Vísir - 12.10.1972, Side 5

Vísir - 12.10.1972, Side 5
VÍSIR Fimmtudagur 12. október 1972. 5 AP/IMTB I MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN UTLÖND í MORGUN hAUKUr' HtLGft^ON Spilla árásirnar friðarsamningum? Kissinger hœttir enn við heimför - „Getur ekki verið skyssa flugmanns", segir kanadískur sjónvarpsmaður um loftárásirnar Kissinger hætti enn i gærkvöldi á siðustu stundu við heimferð frá Paris. Kngin skýring var gefin, en sagt, að hann færi heim i dag. Menn velta þvi nú Ivrir sér, hvort loft- árásirnar á Hanoi i gær, Pompidou reiður þar sem sprengjur féllu á skrifstofur franskra diplómata og ollu manntjóni, muni spilla Iriðarsamningum i Paris. ## Berst til þrautar #/ — segir Thieu — Fjölskylda mín samþykkir ekki samsteypustjórn", stendur ó spjöldum Thieu forseti Suður- Vietnam sagði i morgun, að hann mundi berjast gegn öllum tilraunum til að ,,neyða samsteypu- stjórn upp á Suður- Vietnam”. Thieu sagði i ræðu, að hann hefði lagt til friðarsamninga, sem fælu i sér, að hann segði af sér, eftirað friður yrði tryggður. ,,En ég ætla ekki að segja af mér, áöur en friður verður tryggður,” sagði hann. ,,Ég mun berjast til þrautar, ef einhver reynir að koma á sam- steypustjórn.” Spjöld eru uppi viða i húsum i Saigon, þar sem segir: „Fjöl- skylda min samþykkir ekki sam- steypustjórn.” Spjöldin eru i fánalitum Suður- Vietnam. Orðrómur hermir, að framtið Thieus forseta sé helzta hindrun á vegi samninga Kissingers og kommúnista um frið i Vietnam. Starfsmaður bandariska sendi- ráösins i Paris, Harry Mitchell, hafði verið lengi á Orly-flugvelli til að fylgja Kissinger til flug- vélar. Þá bárust fregnir um, að Kissinger færi ekki. Bandarikjamenn hafa hreyft þeim möguleika, að eldflaugar, sem Norður-Vietnamar hafi skotið að bandariskum flug- vélum, kunni að hafa fallið á hús Frakkanna i hjarta Hanoi. Pompidou Frakklandsforseti segir hins vegar, að þetta hafi verið bandarískar sprengjur, og telja fréttamenn, að svo hafi verið. Laird hermálaráðherra Bandarikjanna segir einnig, að vera kunni, að flugmönnum hafi skeikað, en þeir áttu að varpa sprengjum sfnum fimm kiló- metrum frá þessum stað. Banda- rikjastjórn hefur fyrirskipað rannsókn á málinu. Kanadiskur blaðamaður sá alburðinn Michael Maclear, fréttamaður kanadiskrar sjónvarpsstöðvar, Tckst Kissinger að veröa „maður ársins?’ kvaðst hafa séð árásina. Hann segir, að frönsk kona og fimm Vietnamar hafi látið lifið. brjár herþotur hafi farið margar ferðir yfir borginni. „Ég taldi að minnsta kosti tylft sprengjuskota frá flugvélunum og sá, þegar ein þeirra stakk sér þrátt fyrir harða loftvarnar- SADAT HINDRAÐI ,ANNAÐ MÍÍNCHEN' Leyniþjónusta Egypta- lands kom upp um sam- særi arabískra skæruliða um að gera árás við há- tíðarhöld i minningu De Gaulle. Skæruliðar álitu, að hermdar- verk við þessa athöfn skammt frá heimili Oe Gaulle i Colom- bey-les-I)caus-Eglise” mundi vekja hcimsathygli, hugsanlega á borð við olympiuleikana. En leyniþjónustan egypzka afhjúpaði ráðabruggið og skýrði Sá'dat forseta frá þvi. Hann gekkst fyrir þvi, að það var hindrað, segir blaðið Jerusalem Post. Fulltrúi S.Þ. myrtur Fulltrúi Sameinuðu þjóðanna i þróunaráætlun i Libanon var skotinn til bana i morgun. Tilræðismaðurinn mun hafa skotiö sjálfan sig á eftir og særðist hann. skothrið og kastaði tveimur sprengjum úr litilli hæð. Ég tel að ekki geti verið um að ræða skekkju hjá flugmanni”, segir Maclear, sem starfar hjá sjón- varpsstöðinni CTV. Hann segir, aö engar sprengjur hafi fallið á verksmiöjur i grenndinni. Réðust inn á heimili sendi- herrans Tveir menn réðust inn á heimili scndiherra Jórdaniu hjá Samein- uðu þjóöunum í fyrrakvöld og hcldu varðmanni, barnfóstru og tveimur börnum scndiherrahjón- anna föngnum. Þeir komust und- an með skartgripi og annaö verð- mæti. Annar þeirra skar á púls varð- mannsins með hnifi i átökum sem urðu, þegar barnfóstran komst I annað herbergi og reyndi að hringja til lögreglunnar. Sumir vildu, að stjórn irska lýðveldisins yröu gerðir úrslitakostir. Annaðhvort gerðu þeir skæruliða IRA landræka ellegar Irskir borgarar i Bretlandi misstu réttindin. Whitelaw ráöherra Norður-irlands gaf sig ekki. Deilt á flokksþingi, en Whitelaw vann FYRSTU HLUTFALLSKOSN- INGARNAR Á NORÐUR-ÍR- LANDI VERÐA í DESEMBER Deilt er um Norður-lr- land á flokksþingi brezka Ihaldsflokksins. William Whitelaw ráðherra visaði í gær á bug öllum kröfum hægri armsins um að beita stjórn írska lýðveldisins hörðu, þangað til hún upp- rætti IRA-skæruliða, sem hafa hæli þar. Whitelaw kvaðst mundu halda áfram að beita hvorutveggja i senn, stjórnmálalegum og hern- aðarlegum aðferðum. Hann lýsti þvi yfir, að kosningar til sveitar- stjórna skyldu fara fram i N-Ir- landi 6. desember, og yrðu þær fyrstu hlutfallskosningarnar. Ein réttarbót, sem kaþólski minni- hlutinn hefur fengið, eru hlut- fallskosningar i stað ein- menningskjördæma, sem þýðir, að minnihlutinn gæti fengið fleiri fulltrúa i sveitarstjórnum. Kaþólskir ættu að geta fengið um þriðjung fulltrúa viðást. Jafnskjótt og brezka þingið sam- þykkir lög um þetta, segir White- iaw, mun verða ákveðið, að þjóð- aratkvæðagreiðsla fari fram um, hvort N-trland skuli vera áfram hluti Stóra-Bretlands . eða sam- einast trska lýðveldinu. Mílljón irskir borgarar afla tekna i Bretlandi. Hægri armur thaldsflokksins krefst þess hins vegar, að brezka stjórnin beiti meiri hörku gagn- vart kaþólskum. Einn hægri mannanna, Henderson höfuðs- maður, sagði, að IRA notaði trska lýðveldið sem öruggt hæli, sem gera mætti úr árásir yfir landamærin. Hann sagöi, að IRA bryti opinskátt og óhindrað gegn lögum trska lýðveldisins, með fjársöfnun til hermdarverka, vopnasöfnun og áróðri. Annar fulltrúi á flokksþingi thaldsflokksins, Geoffrey Pattie, krafðist þess, að Bretar gerðu stjórn Johan Lynch i trska lýð- veldinu úrslitakosti. Annað hvort gerði hann tRA útlæg úr landinu eða allir irskir borgarar i Stóra- Bretlandi yrðu settir á bekk með „útlendingum” i lagalegum skilningi, sem þýddi mikinn tekjumissi fyrir trska lýðveldið. Um milljón borgara þess búa og afla tekna i Stóra-Bretlandi, og mundu þeir glata sérstöðu sinni, ef farið væri eftir tillögum full- trúans. Flokksþingið samþykkti hins vegar stefnu Whitelaws með yfir- gnæfandi meirihluta eftir snarpar sennur.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.