallast
„alþýðulýðveldi”. Þvi fer auð-
vitað fjarri. Sigur andstæðinga
aðildar að EBE var ekki sigur
hins háværa hóps, heldur æsinga-
lausra norskra bænda og fiski-
manna, sem greiddu atkvæði
samkvæmt þvi, er þeir töldu
hagsmuni sina, með þjóöernis-
stefnu gegn samruna i bandalagi
við framandi þjóðir, með útfærslu
landhelgi og verndun fiskimiða
gegn þröngri afturhaldsstefnu
Efnahagsbandalagsins i beim
málum. 1 rauninni sigruðu hinar
„hefðbundnu” atvinnugreinar
Noregs, eins og sumir kalla land-
búnað og fiskveiðar á Islandi eins
og i Noregi.
Aldrei slíkur klofningur
milli stétta.
ekki milli eyrarvinnumanna og
vinnuveitenda, heldur stóðu fiski-
menn annars vegar og iðnverka-
menn hins vegar. 1 sveitum og
fiskiþorpum höfðu andstæðingar
EBE yfirgnæfandi sigur, i hinum
„þróaðri” bæjum sigruðu stuðn-
ingsmennirnir yfirleitt.
Verkalýðssamtökin höfðu beitt
sér fyrir aðild eins og Verka-
mannaflokkurinn. Vissulega var
klofningurinn mikill meðal hinna
óbreyttu. Sumir segja, að,úrslitin
hafi byggzt á þvi, að mikill fjöldi
kjósenda Verkamannaflokksins
hafi setið heima, enda var kjör
sókn talsvert undir 80%, sem er
litið i sliku hitamáli, sem hreif
hjörtun frekar en flest eða öll
önnur.
En þeir hafa þá setið heima, af
þvi að þeir voru ósammála bar-
áttu forystu Verkamannaflokks
og rikisstjórnar fyrir inngöngu i
EBE.
Illlllllllll
Umsjón:
Haukur Helgason
Þingmaður úr Verka
mannaflokknum
Þegar hugsað er til stuðnings
forystu flokkanna við inngöngu,
verður að telja úrslitin meiri
háttar umbrot i stjórnmálakerf-
inu. Verkamannaflokkurinn, sem
hefur haft hreinan meirihluta eða
þvi sem næst siðan fyrir strið,
studdi aðild. Það gerði hægri
flokkurinn jafnvel fremur. Þessir
tveir flokkar höfðu samtals 103
þingmenn af 150, sem á þingi eru.
Tveir aðrir flokkar, vinstri
flokkurinn og kristilegi þjóðar-
flokkurinn, munu helzt vilja við-
skiptasamning við EBE, en mið-
flokkurinn stóð einn gegn aðild
með virkum hætti. Miðflokkurinn
hefur aðeins 14 af 150 þingmönn-
Klofningur flokkanna náði
vissulega inn i þingmannaraðir
þeirra, en engu að siður lagði
stjórn Verkamannaflokksins til-
veru sina að veði.
Vinstri sinnar gera sér vonir
um, að úrslitin verði til að efla
sósialistiska þjóðarflokkinn og
kommúnista og samstaðan, sem
tókst i baráttunni við EBE, muni
geta haldið áfram. Þeir beina
spjótum sinum að forystu Verka-
mannaflokksins og segja hana
hafa svikið „alþýðu” Noregs og
ætlað að ofurselja hana auðmagni
meginlandsins.
Fjölmargir kjósendur Verka-
mannaflokksins hafa gert meira
en að sitja heima með hendur i
skauti.
Flokkurinn hafði 46,5 af hundr
aði atkvæða i siðustu kosningum.
sem er álika mikið og já-atkvæðin
voru i þjóðaratkvæðagreiðslunni
Ringulreið rikir innan flokksins
og i norskum stjórnmálum. Færu
þingkosningar fram nú, mætti bú
ast við ýmsu óvenjulegu, enda
þótt skoðanakannanir hafi ekki
gefið það til kynna að undan
förnu. En nú mætti búast vif
klofningi vitt og breitt og margs
konar nýjum „kosningabanda
lögum”.
Einn þingmaður Verkamanna
flokksins frá Syðri- Þrændalögum
gekk úr flokknum i gær og sagðist
mundu verða þingmaðui
sósialistiska þjóðarflokksins þaf
sem eftir væri kjörtimabilsinst
Fleiri munu ekki fjarri þvi að
gera hið sama.
Stuðningsmenn EBE vori
byltingarmennirnir.
Hvað tekur við? Væntanlega
munu Norðmenn leita fyrir séi
um viðskiptasamninga við EBE
sérsamninga af svipuðu tagi og
Islendingar hafa gert við banda
lagið. Margir tala um, að utan
þingsstjórn taki við, þar sem
flokkarnir séu of „ringlaðir” og
sundraðir sem stendur til að geta
aðhafzt eitthvað. Einnig ei
minnzt á hugsanlega stjórnar
samvinnu miðflokksins, vinstr:
flokksins og kristilegra, en þessii
flokkar hefðu aðeins 47 þingmenr
eða tæpan þriðjung og yrðu að lifa
á náð annarra. En þeir gætu'
kannski bezt farið bónarveg ti!
EBE um samninga.
EBE segir, að það verði varla
fyrr en „á næsta ári”, að slikii
samningar gætu verið gerðir.
Menn voru i gær sammála um
að stuðningsflokkar aðildar
Verkamannaflokkurinn og hægri
flokkurinn mundu ekki vera i
næstu rikisstjórn.
Norðmenn kusu þrátt fyrir alll
gegn iðnvæðingunni.
En kosningarnar sýna, að
Norðmenn eru ekki iðnvæddari en
svo, að þjóðernisstefna moldar-
innar rikir enn.
Það voru stuðningsmenn EBE,
sem boðuðu byltinguna, en ekki
andstæðingarnir.
Aldrei hefur Noregur klofnað
með þessum hætti milli stétta, nú um stórþingsins norska.
Bratteli leiðtogi Verkamannaflokksins sér nú nýja tegund stéttabar-
áttu: Fiskimenn gegn iðnverkamönnum.