Vísir - 16.10.1972, Blaðsíða 7

Vísir - 16.10.1972, Blaðsíða 7
ViSIR Mánudagur 16. október 1972. 7 Neikvœða kennslan er að vera alltaf að segja hvað að er hjá hverjum og einum. Jákvœða kennslan er sú að láta það sem að er, hverfa að sjálfu sér, afskiptalaust. Rœtt við Konráð Adolphsson. I INIM 1 = SiÐAIVl = Umsjón: Edda Andrésdóttir Þeir eru margir sem eiga er- fitt meö að tjá sig og tala, og sumum finnst næstum sem dauðinn sjálfur sé ákjósanlegri en það, að standa upp fyrir framan fjöida manns og scgja nokkur orð. Margir eru svo taugaóstyrkir þegar að þeim kemur. að láta Ijós sitt skina, að orðin konta öfug út úr þeim, og erfitt er að fylgjast með þvi, sem þeir eru að segja. Svo eru aftur aðrir, sent eiga mjög auð- velt með að tala. og það, að lialda ræðu, er fyrir þeim eins og að drekka blákalt vatn. Sennilega liggja ýmsar ástæð- ur til þessa mismunar, en eitt er þó vist, að of litið er að þvi gert að kenna bæði börnum og unglingum framsögn svo ekki sé talað um þá, sem eru komnir hærra á menntabrautinni og eiga jafnvel eftir að standa fyrir framan hóp barna og kenna þeim eitthvert fag. Framsögn ætti þvi að vera skyldugrein i hverjum einasta skóla, og sennilega mun þróunin verða sú, að enginn nemandi útskrifist úr skóla nema hafa einhverja æfingu i þvi að koma fram. Enda er sú þróun mjög æskileg. Námskeið þau, sem haldin hafa verið, hin svokölluðu Dale Carnegiehafa þvi án efa verið vel þegin hjá þeim sem gjarnan vilja læra að geta komiðfram öruggir og ókviðnir. Slik námskeið eru nú haldin i 36 löndum heims, og eitt þeirra er ísland, en hér hóf fyrstur slika kennslu Konráð Adolphsson á árinu 1964, og þá strax inn- rituðust 36 nemendur á nám- skeiðið. 1 dag hafa næstum 2000 útskrifast af þessum nám- skeiðum. Við ræddum við Konráð um námskeiðið, hverju það hefur komið til leiðar, skemmtileg at- vik o.fl. kað var 1912 sem Dale Carnegie kom fyrst fram með námskeiðin, sem eru við liði enn i dag. 1 bernsku var hann fátækur bóndasonur, og þegar hann þurfti að koma upp að töflu i skólastundum, skammaðist hann sin fyrir stuttar buxurnar, En þrátt fyrir það varð úr að hann hóf nám i Menntaskóla og það var þar sem hann fór að velta þvi fyrir sér, hverjir væru vinsælastir karlmenn. Hann komst tljótt að raun um að það voru iþrótiamenn og ræðumenn, sem gengu i augu kvenfólksins, og þar sem hann var ekki iþróttalega vaxinn, tók hann þann kostinn að æfa sig i ræðu- mennsku. Byrjunin var erfið, en ekki leið á löngu áður en hann vann allar kappræður og um leið varð kvenfólkið sólgið i að fara út með honum! — Hvers vegna fórst þú sjálfur á slikt námskeið? Ég bjó i Bandarikjunum á þessum tima, og eitt sinn þegar ég kom heim sýndi kona min mér stóra auglýsingu frá Dale Carnegie námsk. Ég sagði nákvæmlega það sama og allir segja: Ég þarf ekki á þessu að halda. Nokkru seinna sagði konaviðmig, að hún hefði heyrt á tal nokkurra manna, sem sögðu að það væri ekkert gaman að tala við mig, þvi að ég talaði ekki um neitt nema starfið. Dað rann lika fljótt upp fyrir mér að þetta var rétt. Ásamt vini minu fór ég siðan á slikt námskeið. Það var að visu dýrt, en varð mér til góðs, jafnt i starfi sem öðru, og þetta er allra bezta fjárfesting sem ég hef gert.” „Mestu móli skiptir að fó fólk til að tjó sig" ,,Eftir að ég hafði starfað sem aðstoðarmaður við slikt er- lendis, kom ég heim og ákvað að fara i gang með slikt nám- skeið hérna, þvi að það gæti gert gagn. Fékk ég 36 hugrakka menn til þess að riða á vaðið.” —Er það viss aldursflokkur sem nú sækir þessi námskeið, eða er það fólk á öllum aldri? ,,Það er fólk á öllum aldri. Yngst hjá mér núna er 16-17 ára, en það er allt upp undir 70. Elzti nemandi minn i Banda- rikjunum var til dæmis 80 ára að aldri. En það er ekki aldurinn sem skiptir máli. Það eru til dæmis mjög ungir nem- endur hjá mér, sem eru 65 ára! Ein kona á fimmtugs aldri með átta börn kom á námskeiðið, vegna þess að hún vildi fara að gera eitthvaðfyrir sjálfa sig. En þetta erfólkáöllum aldri og úr öllum stéttum. Allt frá for- stjóranum niður i sendi- sveininn. — Er ekki meira um að fólk úr atvinnulifinu sæki slik námskeið heldur en til dæmis skólafólk? „Það er að aukast nokkuð að skólafólk komi á námskeið. Það er þá fólk úr Menntaskólum og upp i Háskólann. En það er i miklum meirihluta, að fólkið úr atvinnulifinu komi, og mörg íyrirtæki eru til dæmis farin að greiða 100% kostnað fyrir þá sem taka þátt i námskeiðum. 1 hverjum hóp eru 40 manns og þar af er einn þriðji hlutinn kvenfólk, og þar eru bæði hús- mæður og konur i annarri at- vinnu en húsmóðurstarfi” — Hvernig er námskeiði háttað. Hvar fer fram og hvað er kennt? ,,1 fyrsta tima er byrjað mjög rólega. Við fáum fjóra úr hópnum i einu og látum þá tylla sér á borð og segja þar hvað hver heitir, hvað hann starfar, hvers vegna hann kemur á námskeiðið o.s.frv. Við Konráð Adolphsson — Undirbúa þarf hvern tíma og ljósmynda það nokkurn veginn f huganum hvað maður ætlar aö taka fyrir f livert skipti. reynum með þessu að losa um fólkið. t næstu timum kemur hver og einn tvisvar sinnum upp á kvöldi og talar i tvær minútur um eitthvert efni, sem ákveðið hefur verið i siðasta tima, svo sem eftirminnilegt atvik, atvik úr æsku, og fleira. 1 fyrstu timunum segjum við svo aldrei hvað er að hjá hverjum og einum þegar hann talar. Við tökum aðeins fram það já- kvæða, þvi það kennir hinum að taka eftir þvi sem vel er gert hjá þeim næsta”. „Hverjum tima veitum við einnig verðlaun, en það er þátt- takendum mikil hvatning. Þátt- takendur kjósa sjálfir þann, sem mestum framförum hefur tekið, og þann sem flytur beztu frásögnina. Við kennararnir veitum siðan verðlaun þeim sem augljóst er að hefur tekið mestum framförum i frásögn sinni og sýnt framtak”. —-Mörg skemmtileg atvik hljóta að koma fyrir á slikum námskeiðum? „Já, það er geysilega margt sem kemur fyrir. Ég man til dæmis eftir þvi i einum tim- anum sem var i nokkurs konar leikformi, að ein ung stúlka var fengin til þess að setjast á stól og átti hún að leika Júliu (Romeo og Júlia). Pilturinn, sem lék Rómeo, kraup á kné fyrir framan hana og fór með rulluna: Júlia, ástin min, ég elska þig. Ég gæti knúsað þig. Eftir að námskeiðinu lauk, frétti ég að pilturinn og stúlkan hafi gifzt. Annað atvik, var þannig að stúlka, sem hafði lært þá reglu aö hlusta, hlusta með áhuga á það sem fólk segir, lenti i dálitlum vandræðum. Til hennar kom gestur eitt kvöldið og sat iengi. Þegar komið var yfir miðnætti sýndi hann ekki á sér neitt fararsnið, en sat til klukkan þrjú, fjögur allt til klukkan átta um morguninn. Eftir það spurði stúlkan mig: „Hvað á maður að hlusta lengi?” Það er einnig skemmtilegt dæmið um trésmið, ákaflega taugaóstyrkan, sem sótti nám- skeiðið. Hann var tauga- óstyrkur fyrst, en smátt og smátt kom hann þó til, og i siðasta timanum kom hann okkur mjög á óvart. Þá orti hann brag, mjög skemmti- legan, um reynslu sina á nám- skeiðinu. Þarna kom það i ljós að flestir hafa hæfileika sem blunda, en biða aðeins eftir þvi að fá tæki- færi til þess að koma fram”. „Fyrst þegar námskeiðin fóru af stað 1912 voru notaðar form- fastar hreyfingar og allir voru eins og spýtukarlar. Það kom þó fljótt i ljós þar, að það sem mestu máli skipti er að fá fólk til þess að tjá sig. Sú aðferð er notuð enn i dag og er mjög vin- sæl”. —Hvernig er kennsluað- ferðum á námskeiðunum háttað? „Kennsluaðferðin er mjög einkennileg. En það er sú kennsluaðferðin sem á eftir að verða i öllum skólum úti um allan heim. Við byggjum ein- göngu á þeim jákvæðu eigin- leikum, sem fólk hefur. Það er að sigrast á ótta, láta það finna öryggi, ná tökum á áhyggjum og yfirleitt að verða ánægðari einstaklingur. Neikvæð kennsla er það, að vera alltaf að segja hvað sé að hjá hverjum og einum, hins vegar er jákvæða kennslan sú, að láta það sem að er hverfa af sjálfu sér.” —EA

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.