Vísir - 16.10.1972, Blaðsíða 4

Vísir - 16.10.1972, Blaðsíða 4
4 VÍSIR Mánudagur 16. október 1972. Haustlækkun Nú er tækifæri til að skreppa til sólar- landa til að njóta sumarveðurs, sem margir söknuðu hér þetta árið sími 25100 beint samband við farskrár- deild LOFTLEIDIR ::::: ::::: 11!!! ::::: ::::: !!!!! &:::: .... j ::::: ::: «:! ÁHUGI A OFFSETI! Tvitugur piltur með gagnfræðapróf, myndlistarmenntun og náin kynni af off- setprentun, óskar eftir að komast á samn- ing i offsetprentun. Upplýsingar i sima: 50446. t:u:":::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::;:•::: ÍlililÍlÍiÍÍÍÍi SÍÍIÍili! Hiiiliis! Ilíii ÍilÍ! :H:: liÍÍÍ nS: Íii:: iiiii :5ÍÍ:::::!!::::::::::::::::::: KömvœausðTEK Opið öll kvöld tu kl. 7 nema laugard. til kl 2 og sunnudaga kl. 1-3. ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í M Vangaveltur um algert samkomulag í París Thieu kallar sendiherrana til Saigon Vangavelturnar um friðarsamninga i Víetnam héldu áfram um helgina og mögnuðust, þegar sendi- herrar Suður-Vietnam i Washington og Paris voru báðir kvaddir heim til að ræða stöðuna í viðræðunum við Thieu forseta. Sendiherrann i Paris, Pham Ilang Lam. kom til Saigon i gær. Hann vildi ekki svara spurning- um um tilefni heimferðarinnar. Thieu forseti hefur ekki viljað láta neitt eftir sér hafa um vanga- veltur fjölmiðla um, að Kissinger og fulltrúar Norður-Vietnama hafi náð samkomulagi um pólitiska lausn Vietnamstriðsins, nema hvað spurningin um framtið Thieu forseta, hafi verið helzta vandamálið. Sumir telja jafnvel, að algert samkomulag hafi orðið milli Kissingers og Norður-Vietnama, en aðilar eru sem fyrr þögulir um árangur fundanna i Paris. Kkki linnir bardögum i Vietnam, þótt friðarvonir giæðist. Myndin sýnir loftárás Skyraider-flugvélar Suður-Vietnama á virki eitt aðeins 17 míl- um nórðan Saigon, höfuðborgar Suður- Víetnam. Norður-VIetnamar og þjóðfrelsishreyfingarmenn héldu virkinu i nokkra daga. Virkið er við mikiivægan þjóðveg. NATO GERIR ÓSKALISTA Atlantshafsbandalagið hefur samið óskalista um tilslakanir, sem það villl, að kommúnistarikin gefi á öryggisráöstefnu Evrópu. Svo segja diplómatar i Brússel. NATO-menn vilja, að Sovétmenn falli frá svokallaðri Bresnjevkenn- ingu um ofurvald Sovét- rikjanna i Austur-Evrópu og að gyðingum og öðrum Sovétborgurum sé frjálst að flytjast frá Sovétrikjun- um. NATO vill. að ..blokkirnar” skiptist á að senda eftirlitsmenn til að fylgjast með heræfingum hvor annarrar. Vestrænir diplómatar fái meira ferðafrelsi i Austur-Evrópu, og einnig kaup- sýslumenn og blaðamenn. NATO-rikin munu innan skamms tilkynna, að þau vilji taka þátt i undirbúningsfundi fyr- ir öryggisráðstefnu Evrópu 22. nóvember. NATO-menn segja, að Sovét- menn vonist til, að öryggisráð- stefnan muni viðurkenna rétt þeirra til yfirráða i Austur- Evrópu. Er sagt, að NATO muni vilja fá ..hátt verð” fyrir slika viðurkenningu. Þá mun NATO krefjast þess, að hætt verði að ritskoða póst frá vestrænum rikjum til Austur- Evrópurikja, svo og kvikmyndir og sjónvarpsefni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.